Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Qupperneq 26
Sandkorn Þ að er frábært framtak hjá Besta flokknum að efna til framboðs um allt land. Í sjálfu sér er það rökrétt fram- hald af stórsigri flokksins í Reykjavík sem var ákall kjósenda um breytingar. Íslensk stjórnmál eru í þeim ógöngum að engin leið er til þess að sá hópur sem kosinn var á þing geti unnið af heilindum að þjóðarhag. Hver höndin er uppi á móti ann- arri á meðan þjóðarbúið glímir við þá mestu erfiðleika sem dunið hafa yfir á síðari tímum. Stöðugt arga- þras, urr og hvæs einkenna starfið í þinginu. Þar verður ekki gert upp á milli stjórnarliða og þeirra sem eru í stjórnarandstöðu. Kjósendur eru ekki endilega fífl eins og sumir full- trúar þeirra halda. Það er því komin upp sú staða að almenningi blöskrar og sterkur vilji er uppi um nær algjöra endurnýjun. Íslenska flokkakerfið hefur um áratugaskeið verið næstum það sam- an. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur hafa verið við lýði í hartnær öld. Hinn helmingur fjórflokksins, Samfylkingin og Vinstri grænir, eru spegilmyndir Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins. Þar hefur fátt breyst. Róttæklingarnir eru í VG en kratarnir eru hinum megin. Eftir hrunið var reiknað með upp- stokkun innan flokkanna. Fólkið í landinu vildi að allir flokkar tækju til innan dyra hjá sér. Það hefur gengið brösuglega. Sjálfstæðisflokkurinn ákvað á landsfundi að setja upp um- bótanefnd sem stýrt var af heiðarlegu fólki. Eftir mikla vinnu varð til plagg sem innihélt iðrun og boðskap um nýja tíma. Ætla mátti að Sjálfstæðis- flokkurinn væri að ganga til móts við nýja tíma með heiðarleikann og viljann til að gera upp svarta fortíð að leiðarljósi. Þá gerðust þau undur og stórmerki að einn helsti spillingarfor- kólfur flokksins fór í pontu og rústaði þessu starfi og færði flokkinn aftur á byrjunarreit. Flokknum til varnar er þó rétt að benda á að endurnýjun hefur orðið á æðstu forystu hans en það er reimt í Valhöll. Hjá Framsókn- arflokknum hefur orðið gríðarleg til- tekt og gjörspilltum einstaklingum hefur verið fleygt á dyr og nýtt fólk tekið inn. Vandinn sem stendur eftir er hins vegar sá kúltúr sem er á Alþingi Ís- lendinga. Rifrildið lifir góðu lífi og tærir upp lýðræðið. Afrakstur þings- ins verður enda takmarkaður. Besti flokkurinn hefur sýnt að hann vill breyta til góðs. Þar á bæ hafa menn tekið málefni spillingarbælisins Orkuveitu Reykjavíkur föstum tökum og sett þangað inn menn til að koma skikk á hlutina. Hið sama er uppi á teningnum í rekstri borgarinnar. Þótt mest beri á skemmtilegheitum borg- arstjórans er flokkurinn að taka hlut- verk sitt alvarlega. Það er ekki slæmur kostur að gefa þessum sjónarmiðum tækifæri til að koma að landsstjór- ninni. Það er full ástæða til þess að koma stjórnmálunum á annað og betra plan. Valið stendur í raun á milli Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, og þess sem hann stendur fyrir eða Jóns Gnarr borgarstjóra og þess anda sem hann hefur innleitt í íslensk stjórn- mál. Þetta er gott hjá Besta. Stríðið í Hæstarétti n Vefmiðillinn Eyjan birti í vikunni forvitnilegt slúður um Hæstarétt Íslands. Emb- ætti forseta Hæstaréttar mun framveg- is ekki ganga frá manni til manns eftir starfsaldri heldur verður kosið í embættið með fimm ára millibili. Segir Eyjan að lík- legt sé að breytingin sé gerð til að koma í veg