Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Qupperneq 46
46 Sport 9.–11. desember 2011 Helgarblað Þ að kann að vera rangheiti að kalla Christian Constantin eigandann sem enginn þjálf­ ari vill hafa. Þótt hann hafi rekið yfir 20 þjálfara á fimm árum er staðreyndin sú að hann hefur ráðið jafn marga. Einhverjir þjálfarar vilja því vinna fyrir hann. Þetta var samt viðurnefni Constantins í Sviss þar til Bulat Chagaev yfirtók Neu­ chatel Xamax síðasta vor, eins og DV sagði frá fyrir viku. Constantin gerir sitt besta til að sanna fullyrðinguna um að allir markverðir séu klikkaðir, hann lék í þeirri stöðu með Lugano undir stjórn Ottmars Hitzfeld á sinni tíð. Hann er menntaður arkitekt og varð fyrst stjórnarformaður Sion árið 1992, að­ eins 35 ára að aldri. Valdatíð hans var fimm ár. Liðið varð tvisvar svissnesk­ ur meistari og þrisvar bikarmeistari. Fórnarkostnaðurinn voru 100 leik­ menn. Félagið þoldi það ekki og Con­ stantin hætti þegar það komst ekki í Meistaradeildina árið 1997. Fimm árum síðar varð félagið svipt keppnisleyfi vegna fjárhags­ vandræða og dæmt niður í þriðju deild. Riddarinn kom þá ríðandi á hvíta hestinum, yfirtók félagið og fylgdi því upp í úrvalsdeildina árið 2006. Liðið varð það ár fyrsta annarr­ ar deildar liðið til að verða svissnesk­ ur bikarmeistari. Sion hefur unnið alla bikarúrslita­ leikina tólf á valdatíma Constantins. Hegðun hans hefur samt vakið meiri athygli heldur en árangurinn. Þjálfarinn hætti í hálfleik Í fyrsta lagi þá hefur Constant­ in skipt oftar en tuttugu sinnum um þjálfara á þessum tíma. Einn þeirra, Argentínu maðurinn Ne­ stor Clausen, lét sig hverfa í hálf­ leik eftir að Constantin hafði heim­ sótt búningsklefann. Tvisvar hefur Constantin ráðið sjálfan sig sem þjálfara. Í annað benti svissneska knattspyrnusambandið honum á að hann hefði ekki tilskilin réttindi til að stýra liðinu. Constantin svar­ aði því til að hinn brottrekni þjálf­ ari, Þjóðverjinn Uli Stielike, væri aðeins í veikindaleyfi. „Ég gaf hon­ um 150 daga til að setja mark sitt á liðið en sá enga framþróun,“ út­ skýrði Constantin. Þá sakaði Constantin einn leik­ manna sinna, Serey Die frá Fíla­ beinsströndinni, um að hafa tek­ ið þátt í að hagræða úrslitum leiks með að láta reka sig út af. Saksókn­ arar fundu engar sannanir um slíkt. Það besta er að Die er enn hjá Sion, þótt eigandinn hafi aldrei beðið hann afsökunar opinberlega. Fékk liðið dæmt upp um deild Constantin er reyndar sérstakur áhugamaður um lögfræði og hefur staðið í fleiri lögsóknum heldur en Afi gamli á Knerri í sögunum. Með málarekstri tókst Constantin að koma Sion strax úr þriðju deildinni upp í þá aðra eftir að hann tók við. Það tók þrjá mánuði og niðurstað­ an varð sú að liðið varð að spila tvo leiki í hverri viku út tímabilið. Árið 2004 fékk Constantin tveggja og hálfs árs bann fyrir að sparka í punginn á aðstoðardóm­ ara sem dæmdi ekki honum að skapi. Með því að skjóta málinu til almennra dómstóla tókst hon­ um að draga málið í fjögur ár og sleppa með fjögurra mánaða bann. Í fyrra skiptið sem hann leiddi Sion tókst honum að láta fá Evrópuleik gegn Spartak Moskvu leikinn á ný á þeim forsendum að þverslárnar hefðu verið átta sentímetrum neð­ ar en þær áttu að vera. Virti ekki bann við leikmannakaupum Síðasta deila Constantins er hans frægasta. Sion var talið hafa brotið reglur með kaupum sín­ um á egypska markverðinum Es­ sam El Hadary frá Al­Ahly árið 2008. Liðinu var því meinað að kaupa leikmenn í næstu tveimur félagaskiptagluggum. Constant­ in hlýddi því að sjálfsögðu ekki heldur bætti sex mönum í hóp­ inn. Þegar slegið var á fingurna á honum hvatti hann leikmennina til að skjóta málunum til almennra dómstóla og beita fyrir „réttinum til vinnu“. Dómstólarnir dæmdu Sion í hag, að leikmennirnir væru löglegir og félagið ætti rétt á Evr­ ópusætinu, en UEFA og FIFA við­ urkenndu ekki þeirra lögsögu þótt svissneska knattspyrnusambandið gæfist upp og leyfði leikmönnun­ um að spila heima fyrir. UEFA henti Sion út úr Evrópu­ deildinni í haust og komst Glas­ gow Celtic í riðlakeppnina þrátt fyrir að hafa tapað fyrir svissneska liðinu. Málið er fyrir Gerðadómi íþrótta (CAS) sem úrskurðar fyrir jól. Vinni