Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 20
20 | Fókus 29. ágúst 2011 Mánudagur Bókin um Bieber Á föstudaginn kom út hjá Sögum útgáfu bókin Eins og hann er, sem fjallar um tón- listarmanninn Justin Bieber. Ungstirnið Bieber er engin smástjarna. Hann hefur selt milljónir platna og er vinsæl- asti tónlistarmaðurinn á You- tube. Hann er yngsti karlmað- urinn sem komist hefur á topp vinsældalistans í Bandaríkjun- um síðan Stevie Wonder tókst það árið 1963. Bieber hefur einnig komið fram í heimild- armynd um sjálfan sig, Never Say Never, sem sýnd var í þrí- vídd og fékk ótrúlega aðsókn. Bieber á marga íslenska aðdá- endur sem gleðjast eflaust við tíðindin um bókina. Leikarar með leiktækniskóla Leikararnir Magnús Jónsson og Þorsteinn Bachmann hafa sett á laggirnar leiktækniskóla þar sem þeir ætla að kenna hagnýta og skapandi leiklist. Á námskeiðum munu þeir miðla til nemenda af eigin reynslu í leiklistinni. Þeir styðjast við klassíska aðferðafræði Stanis- lavskis, Mikjaels Chekhov og Lee Strassberg meðal ann- ars auk þess sem þeir sækja í brunn Helga Skúlasonar leik- ara sem kenndi þeim báðum leiklist. Félagarnir Magnús og Þorsteinn voru saman í Leik- listarskóla Íslands og útskrifuð- ust þaðan árið 1991 og hafa því leiðir þeirra í leiklistinni legið saman lengi. Kennt verður á þriðjudagskvöldum og er nám- skeiðið haldið í húsnæði Dans- verkstæðisins á Skúlagötu 28. Fyrsta námskeið hefst 6. sept- ember og stendur til 11. októ- ber. Það er 18 ára aldurstak- mark á námskeiðin. Gítardúett í Hörpu Gítarleikararnir Eivind Aarset og Hilmar Jensson ætla spila saman á tónleikum í Hörpu þriðjudagskvöldið 30. ágúst. Bæði Eivind og Hilmar eru með þekktustu gítarleikurum Norðurlandanna. Eivind hefur leikið með norsku hljómsveit- unum Nils Petter Molvaer, Marilyn Mazur og mörgum fleiri. Hann er þekktur fyrir að vera öflugur á sviði raftón- listar. Hilmar Jensson er sá ís- lenski gítarleikari sem hefur náð hvað lengst inn á alþjóð- legan völl frumlegrar spuna- tónlistar. Tónleikarnir eru styrktir af norska sendiráðinu og það kostar 2.500 krónur inn. Þeir hefjast klukkan 20. B orgarleikhúsið og Þjóð- leikhúsið opnuðu hús sitt fyrir gestum á laug- ardaginn. Í Borgarleikhúsinu var boðið í vöfflukaffi með fjör- legri dagskrá. Gestir, ungir sem aldnir, fengu að gægjast bak- sviðs og smökkuðu á vöfflum sem leikhússtjórinn Magnús Geir og starfsfólk bökuðu. Brot úr fjölskyldusöng- leiknum Oz var fluttur á Stóra sviðinu og Íslenski dansflokk- urinn sýndi einnig brot úr verk- um sínum. Skoppa og Skrítla skemmtu börnum og það gerði Gói líka. Leikarar í Kirsuberja- garðinum buðu einnig á opna æfingu á verkinu svo hægt var að fá innsýn í ferlið. Opið hús í leikhúsunum er orðinn fastur liður í menn- ingarlífi Reykvíkinga síðustu helgina í ágúst. Íslendingar kunna greini- lega að meta daginn og í báð- um leikhúsunum var húsfyll- ir. Leikárið hafið í leikhúsunum n Opið hús í leikhúsunum er orðinn fastur liður í menningarlífi Reykvíkinga Smjörsteiktur humar og sítrónusvali R agnar Axelsson er landsmönnum að góðu kunnur fyrir áratugaferil sinn sem ljósmyndarinn RAX. Eins og rekið er í myndinni byrjar hann ungur sem ljós- myndari hjá Morgunblaðinu, stækkar nafn sitt og öðlast frelsi til að finna sinn magn- aða stíl í greininni. RAX er al- þjóðlega virtur á sínu sviði og hafa myndir hans prýtt síður stórblaða á borð við Le Fig- aro, Stern, National Geograp- hic, Life, New York Times, La Vanguardia og Time. Hann hefur gefið út