fyrir að dómarar Davíðs, eins og þeir eru kall- aðir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson, geti orðið forsetar Hæstaréttar. Ef þetta er rétt sýnir þetta lík- lega fram á að kalt stríð geisi í Hæstarétti þar sem dómarar Davíðs fara halloka. Nýtt Ísland Jóhönnu n Samfylkingin hefur í gegn- um tíðina verið þekkt fyrir að hygla sínu fólki. Í sumar var Anna Pála Sverrisdóttir, varaþingmaður flokksins, til dæmis ráðin til starfa í utan- ríkisráðuneyti Össurar Skarp- héðinssonar en 339 sóttu þá um sjö störf í ráðuneytinu. Nú hefur annar Samfylkingar- maður, Eva Baldursdóttir, sem sat á lista flokksins í Reykjavík í síðustu sveitarstjórnarkosn- ingum og er varaformaður Íþrótta- og tómstundaráðs, fengið starf sem sérfræðingur í ráðuneytinu. Ekki er vitað hvort Jóhanna Sigurðardóttir er meðvituð um þessar ráðn- ingar en hún hefur löngum gefið sig út fyrir að vera ímynd gagnsæis í stjórnmálum. Andúðin á Jóni n Löngum hefur verið vitað að þær konur sem áður voru í Kvennalistanum eru ekki par hrifnar af Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi formanni Alþýðuflokksins. Andúðin er á því stigi að nú hefur Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir sagt sig úr Reykjavíkurfélagi Samfylkingar vegna nám- skeiðs um skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis sem Jón Baldvin hyggst halda á vegum félagsins. Þá herma heimildir að Steinunn Valdís Óskarsdóttir sé einnig ósátt við aðkomu Jóns Baldvins að Reykjavíkurfélag- inu. Námskeið VG n Sú tíðindi að Jón Baldvin Hannibalsson ætli að halda námskeið um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á vegum Samfylkingarinnar vakti athygli í vikunni. Einn þeirra sem tjáði sig um málið var Grímur Atlason. Sagði Grímur að þetta útspil Samfylkingarinnar væri eins og ef VG myndi halda námskeið um Evrópusam- bandið. „Þeir kunna það hjá Samfylkingunni – eða ekki. Mér finnst að VG eigi að halda námskeið um Evrópusam- bandið hvar Ragnar Arnalds verður kennarinn og selt verði inn.“ Jólin? Hvað er það? Fyrir mér eru engin jól Risastórar sneiðar og safaríkar Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, segir jólin ekkert gleðiefni. – DV Gott hjá Besta Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Kjósend- ur eru ekki endilega fífl S umir telja, að Grikkjum hafi aldrei verið alvara með aðild sinni að ESB. Þeir kunni ekki annað en að sleikja sólina og slæpast og hafi hvort eð er ekki gert annað í mörg hundruð ár. Þeir tóku aðild að ESB fegins hendi 1981 og öllu því fé, sem fylgdi henni, en þeir gerðu lítið annað til að lyfta landinu. Þeir notuðu öryggisnet ESB eins og hengirúm. Þetta er ekki mín skoðun, heldur skoðun grísks hag- fræðings, sem fjallaði ásamt öðrum um Grikkland á fundi, þar sem ég var í Seðlabankanum í Atlanta um dag- inn. Grikkir breytast ekki, sagði hann, hvort sem þeir standa innan eða utan ESB, nei, Grikkir standa föstum fótum í fortíðinni. Geta þjóðir breytzt? Þarna birtist harkaleg afstaða. Eru Grikkir þá öðruvísi en annað fólk? Varla var maðurinn að tala um alla landa sína á einu bretti. Nei, hann var væntanlega að tala um þá Grikki, sem hafa haft undirtökin í stjórnmála- lífi landsins. Ég þekki marga Grikki, sem vilja, að Grikkland breytist, taki sér tak, hætti að vera hálfgildings- land, verði heldur fullgilt Evrópuland, semji sig að nýjum, hagfelldari siðum og betri lífskjörum með