Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Qupperneq 8
8 Fréttir 9.–11. desember 2011 Helgarblað
Mikill verðmunur á jólabókum
n ASÍ kannaði verð á jólabókunum í bókabúðum og dagvöruverslunum
Þ
rjátíu til sextíu prósenta verð-
munur var á hæsta og lægsta
verði jólabóka þegar verðlags-
eftirlit ASÍ gerði verðsaman-
burð í tólf bókabúðum og dagvöru-
verslunum víðs vegar um landið
síðastliðinn þriðjudag.
Kannað var verð á 63 bókartitlum
sem gefnir hafa verið út á árinu. Mik-
ill verðmunur var á milli verslana.
Lægsta verðið var oftast að finna í
versluninni Bónus eða á 25 titlum
af 63, en sú verslun var einnig með
fæsta bókartitla á boðstólum eða
aðeins 29 af þeim 63 sem skoðað-
ir voru. Í tilkynningu frá ASÍ kemur
fram að hæsta verðið hafi oftast verið
að finna í bókabúðinni Iðu í Lækjar-
götu eða í um helmingi tilvika. Bóka-
búðin Penninn-Eymundsson neitaði
að taka þátt í könnuninni.
Á eftir Bónus var Bóksala stúd-
enta oftast með lægsta verðið, á 16
titlum af 63. Iða í Lækjagötu var oft-
ast með hæsta verðið í könnuninni,
á 32 titlum. A4 Smáratorgi og Mál og
menning Laugavegi voru með hæsta
verðið á 29 titlum.
Mestur verðmunur í könnuninni
var á sögubókinni Dauðinn í Dumbs-
hafi, sem var á 4.193 krónur í Bónus
en dýrust var hún í Hagkaup á 6.980
krónur. Það gerir 2.787 króna verð-
mun, eða 66 prósent. Þýdda skáld-
verkið Djöflanýlendan var á lægsta
verðinu hjá Nettó á 3.518 krónur en
dýrust hjá Máli og menningu á 5.790
krónur. Það gerir 2.272 króna verð-
mun, eða 65 prósent. Einnig var mik-
ill verðmunur á matreiðslubókinni
Eldum íslenskt með kokkalandslið-
inu. Hún kostaði 3.241 krónu í Bón-
us en var dýrust í Hagkaup á 5.199
krónur. Það er 1.958 króna verðmun-
ur, eða 60 prósent.
Sem dæmi um mikinn verðmun á
vinsælum titlum má nefna að skáld-
sagan Hjarta mannsins eftir Jón Kal-
man var ódýrust á 3.699 krónur hjá
Krónunni en dýrust á 5.880 krón-
ur hjá A4. Verðmunurinn er 2.181
króna, eða 59 prósent.
Á
meðan ég var í Reykjavík skip-
aði félagsþjónustan eiganda
gistiheimilisins að hreinsa
herbergið mitt og fjarlægja
allt dótið mitt, og til að kóróna
þetta þá lokuðu þeir líka Bónuskort-
inu mínu,“ segir Kassahun Alema-
yehu, flóttamaður frá Eþíópíu. Hann
hefur síðastliðin tvö ár haft aðsetur á
Gistiheimilinu Fit í Njarðvík og beð-
ið úrlausna sinna mála hér á landi. Í
fátæklegu herbergi á Fit hefur hann
geymt þá fáu veraldlegu hluti sem
hann kom með til Íslands og hef-
ur fengið senda frá heimalandi sínu.
Kassahun hefur hins vegar verið svo
heppinn upp á síðkastið að hafa feng-
ið að gista hjá vini sínum í Reykjavík,
enda aðbúnaður flóttamannanna á
Fit ekki upp á marga fiska. Það varð
þess valdandi að félagsþjónustan lét
tæma herbergið og gefa eigur hans.
