Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Síða 34
26.4 2002
34 9.–11. desember 2011 Helgarblað
Sakamál Engin iðrun Þennan dag þuldi Alton Coleman 23. sálm Gamla testamentisins og voru það hans hinstu orð. Hann fékk banvæna sprautu í aftökuklefa ríkisfangelsisins í Lucasville í Ohio. Coleman var sakfelldur í Ohio, ásamt lagskonu sinni Debru Brown, en þau myrtu sjö manns í sex ríkjum
Bandaríkjanna árið 1984. Við réttarhöldin sýndu skötuhjúin enga iðrun. U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s
S
tundum er haft á orði að hægri
höndin viti ekki hvað sú vinstri gerir.
Það sannaðist í Danmörku á dögun-
um þegar karlmaður sem lögreglan
hafði lýst eftir og leitað í tvö ár fékk stuðn-
ing frá hinu opinbera um þriggja mánaða
skeið til að afla sér menntunar.
Það virðist deginum ljósara að þótt ein-
staklingur stingi af frá geðsjúkrahúsi og sé
síðan leitað vegna ráns sé ekkert því til fyr-
irstöðu að viðkomandi fái styrk frá ríkinu
til að hefja nám.
Málið varðar 21 árs karlmann frá
Fredens borg sem hafði stundað þriggja
mánaða nám við kokkaskóla á Amager í
Kaupmannahöfn þegar lögreglan á Norð-
ur-Sjálandi loks hafði hendur í hári hans.
Þótt oft sé rætt um þá tölvuöld sem nú
ríkir með allri sinni tækni sem á að ein-
falda marga framkvæmdina, þá virðist
hvergi „kvikna á perunni“, rauðri eða hvítri,
þegar eftirlýstur maður fær greiddar bætur
eða styrk frá hinu opinbera.
Lögreglan þarf að fletta á gamla mátann
upp á þeim sem leitað er að og að sögn
Anders Kusk, hjá lögreglunni á Norður-
Sjálandi, er það tímafrekt: „Við erum með
skápfylli af málum sem varða eftirlýsta ein-
staklinga.“
Anders Kusk sagði í viðtali við Fredens-
borg Amts Avis að lögreglan vildi gjarna
fá sjálfkrafa tilkynningar, en að sennilega
væri góð og gild ástæða fyrir reglunum
eins og þær eru.
Maðurinn sem um ræðir stakk af frá
geðsjúkrahúsi í ágúst 2009, en þar var
hann í varðhaldi vegna ráns sem fram-
ið hafði verið á Stóru-Krá í Fredensborg.
Hann hafði í félagi við tvo menn hótað
starfsmanni krárinnar barsmíðum en stakk
sem sagt af áður en dómur féll í málinu.
Félagar hans tveir voru hins vegar dæmdir
til átta mánaða vistar á bak við lás og slá.
Nú hefur maðurinn snúið við blaðinu.
Hann á kærustu og sagði við yfirheyrslur
að hann væri ánægður með námið sem
hann hefði stundað. Hann játaði sök í
áðurnefndu ráni sem og ráni sem framið
var í innbroti í Helsingør.
Lögreglan krafðist varðhalds yfir mann-
inum en dómarinn ákvað að treysta því
að hann hygðist ganga hinn þrönga veg
heiðarlegs lífernis. Því var honum sleppt
eftir að hann lofaði því hástöfum að hann
myndi mæta vandræðalaust þegar mál
hans yrði dómtekið.
Hver veit nema vegferð mannsins inn
í framtíðina verði prýdd heiðarleika og
dyggðum?
Eftirlýstur á
opinberum styrk
Lofar bót og betrun
F
östudaginn 4. febrúar 2005
fór Mark Lunsford á fæt-
ur um fimmleytið, venju
samkvæmt. Nánast í sömu
andrá og Mark slökkti á
vekjaraklukkunni heyrði hann
vekjaraklukku níu ára dóttur sinn-
ar fara í gang í næsta herbergi en
feðginin bjuggu í stóru hjólhýsi, í
Homossa í Flórída, ásamt foreldr-
um Marks og dóttir hans, Jessica,
fór alla jafna á fætur um leið og
hann og gerði sig klára í skólann.