Sion málið þarf UEFA lík­ lega að troða liðinu inn í keppnina en útsláttarkeppnin hefst á nýju ári. Constantin heldur líka áfram að leita að leikmönnum. Nýverið lýsti hann yfir áhuga á að semja við Alessandro del Piero þegar samn­ ingur hans við Juventus rennur út í sumar. Hann skoraði á Ítalann að sýna að peningarnir væru ekki það sem skiptu hann mestu máli með að koma til Sviss. Á erfitt með að skilja að hann getur ekki alltaf unnið Sion er í þriðja sæti svissnesku deild­ arinnar, fimm stigum á eftir toppliði Basle þegar einni umferð er ólok­ ið fyrir vetrarhléið. Laruent Rous­ sey þjálfar liðið og hefur gert síð­ an í febrúar. Það er með því lengsta sem nokkur þjálfari hefur enst undir stjórn Constantins. „Ef ég ræki það fólk sem ég er ósáttur við stæði ég eftir einn,“ sagði hann í viðtali í fyrra. Um svipað leiti mætti hann á bekkinn hjá þjálfaranum Bernard Challandes, sagði honum að hafa sig hljóðan og fór sjálfur að gefa skipan­ irnar. „Það þekkja allir formanninn. Hann er mikill persónuleiki og reynir alltaf að hvetja liðið áfram. Ég viður­ kenni að þetta er ekki eftirlætis staða þjálfara en við verðum að sætta okk­ ur við hana,“ sagði Challandes. Eftir að hafa verið rekinn réði hann sig til Chagaev hjá Neuchatel Xamax. „Margir leikmenn, ég þeirra á meðal, halda góðu sambandi við forsetann,“ segir framherjinn Saidu Adeshina. „Mér finnst hann aðeins þurfa að skilja að maður getur ekki alltaf unnið. Við verðum líka að hafa það í huga að það eru andstæðingar sem stefna að sama marki.“ Gunnar Gunnarsson Tugir þjálfara á átta árum n Christian Constantin, eigandi FC Sion í Sviss, er eigandi sem enginn þjálfari vill hafa n Tvisvar stjórnað liðinu sjálfur n Sparkaði í punginn á aðstoðardómara Einstakur eigandi Christian Constantin fer sínar eigin leiðir. mynd REuTERS A ðeins í annað skiptið und­ ir stjórn Sir Alex Ferguson komst Manchester United ekki upp úr riðli sínum í Meistaradeildinni. Hræði­ leg spilamennska liðsins að undan­ förnu varð liðinu að falli í Basel þar sem það tapaði fyrir baráttuglöðum heimamönnum, 2–1. United hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu sjö deildarleikjum sínum en þökk sé góðri vörn hefur það oftar en ekki dugað til sigurs. United varð þó fyrir miklu áfalli í Basel þegar ljóst varð að Nemanja Vidic yrði frá í allt að fjóra mánuði vegna meiðsla. Sir Alex þarf að fara berja kraft í sína menn sem eru ekki svipur hjá sjón mið­ að við hvernig liðið spilaði í upphafi tímabils. Úlfarnir koma í heimsókn á laugardaginn og þarf United ekki bara að vinna, það þarf að sleikja sárin, finna sitt rétta form og fara að spila almennilega ef ekki á illa fara yfir jólahátíðina. Menn eru meiddir og þétt er spilað. Svo gæti vel farið að United fari að heltast úr lestinni. uppsveifla á Emirates Gengi Arsenal er andstætt gengi United á uppleið. Liðið er komið áfram í Meistaradeildinni og leikur við hvurn sinn fingur í ensku úrvals­ deildinni. Robin van Persie fer ekki inn á völlinn án þess að skora mark og er liðið komið upp í fimmta sæti, aðeins tveimur stigum frá Meistara­ deildarsæti. Arsenal fær Everton í heimsókn á laugardaginn á meðan nágrannar þeirra í Tottenham eiga sunnudagsleik gegn Stoke. Totten­ ham er eins og Arsenal alveg sjóð­ heitt og hefur unnið átta af síðustu níu leikjum sínum. Bæði lið eru í harðri baráttu um Meistaradeildar­ sæti og geta menn ekki beðið eftir Norður­Lundúnaslagnum. Efsta lið­ ið, Manchester City, á ekki leik fyrr en á mánudagskvöldið þegar það verður í heimsókn hjá Chelsea. United þarf að sleikja sárin Leikir helgarinnar Laugardagur 10. desember 15.00 Arsenal - Everton 15.00 Bolton - Aston Villa 15.00 Liverpool - QPR 15.00 Man. United - Úlfarnir 15.00 Norwich - Newcastle 15.00 Swansea - Fulham 15.00 WBA - Wigan Sunnudagur 11. desember 13.30 Sunderland - Blackburn 16.00 Stoke - Tottenham Langt síðan síðast Rooney hefur verið afar dapur með United að undanförnu. mynd REuTERS n Úlfarnir í heimsókn á Old Trafford n Arsenal tekur á móti Everton „Árið 2004 fékk Constantin tveggja og hálfs árs bann fyrir að sparka í punginn á aðstoðardómara sem dæmdi ekki honum að skapi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.