Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Side 2
Gillz kærður fyrir
nauðgun
Stúlkan
sem kærði
Egil Einarsson
og kærustu hans
fyrir nauðgun
gaf lögreglunni
skýrslu í síðustu
viku þar sem hún
lýsti atburðarásinni þetta kvöld. Í DV
á mánudag var fjallað ítarlega um
málið og kom þar meðal annars fram
að þau hefðu yfirgefið staðinn saman
þar sem þau ætluðu ásamt vinkonum
hennar á skemmtistaðinn Players í
Kópavogi. Stúlkan hefði farið í leigu
bíl með parinu en tekið það fram að
vinkona hennar ætti að koma með.
Þau hefðu hins vegar beðið leigubíl
stjórann að keyra af stað og endað
heima hjá Agli. Rannsókn málsins er
í fullum gangi.
Jóhanna nálgast
endastöð
Næsta ár
verður lík
lega síðasta ár
Jóhönnu Sigurðar
dóttur í formanns
stól Samfylking
arinnar en afar
ólíklegt verður að
teljast að hún leiði flokkinn í næstu
kosningum. Þetta er meðal þess sem
kom fram í umfjöllun DV á mánudag
um stöðu Jóhönnu. Meðal Samfylk
ingarfólks hefur raunar verið talað á
þessum nótum síðan hún var kjörin
sem formaður í mars árið 2009. Strax
þá var ljóst að Jóhönnu biði afar erfitt
verk bæði sem formaður Samfylk
ingarinnar og forsætisráðherra í nýrri
stjórn – ríkisstjórn hverrar beið það
erfiða verkefni að endurreisa efnahag
landsins.
Móður Ellu Dísar
hótað útburði
Ragna Er
lendsdóttir,
móðir Ellu Dísar,
fimm ára stúlku
sem greind er
með taugaskaða
að völdum sjálfs
ofnæmis í kjölfar
bólusetningar
óþols, hefur verið
hótað útburði. Hún fékk á föstudags
kvöldið í síðustu viku afhent bréf þar
sem henni var tilkynnt að það ætti að
taka fyrir kröfu um útburð í Héraðs
dómi Reykjavíkur þann 9. desember.
Hún hefur leigt íbúð af Leiguliðum
ehf. síðastliðin þrjú ár með dætrum
sínum þremur. Ragna reynir að fá
málinu frestað, allavega fram yfir jól.
Í DV á miðvikudag sagði Ragna að
bréfið hefði verið henni mikið áfall.
Fréttir vikunnar í DV
nauðgun
w
w
w
.d
v
.i
s
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 5.–6. desem
ber 2011 mánudagur/þriðjudagur
14
0
. t
b
l
.
10
1.
á
r
g
.
l
e
ið
b
. v
e
r
ð
4
2
9
k
r
.
Vill láta
kæra sig
Má ekki titla
sig ljósmyndara
Forn jurt í
stað sykurs
Engar hitaeiningar10
„Ekki næsti
Björgólfur“
22
Flytur inn
bjór frá
Búlgaríu
Barnafjölskyldur eiga bágt
Tvö þúsund
þurfa að fá
mat fyrir jól
3
Jóhanna
nálgast
endastöð
n Enginn þorir þó gegn leiðtoganum
„Hún var
rosalega
Hrædd“
n Þær fylgdu henni á neyðarmóttöku
n Gillz segir stúlkuna ljúga, hóta
og beita handrukkurum
„Ég hef falið lög-
manni mínum
að kæra...
Atburðarásin örlaganóttina þegar 18 ára stúlka tilkynnti nauðgun 2–3
– segja vinkonur stúlkunnar
gillz kærður fyrir
14
8
11
w
w
w
.d
v
.i
s
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 7.–8. desember 2
011 miðvikudagur/fimmtudagur
14
1.
t
b
l
.
10
1.
á
r
g
.
l
e
ið
b
. v
e
r
ð
4
2
9
k
r
.
