Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Qupperneq 4
4 | Fréttir 29. ágúst 2011 Mánudagur
S
verrir Þór Sverrisson fjöl-
miðlamaður brýtur að öll-
um líkindum nýju fjölmiðla-
lögin í útvarpsauglýsingum
fyrir nýju kvikmyndina sína
Algjör Sveppi og töfraskápurinn. Í
auglýsingunni, sem spiluð er í út-
varpi, ávarpar hann börn með bein-
um hætti. Í fjölmiðlalögunum segir
meðal annars að bannað sé að hvetja
börn til þess að kaupa vöru eða þjón-
ustu með því að notfæra sér reynslu-
leysi þeirra eða trúgirni og að bannað
sé að hvetja börn til þess að telja for-
eldra sína eða aðra á að kaupa vöru
eða þjónustu sem auglýst er.
Gerði auglýsingarnar sjálfur
Umrædd auglýsing er fyrir þriðju
myndina í kvikmyndaröðinni Al-
gjör Sveppi. Auglýsingarnar eru
unnar af framleiðslufyrirtæk-
inu Hreyfimyndasmiðjunni sem
stendur á bak við allar myndirnar.
Samkvæmt upplýsingum frá fyrir-
tækinu vann Sverrir Þór auglýsing-
arnar sjálfur í samstarfi við fram-
leiðanda myndarinnar. Sverrir Þór
segist aðspurður um málið ekki
hafa kannað hvort auglýsingarn-
ar brytu í bága við fjölmiðlalögin.
„Ég mun breyta þessu ef það verður
allt vitlaust,“ segir hann um málið.
Hann segist ekki hafa farið af stað
í gerð auglýsingarinnar með það í
huga að reyna að komast upp með
brot á reglum. „Það er allt annað
hefði ég vitað þetta og þá farið að
gera þetta.“
Sverrir Þór hefur starfað lengi í
fjölmiðlum en hann hóf ferilinn á
sjónvarpsstöðinni Popp Tíví. Allt
frá þeim tíma hefur hann fyrst og
fremst komið að dagskrárgerð fyr-
ir börn og ungt fólk. Síðan þá hefur
hann meðal annars leikið á sviði í
barnaleikritum eins og Gosa og Al-
gjör Sveppi - dagur í lífi stráks.
Ekki nýtt af nálinni
Ákvæðin sem auglýsingarnar brjóta
líklega í bága við tóku gildi með fjöl-
miðlalögunum sem samþykkt voru á
alþingi 20. apríl. Strangar reglur voru
settar um auglýsingar til barna og voru
auglýsingar fyrir, eftir og í miðjum
barnatíma bannaðar. Það er skýr til-
gangur laganna að vernda börn fyrir
ágangi auglýsenda. Þetta eru þó ekki
einu ákvæðin sem vernda eiga börn
gagnvart auglýsendum og markaðs-
setningu en samkvæmt lögum um
barnavernd og tilskipun um viðskipta-
hætti kemur fram að ekki sé leyfilegt
að stíla auglýsingar beint til barna.
Þar sem fjölmiðlanefnd sem skip-
uð hefur verið í samræmi við fjöl-
miðlalögin tekur ekki til starfa fyrr en
1. september næstkomandi var ekki
hægt að fá álit nefndarinnar eða ein-
stakra nefndarmanna um málið.
Bannað í öllum tilfellum
„Það eru ákvæði í lögum um við-
skiptahætti og markaðssetningu,
um óréttmæta viðskiptahætti,“ segir
Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri
neytendaréttarsviðs hjá Neytenda-
stofu. Samkvæmt lögunum þarf ráð-
herra svo að setja reglugerð um hvað
telst til óréttmætra viðskiptahátta.
Sú reglugerð er þýðing á sambæri-
legri reglugerð Evrópusambands-
ins. „Þar segir að láta felast í auglýs-
ingu beina hvatningu til barna um
að kaupa auglýsta vöru eða telja for-
eldra þeirra eða aðra fullorðna á að
kaupa auglýsta vöru handa þeim, að
það sé bannað. Þetta er þá bannað í
öllum tilfellum,“ segir Þórunn Anna
en bendir á að ekki sé hægt að segja
fyrirfram um hvernig hugsanlegt mál
um auglýsingu vegna myndarinn-
ar Algjörs Sveppa myndi fara. Sam-
kvæmt heimildum DV er málið hins
vegar komið á borð Neytendastofu og
til skoðunar.
Hefur ekki áhyggjur Sverrir Þór seg-
ist ekki hafa miklar áhyggjur af málinu
og að hann muni breyta auglýsingunni
verði einhver læti vegna málsins.
Mynd : Karl PEtErsson
n sverrir Þór sverrisson fjölmiðlamaður á gráu svæði í auglýsingu n Ávarpar börn beint
í útvarpsauglýsingum n segist ekki hafa kynnt sér lögin n neytendastofa kannar málið
Sveppi í bobba
vegna auglýsingar
„Ég mun
breyta
þessu ef það
verður allt vitlaust.
