Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Síða 48
48 Afþreying 9.–11. desember 2011 Helgarblað
Dáist að lífsstílnum
n Charlie Hunnam leikur Jax í Sons of Anarchy
L
eikarinn Charlie Hun-
nam umgengst ekki að-
eins mótorhjólagangs-
tera í þáttunum Sons of
Anarchy heldur einnig í raun-
veruleikanum. Hunnam, sem
túlkar Jax í þáttunum vinsælu,
fæddist árið 1980 í Newcastle
en flutti til Los Angeles til að
freista gæfunnar.
Leikarinn hefur ekki tekið
hverju hlutverki sem honum
hefur boðist í von um frægð og
frama. Hann hafnaði til dæmis
hlutverki í kvikmyndinni For-
getting Sarah Marshall þrátt
fyrir að það hefði verið skrifað
með hann í huga. Myndin,
með þeim Kristen Bell, Jason
Segel, Paul Rudd og Milu Kun-
is, var pottþétt peningamask-
ína en Hunnam afþakkaði
pent þar sem hann lítur ekki á
sig sem grínleikara.
Í viðtali hefur Hunnam
sagt frá aðdáun sinni á lífs-
stílnum innan mótorhjóla-
gengja en þessi aðdáun varð
til þess að hann tók boði um
hlutverk Jax. „Þessir menn
minna mig á pabba en hann
dansaði oft á línunni. Þeir
vilja ekki vera glæpamenn.
Þeir vilja bara ekki láta segja
sér hvað þeir eiga að gera.
Þeir passa ekki inn í þetta 9–5
líf og það get ég vel skilið,“
sagði leikarinn.
Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 9. desember
Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport
dv.is/gulapressan
Vernd í boði
Vinsælast í sjónvarpinu
28. nóvember – 4. desember
Dagskrárliður Dagur Áhorf í %
1. Útsvar föstudagur 32,5 RÚV
2. Maður og jörð mánudagur 31,8 RÚV
3. Landinn sunnudagur 31,2 RÚV
4. Dans, dans, dans laugardagur 29,2 RÚV
5. Glæpahneigð fimmtudagur 27,8 RÚV
6. Fréttir vikan 26,0 RÚV
7. Dans, dans, dans keppendur kynntir föstudagur 25,2 RÚV
8. Veðurfréttir vikan 24,4 RÚV
9. Tíufréttir vikan 23,5 RÚV
10. Downton Abbey sunnudagur 23,2 RÚV
11. Fréttir vikan 23,2 Stöð 2
12. Lottó vikan 20,4 Stöð 2
13. Ísland í dag vikan 16,8 Stöð 2
14. Heimsendir sunnudagur 16,3 Stöð 2
15. Helgarsport sunnudagur 15,7 Stöð 2
HeimilD: CApACent GAllup
Björn í Lundúnum
„Ég vil að þú verðir forseti Björn.“
Svo mælti stórbóndinn og hinn
landsþekkti framsóknarmaður
Björn á Löngumýri við afabarn sitt
Björn Þorfinnsson þá hann átti
skammt eftir. Björn yngri er hlýðinn
með afbrigðum og varð forseti
Skáksambands Íslands 2008. Í
forsetatíð Björns varð Reykjavíkur-
skákmótið að árlegum viðburði.
Björn er af sterkri kynslóð
skákmanna sem margir hverjir
fengu skákuppeldi sitt í Æfinga-
skóla KHÍ sem var stórveldi í
skólaskákinni. Í Æfingaskólanum
var einnig Bragi bróðir sem tók
bróður sínum framar í skáklistinni.
Virðist það algild regla að yngra
systkinið skáki því eldra og má
í því tilliti nefna Helga Áss sem
er yngstur Áss-systkinanna. Má fullyrða sem svo að á unglingsárum
hafi helsta afrek Björns verið Ólympíutitillinn á Kanaríeyjum 1995 í
sveitakeppni 16 ára og yngri. Tefldi Björn á 4. borði og stóð sig allvel.
Sá sigur verður lengi í minnum hafður. Björn hefur lengi verið þekktur
fyrir skemmtilegan og hugmyndaríkan skákstíl. Sá mikli kostur hefur
á tíðum orðið að galla þegar hið óbeislaða hugmyndaflug hefur keyrt
um þverbak og leitt af sér ranghugmyndir um réttlæti hinna fjörleg-
ustu mannsfórna. „Fullkomlega óábyrgur leikur“ stóð einhvers staðar
um glæfralegan leik sem Björn beitti á Meistaramóti Hellis fyrr í vetur.
En af þessum takmörkum sínum veit Björn vel og hyggst lagfæra
stílinn á leið sinni að stórmeistaratitli sem er útgefið markmið hans.