M
Y
N
D
e
Y
þ
ó
r
á
r
N
a
s
o
N
Sterk staða
Steingríms
Fátt ógnar veldi formannsins Hamborgarhryggur
KEA reyndist bestur
11
Móðir Ellu Dísar upplifir nEyð
n Rögnu og Ellu Dís hótað útburði
Glitnisrassía
Milestone-
menn voru
yfirheyrðir
Sendir frá sér eftirréttalínu
Rikka reiknar
með að fitna
Rannsókn á meintri nauðgun Gillz í fullum gangi
„fyrir Mér
Eru Engin jól“
„Mér finnst
ég vera að
hrynja andlega
n Ragna á ekki
fyrir jólagjöfum
n Svipt bótum þar sem
Ella Dís væri ekki dauðvona
n Finnur stuðning
frá almenningi
Bragðgæðingar DV hafa úrskurðað 14–15
lögrEglan lEitar
Jógvan
Hansen
eignaðist son
Faðir í fyrsta sinn 22
4
23
Glæsivagn
Önnu Mjallar
dreginn burt
Söngkonan í þrasi við
lögreglu í L.A. 22
10–11
2
að lEigubílstjóra
Losarabragur á
meðferð fjárlaga
Fjárlög ársins 2012 voru afgreidd
úr fjárlagnefnd Alþingis í gær,
sunnudag. Kristján Þór Júlíusson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks
ins og nefndarmaður, er ósátt
ur við afgreiðslu meirihlutans.
Hann sagði í samtali við mbl.is að
nefndin hefði þurft að gefa mál
inu meiri tíma. „Þetta var í raun
inni bara annar fundurinn þar
sem var eitthvað rætt um inni
haldið í fjárlögunum eftir aðra
umræðu. Við komum fram með
þær athugasemdir eftir aðra um
ræðu sem okkur þótti full ástæða
til að ræða betur,“ er haft eftir
honum en hann bætir þó við að
að sumu leyti hafi meirihlutinn
mætt sjónarmiðum minnihlut
ans, en að öðru leyti ekki. Los
arabragur hafi verið á meðferð
fjárlaganna í nefndinni. Atkvæða
greiðsla um fjárlögin fer fram í
þinginu á miðvikudaginn.
8 Fréttir
5. desember 2011 Mánudagur
14 ára drengur mátaði Friðrik
n Framtíðin björt í skákinni
F ramtíðin í íslensku skáklífi er björt,“ sagði hinn síungi Friðrik Ólafsson, eftir að hafa mætt 13 úr hópi efnilegustu barna og
ungmenna Íslands í fjöltefli í Hörpu
á laugardag.
Friðrik, sem er á áttræðisaldri,
blés varla úr nös eftir næstum þriggja
tíma taflmennsku á móti ungum
andstæðingum. Krakkarnir veittu
Friðriki verðuga mótstöðu, en leik
ar fóru svo að Friðrik vann 8 skákir,
gerði 4 jafntefli og tapaði einni skák,
fyrir hinum 14 ára Degi Ragnarssyni.
Teflt var við glæsilegar aðstæður
í Hörpu og kom fjöldi áhorfenda til
að fylgjast með goðsögn íslenskrar
skáklistar glíma við meistara fram
tíðarinnar.
Össur Skarphéðinsson utanrík
isráðherra flutti setningarávarp og
fagnaði því sérstaklega að skáklistin
hefði nú numið land í Hörpu. „Þetta
er hús fólksins og skákin er þjóðar
íþrótt Íslendinga. Vonandi er þetta
bara sá fyrsti af mörgum glæsilegum
viðburðum sem hér verða haldnir.“
Helgi Ólafsson, stórmeistari og
skólastjóri Skákskóla Íslands, út
skýrði fyrir viðstöddum að um sögu
legan viðburð væri að ræða. Friðrik
varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn fyr
ir næstum 60 árum og var um árabil
meðal bestu skákmanna heims.
Friðrik tefldi sumar skákirnar
listilega vel og sýndi þá gamla takta,
enda frægur fyrir sókndirfsku og fal
legan skákstíl. Hann er sá Íslending
ur sem lagt hefur flesta heimsmeist
ara í skák.
