Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Qupperneq 12
12 | Fréttir 29. ágúst 2011 Mánudagur V ið erum að byggja þetta upp í róleg- heitunum. Við erum með litla fundi í heimahúsum þar sem við spjöllum og ræðum málin,“ segir Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir, formaður nýs stjórnmálaflokks öfgaþjóð- ernissinna sem hefur hlotið nafnið Ísland fyrst. Flokkur- inn var formlega stofnaður í ágúst síðastliðnum og vill Sigríður Bryndís meina að mikill áhugi sé fyrir slíkum flokki. Hún gengur svo langt að segja að algjör sprenging sé í fylgi hægri öfgastefnu bæði hér á landi og erlend- is. Sjálf vill Sigríður Bryndís þó ekki staðsetja flokkinn á neinum sérstökum væng stjórnmálanna og er á móti því að flokka stjórnmála- stefnur til hægri eða vinstri. „Annaðhvort ertu þjóðern- issinni eða ekki. Þessi hug- tök eru orðin úrelt. Fólk sem kemur til okkar núna kemur jafnt frá vinstri- og hægri- flokkum og flest af því fólki sem hefur sótt fundi hjá okk- ur er ný andlit úr öllum stétt- um þjóðfélagsins.“ Sigríður Bryndís er yfirlýstur nýnas- isti ef marka má Facebook- síðu sem hún heldur úti und- ir nafninu Védís Ótugt. Innflytjendamál númer eitt Unnið er að stefnuskrá flokksins þessa dagana og eru innflytjendamál þar efst á blaði. Fjölmenningarstefna er helsta ógnin við íslenskt samfélag að mati flokks- manna. „Við erum að vinna í stefnu flokksins, en inn- flytjendamálin eru auðvitað númer eitt,“ segir Sigríður Bryndís með áherslu. „Og það að byggja upp okkar eig- ið samfélag hér heima frekar enn að senda peninga utan í hjálparstarf. Það er fullt af fá- tæku, svöngu fólki hér á Ís- landi sem þarf að hugsa um áður en maður fer að hjálpa Ætlar á þing með öfgaflokk n Nýr stjórnmálaflokkur þjóðernissinna, Ísland fyrst, kominn á laggirnar n Formaður flokksins segir sprengingu í fjölda þeirra sem aðhyllast hægri öfgastefnu Formaður Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir, formaður flokksins, segir mikinn áhuga vera fyrir stofnun stjórnmálaflokks þjóðernissinna. Ofbeldisfull samtök Nasistar á Íslandi S igríður Bryndís Bald- vinsdóttir er meðlimur í alþjóðasamtökunum Blóði og heiðri og Com- bat18 og aðhyllist öfgaþjóð- ernishyggju og kynþáttahatur. Blóð og heiður eru alþjóðleg samtök, sem heita á ensku Blood and Honor. Samtök- in hafa tekið þátt í hrotta- fengnum og ofbeldisfullum aðgerðum erlendis og hafa þá yfirleitt gert það undir nafninu Combat18. Íslensku samtökin eru hluti af þessum alþjóðlegu samtökum sem setja Ísland á lista yfir lönd þar sem sam- tökin eru starfandi. Meðlimir Combat18 hafa tengst fjölda morða og annarra haturs- glæpa víðs vegar um heim. Sigríður sagði við DV á sínum tíma að félagið hér á Íslandi væri virkt og sagði að þátttakendur í því væru venju- legt fjölskyldufólk á öllum aldri. Hún sagði félagið eiga stóran stuðningshóp hjá fólki sem hefði búið erlendis og séð hvernig ástandið er orðið í nágrannalöndum. Sigríður fór heiftúðugum orðum um fjölmenningarstefnu Evr- ópu og notaði orð á borð við tortímingu og svikara, þeg- ar hún lýsti skoðun sinni í blaðinu. Sagði hún að einung- is „blind fífl eða andhvítir svik- arar“ myndu vilja að Ísland yrði fyllt af innflytjendum, eins og hún orðaði það. R eglulega hafa orðið til öfgaþjóðernissinna- hreyfingar á Íslandi. Þjóðernishreyfing Ís- lendinga var stofnuð 1933 en aðalstefnumál hreyfingarinn- ar var að efla íslenska menn- ingu á þjóðlegum grundvelli og vernda kynstofn Íslend- inga. Eitt af mikilvægustu málunum var að útlendingar ættu ekki að fá landvistarleyfi á Íslandi. Snorri G. Bergs- son sagnfræðingur greindi frá því í bókinni Iceland and the Jewish Question until 1940 að Þjóðernishreyfing Íslendinga hefði aðallega samanstaðið af óánægðum sjálfstæðis- og framsóknarmönnum sem og ungu fólki sem hrifist hafði af þýska nasismanum. Hreyfingin klofnaði 1934 og stofnuðu fylgjendur þýsku nasistanna í kjölfarið Flokk þjóðernissinna. Meginstefna flokksins var megnt hatur á kommúnistum en í bók- inni Nazismi á Íslandi: Saga Þjóðernishreyfingar Íslend- inga og Flokks Þjóðernis- sinna kemur fram að takmark þeirra hafi