Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 80

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 80
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80 Hreinn Sveinn! Brotlegur ráðherra n Ögmundur Jónasson kvartaði und- an því á heimasíðu sinni á þriðjudag að fjallað væri um meintar óvin- sældir Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, innan þingflokks síns. Sagði Ögmundur, sem er dóms- mála- og mannréttindaráðherra, í bloggfærslu að Ásmundur væri sinn uppáhaldsþingmaður. Með færslunni birti hann hins vegar athyglisverða samsetta mynd. Myndin var samsett úr tveimur myndum, annarri af húsnæði fjölmiðlasamsteypunnar 365 og hinni af Ásmundi sjálfum. Að minnsta kosti önnur myndin er þó ekki í eigu Ögmundar held- ur ljósmyndarans Róberts Reynissonar. Bendir allt til þess að æðist yfirmaður dómsvaldsins hafi sjálfur brotið lög um höf- unda- rétt. „Ég er bara heppinn og ánægður“ n Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, lenti í töluvert hörðum árekstri á Þorláksmessu og þurfti að dveljast á Landspítalanum yfir jólin vegna áverka sem hann hlaut. Í samtali við DV í gær sagðist hann vera nýkominn heim en væri óvinnufær eins og er. „Ég er bara heppinn og ánægður,“ segir Þórarinn, sem var einn í bílnum þegar áreksturinn átti sér stað. Hann segir engan hafa slasast alvarlega í árekstrinum. Þórarinn borðaði jóla- steikina á spítalanum og segist hafa fengið mjög góða aðhlynningu. „Ég er bara hress og sérstaklega er geðheilsan í góðu lagi. Ég er búinn að fá mikið af góðum kveðjum og er þakklátur fyrir það.“ Sveinn er aldrei einn n Leikverkið Lér konungur eftir sjálfan William Shakespeare, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á annan í jólum. Frumsýningin varðar einn af hápunktum menningarlífsins ár hvert og eru prúðbúnir gestir jafnan úr efstu lögum samfélagsins. Á því varð engin breyting á sunnudaginn því meðal gesta má nefna Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra, og Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans og helsta forvígismann Icesave-reikninganna. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að stjarna þeirra hefur skinið skærar en einmitt nú um stundir. Þá vakti það mikla athygli gesta að lögmað- urinn Sveinn Andri Sveinsson mætti á frumsýninguna með sjónvarps- þuluna fyrrverandi, Evu Sólan, upp á arminn. HELGARBLAÐ 29. DESEMBER 2010 – 2. JANÚAR 2011 150. TBL. 100. ÁRG. LEIÐB. VERÐ 595 KR. „Ég fór með fjölskylduna hingað og það er bara mjög fínt. Ég er búin að vera í örfáa daga og er á heimleið,“ seg- ir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, í samtali við DV. Steinunn ákvað að bregða undir sig betri fætinum fyrir jól og skellti sér til Dúbaí með fjölskyldu sinni. Ferðin var stutt og ætlar hún að vera heima á Ís- landi um áramótin. Mikið hefur mætt á Steinunni und- anfarin misseri enda vinna slitastjórn- ar Glitnis við að endurheimta eignir hins fallna banka mikil. Á dögunum var Steinunn í New York til að vera viðstödd dómsupp- kvaðningu í máli slitastjórnarinn- ar gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og félögum hans. Dómari í málinu vís- aði því hins vegar frá en í samtali við DV í kjölfarið sagði Steinunn að mál- inu væri langt í frá lokið. Má því ætla að komandi ár verði viðburðaríkt hjá Steinunni sem hefur ekki tekið sér frí síðan hún tók við starfi formanns slita- stjórnarinnar á haustmánuðum 2008. „Ég hef ekki tekið mér sumarfrí síð- an ég tók við þessu starfi í október 2008 þannig að það var tímabært fyrir mig að gera eitthvað með fjölskyldunni,“ segir Steinunn sem að öðru leyti vildi lítið tjá sig um ferðina. Fullyrða má að það sé ekki á færi hvers sem er að skella sér í nokkurra daga ferð til Dúbaí. Steinunn er hins vegar á góðum launum hjá slitastjórn Glitnis en í ágúst síðastliðnum var upplýst að hún hefði fengið 225 þús- und krónur á dag, allan sólarhringinn, fyrstu þrjá mánuði ársins. einar@dv.is Steinunn Guðbjartsdóttir hafði ekki tekið sér frí í tvö ár: Fagnaði jólunum í Dúbai Gleðilegt ár! Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns? www.rarik.is Jól á framandi slóðum Steinunn skellti sér með fjölskyldunni til Dúbaí þar sem hún var yfir jólin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.