Hann rifjaði upp að sjálfur hefði
hann fyrst tekið þátt í fjöltefli árið
1946, gegn Baldri heitnum Möller
þáverandi Íslandsmeistara. Friðrik
spáði því að margir úr hópnum sem
tefldu í Hörpu gætu náð langt.
Og þau fengu gott vegarnesti: Ekki
bara skák við meistarann og ýmis
heilræði, heldur áritaða bók með
sérvöldum sóknarskákum meistar
ans.
Það voru Skákskóli Íslands og
Skákakademía Reykjavíkur sem
stóðu saman að þessum skemmti
lega og vel heppnaða viðburði.
baldur@dv.is
Efnilegir krakkar Fjórir náðu jafntefli við Friðrik og einn vann hann.
N
æsta ár verður líklega síð
asta ár Jóhönnu Sigurð
ardóttur í formannsstól
Samfylkingarinnar en afar
ólíklegt verður að teljast
að hún leiði flokkinn í næstu kosn
ingum. Meðal Samfylkingarfólks
hefur raunar verið talað á þessum
nótum síðan hún var kjörin sem
formaður í mars árið 2009. Strax þá
var ljóst að Jóhönnu biði afar erf
itt verk bæði sem formaður Sam
fylkingarinnar og forsætisráðherra
í nýrri stjórn – ríkisstjórn sem beið
það erfiða verkefni að endurreisa
efnahag landsins eftir mesta efna
hagshrun lýðveldissögunnar. Sú
Samfylking sem Jóhanna tók við
hafði þá starfað í ríkisstjórn frá því
fyrir hrun og gekk því ekki flekk
laus til ríkisstjórnarsamstarfs
ins líkt og Vinstrihreyfingin grænt
framboð.
Ómanneskjulegt að leggja
meira á Jóhönnu
Innan Samfylkingarinnar tala fáir
fyrir áframhaldandi formannssetu
hennar að kjörtímabilinu loknu.
Einn viðmælandi DV gekk svo
langt að segja „ómanneskjulegt“
að leggja meira á Jóhönnu. „Sam
fylkingarfólk ætti að leggja sig fram
við að létta henni störfin en svo
virðist ekki vera. Það vita það allir
innan flokksins að hún er orðin ör
þreytt. Viðbrögð Jóhönnu við því
eru að draga sig æ meira inn í skel.
Hún talar lítið við samstarfsmenn
og er enginn málflytjandi ríkis
stjórnarinnar,“ sagði einn viðmæl
andi DV um stöðu Jóhönnu. Ef til
vill er það einmitt merki um veika
stöðu Jóhönnu að innan flokksins
geta fæstir nefnt nema örfáa aðila
sem hún á í reglulegum samskipt
um við. Hrannar Björn Arnarsson,
aðstoðarmaður Jóhönnu, var oft
ast nefndur ásamt Margréti Björns
dóttur, formanni framkvæmda
stjórnar Samfylkingarinnar.
Handahófskenndar
óánægjuraddirÞað verður þó að teljast Jóhönnu
til styrks hversu handahófskennd
óánægjan með formannsstarfið er,
fáir frammámenn Samfylkingar
innar tala opinberlega gegn henni.
Í ljósi erfiðs stjórnarsamstarfs
og minnkandi trausts á íslenskri
stjórnmálastétt á árunum eftir
hrun finnst varla betri mælikvarði
á styrka stöðu formanns nokkurs
stjórnmálaflokks. „Í vissum kreðs
um flokksins er það nánast eins
og sjálfsvígsárás að gagnrýna Jó
hönnu,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirs
dóttir stjórnsýslufræðingur en hún
sat í umbótanefnd flokksins. „Innan
Samfylkingarinnar er þó hópur sem
segir Jóhönnu hafa verið mikilvæga
fyrstu árin eftir hrun en sá tími sé
einfaldlega liðinn. Ekki verði litið
framhjá því að hún var í ríkisstjórn
Geirs H. Haarde við efnahagshrun
en ákveðinn hópur innan flokks
ins vill allt það fólk úr flokksforyst
unni,“ segir Sigurbjörg.