þónokkrar bæk- ur og haldið sýningar í Evrópu og Bandaríkjunum. Að þessu gefnu er maður að sjálfsögðu spenntur fyrir mynd sem rís úr ljósmyndum hans. Myndin eyðir drjúgum tíma í kynningu á RAX og verkum hans. Það er góður inngangur prýddur sög- um af fólki sem hann kynnist og myndar. Til dæmis af Önnu Mörtu sem lætur RAX vinna heilan dag til að fá að tala við og mynda hana. Eins er nálg- un hans við snjóflóðin á Flat- eyri og Súðavík kraftmikil. Þeg- ar norðar dregur og Grænland er komið í linsuna magnast myndin vandlega upp. Maður skynjar óstöðvandi framvindu náttúrunnar í myndum hans af frumbyggjaveiðum Grænlend- inga. Heimildir hans af samfé- lagi inúíta í þorpum sem eru ekki drukknuð í nútímavæð- ingar fíaskóum og dönskum öl. Hann grefur í stein ljósmynda- heimilda menningu og lífsstíl sem hopar eftir því sem gróð- urhúsaáhrifin éta í sig vistkerfi sem byggist á ísbreiðum sem veiðilendum, athvarfi dýra og manna. Textinn grænmeti miðað við dýpt ljósmynda Raunsönn lýsing af þessu tagi getur ekki annað en slegið á Grænlandsfordóma, afleið- ingar af nýlendustefnu Dana sem hafa haft hræðileg áhrif á þetta náttúrufólk. Að sama skapi eru myndir RAX nánast ofan í eldkviku Fimmvörðu- háls og Eyjafjallajökuls stór- kostlegar. Hvernig RAX sér myndir í ísjökum og fjallshlíð- um og magnar upp í sínum ljósmyndum er líka verulega skemmtilegt. Þessar gífur- lega kraftmiklu myndir birtast með dularfullri, gríðarstórri og dramatískri tónlist Hilm- ars Arnar. Til að gera langa sögu stutta þá er myndin með hið myndræna alveg klárt. En einmitt þess vegna pirrar það hvað sagan, uppbyggingin, textinn, handritið og grindin er að sama skapi mun veikari. Myndin þyrfti að afmarka sig mun meira sem annaðhvort heimildamynd um hann sem ljósmyndara eða taka sterk- ari fókus á lokakaflann í sögu Norður- Atlantshafsins eins og við þekkjum það. RAX tek- ur á sig starf þularins, er óskýr og ósannfærandi á köflum og textinn er algjört grænmeti miðað við dýpt ljósmynda hans. Á einum stað yfir rosa- legum myndum af ísbjarnar- veiðum á Grænlandi seg- ir RAX eitthvað á þessa leið: „Margir halda að ísbjörn sé stór bangsi sem eigi að klappa“. Nei, nefnilega ekki RAX, margir halda það bara ekki neitt og svona línur eru algjör undanrenna af rjóma- myndefni. Það vantar sam- skipti og viðtöl við Græn- lendingana sem eru ekki bara eitthvað grín um Tarzan og Titanic þótt það sé svo sem fínt í bland. Gat ekki einhver túlkur keyrt sterkari sam- skipti í gang? Þetta ósamræmi í gæðum er eins og að drekka volgan, sykurskertan sítró- nusvala með smjörsteiktum humri. Næst þegar RAX gerir mynd af þessu tagi þarf hann að fá lið með sér sem skilar sömu snilld í handriti, texta, lestri og heimildavinnu og birtist í ljósmyndum hans. Því myndin er með stórkostlegt auga fyrir hlutunum en litla tungu og minni mænu. n Kvikmyndin Andlit norðursins um Ragnar Axelsson ljósmyndara Erpur Eyvindarson Bíómynd Andlit norðursins Leikstjóri: Magnús Viðar Sigurðsson„Það vantar samskipti og viðtöl við Grænlend- ingana sem eru ekki bara eitthvað grín um Tarzan og Titanic þótt það sé svo sem fínt í bland. Sjónræn mynd „Því myndin er með stórkostlegt auga fyrir hlutunum en litla tungu og minni mænu.“ Hvalveiðimenn í Thule Lýsing á lífi í Grænlandi. Gömul kona í glugga Raunsönn lýsing af þessu tagi getur ekki annað en slegið á Grænlandsfordóma, afleiðingar af nýlendustefnu Dana sem hafa haft hræðileg áhrif á þetta náttúrufólk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.