Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Síða 20
Helgarblað 1.–5. ágúst 201420 Fréttir Hvað segja þingmenn um stöðu ráðherra? n Stjórnarliðar vilja sem minnst segja n Sigrún telur Hönnu Birnu fórnarlamb „Alvarlegra og alvar- legra fyrir Hönnu Birnu“ Björt framtíð aðhafðist lítið Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, telur ekki að þingmenn síns flokks hafi nýtt illa þau tækifæri sem þeir hafa til að sýna innanríkisráðherra aðhald. Þeir hafa aldrei átt frumkvæði að spurningum eða umræðum um lekamálið á Alþingi. „Við höfum ekki tekið neinn þátt í einhverju kapphlaupi um að spyrja hana. Við höfum borið virðingu fyrir því að málið er til rannsóknar,“ segir Guðmundur í samtali við DV. Þegar DV bendir honum á að Hanna Birna sé æðsti yfirmaður lögreglunnar, þess aðila sem annast rannsóknina, segir Guðmundur að það séu vissulega alvarleg tíðindi ef Hanna Birna hefur skipt sér af rannsókninni. Aðspurður hvort afskiptin hafi ekki verið fyrirsjáanleg í ljósi þess að Hanna Birna hafði áður reynt að stöðva þingmenn og fjölmiðla sem fjölluðu um málið og skammast í ráðuneytisstarfsmönnum, segir Guðmundur: „Það er ekkert mitt að segja það, ég set bara allt mitt traust á lögregluna.“ Hann segir að ósannindi Hönnu Birnu í lekamálinu séu grafalvarleg og mikill áfellisdómur yfir hennar störfum. Á Guðmundi má skilja að réttarreglan „saklaus uns sekt er sönnuð“ gildi um það hvort ráðherra njóti trausts í embætti eða ekki. Hvað þetta varðar talar hann á svipuðum nótum og fjöldi stjórnarliða sem DV hefur rætt við um málið. Guðmundur tekur hins vegar skýrt fram að ef trúnaðargögnum var lekið úr ráðuneytinu með vitneskju ráðherra, og ef ráðherra hafði afskipti af rannsókn lekamálsins, þá beri henni að segja af sér. „Þetta er að verða alvarlegra og alvarlegra fyrir Hönnu Birnu,“ segir Guðmundur og bætir því við að margir í hennar stöðu væru ef- laust búnir að stíga til hliðar nú þegar. „Það er mjög alvarlegt fyrir innanríkisráðherra að fá á sig lögreglurannsókn. En við í Bjartri framtíð „segjum hana ekki af sér“, það er hennar að gera það.“ Aðspurður hvort hann óttist ekki að Alþingi sé að setja alvarlegt fordæmi með því að leyfa ráðherra lögreglumála að sitja í embætti meðan ráðuneytið sætir lögreglurannsókn, segir Guðmundur: „Það er ekki ég sem leyfi henni að sitja, það er meirihluti á Alþingi.“ Hann segist ekki ætla að leyfa blaðamanni að láta eins og hann sjálfur beri ábyrgð á verkum Hönnu Birnu. „Við styðjum ekki þessa ríkisstjórn,“ segir Guðmundur. „Vil ekki setja mig í neitt dómarasæti“ Valgerður Gunnarsdóttir segist ekki hafa áhyggjur Blaðamaður: „Sæl Valgerður. Jóhann heiti ég og er blaða- maður á DV. Ég er að hringja í þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins og inna þá eftir afstöðu þeirra til þess hvort innanríkis- ráðherra sé sætt í embætti eftir tíðindi vikunnar.“ Þingmaður: „Ég vil ekki svara þér Jóhann minn.“ Blaðamaður: „Er einhver ástæða fyrir því?“ Þingmaður: „Mér finnst að þetta mál þurfi að fá að vinn- ast á þann hátt sem það þarf að vinnast og það kemur þá í ljós hver niðurstaðan verður.“ Blaðamaður: „Treystir þú því að málið vinnist á þann veg meðan æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu er Hanna Birna Kristjánsdóttir?“ Þingmaður: „Já, ég tel að það hljóti að fara að koma einhver niðurstaða í þetta mál.“ Blaðamaður: „Hefur þú engar áhyggjur af afskiptunum af lögreglustjóra?“ Þingmaður: „Nei, ég veit ekki hvað þeim fór á milli eða hvort þeim fór eitthvað á milli. Ég vil ekki setja mig í neitt dómarasæti hafandi engar forsendur til þess.