Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Qupperneq 16
Helgarblað 1.–5. ágúst 201416 Fréttir Lesendur athugið! Vegna Verslunarmannahelgar kemur næsta tölublað DV ekki út fyrr en miðvikudaginn 6. ágúst næstkomandi. n Málsmeðferð ráðuneytisins ekki í samræmi við lög um framsal sakamanna I nnanríkisráðuneytið kann að hafa brotið á réttindum upp- ljóstrarans Edwards Snowden með því að hafna ekki framsals- beiðni bandarískra stjórnvalda umsvifalaust í fyrrasumar. Beiðnin uppfyllti ekki skilyrði laga um fram- sal sakamanna og var Snowden ekki staddur á Íslandi þegar beiðn- in barst. Lögum samkvæmt hefði ráðuneytið því átt að hafna fram- salsbeiðninni strax og loka málinu. Í staðinn var óskað eftir upplýsingum um Snowden frá Bandaríkjunum og málinu haldið opnu svo mánuð- um skipti. Þetta skaðaði réttarstöðu Snowdens hérlendis og girti endan- lega fyrir að hann kæmi til Íslands og leitaði hér hælis með formlegum hætti, enda hefði hann þá átt á hættu að verða handtekinn. Ragnari Aðalsteinssyni, lögmanni Edwards Snowden, var ekki tilkynnt um það fyrr en í sumar að mál- ið hefði verið fellt niður. Áður hafði Snowden verið með réttarstöðu sakbornings á Íslandi og Ragnar skilgreindur sem verjandi hans þótt óljóst væri hvaða íslensku lög hann kynni að hafa brotið. Svo virðist sem íslensk stjórnvöld hafi sýnt Banda- ríkjunum mikla greiðvikni sem bitn- að hafi á rétti uppljóstrarans til sann- gjarnrar málsmeðferðar. Hringlandi Reykjavík Vikublað greindi frá því á dögunum að fulltrúar bandaríska sendiráðsins hefðu tvívegis fundað með starfsmönnum íslenska utan- ríkisráðuneytisins vegna Snowdens. Í seinna skiptið var ráðuneytisstjóra afhent framsalsbeiðni, skjal dag- sett 2. júlí 2013, þar sem vitnað var í framsalssamning Danmerkur og Bandaríkjanna frá 1902 og óskað eft- ir aðstoð íslenskra stjórnvalda við að handtaka uppljóstrarann og koma honum í hendur bandarískra yfir- valda. Skjalið er efnislega samhljóða framsalsbeiðni sem tekin var fyrir í Hæstarétti Írlands í sam- ræmi við fyrir komulag þar í landi. Dómstóllinn hafnaði beiðninni vegna formgalla, enda þótti ekki sýnt fram á hvar og með hvaða hætti meint brot hefðu verið framin. Á Ír- landi var framsalsbeiðni Bandaríkj- anna afgreidd með hefðbundnum og lögformlegum hætti, en á Íslandi var gripið til sértækari úrræða og kröfur Bandaríkjanna látnar njóta vafans á kostnað réttaröryggis Snowdens. Ófullnægjandi framsalsbeiðni Lög um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum frá árinu 1984 gilda um sakamenn sem staddir eru á landinu. Samkvæmt 13. grein laganna ber innanríkisráðuneytinu að senda framsalsbeiðni til ríkis- saksóknara ef henni er ekki hafn- að umsvifalaust. Hvorugt var gert í tilviki Snowdens, enda þótt fram- salsbeiðnin væri ýmsum annmörk- um háð. Snowden var ekki staddur á Íslandi og óljóst hvort hann ætl- aði sér hingað. Lögin krefjast þess að fram komi hvar meint brot kunni að hafa verið framin en eins og áður segir taldi Hæstiréttur Írlands þeirri spurningu ekki svarað með full- nægjandi hætti í sambærilegri fram- salsbeiðni. Loks ber að nefna að Ragn- ar Aðalsteinsson hefur dregið í efa að framsalssamningurinn milli Danmerkur og Bandaríkjanna, sem bandarísk stjórnvöld vitnuðu til í beiðni sinni, sé í gildi á Íslandi. Þrátt fyrir að málatilbúnaður Bandaríkjanna hafi verið veikburða var Edward Snowden með réttar- stöðu sakbornings á Íslandi mánuð- um saman. Ragnari var ekki tilkynnt um að málið hefði verið látið nið- ur falla fyrr en þann 10. júní síðast- liðinn, tæpu ári eftir að framsals- beiðnin barst. Leit til Íslands Snowden hefur verið hundeltur af bandarískum stjórnvöldum eftir að hann lak trúnaðargögnum um um- fangsmikla njósnastarfsemi Þjóðar- öryggisstofnunar Bandaríkjanna til Wikileaks. Ísland var eitt þeirra ríkja sem Snowden leit sérstak- lega til þegar mál hans komust í há- mæli í fyrravetur og fundaði Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, með innanríkisráðherra vegna málsins. Sá hringlandi og þær tafir sem urðu á málsmeðferð innanríkis- ráðuneytisins spilltu möguleika Snowdens á að sækja um hæli hér á landi. Ef Snowden hefði kom- ið til Íslands og sótt um hæli með formlegum hætti, eins og aðr- ir hælis leitendur, hefði hann átt á hættu að verða handtekinn og af- hentur bandarískum stjórnvöldum. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að þegar Hanna Birna Kristjáns- dóttir innanríkisráðherra svaraði því í fyrrasumar hvort pólitísk hæl- isveiting kæmi til greina lagði hún áherslu á að jafnræðis yrði gætt og almenningur yrði að geta treyst því að lögin gengju jafnt yfir alla. Ann- að virðist hafa komið á daginn í meðferð innanríkisráðuneytisins á beiðni Bandaríkjanna um hjálp við að hafa hendur í hári Snowdens. n Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is Greip í tómt á Íslandi „Þjónkun við bandarísk yfirvöld“ „Það er deginum ljósara að þessu erindi hefði átt að vísa strax frá í stað þess að setja af stað þessa undarlegu snúninga,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks í samtali við DV. „Viðbrögð innanríkisráðuneytisins endurspegla þjónkun við bandarísk stjórnvöld sem ég sé ekki að samræmist íslenskum hagsmunum á nokkurn hátt.“ Þegar Edward Snowden var hund- eltur af bandarískum stjórnvöldum í fyrrasumar tók Kristinn að sér að bera þau boð til íslenskra stjórnvalda að hann sæktist eftir póli- tísku hæli á Íslandi. „Hér var enginn pólitískur vilji til að verða við þessari beiðni. Sjálfum finnst mér undarlegt að jafn mikilsverður einstaklingur og hann, sem við stöndum að vissu leyti í þakkarskuld við, grípi í tómt þegar hann réttir út höndina til okkar.“ Kristinn bendir á að mann- réttindasamtök á borð við Amnesty International hafi lýst því yfir að hvers kyns réttarhöld yfir Snowden, vegna uppljóstrana hans á brotum Banda- ríkjastjórnar gegn friðhelgi einkalífs, myndu jafngilda pólitískum ofsóknum. Hann telur að meiri reisn væri yfir því ef íslensk stjórnvöld tækju mark á slíkum yfirlýsingum, frekar en að þjónusta Bandaríkjastjórn í eltingarleiknum við Edward Snowden. Skaðaði réttarstöðu Snowdens Innanríkisráðuneytið hélt málinu opnu mánuðum saman í stað þess að hafna framsalsbeiðninni í samræmi við lög. MYND SIGTRYGGUR ARI Ráðuneytið lék Snowden grátt Eltur Edward Snowden dvelst nú í Rússlandi þar sem honum var veitt tímabundið dvalarleyfi í fyrra. Mótmæltu við bandaríska sendiráðið Fjöldi manns mótmælti ástandinu á Gaza fyrir utan bandaríska sendiráðið við Lauf- ásveg síðdegis á fimmtudag. Þetta var þriðji útifundurinn sem Félagið Ísland-Palestína hefur skipulagt á jafn mörgum vikum þar sem ástandinu var mótmælt. Í þetta skiptið beindu fundar- menn spjótum sínum að Banda- ríkjastjórn og hvöttu Barack Obama, forseta landsins, til að hætta fjárhagslegum og hernað- arlegum stuðningi við Ísraelsríki, því einungis þannig væri hægt að binda enda á blóðbaðið. Á sama tíma var boðað til mótmæla á Ráðhústorginu á Akureyri. Yfir 1.400 manns, flestir óbreyttir palestínskir borgarar, hafa fallið frá því að átökin hófust fyrir rúm- um þremur vikum. Ný Vestmanna- eyjaferja 2016 Á heimasíðu Vegagerðarinnar var greint frá því á fimmtudag að samið hafi verið við norska fyrirtækið Polarkonsult A/S um hönnun nýrrar Vestmanna- eyjaferju. Sú ferja mun leysa Herjólf af hólmi og er áætlað að smíði ferjunnar verði lokið í enda árs 2016. Samningsupphæð nem- ur rúmlega átta hundruð þúsund evrum, ríflega 120 milljónum króna. Útboð var á hönnun ferj- unnar og bárust þrjú tilboð. Tvö þeir reyndust ógild og það þriðja yfir kostnaðaráætlun. Í kjölfar þessa hófust samningaviðræður við Polarkonsult A/S.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.