Talinn farinn úr landi
Þegar Kassahun áttaði sig á að Bón-
uskortinu hans hafði verið lokað
hafði hann strax samband við félags-
þjónustuna og spurðist fyrir um mál-
ið. Þar var honum tjáð að þar sem
hann hefði ekki verið í herberginu
sínu í einhvern tíma hefði verið talið
að hann væri farinn úr landi. Starfs-
maður félagsþjónustunnar sagðist
hafa reynt að ná í hann í síma, án ár-
angurs. Kassahun segir einkennilegt
af félagsþjónustunni að draga þessa
ályktun. Hann kom reglulega á skrif-
stofuna hjá þeim og sótti vasapening
og kom þá við í herberginu sínu í leið-
inni. Þá var stöðug hreyfing á Bónus-
kortinu sem hann hafði til umráða.
„Auðvitað er ég ekki farinn úr landi,
ég er búinn að vera hérna í meira en
tvö ár. Ef ég hefði ætlað mér að flýja
frá Íslandi hefði ég gert það innan
árs. Ef fólki líður ekki vel á Íslandi
þá fer það strax, eða innan nokkurra
mánaða,“ fullyrðir Kassahun.
Tímasetningar stemma ekki
Hann segir þær tímasetningar
sem félagsþjónustan gaf upp ekki
stemma. Samkvæmt vini hans á
gistiheimilinu var búið að tæma her-
bergið hans á þeim tíma sem reynt
var að ná í hann í síma. „Síminn
minn var í ólagi í stuttan tíma því það
voru vandræði með kortið mitt hjá
símafyrirtækinu og ég varð að fá nýtt
símakort. Þetta tók nokkra daga.“
Kassahun er fullviss um að síminn
hans hafi verið í lagi á þeim tíma sem
félagsþjónustan reyndi að ná í hann.
Átti ekki fyrir mat
Allar eigur Kassahuns voru fjarlægð-
ar úr herberginu og hann fékk þau
svör frá félagsþjónustunni að farið
hefði verið með þær í Rauða kross-
inn. Hann segist þó hafa fengið þær
upplýsingar hjá eiganda gistiheim-
ilisins að aðrir hælisleitendur hefðu
fengið dótið hans. Í herberginu var
hann með föt, skó, ýmsa persónulega
muni og heimilistæki. Nokkrar bæk-
ur og kross í hans eigu fann hann þó
í geymsluherbergi á gistiheimilinu
þegar hann fór að grennslast þar fyrir.
„Það sýnir að ekki var farið með
allt til Rauða krossins. En út af þessu
tapaði ég öllum fötunum mínum og
skóm og er nú allslaus. Alla síðustu
viku var Bónuskortið mitt óvirkt. Ég
átti ekki fyrir mat og var því mjög
svangur. Ég gerði ráð fyrir því að um
leið og þeir vissu að ég væri ennþá á
landinu fengi ég pening inn á kort-
ið, en ég heyrði ekki frá þeim fyrr en
seint og um síðir.“ Hann segist ekki
gera ráð fyrir að fá meira af dótinu
sínu aftur.
Tapaði persónulegum munum
Kassahun hefur boðist að fá föt hjá
Rauða krossinum en hann segir þau
passa illa á sig. „Þetta eru yfirleitt
föt í stórum stærðum en ég er mjög
smávaxinn. Ég hef heldur ekki get-
að fengið skó þar sem passa á mig.
Þessi föt koma því ekki í staðinn fyr-
ir fötin sem voru í herberginu,“ segir
Kassahun, en fötin hafði hann fengið
send frá Eþíópíu.
Á mánudaginn fékk Kassahun
nýtt Bónuskort frá félagsþjónustunni
eftir að hafa verið peningalaus í heila
viku. Hann segist vera bæði svekktur
og sár yfir vinnubrögðum og vegna
þeirra hefur hann tapað mörgum
hlutum sem honum voru kærir. Kas-
sahun hefur nú fengið úthlutað nýju
herbergi á Fit en það er tómt og því
ennþá óvistlegra en herbergið sem
hann hafði áður.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náð-
ist ekki í fulltrúa hjá félagsþjónust-
unni í Reykjanesbæ sem hefur með
málefni flóttamanna að gera. Þá vildi
starfsmaður Fit sem DV náði tali af
ekki tjá sig um málið.