Ásamt barnauppeldi og lokaritgerð einbeitir Björn sér alfarið að
skákinni og er nú staddur í Lundúnum á opnu skákmóti þar í borg.
Meðfram taflmennsku síðustu ára hefur Björn skipulagt allmörg al-
þjóðleg skákmót hér á landi enda ferðast víða á slík mót erlendis og
er sannkallaður viskubrunnur um hvað tíðkist við framkvæmd slíkra
móta þar ytra.
dv.is/blogg/skaklandid
Stefán Bergsson skrifar
Skáklandið
Björn Þorfinnsson Er af sterkri
kynslóð skákmanna sem margir
hverjir fengu skákuppeldi sitt í
Æfingaskóla KHÍ.
15.20 Jóladagatalið - Sáttmálinn
(Pagten) Danskt ævintýri um
tólf ára strák og jafnöldru hans
af álfaættum, leit þeirra að
leynilegum sáttmála og glímu
þeirra við ísnornina ógurlegu.
Þættirnir eru talsettir á ís-
lensku og textaðir á síðu 888 í
Textavarpi. e.
15.50 leiðarljós (Guiding Light) Endur-
sýndur þáttur.
16.35 leiðarljós (Guiding Light) Endur-
sýndur þáttur.
17.20 táknmálsfréttir
17.30 Otrabörnin (35:41) (PB and J
Otter)
18.00 Jóladagatalið - Sáttmálinn
(Pagten) Danskt ævintýri um
tólf ára strák og jafnöldru hans
af álfaættum, leit þeirra að
leynilegum sáttmála og glímu
þeirra við ísnornina ógurlegu.
Þættirnir eru talsettir á ís-
lensku og textaðir á síðu 888 í
Textavarpi.
18.25 með okkar augum (5:6) Í þessari
þáttaröð skoðar fólk með
þroskahömlun málefni líðandi
stundar með sínum augum
og spyrja þeirra spurninga
sem þeim eru hugleiknastar
hverju sinni. Dagskrárgerð: Elín
Sveinsdóttir. Textað á síðu 888 í
Textavarpi. e.
19.00 Fréttir
19.30 Veðurfréttir
19.35 Kastljós
20.10 Útsvar (Ísafjarðarbær -
Fjarðabyggð) Spurningakeppni
sveitarfélaga. Lið Ísafjarðar-
bæjar og Fjarðabyggðar keppa.
Umsjónarmenn eru Sigmar Guð-
mundsson og Þóra Arnórsdóttir.
21.20 Gleðileg jól 7,7 (Joyeux Noël)
Í fyrri heimsstyrjöld, á aðfanga-
dagskvöld 1914, gerðu þýskir,
franskir og skoskir hermenn á
vesturvígstöðvunum vopnahlé,
blönduðu geði og nutu helgi
jólanna saman. Leikstjóri er
Christian Carion og meðal leik-
enda eru Diane Kruger, Benno
Fürmann, Guillaume Canet, Gary
Lewis, Dany Boon og Daniel
Brühl. Frönsk bíómynd frá 2005.
Atriði í myndinni eru ekki við
hæfi ungra barna.
23.20 Ógnir í undirdjúpum 7,2
(Crimson Tide) Bandarísk
spennumynd frá 1995. Rúss-
neskur þjóðernissinni og
klíka fyrrverandi hermanna
Rauða hersins ná mikilvægu
hernaðartæki á sitt vald og
bandarískur kjarnorkukafbátur
er sendur á vettvang. Leikstjóri
er Tony Scott og meðal leikenda
eru Denzel Washington, Gene
Hackman, Viggo Mortensen
og James Gandolfini. Atriði í
myndinni eru ekki við hæfi ungra
barna. e.
01.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
07:00 Barnatími Stöðvar 2 Ævintýri
Tinna, Mamma Mu, Hello Kitty,
Elías, Kalli kanína og félagar,
Kalli kanína og félagar
08:15 Oprah
08:55 Í fínu formi
09:10 Bold and the Beautiful
(Glæstar vonir)
09:30 Doctors (20:175) (Heimilis-
læknar)
10:15 Ramsay‘s Kitchen nig-
htmares (5:6) (Eldhúsmartraðir
Ramsays)
11:05 Fairly legal (8:10) (Lagaflækjur)
11:50 Off the map (4:13) (Út úr korti)
12:35 nágrannar (Neighbours)
13:00 Slap Shot 3: the Junior league
(Á hálum ís 3)
14:35 Friends (10:24) (Vinir)
15:00 Sorry i‘ve Got no Head
(Afsakið mig, ég er hauslaus)
15:30 Barnatími Stöðvar 2 Krakk-
arnir í næsta húsi, Mamma Mu,
Elías, Hello Kitty, Kalli kanína og
félagar, Kalli kanína og félagar,
Ævintýri Tinna
17:00 Bold and the Beautiful
(Glæstar vonir)
17:25 nágrannar (Neighbours)
17:53 the Simpsons (4:23) (Simpson-
fjölskyldan)
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2 Fréttastofa
Stöðvar 2 flytur fréttir í opinni
dagskrá.
