Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Qupperneq 13
Fréttir 13Helgarblað 9.–11. desember 2011 Kaupfélagsstjórinn græðir að tjaldabaki Rúmlega 2 milljarða hagnaður FISK-Seafood var sjöunda stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, miðað við veltu á síðasta ári, samkvæmt úttekt Fiskifrétta á stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins í nóvember á þessu ári. Velta fyrirtækisins nam þá nærri 9 milljörðum króna og nam hagnaður þess rúmlega 2 milljörðum króna eftir skatta. Fyrirtækið var jafnframt í sjötta sæti yfir kvótahæstu útgerðir landsins með tæplega 14 þúsund þorskígildistonn eða nærri 4,30 prósent af kvóta landsins. Stór hluti af 2,5 milljarða króna hagnaði Kaupfélags Skagfirðinga og dótturfélaga þess á síðasta ári var því komin frá FISK-Seafood. Fyrirtækið varð til við sameiningu Fiskiðjunnar Skagfirðings á Sauðárkróki og Skagstrendings á Skagaströnd. Fyrirtækið gerir út tvo frystitog- ara og tvo ísfisktogara, ásamt bolfisk- og rækjuvinnslu. 250 manns starfa hjá FISK-Seafood, 150 á sjó og 100 á landi. Fyrirtækið er að fullu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Þórólfur Gíslason er kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga og Jón Eðvald Friðriksson er framkvæmdastjóri FISK Seafood. með hlutabréfin í FISK Seafood, fyrir og eftir sameiningu félagsins við fyrir- tæki sem voru í eigu Kaupfélags Skag- firðinga. Bréfin í FISK Seafood sem Fiskileiðir keyptu árið 2005 enduðu að lokum sem eign kaupfélagsins eft- ir að hafa hækkað umtalsvert í verði frá því voru keypt og þar til þau voru seld. Kaupfélagið, eða félag sem var að langmestu leyti í eigu kaupfélagsins, virðist hafa keypt hlutabréfin af Fiski- leiðum. Eigendur Fiskileiða voru einn- ig stjórnendur kaupfélagsins. Fjárfesti í sparisjóðnum og Kaup- þingi Annað félag í eigu Þórólfs og Sigur- jóns Rúnars Rafnssonar, Veifa ehf., sem síðar var endurnefnt Matróna, var stórtækt í hlutabréfaviðskiptum á ár- unum fyrir hrun. Árið 2005 fjárfesti fé- lagið fyrir tæplega 580 milljónir króna í stofnfjárbréfum í Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis. Viðskiptin voru fjármögnuð með láni frá lánastofnun, samkvæmt ársreikningi félagsins. Árið eftir selur félagið þessi bréf og skilar 400 milljóna króna hagnaði. Félagið átti meðal annars dótturfélagið Mund- arloga sem átti handbært fé upp á um 400 milljónir króna og annað dóttur- félag, Gildingu ehf., sem var eignalítið. Árið eftir, 2007, greiddi Matróna 83 milljóna króna arð til eigenda sinna og árið 2008 400 milljónir króna. Þá hafði félagið sömuleiðis fjárfest í litlum eignarhlut í Kaupþingi. Þetta sama ár, 2008, voru þrjú af félögum Háuhlíðar 2 og Háuhlíðar 3 sameinuð Matrónu og hættu að vera til sem sjálfstæðar ein- ingar. Milljarða viðskipti Á sama árabili og þessi viðskipti Þór- ólfs og Sigurjóns Rúnars áttu sér stað voru dramatískar hræringar með eign- arhald á hlutabréfum í VÍS og Existu sem tengjast rekstri Kaupfélags Skag- firðinga. Kaupfélag Skagfirðinga hafði verið einn stærsti hluthafi vátrygg- ingafélagsins VÍS eftir að S-hópurinn svokallaði, sem Þórólfur var hluti af, tryggði sér allt hlutafé í félaginu með kaupum á