Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Side 19
Fréttir 19Helgarblað 9.–11. desember 2011 Verið velkomin í bjartari og betri búð Ýmis tilboð alla helgina! Erum flutt í glæsilegt húsnæði að Síðumúla 20 Skúfur mottuhreinsun Kleppvegi 150 - 104 Reykjavík Sími 663 0553 - www.skufur.is Mottuhreinsun n Við hreinsum flestar gerðir af mottum og þar á meðal hand- hnýttar austurlenskar n Hreinsunarstöðin okkar að Kleppsvegi 150 er opin virka daga milli kl. 16–18 S anngirnisbætur vegna mis- gjörða á stofnunum og heim- ilum ríkisins sem greiða átti um mánaðamótin síð- ustu verða greiddar fyrir jól. Greiðsla bótanna hefur tafist mikið en viðmælendur DV segja erfitt hafa verið að fá skýr svör frá innanríkis- ráðuneytinu um hvenær búast mætti við greiðslum. „Greiðslur sanngirnis- bóta frestuðust um viku vegna anna en málið er nú farið til Fjársýslu rík- isins. Þá komu einnig upp álitaefni varðandi túlkun laga vegna einstak- linga sem áttu rétt á bótum vegna mála tengdum fleiri en einu heimili. Úr þeim hefur verið leyst. Allir fá sín- ar bætur áður en jólin ganga í garð,“ segir í svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn DV um málið. Dónaskapur og yfirlæti Viðmælandi DV sem ekki vildi láta nafn síns getið kvartaði yfir því að starfsmaður innanríkisráðuneytis hafi sýnt yfirlæti og dónaskap þegar leitað var eftir greiðslum. Málaflokk- urinn væri viðkvæmur og raunar væri verið að brjóta aftur á fólki, upp- lifi það virðingarleysi þegar leitað er upplýsinga um stöðu mála. Bætur vegna Reykjahlíðar og Bjargs eru nú í greiðsluferli en embætti tengiliðs vistheimila hefur kallað inn kröfur vegna Silungapolls. „Sýslumann- inum á Siglufirði hefur verið falið að gefa út innköllun, fara yfir kröfur og gera þeim sem eiga rétt á bótum skrifleg sáttaboð,“ segir á vef tengi- liðs. Vistheimilanefnd skilað af sér Vistheimilanefnd hefur nú skil- að af sér þriðju og síðustu áfanga- skýrslu um vist- og meðferðarheim- ili en í henni er tekin fyrir starfsemi Upptökuheimilis ríkisins á árunum 1945–1971, Unglingaheimilis ríkis- ins 1971–1994 og meðferðarheimil- isins í Smáratúni og á Torfastöðum 1979–1994. Í niðurstöðu nefndar- innar segir að ekki væri hægt að draga almennar ályktanir um að of- beldi eða misbeiting hefði átt sér stað á heimilunum. Þó er gerð at- hugasemd við einangrunarherbergi á Kópavogsbraut 9, þar sem rekin var neyðar- og skammtímavistun, og notkun fjötra eftir að starfsemin var flutt í Efstasund. Þá eru ítrekað- ar aðfinnslur sem áður hafa komið fram um ákvarðanatöku um vistun á heimilunum hafi verið afar ábóta- vant. Lögregla hafi til dæmis oft tekið ákvarðanir um vistun en ekki barna- verndaryfirvöld. atli@dv.is Tafir við greiðslu sanngirnisbóta Stúlknaheimilið Bjarg Starfsemi vistheimilisins fór fram í þessu húsi á Sel- tjarnarnesi. n Greiða átti í upphafi mánaðar n Allir fá greitt fyrir jól

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.