verið „alger út- rýming komm- únista […] engir flokk- ar, aðeins sameinuð og sterk íslenzk þjóð“. Flokkur þjóðernis- sinna hætti að mestu störfum um 1940 en var formlega lagður niður 1944. Fylgi flokksins varð mest 2,8 prósent. Lítið fór fyrir hreyfingum þjóðernissinna áratugina eftir seinni heimsstyrjöldina en þegar líða fór að lokum 20. aldarinnar fóru slíkir hópar að skjóta upp kollinum. Árið 1996 var blaðið Arísk upp- risa gefið út hér á landi en þar var fólk hvatt til þess að elska kynþáttinn umfram allt og hata allt sem „eyði- legði hann“. Árið 2001 var Hlynur Freyr Vigfússon, varaformaður Félags íslenskra þjóðernissinna, dæmdur fyrir að hafa í viðtali við DV ráðist með háði, rógi og smánun á hóp ónafngreindra manna vegna þjóðernis, litarháttar og kyn- þáttar þeirra, en hann hafði viðrað þann draum sinn að Ís- land yrði aðeins byggt hvítum einstaklingum. Uppgangur þjóðernisflokka í Evrópu Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmála- fræði, sagði í samtali við DV í vetur að óánægja með hefðbundið flokkakerfi gæti brotist út með ýmsum hætti. „Slík óánægja getur birst með margvíslegum hætti og með alls konar öðrum flokkum. Til dæmis hafa komið fram öfgahægriflokkar í nágrannalöndum okkar sem keyra á þjóðernishyggju, útlendingahatri og þess háttar.“ Uppgangur þjóðernisflokka í Evrópu hefur verið þó nokkur undanfarin ár. Þjóðernisflokk- urinn Sannir Finnar er þriðji stærsti flokkurinn á finnska þinginu eftir þingkosningar þar í landi nýlega. Flokkurinn fjórfaldaði fylgi sitt frá kosningunum 2007. Flokkurinn er neikvæður í garð ESB og vill herða lög um innflytjendur í Finnlandi. Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl er búsettur í Finnlandi en hann ritaði um úrslit kosninganna á bloggsíðu sinni. Þar sagði Eiríkur að ýmsar ástæður væru fyrir uppgangi Sannra Finna: „Fyrst og fremst má líklega þakka vel heppnaðri öðrunarherferð frambjóðenda – en „öðrun“ er sú list að láta svo líta út sem heimurinn samanstandi af fólki sem í grunninn er öðruvísi en maður sjálfur. Aðrir eru hættulegir, vitlausir, vondir, heimskir, hafa hagsmuni sem ógna lífsmynd manns – og þar fram eftir götunum.“ Ólafur Þ. Harðarson fólki úti í heimi. Við erum líka á móti inngöngu í ESB og á móti fjölmenningarstefnu. En það mun örugglega taka nokkur ár að fínpússa stefn- una og byggja flokkinn upp. Við förum bara rólega í þetta.“ Stefna á þing Sigríður Bryndís segir flokk- inn ekki vera fjölmennan en að mikill hugur sé í með- limum og baráttuandi. „Við erum bara nokkur eins og er. Flokkurinn var stofnaður 11. ágúst og við erum bara búin að halda þrjá fundi en þetta er bara byrjunin og við munum ekki gefast upp.“ Sig- ríður segir flokkinn stefna á að komast á Alþingi en hve- nær það verður er óljóst í dag. „Við munum bjóða okk- ur fram fyrir næstu alþing- iskosningar ef við verðum nógu vel undirbúin og fáum nógu mikið af fólki með okk- ur sem þorir að tala. Fólk hef- ur hingað til ekki þorað að tala á opinberum vettvangi. Það fer líka eftir fjármagni og fleiru en ef við förum ekki fram í næstu alþingis- kosningum þá styðjum við flokk sem er með svipaðar áherslur og við og reynum að koma fólki með sömu hug- myndir og við inn á þing.“ Aldrei komist á þing Sigríður hefur lengi verið virk í starfi öfgaþjóðernissinna og er meðlimur í samtökum sem kallast Blood and Ho- nor Combat 18, en það eru alþjóðleg samtök þar sem meðlimir aðhyllast öfgaþjóð- ernishyggju. Fáni nýnasista blakti í fyrsta skipti síðan um fjórða áratug síðustu aldar í mótmælunum á Austur- velli í október 2010, og vakti upp spurningar hjá mörgum hvort öfgahópar færu vax- andi í því þjóðfélagsástandi sem við búum við. Þjóðern- issinnar hafa hingað til ekki notið fylgis meðal kjósenda og aldrei hefur slíkur flokkur komið manni inn á þing. „Fólk sem kemur til okkar núna kemur jafnt frá vinstri- og hægriflokkum og flest af því fólki sem hefur sótt fundi hjá okkur er ný andlit úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir formaður þjóðernisflokksins Ísland fyrst Hanna Ólafsdóttir hanna@dv.is Fréttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.