Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Page 78

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Page 78
78 | Fólkið 29. desember 2010 Áramótablað Stór mynd er á miðjum Laugaveginum af Agli „Gillzenegger“ Einarssyni með yfirskriftinni „Gillzenegger styður ní- menningana“. Aðspurður segist Egill ekki hafa hugmynd um hver setti upp skiltið með myndinni og kveðst forvit- inn að vita hverjum datt þetta í hug. Hann hefur þó ekki miklar áhyggjur af málinu og ætlar ekki að aðhafast neitt sérstakt í því. „Það eru svona þrír dagar síðan ég fékk þetta sent. Ég ætla ekki að gera neitt í þessu, ég veit ekki hver setti þetta upp eða neitt, en ég sé að það er notuð sama myndin og er fram- an á mannasiðabókinni. Það hefur greinilega verið einhver snillingur sem kokkaði þetta. Ég hafði nú bara gaman af því að sjá þetta þegar ég fékk þetta sent,“ segir hann um málið. Egill er sáttur við yfirlýsinguna og segir hana vera rétta, þó að hann hafi ekkert með skiltið að gera. Þó að Egill hafi ekki áhyggjur af yfirlýsingunni er hann ekki alveg áhyggjulaus. „Ég hef miklar áhyggj- ur af því að ég sé kominn úr fjór- um prósentum (fituhlutfall) í svona sjö,“ segir Egill sem ætlar beint í ræktina. „Núna er það bara lax, eggjahvítur og gymmið í þrjá tíma á dag. Þetta gengur ekki. Þessi jól, það er ekkert eðlilega mikið át sem fylg- ir þessu,“ segir hann og kveðst bara vera með sama áramótaheit og öll þjóðin, að fara í ræktina. Stuðningsyfirlýsing á Laugavegi: Gillz styður nímenningana – í alvöru Í alvöru Stuðningsyfirlýs-ingin sem er á Laugaveg-inum er ekki frá Agli. Hann styður engu að síður nímenningana. Skiltið Yfirlýsingin er prentuð á skilti sem hengt hefur verið upp við Laugaveginn. Makalaus Kalli leikur sjálfan sig n Karl önnum kafinn n Strengir engin áramótaheit S jónvarpsstjarnan Karl Berndsen förðunarmeistari og stílisti mun koma til með að leika sjálfan sig í sjón- varpsþáttaröðinni Makalaus sem frumsýnd verður á Skjá Einum á nýju ári. Karl segist vera spennt- ur fyrir hlutverkinu en býst ekki við að það verði mikið erfiðara en önnur verkefni sem hann sinnir um þessar mundir. Meðal þeirra verkefna er sjónvarpsþátturinn Nýtt Útlit, sem einnig er sýndur á Skjá Einum, og rekstur Beauty Bar í turninum við Höfðatorg. Hugarfóstur aðalpersónunnar Karl mun vera hugarfóstur Lilju aðalpersónunnar sem sér hann fyrir sér inn á baðherbergi þeg- ar hún er að taka sig til. Þar gefur Kalli hin ýmsu ráð varðandi hvern- ig hún skuli greiða sér eða farða enda er það hans sérþekking en hann gaf á dögunum út sína fyrstu bók sjálfur. Hann segist ekki vita í hve mörgum þáttum hann mun leika í, en segist ekki getað ímynd- að sér að þeir verði margir. „Það sem ég er búinn að sjá af handritinu lítur vel út,“ segir Karl sem er spenntur fyrir þáttunum. Hann segist vera spenntur fyrir því að vinna með Þorbjörgu Marinós- dóttur, höfundi bókarinnar sem sjónvarpsþættirnir eru byggðir á. „Hún er frábær og okkur kemur vel saman. Ég held að þetta verði bara fjör. Ég las bókina og mér fannst hún frábær.“ Á leið til Flórída Þrátt fyrir andríki hjá Karli ætl- ar hann að taka sér smá frí næstu daga og skella sér til Flórída. „Jújú, ég er úti á velli á leiðinni til Amer- íku og ætla vera þar yfir nýja árið,“ segir Kalli en hann mun eyða ára- mótunum einn, enda er hann sjálfur makalaus. Hann segist þó vona að það breytist á nýja árinu. Aðspurður hvort hann strengi einhver áramótaheit segir Kalli að það hafi alltaf gefist honum best að sleppa því, og „vera ekkert með of miklar yfirlýsingar um áramótin.“ Karl Berndsen: Félagar Samstarfið við Þorbjörgu Marinósdóttur leggst vel í Kalla. Sjónvarpsstjarna Karl Berndsen er spenntur fyrir því að leika sjálfan sig í sjónvarpsþáttaröðinni Makalaus. Í sambandi á Facebook Jón Hilmar Hallgrímsson, oftast kallaður Jón stóri, er genginn út. Á Facebook-síðunni hans sést að hann er kominn í samband með stúlku sem heitir Ásdís Lilja. Jón stóri hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í sumar en hann var nýverið í ítarlegu viðtali á Stöð 2. Þar sagði hann meðal annars að síðast þegar að hann var á lausu hafi hann farið inn á Facebook og bætt við öllum sætum stelpum sem hann sá á vinalistann sinn. Hvort hann hafi kynnst Ásdísi Lilju á Facebook er hins vegar ekki ljóst. Fyrsta sinn í tuttugu ár Eiríkur Jónsson blaðamaður tók strætó í fyrsta skipti í 20 ár á jóladag. Hann lýsir því á bloggsíðu sinni að hann hafi þó lent í einhverjum ógöngum í strætóferðinni. „Á Hlemmi sagði vagnstjórinn mér að fara yfir í annan vagn sem líka var númer sex vegna þes að hann þyrfti að breyta sínum í ás (hvað sem það nú þýðir). Skipti þá engum togum að nýja sexan tók stefnuna niður Hverfisgötuna aftur (sjaldan sem maður ferðast fram og tilbaka næstum samtímis). „Hvert ertu að fara?“ hrópaði ég eftir tómum vagninum endilöngum. „Þú tókst vagn- inn vitlausu megin á Hverfisgötunni. Nú ertu á réttri leið,“ svaraði vinalegur vagnstjórinn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.