Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Qupperneq 20
20 Neytendur 9.–11. desember 2011 Helgarblað n Árleg hangikjötsmökkun DV fór fram á mánudaginn n Sambandskjötið frá Norðlenska þótti best n Það rýrnaði einnig minnst n Tólf hangikjötstegundir voru smakkaðar S ambandshangikjötið frá Norðlenska var valið það besta í ár í árlegri hangikjöts­ smökkun DV en það fékk 7,2 í einkunn. Í öðru sæti var hangikjötið frá Kjötbúðinni Grens­ ásvegi 48 en í þriðja til fimmta sæti lentu Húsavíkurhangikjötið, hangi­ kjöt frá KEA og Birkireykta hangikjöt­ ið frá SS. Að þessu sinni voru tólf teg­ undir hangikjöts smakkaðar en það var fimm manna dómnefnd sem gaf þeim einkunnir á bilinu 0 til 10. Dómnefndin Fimm manna dómnefnd var val­ in til að velja besta kjötið í ár en hana skipuðu: Gissur Guðmunds­ son, matreiðslumeistari og forseti Alheimssamtaka matreiðslumanna, Úlfar Finnbjörnsson, „villikokk­ ur“ og fyrrverandi kokkalandsliðs­ maður, Sigurður Kristinn Haralds­ son, matreiðslumaður ársins 2011 og keppandi á móti matreiðslumanna Norðurlanda 2012 og Bocuse d´Or árið 2013, Jóhannes Stefánsson, einn reyndasti matreiðslumaður landsins og eigandi veitingastaðarins Múla­ kaffis, og Logi Brynjarsson, yfirmat­ reiðslumaður á Höfninni og meðlim­ ur í ungliðalandsliðinu. Tólf tegundir smakkaðar Bragðkönnunin fór þannig fram að DV fór í verslanir á höfuðborgarsvæð­ inu og keypti 12 tegundir af hangikjöti. Brynjar Eymundsson, matreiðslu­ meistari og eigandi Hafnarinnar, sá um eldun kjötsins og gætti þess vand­ lega að matreiða kjötið samkvæmt uppgefnum leiðbeiningum. Kjötið var eldað daginn fyrir smökkun og borið fram kalt á númeruðum bökk­ um, þannig að ekki var nokkur leið fyrir dómnefndina að vita um hvaða framleiðanda var að ræða. Með þessu fengu dómararnir laufabrauð, malt og appelsín, auk þess sem vatn var á boðstólum. Dómararnir gáfu hverri hangikjötstegund einkunn á bilinu 0 til 10. Einnig var kjötið vigtað fyrir og eftir suðu og mælt hve mikið það rýrnaði. Best og minnst rýrnun Sambandshangikjötið frá Norðlenska varð í fyrsta sæti og fékk það eink­ unnina 7,6 af 10 mögulegum. Það er með því ódýrasta auk þess sem það kom best út hvað rýrnun varðar en við eldun rýrnaði það einungis um 0,68 prósent. Húsavíkurhangikjötið er það dýrasta í ár á 3.698 krónur á kílóið en Fjallahangikjötið frá Norðlenska er ódýrast á 2.478 krónur á kílóið. Mesta rýrnunin varð á taðreykta kjötinu frá Kjarnafæði. Dómarar voru flestir á því hangi­ kjötið mætti ekki vera of magurt og þeim finnist betra að hafa fituna. Að­ spurðir hvað einkenni gott hangikjöt sögðu þeir að það væri reykjarbragð­ ið, það eigi að bragðast eins og hangi­ kjöt. Þeir voru sammála því að mikið af kjötinu væri of bragðlítið og jafnvel bragðlaust. Gott fólk og gott hráefni „Þetta er afar ánægjulegt fyrir okk­ ur og við viljum þakka okkar fólki fyrir nostur við kjötið og góð vinnu­ brögð. Það á heiðurinn af þessu, okkar fólk,“ segir Sigmundur Ófeigs­ son, framkvæmdastjóri Norðlenska, þegar DV leitaði viðbragða við nið­ urstöðunni. Hann segir að það sé í rauninni enginn galdur á bak við gott hangikjöt nema gott starfsfólk og gott hráefni. n Sambandshangikjötið er best Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is Bragðkönnun Talið er að um 90 prósent Íslendinga bragði hangikjöt um jólin. Algengast er að kjötið sé borðað kalt á jóladag en sumir borða það þó á aðfanga- dagskvöld og á mörgum heimilum er jólahangikjötið borðað heitt. Reyking er ævaforn geymsluað- ferð og líklegt er að landnámsmenn hafi borðað hangikjöt. Fyrr á öldum hékk kjötið í hlóðareyknum í eldhús- rjáfrinu mánuðum saman og varð dökkt af sóti, hart og nokkuð þurrt og ákaflega bragðmikið. Yfirleitt er um að ræða lambakjöt en kjöt af fullorðnu er einnig reykt. Sauðakjöt þótti mörgum besta hangikjötið áður en það er nú mjög sjaldséð. Kjöt af geldum ám þótti einnig mjög gott. Kjötskrokkarnir voru oftast höggnir í fjóra hluta eða jafnvel hengdir upp í heilu lagi. Mest er nú reykt af lærum, með beini eða