18:47 Íþróttir
18:54 Ísland í dag
19:21 Veður
19:30 Dagur rauða nefsins
00:00 Kingpin 6,7 (Keilukóngurinn)
Frábær gamanmynd úr smiðju
Farelly bræðra með Bill Murray,
Woody Harrelson og Randy
Quaid í aðalhlutverkum. Roy
Munson var eitt sinn einn
færasti keilari sem uppi var
en síðan hann vann meistara-
titilinn árið 1979 hefur allt
gengið á afturfótunum. Dag einn
hittir hann undarlegan gaur sem
virðist fæddur til að spila keilu en
skortir allt keppnisskap og virðist
almennt úti á þekju. Roy lætur
það ekki stöðva sig og ákveður
að úr þessum efniviði skuli hann
móta næsta keilumeistara.
01:55 Hannibal Hannibal Lecter er
kominn aftur á stjá og til alls
líklegur. Reiknað er með að hann
leiti uppi alríkislögreglukonuna
Clarice Starling en hún á ekki
sjö dagana sæla. Ekki er víst að
Hannibal nái fundum hennar
því eitt fórnarlamba hans er
rekið áfram af óslökkvandi
hefndarþorsta. Og nú er það
Hannibal sjálfur sem gæti fengið
að kenna á því.
04:05 Dumb and Dumber (Heimskur,
heimskari) Frábær gamanmynd
um erkiaulann Lloyd Christmas
er starfar sem leigubíl-
stjóri. Þegar hann keyrir eina
draumadísina á flugvöllinn
verður hann ástfanginn og þá er
ekki að sökum að spyrja. Hann
ákveður að hafa uppá á henni
ásamt dyggri aðstoð besta vinar
síns Harry Dunnes og þá upp-
hefst mikið ævinýri.
05:55 the Simpsons (4:23) (Simpson-
fjölskyldan) Tuttugasta og
fyrsta þáttaröðin í þessum
langlífasta gamanþætti
bandarískrar sjónvarpssögu.
Simpson-fjölskyldan er söm við
sig og hefur ef eitthvað er aldrei
verið uppátektarsamari.
06:00 pepsi mAX tónlist
07:30 Game tíví (13:14) (e) Sverrir
Bergmann og Ólafur Þór Jóels-
son fjalla um allt það nýjasta í
tölvuleikjaheiminum.
08:00 Dr. phil (e) Bandarískur spjall-
þáttur með sálfræðingnum
Phil McGraw sem hjálpar fólki
að leysa vandamál sín í sjón-
varpssal.
08:45 Rachael Ray (e) Spjallþáttur þar
sem Rachael Ray fær til sín góða
gesti og eldar gómsæta rétti.
09:30 pepsi mAX tónlist
12:00 Game tíví (13:14) (e) Sverrir Berg-
mann og Ólafur Þór Jóelsson
fjalla um allt það nýjasta í tölvu-
leikjaheiminum.
12:30 pepsi mAX tónlist
16:25 Rachael Ray Spjallþáttur þar
sem Rachael Ray fær til sín góða
gesti og eldar gómsæta rétti.
17:10 Dr. phil Bandarískur spjall-
þáttur með sálfræðingnum
Phil McGraw sem hjálpar fólki
að leysa vandamál sín í sjón-
varpssal.
17:55 parenthood (16:22) (e)
18:45 America‘s Funniest Home
Videos - OpiÐ (44:50) (e)
19:10 America‘s Funniest Home
Videos - OpiÐ (34:50) (e) Bráð-
skemmtilegur fjölskylduþáttur
þar sem sýnd eru fyndin mynd-
brot sem venjulegar fjölskyldur
hafa fest á filmu.
19:35 Will & Grace - OpiÐ (11:24) (e)
Endursýningar frá upphafi á
hinum frábæru gamanþáttum
sem segja frá Will sem er sam-
kynhneigður lögfræðingur og
Grace sem er gagnkynhneigður
innanhússarkitekt.
20:00 Being erica (4:13) Skemmtileg
þáttaröð um unga konu sem
hefur ekki staðið undir eigin
væntingum í lífinu en fær óvænt
tækifæri til að breyta því sem
aflaga hefur farið. Kai snýr aftur
í þessum þætti sem snýr öllu á
hvolf hjá Ericu.
