Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Síða 67

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Síða 67
Sport | 67Áramótablað 29. desember 2010 Stærsti einstaki íþróttaviðburður heims, HM í fótbolta, fór fram á árinu en Spánn landaði heimsmeistaratitlinum eftir sigur í úrslita- leik gegn Hollandi. Ýmislegt gerðist í íþróttunum ytra eins og á ári hverju og er hér stiklað á stóru. Svipmyndir Kóngar fótboltans Spánn fylgdi eftir Evrópumeistaratitli sínum með sigri á HM. Spánn hafði betur í úrslitaleik gegn Hollandi þar sem Andres Iniesta skoraði eina mark leiksins. Spánn virðist vera gersamlega ósigrandi og þar sem liðið er á góðum aldri þyrfti ekki að koma neinum á óvart að þeir verði aftur Evrópumeistarar í Úkraínu og Póllandi eftir eitt og hálft ár. Upprisan fullkomuð Fyrir fimm árum skall öflugur fellibylur á New Orleans í Bandaríkjunum þar sem þúsundir létust. Þurfti fólk að búa á heimavelli NFL-liðsins, New Orleans Saints, lengi vel. Saints hefur undanfarið ár styrkst og tókst því að vinna Superbowl í febrúar nokkuð óvænt með því að leggja Indianapolis Colts að velli. Ríkti mikil gleði í New Orleans en leikmenn liðsins tileinkuðu sigurinn fórnarlömbum fellibyljarins Katrínar. Langbestir í körfu Í aðdraganda HM í körfubolta sem fram fór í Tyrklandi í ár dró hver stór- stjarnan á fætur annarri sig út úr bandaríska liðinu. Það var þó ekki eins og Bandaríkin væru með einhverja aukvisa í liðinu en þar var að finna menn á borð við Kevin Durant, sem var svo kosinn besti leikmaður mótsins, Lamar Odom og Derrick Rose. Það er skemmst frá því að segja að Bandaríkin urðu heimsmeistarar og gerðu það nánast með vinstri. Í úrslitum lögðu þeir heimamenn í Tyrklandi að velli, 81–64. Enn ósigraður Floyd Mayweather hefur lengi haldið sig frá bardaga við hinn magnaða Filipseying, Manny Paquioau. Hann snéri þó aftur í hringinn á árinu og barði Shane Mosley í spað. Vann Mayweather með einróma úrskurði dómara og er hann nú ósigraður á ferlinum í fjörtíu og einum bardaga. Hætti við að hætta Mikill farsi myndaðist í kringum yfirvofandi brottför Waynes Rooneys frá Manchester United í haust en hann sagðist þá vilja yfirgefa félagið. Aðeins tveimur dögum síðar var hann búinn að sannfærast um að Manchester væri staðurinn fyrir hann og skrifaði hann undir nýjan samning. Rooney var gripinn við framhjáhald á árinu, í annað skiptið, en hann er þó enn í sambúð með konu sinni, Colleen. Frábær byrjun Ancelotti Carlo Ancelotti fékk það verkefni að koma Chelsea aftur á toppinn á Englandi eftir þriggja ára einokun Manchester United. Það tókst honum svo sannarlega en Chelsea var langbesta lið síðasta tímabils. Chelsea vann deildina þó aðeins með einu stigi en í fyrsta skipti í sögu úrvalsdeildarinnar skoraði lið meira en hundrað mörk. Chelsea varð einnig bikarmeistari en ekki frekar en forverum sínum tókst Ancelotti að vinna Meistaradeildina. Þrenna hjá Mourinho Jose Mourinho vann mikið afrek með ítalska liðið Inter á árinu er hann landaði hinni eftirsóttu þrennu. Inter vann ítölsku deildina, bikarinn og Meistaradeildina eftir sigur á FC Bayern í úrslitaleik í Madríd, 2–0. Inter lagði Barcelona á leið sinni í úrslitaleikinn. Eftir tímabilið kvaddi Mourinho og tók við Real Madrid. Rafael Benitez var ráðinn til Inter en var rekinn um daginn. Inter á nær enga möguleika á titlinum í ár en það hefur unnið hann undanfarin sex ár. Næstum fullkomið ár hjá Nadal Tenniskappinn Rafael Nadal vann mikið afrek á árinu en honum tókst að landa sigri á þremur af fjórum risamótum ársins. Hafði hann sigur á Wimbledon-mótinu, opna franska og opna bandaríska. Eina mótið sem hann tók ekki var opna ástralska en það hirti Roger Federer. Nadal var kjörinn íþróttamaður ársins utan Englands á árlegu hófi breska ríkissjónvarpsins í desember. Rússland fékk HM Allt varð vitlaust undir lok árs þegar kosið var um hvaða lönd skyldu halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árin 2018 og 2022. Vildu margir að fótboltinn kæmi heim til Englands en á endanum urðu það Rússland og Katar sem fengu keppnirnar tvær. Var það ljóst fyrir kosninguna að atkvæði nefndarmanna voru til sölu en enskir gerðu sér enga greiða með því að sýna þætti um spillingu innan FIFA í sömu viku og kosið var. af erlendum vettvangi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.