Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Qupperneq 18
18 Fréttir 9.–11. desember 2011 Helgarblað
Músagangur
á aðventunni!
Músíkalska músin Maxímús
Músíkús býður ykkur í ratleik
í Hörpu á hverjum sunnudegi á
aðventunni.
Maxímús Músíkús er sérleg tónlistarhúsamús og eina veran sem á lögheimili í
Hörpu. Maxímús er á vappi við músarholuna sína í 12 Tónum alla laugardaga og
sunnudaga. Þessa frægustu tónlistarmús landsins langar til að hitta ykkur og
fara í ratleik á sunnudögum kl. 13.30 og aftur kl. 14.30. Maxímús ætlar líka
að kynna ykkur fyrir því sem hann dáir mest: Tónlistinni í Hörpu.
Nánari upplýsingar eru á www.harpa.is og þar
finnið þið líka skemmtilega tölvuleikinn með
Maxímús.
Athugið að einungis komast 40 í ratleikinn í einu.
Fylgist öll með
á www.harpa.is
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.IS
H
AR
5
73
57
1
1/
11
F
rétt DV um Nikolu Dudko,
þrettán ára stúlku sem greind-
ist með hvítblæði fyrir um hálfu
ári, snerti hjörtu margra. Starfs-
fólk Samsung setursins sem er í
eigu Bræðranna Ormsson hafði sam-
band við blaðamann DV en það lang-
aði að gleðja Nikolu og létta henni
sjúkrahúsdvölina með því að gefa
henni spjaldtölvu sem hún getur not-
að til að stytta sér stundir í veikindum
sínum.
Langaði að gleðja
Það var Skúli Hersteinn Oddgeirsson
sem afhenti Nikolu tölvuna á Barna-
spítala Hringsins á fimmtudag. „Frétt-
in um Nikolu snerti okkur og okkur
langaði til að gleðja hana á einhvern
hátt. Okkur datt í hug að lítil og nett
spjaldtölva myndi henta henni vel, þar
sem hún getur notað hana til að vera
í sambandi við vini sína, spilað leiki,
horft á þætti og ýmislegt fleira.“
Nikola var að vonum ánægð þegar
Skúli mætti færandi hendi inn á sjúkra-
herbergi hennar. „Ég veit ekki hvernig
ég á að þakka fyrir mig, þetta er svo fín
gjöf. Takk fyrir mig,“ sagði hún örlítið
feimin og brosti.
Í beinmergsskipti í Svíþjóð
Eins og fram kom í fyrri frétt DV glímir
Nikola við erfið veikindi, krabbamein
sem svarar ekki lyfjameðferð. Hennar
eina von er að fara til Svíþjóðar í merg-
skipti en enn hefur ekki fundist réttur
merggjafi.
Þegar blaðamaður hitti Nikolu í
byrjun desember var hún of veik til
að fara til Svíþjóðar en nú er stefnt að
því að fjölskyldan fari út á mánudag-
inn og Nikola fái beinmerg frá móð-
ur sinni. Móðir hennar er ekki full-
kominn merggjafi en þar sem enginn
annar hefur fundist eru bundnar von-
ir við að beinmergur hennar aðlagist
líkama Nikolu. Það er ljóst að aðgerð-
in mun reyna mikið á Nikolu en hún
mun dvelja á sjúkrahúsi í Lundi í að
minnsta kosti þrjá mánuði eða þang-
að til hún verður „… nógu frísk til að
koma heim,“ eins og Nikola segir sjálf.
Foreldar hennar og yngri systkini
hennar tvö fara með henni til Lundar
og gista á hóteli sem tilheyrir sjúkra-
húsinu. Aðspurð segir Nikola að hún
sé örlítið kvíðin fyrir ferðinni. „Ég er
smá kvíðin en ég hlakka samt svo til
að verða frísk þannig að mig langar að
fara út.“ Mest hlakkar hún til að geta
spilað fótbolta aftur með vinum sín-
um en hún er í marki í liði Ungmenna-
félags Langnesinga og er mikill aðdá-
andi kvennalandsliðsins í fótbolta.
Hjúkrunarfræðingarnir góðir
Hún ætlar að verða hjúkrunarfræð-
ingur þegar hún verður stór og vinna
á barnadeild. „Hjúkrunarfræðing-
arnir hérna á deildinni eru mjög góð-
ir og mig langar til að hjálpa veikum
börnum eins og þeir,“ segir hún og
brosir.
Fjölskyldan flutti til Þórshafnar á
Langanesi frá Póllandi fyrir um fjórum
árum og hefur samfélagið þar staðið
þétt við bakið á fjölskyldunni. Eftir að
hún veiktist tóku nokkrir einstaklingar
sig saman og skipulögðu happadrætti
til styrktar fjölskyldunni. Það gekk
vonum framar og söfnuðust rúmlega
600.000 krónur í styrktarsjóð Nikolu.
Kennari hennar í grunnskólanum á
Þórshöfn stofnaði styrktarreikning og
ef fólk vill létta undir með fjölskyld-
unni getur það lagt inn á reikninginn:
1129-05-2913, kt. 021076-4309.
„Ég veit ekki hvern-
ig ég á að þakka
fyrir mig, þetta er svo fín
gjöf. Takk fyrir mig
Nikola fékk
spjaldtölvu
að gjöf
n Starfsfólk Samsung setursins langaði að gleðja Nikolu sem berst við hvítblæði
n Fer til Svíþjóðar á mánudag og fær beinmerg frá móður sinni n Hlakkar til að verða frísk
Nikola er hæst-
ánægð Nú getur
hún stytt sér stundir
með Samsung-spjald-
tölvunni sem Samsung
setrið færði henni að
gjöf.
MyNd Sigtryggur Ari
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is