Þegar Mark opnaði dyrnar að
herbergi Jessicu reiknaði hann
með að hún væri í fastasvefni með
tuskutígur í fanginu, en sú var ekki
raunin; rúm hennar var autt fyrir
utan tígurinn. Mark skimaði eftir
Jessicu í hjólhýsinu en hana var
hvergi að finna, uppáhaldstusku-
dýrið hennar – fjólublár höfrungur
– var horfið og útihurðin var ólæst.
Mark Lunsford hringdi umsvifa-
laust á neyðarlínuna.
Lögreglan beið ekki boðanna
og hennar fyrsta verk var að kanna
alla þekkta kynferðisbrotamenn á
svæðinu. Rannsókn lögreglunnar
leiddi í ljós að einn þeirra bjó ekki
þar sem hann var skráður. John
Evander Couey var fluttur án þess
að tilkynna yfirvöldum um það,
eins og kynferðisbrotamönnum
ber skylda til í Bandaríkjunum.
Sakaskrá Coueys var löng og full
ástæða til að kanna hann nánar.
Innan skamms komst lögreglan
að því að hann hafði flutt til syst-
ur sinnar sem bjó á hjólhýsasvæði
sem var í göngufæri við heimili
Marks Lunsford.
Húsleit í hjólhýsi systur Cou-
eys bar ekki árangur og fullyrtu
hún og sambýlismaður hennar að
þau hefðu ekki hugmynd um hvar
Couey héldi sig. Lögreglan fram-
kvæmdi aðra húsleit nítján dögum
síðar. Þá fundust blóðblettir í rúmi
sem Couey hafði sofið í og jókst
þá áhugi lögreglunnar á honum.
Couey hafði þegar þar var komið
sögu tekið til fótanna og farið til
Georgíu.
Grafin lifandi
Til að gera langa sögu stutta fann
lögreglan lík Jessicu Lunsford 19.
mars 2005, en tveimur dögum
áður hafði lögreglan haft hendur
í hári Coueys þar sem hann hafði
leitað skjóls hjá Hjálpræðishern-
um í Augusta í Georgíuríki. Þá
var hvarf Jessicu orðið fréttaefni
um gjörvöll Bandaríkin.
Það voru rannsóknarlög-
reglumenn að nafni Scott Grace
og Gary Achison sem sáu um að
yfirheyra Couey og komust þeir
hvorki lönd né strönd til að byrja
með. Couey samþykkti þó að
taka lygamælispróf, en fór fram á
að fá lögfræðing. Fyrir einhverra
hluta sakir var ekki orðið við
beiðni Coueys en hann brotnaði
saman við prófið og viðurkenndi
að hafa rænt Jessicu og myrt.
Einnig sagði frá því hann hvar lík
hennar var að finna.
Yfirheyrslurnar leiddu í ljós að
Couey hafði haldið Jessicu í hjól-
hýsi systur sinnar í þrjá daga og
hún hafði í reynd verið falin inni í
skáp þegar lögreglan leitaði fyrst
í hjólhýsinu. Couey beitti Jessicu
ítrekað kynferðislegu ofbeldi en
þegar hann komst að því að hann
hefði vakið áhuga lögreglunnar
fór hann á taugum.
Couey batt hendur Jessicu,
tróð henni í svarta plastpoka
og gróf hana lifandi. Þegar lík-
ið fannst sást á ummerkjum að
henni hafði tekist að gera lítil göt
á plastpokann en kafnað með
bláa höfrunginn í fanginu.