úrbeinuðum, en frampartar eru einnig reyktir, oftast úrbeinaðir og vafðir, og áður var mikið reykt af feitum síðum og bringukollum. Kjötið er saltað, oftast lagt í saltpækil, og síðan hengt upp og reykt. Áður tíðkaðist sumstaðar að salta það volgt og láta þorna áður en það var reykt. Misjafnt er hvaða eldiviður er notaður. Sumum þykir taðreykt hangikjöt langbest, ekki síst sé það kofareykt, þ.e. heimareykt, en aðrir taka viðar- reykt hangikjöt fram yfir, einkum birkireykt. Flestir eru þó sammála um að kjöt sem reykt er með beini sé bragðbetra en úrbeinað kjöt, þótt hið síðarnefnda sé þægilegra í með- förum. Misjafnt er hve reykingartím- inn er langur; sumt af því hangikjöti sem nú er á markaði er aðeins reykt í 2–3 sólarhringa og kjöt sem kallast léttreykt aðeins fáeina klukkutíma. Heimild: Matarást eftir Nönnu Rögnvaldardóttur Ævaforn geymsluaðferð Vinningshafar síðustu ára 2010 Húsavíkurhangikjötið 2009 Húsavíkurhangikjötið 2008 Húsavíkurhangikjötið 2007 Fjallalamb 8.–9. sæti Íslands Lamb Ferskar kjötvörur Meðaleinkunn: 6,4 Kílóverð: 2.998 kr. Rýrnun: 8,55% Gissur: „Gott bragð. Falleg sneið.“ Úlfar: „Feitt og fallegt kjöt. Ljómandi gott.“ Sigurður Kristinn: „Passleg söltun og reyking. Stendur þó ekki upp úr.“ Jóhannes: „Bragðlítið og lítið eftirbragð.“ Logi: „Lítið bragð og útlit svolítið tætt. Of mikil fita, en hæfilega salt.“ 6.–7. sæti Taðreykt hangikjöt Kjarnafæði Meðaleinkunn: 6,8 Kílóverð: 2.598 kr. Rýrnun: 14,45% Gissur: „Gott hangibragð. Mjúkt, blautt og fallegt.“ Úlfar: „Bragðlítið.“ Sigurður Kristinn: „Fínt bragð. Útlit allt í lagi.“ Jóhannes: „Gott reykjarbragð. Góður eftir- keimur.“ Logi: „Gott bragð. Útlit sæmilegt, fita í minni kantinum og salt of lítið.“ 6.–7. sæti Úrbeinað hangilæri Fjarðarkaup Meðaleinkunn: 6,8 Kílóverð: 2.798 kr. Rýrnun: 6,33% Gissur: „Fallegt kjöt. Ágætt bragð, en mætti vera kraftmeira.“ Úlfar: „Missaltað. Minnir á skinku. Lítið bragð.“ Sigurður Kristinn: „Gott bragð.“ Jóhannes: „Líklega sprautusaltað. Þokkalega bragðgott.“ Logi: „Ríkt í reyk og gott. Mjög flott í útliti. Gott magn af fitu og ágætt magn af salti.“ 1. sæti Sambands- hangikjötið Norðlenska Meðaleinkunn: 7,6 Kílóverð: 2.479 kr. Rýrnun: 0,63% Gissur: „Sterkt og gott bragð. Salt og gott fituhlutfall.“ Úlfar: „Missaltað, en gott á bragðið.“ Sigurður Kristinn: „Bragð gott og útlit líka í lagi.“ Jóhannes: „Gott bragð og gott eftirbragð.“ Logi: „Góður reykur og útlit allt í lagi. Fitan aðeins of sprengd en fínt magn af salti.“ 2. sæti Kjötbúðin Grensásvegi 48 Meðaleinkunn: 7,2 Kílóverð: 3.495 kr. Rýrnun: 12,17% Gissur: „Mjög gott kjöt.“ Úlfar: „Illa verkað en ágætt á bragðið.“ Sigurður Kristinn: „Milt og bragðgott. Finnst vanta fitu.“ Jóhannes: „Gott bragð og gott eftirbragð.“ Logi: „Þurrt og mikill reykur. Sæmilegir litir og sæmilegt salt. Fita er aðeins of lítil.“ 3.–5. sæti Húsavíkur- hangikjöt Norðlenska Meðaleinkunn: 7,0 Kílóverð: 3.698 kr. Rýrnun: 13,48% Gissur: „Mjög gott kjöt. Gott bragð.“ Úlfar: „Feitt, en gott.“ Sigurður Kristinn: „Mjög bragðgott og fitumeira en það sem komið er. Stendur algjörlega upp úr.“ Jóhannes: „Bragðlítið kjöt. Lítið eftirbragð.“ Logi: „Gott bragð og fínir litir. Fita hæfileg og salt passlegt.“ 3.–5. sæti KEA Norðlenska Meðaleinkunn: 7,0 Kílóverð: 3.310 kr. Rýrnun: 13,97% Gissur: „Ekta hangibragð. Úlfar: „Illa saltað og tægjulegt.“ Sigurður Kristinn: „Gott, en mætti ekki vera meira salt.“ Jóhannes: „Gott bragð og gott eftirbragð.“ Logi: „Of mikill reykur. Safaríkt, salt í meðallagi en fita í minni kantinum.“ 3.–5. sæti Birkireykt hangikjöt SS Meðaleinkunn: 7,0 Kílóverð: 2.898 kr. Rýrnun: 14,60% Gissur: „Mjög gott bragð.“ Úlfar: „Illa saltað og götótt. Með lit eins og olíubrák. Ekki gott.“ Sigurður Kristinn: „Vantar meiri reyk og bragð.“ Jóhannes: „Gott kjöt. Góður eftirkeimur.“ Logi: „Stíft og bragð fínt. Væri gott heitt. Safaríkt, salt passlegt, en fita í meira lagi.“ 1. sæti Hangikjöt Jólin koma varla ef hangikjötið vantar. MyND SiGTRyGGuR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.