20:50 According to Jim (17:18)
21:15 HA? (12:31)
22:05 Jonathan Ross (4:19) Kjaftfori
séntilmaðurinn Jonathan Ross er
ókrýndur konungur spjallaþátt-
anna í Bretlandi. Jonathan er
langt í frá óumdeildur en í hverri
viku fær hann til sín góða gesti.
Helen Mirren, Harry Hill, Louie
Spence eru gestir Jonathans að
þessu sinni.
22:55 30 Rock 8,2 (15:23) (e)
Bandarísk gamanþáttaröð
sem hlotið hefur einróma lof
gagnrýnenda. Starfsfólkið hefur
miklar áhyggjur af því að Liz sé
að breytast í gamla piparjónku
og reynir Jenna að finna mann
handa henni með frumlegum
leiðum.
23:20 Saturday night live -nÝtt
(1:22) (e)
00:10 Whose line is it Anyway?
(3:20) (e) Bráðskemmtilegur
spunaþáttur þar sem allt getur
gerst.
00:35 Whose line is it Anyway?
(4:20) (e) Bráðskemmtilegur
spunaþáttur þar sem allt getur
gerst.
01:00 Real Hustle (3:8) (e)
01:25 Smash Cuts (3:52) (e)
01:50 Jimmy Kimmel (e) Húmoristinn
Jimmy Kimmel hefur staðið
vaktina í spjallþættinum Jimmy
Kimmel Live!
02:35 Jimmy Kimmel (e) .
03:20 pepsi mAX tónlist
Stöð 2 Extra
SkjárGolf
ÍNN
Stöð 2 Bíó
Stöð 2 Sport 2
17:25 Spænsku mörkin
18:05 Hm í handbolta (Ísland - Þýska-
land)
19:30 Þorsteinn J. og gestir
20:00 Fréttaþáttur meistaradeildar
20:25 Spænski boltinn - upphitun
20:55 Þorsteinn J. og gestir
21:25 Hm í handbolta (Ísland - Kína)
23:05 Þorsteinn J. og gestir
23:35 Hm í handbolta (Ísland - Kína)
01:00 Þorsteinn J. og gestir
19:35 the Doctors (59:175) (Heimilis-
læknar)
20:15 Chuck (18:19)
21:00 Fréttir Stöðvar 2
21:25 Ísland í dag
22:05 Human target (5:13)
(Skotmark)
22:50 the Good Guys (19:20) (Góðir
gæjar)
23:40 Breaking Bad (5:13) (Í vondum
málum)
00:30 Chuck (18:19) Chuck Bartowski
er mættur í þriðja sinn hér
í hörku skemmtilegum og
hröðum spennuþáttum. Chuck
var ósköp venjulegur nörd sem
lifði afar óspennandi lífi allt þar
til hann opnaði tölvupóst sem
mataði hann á öllum hættu-
legustu leyndarmálum CIA.
Hann varð þannig mikilvægasta
leynivopn sem til er og örlög
heimsins hvíla á herðum hans.
01:15 the Doctors (59:175) (Heimilis-
læknar) .
01:55 Fréttir Stöðvar 2
02:45 tónlistarmyndbönd frá nova
20:00 Hrafnaþing Heimastjórnin.
Hrafninn að hugsa um að flýja
klakann aftur hið bráðasta!!
21:00 motoring Aðventurall
21:30 eldað með Holta Reyktur
hátíðarkjúlli með öllu til-
heyrandi.
08:00 Rain man (Regnmaðurinn)
10:10 Funny money (Peningagrín)
12:00 unstable Fables: 3 pigs & a
Baby (Grísirnir 3)
14:00 Rain man (Regnmaðurinn)
16:10 Funny money (Peningagrín)
18:00 unstable Fables: 3 pigs & a
Baby (Grísirnir 3)
20:00 everybody‘s Fine (Allt í góðu)
22:00 Home of the Brave (Heimili
hinna hugrökku)
00:00 Bulletproof (Skotheldur)
02:00 lions for lambs (Ljón í
veginum)
04:00 Home of the Brave (Heimili
hinna hugrökku)
06:00 the express (Hraðlestin)
15:30 Sunnudagsmessan
16:50 Wigan - Arsenal
18:40 man. City - norwich
20:30 ensku mörkin - neðri deildir
21:00 enska úrvalsdeildin - upp-
hitun
21:30 Heimur úrvalsdeildarinnar
22:00 tottenham - Bolton
23:50 Fulham - liverpool
06:00 eSpn America
08:10 Golfing World
09:00 Dubai World Championship
13:00 Golfing World
13:50 Ryder Cup Official Film 1997
16:05 Dubai World Championship
20:00 the Franklin Shootout
23:00 the Open Championship
Official Film 2011
00:00 eSpn America