“ Blaðamaður: „Þú ert í dómarasætinu. Þú ert þingmaður og Hanna Birna starfar í þínu umboði.“ Þingmaður: „En til þess að geta tekið ákvörðun þurfa menn að vita málavexti. Og þeir liggja ekki ljósir fyrir.“ Blaðamaður: „Treystirðu því að þeir muni á endanum liggja fyrir?“ Þingmaður: „Ég vona það.“ Blaðamaður: „Hvers vegna telur þú að umboðsmaður Alþingis gefi út tilkynningu og sendi ráðherra formlegt bréf?“ Þingmaður: „Ég tel vera kominn tími til að það komist botn í þetta mál.“ Blaðamaður: „Þú hefur beðið eftir því vikum saman. Viltu frekar að Hanna Birna njóti vafans heldur en trúverðugleiki stjórnsýslunnar?“ Þingmaður: „Jóhann, ekki setja þetta svona upp. Ég er búin að segja að ég vil ekki svara og get ekki svarað.“ Blaðamaður: „En finnst þér það ekkert ábyrgðarlaust sem þingmaður?“ Þingmaður: „Nei, það finnst mér ekki. Það þarf alltaf tíma til að vinna öll mál.“ Blaðamaður: „Já, þetta mál hefur verið í gangi mánuðum saman.“ Þingmaður: „Ég veit það. Því miður er þetta það sem ég vil segja.“ Blaðamaður: „Viltu segja mér eitthvað off the record?“ Þingmaður: „Nei, ég hef ekkert til að segja þér off the record.“ Blaðamaður: „Hefur þetta mál verið rætt mikið í þing- flokknum?“ Þingmaður: „Takk fyrir.“ Blaðamaður: „Var þingflokkurinn meðvitaður um afskipti Hönnu Birnu af lögreglustjóranum?“ Þingmaður: „Takk.“ Blaðamaður: „Getur þú ekki svarað þessu?“ Þingmaður: „Takk fyrir, takk.“ Telur ráðherra fórnarlamb „Ætíð þótt farið offari“ Blaðamaður: „Sæl Sigrún. Jóhann heiti ég og er blaðamaður á DV. Ég hringi vegna þess að ég er að ræða við alla þingmenn úr stjórnarliðinu um það hvort innanrík- isráðherra sé sætt í embætti eftir tíðindi vikunnar.“ Þingmaður: „Ég er í fríi, á strönd með fjölskyldu minni við Miðjarðarhafið, svo maður er ekki sérlega næmur á hið pólitíska andrúmsloft heima. En ég hef fylgst með þessu máli úr fjarlægð og mér hefur ætíð þótt farið offari gegn …“ Blaðamaður: „Gegn hælisl …?“ Þingmaður: „Gegn Hönnu Birnu.“ Blaðamaður: „En gegn hælisleitendunum?“ Þingmaður: „Ég stend alfarið með henni í þessu máli.“ Blaðamaður: „Hvers vegna telur þú að umboðsmaður Alþingis hafi sent ráðherra form- legt bréf og krafið hana svara um fundi við Stefán Eiríksson?“ Þingmaður: „Ég kann ekki að svara því og þetta kemur til minna kasta síðar, enda sit ég í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Mér finnst rétt að bíða eftir því þá, þá hefur maður meiri bakgrunnsupplýsingar, hvað liggur að baki. Ég svara ekki um bréf sem ég hef ekki lesið.“ Blaðamaður: „En hefur þú ekki haft áhyggjur af því undanfarna mánuði að sú staðreynd að Hanna Birna er æðsti yfirmaður lögreglumála kunni að hafa áhrif á gang málsins?“ Þingmaður: „Nei, ég segi það bara alveg að ég hef treyst Hönnu Birnu.“ Blaðamaður: „Jæja, takk fyrir þetta. Hafðu það gott.“ Þingmaður: „Já, bless.“ „Hann hefur fréttir úr DV“ Pétur Blöndal sallarólegur „Ráðherrar hafa eðli málsins samkvæmt samband við undirstofnanir,“ segir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi flokksins í stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Hann segir stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra óbreytta þrátt fyrir bréf umboðsmanns Alþingis. Aðspurður hvort honum þyki eðlilegt að ráðherra lögreglumála kalli lögreglustjóra á sinn fund á meðan ráðuneytið sætir lögreglurannsókn segist Pétur eiga erfitt með að setja sig í dómarasæti. „Ég ætla bara að treysta því að umboðsmaður dragi þær ályktanir sem hann gerir.“ Aðspurður hvort hann telji umboðsmann Alþingis hafa krafið Hönnu Birnu svara að ástæðulausu segir Pétur: „Hann hefur fréttir úr DV.