Ekki víst að Jóhanna vilji fara
Það er þó alls ekki víst að Jóhanna
sé á þeim buxunum að víkja úr for
mannsstólnum fyrir næstu kosning
ar. Fyrir síðasta landsfund Samfylk
ingarinnar sem haldinn var í október
tilkynnti Jóhanna fyrirætlanir sínar
um rauðgræna vinstriblokk í næstu
kosningum. Þá sagði hún límið í nú
verandi stjórnarsamstarfi vera að
núverandi stjórnarflokkar byggðu
sína hugmyndafræði á jöfnuði og
réttlæti. Nokkrir viðmælendur DV
töldu „límið“ í stjórnarstarfinu fyrst
og fremst vera gott og náið samstarf
Steingríms J. Sigfússonar, formanns
VG, og Jóhönnu. „Jóhanna starfar
með Steingrími og ég veit ekki hversu
margir aðrir innan Samfylkingarinn
ar gætu það,“ segir einn viðmælandi
DV. Erfitt er að segja til með nokkurri
vissu hvort yfirlýsing Jóhönnu sé vís
bending um að hún ætli sér að starfa
áfram sem formaður. Það þykir þó
ekki til eftirbreytni að formaður sem
hyggst víkja leggi línurnar með þess
um hætti fyrir þann sem taka á við.
Guðbjartur, Dagur eða Árni Páll
Hver tekur við að Jóhönnu er erf
itt að spá fyrir um en þeir Dagur B.
Eggertsson, oddviti Samfylkingar
innar í Reykjavík og varaformaður
flokksins, Guðbjartur Hannesson
velferðarráðherra og Árni Páll Árna
son, efnahags og viðskiptaráða
herra hafa verið nefndir til sögunnar
í því tilliti. Þótt allir njóti þeir ákveð
innar velvildar innan Samfylking
arinnar er enginn þeirra líklegur til
að sækja fylgi sitt nægjanlega víða
innan flokksins til að þjappa Sam
fylkingarfólki að baki sér. Þá hafa
fleiri nöfn verið nefnd til dæm
is Helgi Hjörvar en hann er sagður
hafa metnað fyrir starfinu, Sigríður
Ingibjörg Ingadóttir er einnig nefnd
en hún nýtur mikils trausts innan
vébanda Ungra jafnaðarmanna og
flokksfélaga í Reykjavík. „Sigríður
veit hvað hún er að tala um í efna
hagsmálum og það er leitun að slíku
innan Samfylkingarinnar,“ sagði
einn viðmælandi. Að auki hafa þær
Oddný Harðardóttir þingflokks
formaður og Svanfríður Jónasdótt
ir verið nefndar. Þessi nöfn eru þó
langt frá því að teljast líkleg miðað
við núverandi stöðu.
n Situr sterk til næstu kosninga n Fáir gagnrýna Jóhönnu opinberlega
n Traust milli Jóhönnu og Steingríms styrkir stöðu hennar sem formanns
Atli Þór Fanndal
blaðamaður skrifar atli@dv.is
Tími Jóhönnu að
renna sitt skeið
Guðbjartur Hannesson
Velferðarráðherra
n Er tiltölulega óumdeildur og nýtur vel-
vildar innan Samfylkingarinnar. Þá þykir
Guðbjartur líklegri
en Dagur og Árni Páll
til að sækja fylgi til
landsbyggðarinnar.
Stjórnmálaferill
Guðbjarts er þó ekki
flekklaus því þáttur
hans í Árbótarmálinu
og það sem margir
töldu ófullnægjandi niðurstöðu úr starfi
sáttanefndar um breytingar á fiskveiði-
stjórnunarkerfinu, styrkir stöðu hans
líklega ekki. Þá má nefna að Guðbjartur
hefur orð á sér fyrir að vera ekki nægilega
framtakssamur.