Óhuggulegt Ólafur segir glæpsamlegt af
Jóni Baldvini að líkja Ísraelum við nasista.
Ólafur Jóhannsson segir það glæp að líkja Ísraelum við nasista:
Fordæmir ummæli Jóns Baldvins
„Þetta er óhuggulegt, að gáfaður
maður eins og hann er skuli segja
svona lagað,“ segir Ólafur Jóhanns-
son, formaður félagsins Zion, vinir
Ísraels, um ummæli Jóns Baldvins
Hannibalssonar í þættinum Sprengi-
sandur á Bylgjunni á sunnudag. Jón
Baldvin líkti Ísraelum við þýsku nas-
istana og sagði þá beita sömu brögð-
um. „Þetta er mesti harmleikur okk-
ar samtíma því þarna er þjóð sem er
afkomendur þeirra sem voru fórnar-
lömb þýska nasismans [...] orðin al-
veg eins og nasistarnir og beita sömu
brögðum,“ sagði Jón Baldvin í þætt-
inum. Áður en hann lét ummælin
falla rakti hann aðgerðir Ísraela sem
hann sagði kerfisbundið ræna Pal-
estínu landi og svelta fólk til hlýðni.
„Ég hef verið í Ísrael síðastliðin 33
ár, ég vinn þar og fer þangað á hverju
ári. Ég vinn með Palestínumönnum,
og ég vinn með Aröbum; múslim-
um, kristnum og ótrúuðum þannig
ég þekki hugsunargang þeirra gagn-
vart gyðingum. Það ríkir mikill friður
í Jerúsalem. Eini ófriðurinn þar núna
er frá Gaza-svæðinu með sprengju-
árásum yfir á Ísrael,“ segir Ólafur og
veltir upp þeirri spurningu af hverju
Jón Baldvin líkti ekki Ísraelum við
kommúnista.
Ólafur segir Íslendinga alla tíð
hafa verið í góðum tengslum við
Ísrael. „Ég sem Ísraelsvinur minn-
ist þess að sá sem bar fram tillögu
um nýtt ríki árið 1947 hjá Samein-
uðu þjóðunum var Thor Jensen, Ís-
lendingur,“ segir Ólafur sem bendir
á að Ísrael sé í raun eina lýðræðis-
ríkið í Mið-Austurlöndum. „Að líkja
þeim við nasista, það er bara glæpur.
Þetta er hugarhatur sem er óskiljan-
legt á meðal Íslendinga. Ég trúi ekki
að fjöldi Íslendinga hugsi svona.“
solrun@dv.is
Nýr formaður SUS
Davíð Þorláksson var kjörinn for-
maður Sambands ungra sjálfstæðis-
manna á landsþingi sem haldið var í
Hveragerði um helgina. Alls greiddu
220 atkvæði í kosningunum en 15
atkvæðaseðlar voru ógildir og einn
auður. Alls fékk Björn Jón Braga-
son 77 atkvæði en Davíð Þorláksson
fékk 127. Davíð er fæddur og uppal-
inn á Akureyri. Hann útskrifaðist
sem stúdent af náttúrufræðibraut
Menntaskólans á Akureyri og með
embættispróf í lögfræði frá Háskóla
Íslands. Hann hlaut héraðsdómslög-
mannsréttindi árið 2009. Hann sat
í stjórn SUS 2003–2005 og frá 2009,
sem 2. varaformaður 2009–2010 og
umsjónarmaður málefnastarfs frá
2010.
Davíð hefur áður verið gjald-
keri Félags ungra sjálfstæðismanna
á Akureyri, formaður Félags sjálf-
stæðismanna í Vesturbæ og Miðbæ,
í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag-
anna í Reykjavík og ritari Varðbergs.
Hödd Vilhjálms-
dóttir á Stöð 2
Hödd Vilhjálmsdóttir bætist senn
við hóp fréttakvenna Stöðvar 2 en
hún kemur í Skaftahlíðina úr Hádeg-
ismóum Morgunblaðsins þar sem
hún hefur starfað sem fréttakona
við netsjónvarp mbl.is. Hödd hefur
verið öflug innan Sambands ungra
sjálfstæðismanna en hún starf-
aði sem framkvæmdastjóri Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna um
tíma. Straumurinn virðist liggja frá
Morgunblaðinu yfir á Stöð 2 en ekki
er langt síðan síðan fréttamenn-
irnir Jónas Margeir Ingólfsson og
Hugrún Halldórsdóttir fluttu sig yfir.
Hödd var um tíma þáttastjórnandi
að þættinum Mér finnst... sem var
á dagskrá ÍNN ásamt þeim Katrínu
Bessadóttur og leikkonunni Vigdísi
Másdóttur. Það er því ljóst að hún er
enginn nýgræðingur þegar kemur að
sjónvarpi.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
2 d lkar = 9,9 *10
Útsölulok
Opið: má-fö. 12:30-18, lokað um helgar.
Dalvegi 16a,
Rauðu múrsteinshúsunum
Kóp. 201 - S: 517 7727
www.nora.is facebook.com/noraisland
Fyrir bústaðinn og heimilið