Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Page 64
64 | Erlent sviðsljós 29. desember 2010 Áramótablað
Anna Paquin
og Stephen Moyer
Ástralska leikkonan Anna Paqu-
in og breski leikarinn Stephen
Moyer gengu í hjónaband í lok
ágúst á þessu ári. Þau hafa
síðastliðin misseri verið að gera
allt vitlaust í þáttunum True
Blood þar sem kynlífssenur
þeirra hafa vakið mikla athygli.
Ást þeirra í þáttunum varð að
alvöru ást sem endaði með
hjónabandi.
Orlando Bloom og Miranda Kerr
Það eru fá hjón í heiminum jafnmyndarleg og leikarinn
Orlando Bloom og fyrirsætan Miranda Kerr. Þau fóru
að stinga saman nefjum árið 2007 og giftu sig síðan í
júlí á þessu ári. Þeim hefur tekist ótrúlega vel upp við
að halda sambandi sínu utan fjölmiðlanna en bæði tvö
vilja sem sjaldnast birtast á síðum blaðanna. Fá þau
bæði nóg að gera sem leikari og fyrirsæta.
Megan Fox og
Brian Austin Green
Megan Fox er talin ein kynþokkafyllsta kona heims.
Hún er rúmum tíu árum yngri en fyrrverandi Beverly
Hills-stjarnan Brian Austin Green sem þessa dagana
leikur í þáttunum um aðþrengdar eiginkonur. Þessi
tvö byrjuðu að hittast fyrir sex árum, trúlofuðu sig
fyrir fjórum árum og giftu sig síðan í maí.
Calista Flockhart
og Harrison Ford
Calista Flockhart má muna sinn fífil fegri hvað
varðar leiklistina en Harrison Ford er sígildur.
Þó mikill aldursmunur sé á þeim hjónum giftu
þau sig við hátíðlega athöfn þann 15. júní.
Calista ættleiddi son árið 2001 en Harrison
Ford skrifaði svo undir pappíra þess efnis í ár
að hann væri löggildur faðir piltsins sem heitir
Liam.
Giftingar og skilnaðir
Þessi áttu árið
Þ
es
si
s
ki
ld
u
Þ
es
si
g
if
tu
s
ig
Lady Gaga
Frægðarsól þessarar ótrúlegu píu
hækkar bara og hækkar. Hún er kominn
með ógnvænlegan aðdáendahóp sem
tryggir henni hver MTV-verðlaunin á
fætur öðrum. Plötur hennar seljast í
milljónum eintaka og myndböndin eru
með þeim mest skoðuðu á YouTube.
Lady Gaga átti einfaldlega bandaríska
tónlistarbransann í ár en þú þarft
að vera orðin nokkuð stórt nafn
þegar Beyoncé biður um að fá að gera
myndband með þér.
Justin Bieber
Táningastjarnan frá Kanada er gjörsam-
lega að gera allt vitlaust en uppselt er
á alla tónleika hans sama hvar þeir eru
haldnir í heiminum. Minnir fárið í kringum
þennan unga pilt hvað helst á Bítlaæðið
þegar það stóð sem hæst. Þurfti meðal
annars að aflýsa tónleikum hans í
Ástralíu þar sem svo mikil geðshræring
myndaðist í kringum komu hans að
ungar stúlkur voru farnar að láta illum
látum og leið yfir margar þeirra. Bieber er
einfaldlega sá heitasti í dag.
stjarnanna
Það var nóg að gerast í tilhugalífi
stjarnanna úti í hinum stóra heimi
á árinu. Fjöldinn allur var af skiln-
uðum og annað eins af giftingum.
Hér eru nokkur pör sem skildu og
önnur sem innsigluðu ást sína auk
tveggja einstaklinga sem tóku
árið 2010 með trompi.
Sandra Bullock
og Jesse James
Skilnaður þeirra vakti mikla athygli og
átti sér stað eftir eftir að upp komst
um framhjáhald Jesse eftir fimm ára
hjónaband. Þetta var aðeins átta dögum
eftir að Sandra hreppti Óskarsverðlaunin.
Jesse iðraðist en aðeins of seint enda kom
í ljós að hann hafði verið ótrúr frá upphafi.
Sandra er nú einhleyp en ættleiddi son
sem heitir Louis.
Jim Carrey og
Jenny McCarthy
Eftir að hafa verið saman í ein fimm ár, lengur en nokkur hafði reiknað með, tilkynnti parið
um sambandsslitin á Twitter. Þau höfðu ekkert nema góða hluti um hvort annað að segja en
ástin var einfaldlega ekki til staðar lengur. Þegar frá leið fóru þó að birtast fréttir af Carrey í
mikilli ástarsorg og undarlegri hegðun hans.
Mel Gibson og
Oksana Grigorieva
Allt fór í háaloft þegar Oksana sakaði leikarann og leikstjór-
ann um að hafa beitt hana andlegu og líkamlegu ofbeldi.
Klárlega ljótasti skilnaður ársins en þau eignuðust dóttur
árið 2009. Upptökur af Gibson vöktu mikla reiði um allan
heim en þar kom berlega í ljós að rússneska tónlistarkonan
hafði eitthvað til síns máls. Ekki var það til að bæta ímynd
Gibsons sem hafði
verið sakaður um
hatur á gyðingum,
blökkufólki og
samkynhneigðum.
Cheryl Tweedy og Ashley Cole
Þau byrjuðu að hittast árið 2004, voru trúlofuð ári
síðar og voru gift 2006. Í lok árs 2006 voru bresku
slúðurblöðin með viðtöl við fyrirsætu sem sagðist
hafa sofið hjá Cole. Tweedy hætti að ganga með
giftingarhringinn um sinn en þau sættust svo að
lokum. Árið 2009 komst aftur kreik orðrómur um
framhjáhald. Að þessu sinni var Cole ekki fyrirgefið
og Tweedy sótti um skilnað í maí. Ashley Cole hefur
síðan þá verið einn óvinsælasti maður Bretlandseyja.