Dagur B. Eggertsson
Oddviti Samfylkingarinnar
í Reykjavík
n Þykir góður verkstjóri og þægilegur í
samstarfi. Dagur sækir þó fylgi sitt nán-
ast eingöngu til Reykjavíkur. Þá eru tengsl
hans við Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur,
fyrrverandi formann
Samfylkingar-
innar, gjarna gerð
að umtalsefni þegar
ætlunin er að koma á
hann höggi. Ólíklegt
er að Dagur nái að
sækja fylgi utan Samfylkingarinnar, eitt-
hvað sem ekki telst styrkur fyrir formann
sem leiða þarf flokkinn beint í kosningar
eftir erfitt starf í ríkisstjórn.
Árni Páll Árnason
Efnahags- og viðskiptaráðherra
n Kunnugir innan flokksins þykjast
vita að Árni Páll hafi metnað til for-
manns. Árni þykir
ekki líklegur til að
höfða til þeirra sem
vinstra megin eru í
flokknum en sækir
þó töluverðan styrk
hægra megin í Sam-
fylkingunni. Hann
þykir einnig njóta
nokkurs fylgis út fyrir Samfylkinguna.
Hlutur hans í Árbótarmálinu sem og
gagnrýni á kjarasamninga eru ekki til
þess fallin að styrkja stöðu hans. Þá hefur
Árni orð á sér fyrir að reyna um of að
hanna atburðarásina og er sagður stunda
klækjastjórnmál langt umfram það sem
góðu hófi gegnir.
Á síðustu metrunum Verður 2012 síðasta ár Jóhönnu í formannsstólnum?
„Það vita það allir
innan flokksins að
hún er orðin örþreytt.1 2 3
É
g kem hérna einu sinni í viku og
reyni að fá þau til að borða eina
heita máltíð. Það er nauðsyn
legt á þessum árstíma, sérstak
lega þegar það er svona kalt
úti,“ segir Gils Harðarson kokkur sem
eldar fyrir sjálfboðaliðana sem starfa
í Fjölskylduhjálp Íslands. Gils er einn
fjölmargra Íslendinga sem eru at
vinnulausir. Hann lætur það lítið á
sig fá og mætir niður í Fjölskyldu
hjálp Íslands á hverjum miðvikudegi
þar sem hann eldar gómsætan mat.
Þegar DV náði tali af honum í há
deginu á miðvikudaginn stóð hann
við pottana. Hann var á fullu að elda
pasta með ostasósu.
Heldur manni við efnið
„Þetta er mjög gefandi og eins heldur
þetta manni við efnið,“ segir Gils um
það hvers vegna hann féllst á að gefa
vinnu sína til Fjölskylduhjálparinnar.
Hann hefur starfað fyrir Fjölskyldu
hjálpina í á annan mánuð og eldar
fyrir um 25 til 35 manns á hverjum
miðvikudegi. Þrátt fyrir mikla leit að
nýrri vinnu hefur hann ekki enn fund
ið neitt við hæfi. „Það virðist vera lítið
að hafa í augnablikinu. Ég hef fulla trú
á að þetta detti inn þegar maður býst
síst við því. Ef maður er duglegur við
að sækja um þá kemur þetta,“ segir
Gils sem tekur það þó fram að hann
sé ánægður með að geta látið gott af
sér leiða. „Þau eru mjög ánægð með
að fá tilbreytingu frá brauðmetinu og
upphitaða matnum úr örbylgjuofn
inum. Ég ætla að vera hérna eins lengi
og mín er þörf,“ segir hann.
Frumstæðar aðstæður
Gils flutti til Svíþjóðar árið 1993 þar
sem hann starfaði víða, meðal ann
ars á Hiltonhótelinu í Stokkhólmi.
Hann flutti svo aftur til Íslands árið
2007, eða rétt áður en efnahagskerfi
landsins hrundi. „Já, það má segja
að ég hafi komið heim á skemmti
legum tíma. Ætli þetta hafi ekki verið
allt mér að kenna því ég eyddi engu,“
segir Gils og hlær. Hann hefur verið í
veitingageiranum allt sitt líf og verið
kokkur í 25 ár. Hann viðurkennir að
aðstæðurnar í Fjölskylduhjálpinni
séu ekki eins og á bestu veitingastöð
um landsins. „Þetta eru vissulega
frumstæðar aðstæður. Ég er með
tvær hellur hérna. En það er líka gott
að minna sig á að maður getur eldað
þó maður sé ekki með fullkomnustu
græjurnar.“
Ásgerður Jóna Flosadóttir, for
maður Fjölskylduhjálpar Íslands,
segir í samtali við DV að stöðug
ur straumur fólks hafi verið í Fjöl
skylduhjálpina undanfarnar vikur.