“ Þegar honum er bent á að umboðsmaður byggi bréf sitt á samtölum við fráfarandi lög- reglustjóra og ríkissaksóknara segist Pétur ekki hafa hlustað á þau samtöl. „Mér finnst ekkert hafa komið fram sem gerir hana að einhverjum ástæðum vanhæfa.“ Hann segist ánægður með ákvörðun umboðsmanns um að krefja Hönnu Birnu svara. Niðurstaða úr þeirri athugun geti breytt afstöðu hans til málsins: „Þegar svörin koma getur verið að svör mín breytist, ég veit það ekki.“ Annarra að skoða málið Frosti: „Ég ætla ekki að fella dóma“ „Mér fyndist ekki eðlilegt að ráðherra reyndi að hafa áhrif á rannsókn málsins en ég tel ekki að svo hafi verið,“ segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við DV. Hann segist bera fullt traust til ráðherra enda séu allir saklausir uns sekt sé sönnuð. Hann segist ekki hafa skoðað málið sérstaklega en ætli að bíða eftir niðurstöðu úr rannsókn lekamáls- ins áður en hann tekur afstöðu þess. Þegar honum er bent á að bréf umboðsmanns snúist um annan anga málsins ítrekar hann að hann vilji bíða niðurstöðu. Hann segist viss um að „þar til bærir aðilar muni skoða“ málið ofan í kjölinn og virðist ekki líta á sig sem einn þeirra aðila. Aðspurður hvort honum finnist eðlilegt að ráðherra lögreglumála hafi afskipti af lögreglustjóra á sama tíma og ráðuneyti er undir lögreglurannsókn segir Frosti: „Það fer eftir því hvers eðlis þau samskipti eru.“ Nú hefur því hvergi verið neitað að ráðherra hafði afskipti af rannsókninni og boðaði lögreglustjórann á sinn fund og ræddi við hann í síma? „Eins og ég sagði áðan, ég hef ekki skoðað þetta mál neitt sérstaklega.“ En þú telur það ekki í þínum verkahring sem þingmanns að vera svolítið inni í því? „Jú, en ég hef ekki rannsakað málið neitt. Ég bara fylgist með þeirri rannsókn sem fer fram og þeim niðurstöðum sem koma út úr því, ég ætla ekki að fella dóma fyrr en það liggur fyrir.“ „Alvarlegar athugasemdir“ Árni Páll: Grunur um misnotkun á aðstöðu „Spurningar umboðsmanns benda til að hann gruni að ráðherra kunni að hafa mis- notað aðstöðu sína með því að hafa afskipti af lögreglurannsókninni. Nú bíðum við svara innanríkisráðherra við því hvort svo hafi verið,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Við í Samfylkingunni höfum frá upphafi lagt áherslu á að lekamálið verði upplýst og beitt okkur ítrekað á Alþingi í því skyni. Við höfum líka gert alvarlegar athugasemdir við að innanríkisráðherra sæti áfram í starfi eftir að lögreglurannsókn hófst, þar sem rannsóknin beinist meðal annars að meðferð hennar og pólitísks starfsfólks sem hún ber beina og ótakmarkaða ábyrgð á, á trúnaðarupplýsingum og grundvallaratriði væri að ráðherra hefði ekki afskipti af rannsókninni.“ DV reyndi að ná í Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, og Birgittu Jónsdóttur, kaptein Pírata, til ræða við þær um stöðuna sem upp er komin án árangurs. Árangurslausar tilraunir Upptekin Framsókn DV reyndi að ná sambandi við flestalla þing- menn Framsóknarflokksins en fæstir svöruðu símanum. Ásmundur Einar Daðason baðst undan viðtali þegar DV spurði hann hvort hann bæri traust til innanríkisráðherra. Ásmundur sagðist geta svarað spurningum blaðamanns síðar sama dag. Blaðamaður náði ekki aftur í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þær Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir sögðust báðar bera traust til ráðherrans en vildu ekki svara öðrum spurningum efnislega. Þær báðu blaðamann um að hringja síðar um daginn en ekki náðist aftur í þær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. johannp@dv.is/ jonbjarki@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.