Ógildar sannanir
Í apríl 2005 var lögð fram kæra á
hendur Couey fyrir morð, mann-
rán og innbrot. Hann lýsti yfir
sakleysi sínu en var úrskurðaður
í varðhald þar til réttað yrði í máli
hans. Í júnílok 2006 úrskurðaði
dómari að játning Coueys frá
2005 væri gild því honum hefði
ekki verið útvegaður lögfræðing-
ur á þeim tíma. Einnig bannaði
dómari að sönnunargögn sem
aflað var eftir játninguna yrðu
notuð.
Þrátt fyrir að úrskurður dóm-
arans væri reiðarslag fyrir ákæru-
valdið var ekki öll von úti. Rétt-
arhöldunum var frestað til 12.
febrúar 2007 og leit að frambæri-
legum kviðdómurum hófst. Það
reyndist þrautin þyngri að finna
kviðdómara sem talist gætu hlut-
lausir og reyndar tilkynntu sumir
mögulegir kviðdómarar að þeim
hefði verið hótað líkamlegum
meiðingum ef þeir úrskurðuðu
Couey ekki sekan.
En allt hafðist þetta á endan-
um og þegar réttarhöldin hófust
lagði ákæruvaldið fram ný sönn-
unargögn, meðal annars lífsýni
úr Jessicu og sæði Coueys sem
fannst á dýnunni í hjólhýsinu.
Fingraför Jessicu fundust á innan-
verðum skápnum sem hún hafði
hírst í meðan hún var fangi Cou-
eys.
Leidd voru fram vitni, rann-
sóknarfólk og fangaverðir, sem
báru að Couey hefði ítrekað við-
urkennt sök sína en ávallt haldið
því fram að hann hefði ekki ætl-
að að myrða Jessicu – það hefði
hann gert í óðagoti.
Verjendur Coueys héldu því
fram að hann væri, sökun lítillar
greindar, ekki sakhæfur. Greind-
arvísitala hans mældist 78. Ef
hún hefði verið átta stigum lægri
hefði Couey verið úrskurðaður
þroskaskertur.
Þann 7. mars komst kviðdóm-
ur að þeirri niðurstöðu að Couey
væri sekur um allt það sem hann
var sakaður um; morð, mannrán,
innbrot og kynferðislegt ofbeldi.
Þann 11. ágúst komst kvið-
dómur enn fremur að því, með
10 atkvæðum gegn 2, að ekkert
mælti gegn því að Couey hlyti
dauðadóm.
En réttarkerfi Bandaríkjanna
stóðst manninum með ljáinn
ekki snúning og 30. september
2009 dó John Evander Couey
eðlilegum dauðdaga í fangelsi,
en hann hafði glímt við veikindi
um nokkurt skeið.
Jessicu-lögin
Árið 2005 voru innleidd lög í Flór-
ída sem kennd eru við Jessicu.
Á meðal þess sem lögin kveða á
um er að sá sem gerist sekur um
blygðunar- eða siðferðisbrot gegn
barni undir 12 ára aldri hljóti að
minnsta kosti 25 ára fangelsi og
sé gert að sæta rafrænu eftirliti að
refsingu lokinni. Í Flórída er refs-
ing við nauðgun á barni undir 12
ára aldri allt að lífstíðarfangelsi án
möguleika á reynslulausn.
Fjörutíu og tvö ríki Bandaríkj-
anna hafa innleitt lög sem byggja
á fyrrnefndum lögum og eru í dag-
legu tali nefnd Jessicu-lögin.
n Jessica var 9 ára þegar hún var myrt n Fórnarlamb þekkts kynferðisbrotamanns
n Við húsleit yfirsást lögreglunni að kíkja inn í skáp þar sem hún var falin
GRAFIN LIFANDI
„Þegar líkið
fannst sást á
ummerkjum að henni
hafði tekist að gera lítil
göt á plastpokana en
kafnað með bláa höfr-
unginn í fanginu.
Fórnarlamb og morðingi Jessica var í haldi Coueys í þrjá daga áður en hann gróf hana lifandi.