því að læra af öðrum Evrópuþjóðum. Um þetta snerist Evrópumálið í Grikklandi í 30 ár. Þessir Grikkir telja (ég er að tala um ungt fólk á öllum aldri), að Grikkir geti breytzt, því að öll getum við breytzt, eða næstum öll. Hví skyldu þeir Grikkir, sem vilja færa Grikkland nær nútímanum, ekki geta náð að lyfta landinu með því að ná nógu mörgum kjósendum á sitt band? Þeir hafa gild rök fram að færa. Hví skyldi þeim ekki geta tekizt þetta? – úr því að hinir, sem misstu efnahags- lífið fram af bjargbrúninni, reyndust ekki duga. Væri ekki vert að reyna? Grikkland er lýðræðisríki. Bergmál frá Bandaríkjunum Ég er ekki að skipta um umræðu- efni, þegar ég segist nú heyra fyrir mér ræðurnar, sem þrælahaldarar og erindrekar þeirra héldu í Banda- ríkjunum fyrir 150 árum. Þeir sögðu: Þrælahald hefur fylgt þessari þjóð frá öndverðu. Við fengum þrælahaldið í arf frá forfeðrum okkar. Við breyt- um því ekki. Við viljum ekki breyta því, og við getum ekki heldur breytt því, enda myndi efnahagur suður- ríkjanna þá versna til muna, jafnvel leggjast í auðn. Auðvitað gátu Bandaríkjamenn tekið sér tak. Þeir kusu sér nýj- an forseta, Abraham Lincoln, sem breytti valdahlutföllum í landinu og reif þrælahaldið upp með rótum. Lincoln sagði: Ef þrælahald er ekki rangt, þá er ekkert rangt. Aftur til Evrópu Nánara samstarf í ríkisfjármálum ESB-landanna var alla tíð forsenda sameiginlegs gjaldmiðils, þótt nú fyrst fáist Frakkar og Þjóðverjar loks- ins til að horfast í augu við þá stað- reynd. Mikilvægi ríkisfjármálanna fyrir myntsamstarfið hefur legið fyrir frá upphafi. Sumir hér heima virðast telja, að nánara samstarf um ríkis- fjármál innan ESB muni draga úr líkum þess, að Íslendingar fáist til að fallast á aðild í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þessi skoðun virðist hvíla á þeirri hugsun, að Íslendingum sé ókleift að semja sig að auknum aga, sem fælist í að reka ríkisbúskap- inn með sjálfbærum hætti. Sé þessi skoðun rétt, eiga Íslendingar ekk- ert erindi inn í ESB og yrðu þá bara til vandræða þar. Væri ég þessarar skoðunar, væri ég andvígur umsókn Íslands um inngöngu í ESB. Hrunið var vekjaraklukkan Hefur stjórn ríkisfjármála hafi tekizt svo vel hér heima, að Íslendingum geti stafað háski af evrópskum aga í efna- hagsmálum? – gegn því að eiga auk annars greiðan aðgang að fjárhagslegri neyðarhjálp, ef í harðbakkann slær. Nei, þvert á móti. Slök stjórn ríkisfjármála og peningamála ásamt öðrum slapp- leika olli því, að íslenzka krónan hefur tapað 99,95% af verðgildi sínu gagnvart dönsku krónunni frá 1939, og gerði Ís- land að alræmdu verðbólgubæli. Aðild að ESB og upptaka evrunn- ar snúast öðrum þræði um að hverfa af þeirri braut og marka nýja, enda eru lífskjör á Íslandi nú mun lakari en annars staðar á Norðurlöndum vegna veikrar hagstjórnar langt aftur í tímann og veikra innviða. Mörg ár og miklar umbætur þarf til að rétta kúrsinn af. Hrunið er ekki orsök vandans. Hrunið var vekjaraklukkan, sem opnaði von- andi augu nógu marga til þess, að hægt verði að ryðja nýjar brautir til farsældar fyrir land og lýð. Föstum fótum í fortíðinni Kjallari Þorvaldur Gylfason „Ef þrælahald er ekki rangt, þá er ekkert rangt Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 26 9.–11. desember 2011 Helgarblað Úlfar Finnbjörnsson meistarakokkur um hamborgarhrygginn frá KEA. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.