eignarhlut Landsbank- ans í því árið 2002. Eignarhaldsfélag- ið Hesteyri hélt utan um hlutabréfa- eign Kaupfélags Skagfirðinga í VÍS, í gegnum FISK Seafood, en útgerðar- fyrirtækið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði átti helmingshlut í Hesteyri á móti kaupfélaginu. Hesteyri átti sam- tals 25 prósenta hlut í VÍS. Um mitt ár 2006 keypti eignarhaldsfélagið Exista allt hlutafé í Vátryggingafélagi Íslands og greiddi fyrir með hlutabréfum í Ex- ista. Þar á meðal var fjórðungshlutur Hesteyrar í tryggingafélaginu. Hesteyri fékk í staðinn 5,7 prósenta hlut í Exista. Í nóvember sama ár gerðu hlut- hafar Hesteyrar með sér samning um að skipta félaginu upp í fjögur eignar- haldsfélög. Eignir Hesteyrar runnu svo til þessara fjögurra félaga. Um þetta segir í ársreikningi félagsins: „Á hlut- hafafundi í nóvember 2006 gerðu hlut- hafar með sér samning um skiptingu félagsins og fengu hluthafar í félaginu hluti í fjórum einkahlutafélögum fyrir hluti sem þeir láta af hendi að sama nafnverði. Eignarhlutföll hluthafa, við skiptingu félagsins, í öllum félögunum urðu þau sömu og þau voru í Eignar- haldsfélaginu Hesteyri hf. fyrir skipt- ingu.“ Sama ár seldu öll eignarhaldsfélög- in hlutabréf sín í Exista. Í lok desemb- er 2006 var tilkynnt um það í Kauphöll Íslands að félag Þórólfs Gíslasonar, Hesteyri, hefði selt 1,91 prósenta hlut í Exista fyrir 4,9 milljarða króna. FISK Seafood var þá eini skráði hluthafi Hesteyrar. Kaupfélag í eigu 1.500 félagsmanna Í lok mars í fyrra birti Stöð 2 frétt um kvótahæstu útgerðarfyrirtæki landsins. Þar var meðal annars rætt um FISK Seafood og sagt að Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri réði miklu um starfsemi fyrirtækisins þar sem hann stýrði Kaupfélagi Skagfirðinga, eina hluthafa FISK Seafood. Aðstandendur FISK Seafood voru ekki sáttir við þetta og birtu eftirfarandi tilkynningu á vef sínum. Þar er áréttað að Kaupfélag Skagfirðinga sé í eigu 1.500 félagsmanna sem allir hafi jafnt atkvæðavægi á fundum félagsins og því sé af og frá að Þórólfur sé einráður um starfsemina. „FISK-Seafood hf. hefur óskað eftir því við Stöð 2 að koma á framfæri leiðréttingu á frétt sem var í frétta- tíma stöðvarinnar, miðvikudagskvöldið 24. mars 2010. Í fréttinni er látið að því liggja varðandi eignarhald í FISK-Seafood hf. að það sé á höndum eins manns Þórólfs Gíslasonar. Hið rétta er að Kaupfélag Skagfirðinga er eini eigandi FISK-Seafood hf. Eigendur Kaupfélags Skag- firðinga eru um 1.500 félagsmenn sem allir hafa jafnt atkvæðavægi á fundum félagsins og félagið því í raun í eigu íbúa héraðsins. Allir íbúar héraðsins, sem þess óska og orðnir eru 14 ára gamlir geta gerst félagar í Kaupfélagi Skagfirðinga með 100 kr. greiðslu og öðlast með því jafnan rétt á við þá sem fyrir eru í félaginu og þar með orðið þátttakendur í fjölbreyttri atvinnustarfsemi KS og meðal annars í íslenskum sjávarútvegi. Afnota- og nýtingarréttur að auðlindum sjávar til lengri tíma eru því fyrirtækinu, starfsmönnum þess og öllum íbúum Skagafjarðar mjög mikil- vægur og fara þar hagsmunir fyrirtækisins, starfsmanna þess og íbúa héraðsins algjörlega saman.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.