Herbergið tæmt og
eigur Hans gefnar
n Kassahun Alemayehu fékk inni hjá vinum í Reykjavík n Tapaði eigum sínum
fyrir vikið n Átti ekki fyrir mat í heila viku n Föt og skór gefin í Rauða krossinn
„Alla síðustu
viku var Bónus-
kortið mitt óvirkt. Ég
átti ekki fyrir mat og
var því mjög svangur
Tapaði eigum sínum Kassahun segist nú allslaus eftir að
félagsþjónustan gaf eigur hans til Rauða krossins.
Jólabækurnar Bónus var með lægsta verðið á 25 titlum af 63. Þar á eftir var Bóksala
stúdenta með lægsta verðið á 16 titlum.
Samkomulag undirritað:
Aukinn stuðningur
við kvikmyndagerð
Á fimmtudag var undirritað sam-
komulag um stefnumörkun fyrir
íslenska kvikmyndagerð og kvik-
myndamenningu árin 2012 til 2015.
Í samkomulaginu koma fram
áherslur á sviði kvikmyndagerð-
ar og kvikmyndamenningar á Ís-
landi er varða þróun styrkjakerfis á
sviði kvikmyndamála, kvikmynda-
læsi, kvikmyndahátíðir, framboð
á kvikmynduðu íslensku efni og
markaðssetningu á íslenskri kvik-
myndagerð. Einnig er fjallað um
kvikmyndaarfinn, stafrænar kvik-
myndir, kvikmyndamenntun og
Ríkisútvarpið. Samkomulagið felur
í sér að stuðningur við kvikmynda-
gerð á Íslandi í gegnum Kvikmynda-
sjóð eykst úr 452 milljónum króna
á yfirstandandi ári í 700 milljón-
ir króna árið 2015. Einnig verður
komið á fót miðastyrkjum, framlög
til kvikmyndahátíða og kvikmynda-
húsa, sem leggja áherslu á listrænar
myndir verða aukin og veitt verður
sérstakt framlag til endurnýjunar
eldri mynda.
Það voru þau Katrín Jakobs-
dóttir, mennta- og menningarmála-
ráðherra, Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra, Ari Kristinsson,
formaður Sambands íslenskra kvik-
myndaframleiðenda, Hrafnhildur
Gunnarsdóttir, formaður Félags
kvikmyndagerðarmanna (FK), og
Ragnar Bragason, formaður Sam-
taka kvikmyndaleikstjóra (SKL) sem
undirrituðu samkomulagið í húsa-
kynnum Kvikmyndamiðstöðvar Ís-
lands.
Meintir níðingar
komu fyrir dóm
Mál mannanna sem grunaðir eru
um að hafa hafa níðst kynferðislega
á fjórtán ára dreng frá Akranesi voru
tekin fyrir í Héraðsdómi Vestur-
lands á fimmtudag. Aðalmeðferð
fór fram í máli eins þeirra, fyrirtaka
í máli annars og þingfesting í máli
þess þriðja.
Mennirnir eru meðal annars
grunaðir um að hafa greitt drengn-
um fyrir kynlíf. Einn mannanna var
kennari við Fjölbrautaskóla Vestur-
lands á Akranesi, en hinir tveir eru
búsettir á Akranesi. Réttarhöldin
yfir mönnunum eru lokuð og því
fást ekki nánari upplýsingar um
ákærurnar í málinu.
Áfram í haldi
vegna skotárásar
Þrír karlmenn hafa verið úrskurð-
aðir í áframhaldandi gæsluvarð-
hald að kröfu lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu í tengslum
við rannsókn hennar á skotárás í
Bryggjuhverfinu föstudagskvöldið
18. nóvember síðastliðinn.
Tveimur þeirra er gert að sitja
áfram í gæsluvarðhaldi til 22. des-
ember og einum til 16. desember.
Einn karl til viðbótar hefur sömu-
leiðis verið úrskurðaður í gæslu-
varðhald til 22. desember en sá var
handtekinn á miðvikudag. Fjór-
menningarnir eru á þrítugs- og fer-
tugsaldri.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is