Fjöldinn muni aukast þegar nær
dregur jólum.
„Ég held að það séu hátt í tvö
þúsund manns búnir að skrá sig
hjá okkur. Það er gríðarlegur fjöldi
og erum hrædd um að hann muni
aukast.“
Eldar heitan mat
fyrir sjálfboðaliða
n Atvinnulaus kokkur eldar fyrir 25 til 35 sjálfboðaliða í Fjölskylduhjálp Íslands
n Flutti til Íslands 2007 og allt hrundi ári síðar n Frumstæðar aðstæður í eldhúsinu„Ég ætla að vera
hérna eins lengi og
mín er þörf.
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Góð æfing Þótt
aðstæðurnar í Fjölskyldu-
hjálpinni séu frumstæðar
segir Gils að vel sé hægt
að elda góðan mat.
Jólaklippingin Þessar hárgreiðsludömur höfðu í nógu að snúast á miðvikudag.
2 Fréttir 9.–11. desember 2011 Helgarblað
Glímir við taugahrörnunarsjúkdóm:
Stulli þarf
þína hjálp
„Viðbrögðin hafa verið ótrúlega
góð, við erum bara gapandi og
afar þakklát,“ segir Ragnheiður
Gróa Hafsteinsdóttir sem hefur
staðið fyrir söfnun á Facebook fyr
ir son sinn, Þorstein Sturlu Gunn
arsson. Þorsteinn, sem er tólf ára,
glímir við taugahrörnunarsjúk
dóminn SMA.
Meðal fjáröflunarleiða fjöl
skyldunnar hefur verið að selja
jólakort sem Stulli, eins og hann
er kallaður, myndskreytir. Með
Styrktarsjóði Stulla vonast foreldr
arnir til að fjármagna kaup á ým
iss konar tækjum og tólum til að
mæta margvíslegum þörfum hans
sem Tryggingastofnun greiðir ekki
fyrir.
„Ástæðan fyrir því að við fórum
af stað með þessa söfnun er að nú
er Stulli að fara í gagnfræðaskóla á
næsta ári og tölvur eru hans tæki
og hann fékk að prófa iPadspjald
tölvu á dögunum og við sáum að
þetta var bara allt annað líf fyrir
hann. Á þessum síðustu og verstu
tímum höfum við foreldrarnir ekki
efni á svona græjum og ákváðum
því að fara af stað með þetta,“ segir
Ragnheiður Gróa í samtali við DV.
Viðbrögðin við þessu fram
taki hafa verið vonum framar að
hennar sögn og eru þau afar þakk
lát enda stuðningurinn þeim afar
mikilvægur.
Ragnheiður Gróa segir að þau
hafi farið að taka eftir því þegar
Stulli var hálfs árs að ekki væri allt
með felldu. Hann var eins árs þeg
ar hann var greindur með SMA.
„Hann hefur aldrei getað stað
ið en hann gat setið óstuddur þeg
ar hann var yngri en það er langt
síðan hann hefur getað það. Þetta
er hrörnunarsjúkdómur þannig
að getan minnkar. Hann hefur
þó ekki áhrif á andlega greind,
bara líkamleg hrörnun og hefur
hann alltaf fylgt jafnöldrum sínum
í skóla. Það hefur alltaf gengið
rosalega vel og hann fengið góða
þjónustu í Vatnsendaskóla,“ segir
móðir hans sem er afar þakklát
fyrir þann mikla stuðning sem
Stulla og fjölskyldunni hefur ver
ið sýndur. Þeir sem vilja styrkja
Stulla og fjölskyldu hans er bent á
reikningsnúmerið: 05372631299
kt. 0312992179