Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Side 23
Helgarblað 1.–5. ágúst 2014 Fréttir 23 Ólafsfjörður í heljar- greipum glæpamanna „Hún lagði mikið á tólf ára stelpu þarna aðist vel við málið en sagði að hann mætti ekki ræða við blaðamenn. Hann vísaði á yfirmann sinn, Dan- íel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri. Geta ekki látið þau hverfa Í samtali við DV kannast Daníel vel við málið og segist hann sömuleiðis skilja gremju bæjarbúa. „Hvað vilja þau að sé gert? Við getum ekki látið fólk hverfa. Það er þarna fólk sem tengist ákveðnum brotamönnum sem þarna búa. Lögreglan hefur haft ítrekuð afskipti af þeim og hvert mál er unnið fyrir sig. Því miður þá get- um við ekki haldið fólki endalaust og við höfum ekki leyfi til að láta fólk hverfa sporlaust. Fólkið fer ein- faldlega aftur á sama stað og heldur uppteknum hætti. Við stjórnum ekki fólkinu eftir að það er farið frá okkur. Þetta er það réttarfar sem við viljum hafa, er það ekki?“ spyr hann. Hann segir mörg mál í vinnslu gegn stúl- kunni umræddu. „Þannig lagað stafar þetta út frá einum einstaklingi sem heldur þessu þorpi í heljargreipum í tutt- ugu ár. Þessi stúlkukind, hún kem- ur í heimsókn til hans. Það safnast að honum svona fólk. Það fólk er í þessu þó að hann sé það ekki sjálf- ur. Ég veit að fólk er orðið mjög lang- þreytt á þessu. Við verðum bara að vinna eftir lögum og reglum. Hjól réttvísinnar snúast mjög hægt,“ seg- ir Daníel. n Innbrotaalda Af samtölum við Ólafsfirðinga að dæma hafa fjölmargir orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum. V ið höfum ekki séð svona miklar sveifl- ur áður milli ára,“ seg- ir Guðni Guðbergs son, fiskifræðingur og sviðs- stjóri hjá Veiðimálastofnun. Lax- veiði hefur verið dræm það sem af er sumri og hræðileg í mörgum þekktum ám á Suður- og Vestur- landi. „Sumarið 2012 var lélegt og síðan var strax mjög góð veiði sum- arið 2013. Það voru ánægjuleg tíð- indi en það setti að manni smá ugg. Þetta eru vanalega lengri sveiflur. Tíu ára tímabil jafnvel í upp- eða niðursveiflu,“ segir Guðni. Man ekki eftir álíka tölum „Ég man ekki eftir svona tölum úr Langá,“ segir Árni Friðleifsson, for- maður Stangveiðifélags Reykja- víkur, en veiðin hefur verið hvað daufust í Langá á Mýrum sem og í Laxá í Dölum. Þann 30. júlí höfðu aðeins komið 190 laxar á land í Langá en veiðin í fyrra var alls 2.815 laxar. Áin hefur jafnan verið mjög gjöful. Þá hafði veiðst 51 lax í Dölunum en þar var veiðin í fyrra- sumar 710 laxar. Veiði hefur þó víða tekið kipp í liðinni viku en Blanda var til að mynda með skráða 1.060 laxa þann 23. júlí en 1.388 þann 30. júlí. Sömu sögu er að segja um Selá í Vopnafirði sem fór úr 253 löxum þann 23. júlí í 411 þann 30. júlí. „Hljóðið er auðvitað ekki gott í mönnum. Sumarið hingað til hefur verið mikil vonbrigði en veiði- menn eru undarlegur þjóðflokkur og við höldum alltaf í vonina,“ segir Árni sem viðurkennir þó að líkurn- ar á kröftugum smálaxagöngum sem menn hafa beðið eftir í sumar verði sífellt minni. „En það er allur ágúst eftir og margar ár eru að gefa vel langt fram í september þannig að það gæti enn ræst úr þessu þótt þetta sumar fari seint í sögu- bækurnar fyrir góða veiði.“ Frábært sumar í fyrra Guðni tekur í sama streng og Árni og segir þetta part af veiðiskapn- um. „Svona er veiðin. Þetta sveifl- ast upp og niður. Það er alltaf eitt- hvað á hverju sumri. Of lítið vatn, of mikið vatn. Of lítil sól eða of mik- ið rok,“ segir Guðni léttur og skýtur því fram hvort enginn hafi velt því fyrir sér hvort ástæða fyrir dræmri veiði séu slakir veiðimenn. Sumarið 2013 var fjórða besta laxveiðisumar á stöng frá því að talning hófst samkvæmt greiningu frá Veiðimálastofnun og því ósann- gjarn samanburður að miða við þær tölur. Þrátt fyrir það er veiðin í ár arfaslök í mörgum ám, einnig miðað við meðalár. Það sem hef- ur hins vegar glatt veiðimenn það sem af er sumri eru öflugar göngur af tveggja ára laxi, sem hefur dval- ið tvö ár í sjó. Þeir fiskar eru því af sama árgangi og öflugar smálaxa- göngur sem skiluðu sér í fyrrasum- ar. „Tveggja ára fiskurinn, sérstak- lega í ánum fyrir norðan hefur verið að skila sér nokkuð vel en það skilar sér auðvitað ekki í ám eins og Langá þar sem veiðin er að mestu smálax.“ Aðstæður í hafinu Þegar illa árar í laxveiði fara hin- ar ýmsu kenningar af stað í veiði- húsum landsins. Árni segist hafa heyrt þær flestar í ár þótt erfitt sé að festa fingur á hvað nákvæmlega hafi brugðist. „Makríllinn, léleg grásleppa og vorið seint á ferðinni. Maður er búinn að heyra þetta allt en það er eitthvað sem gerist í haf- inu sem við vitum ekki hvað er. Þótt veiðiréttarhafar hafi margir hverj- ir góðar upplýsingar um hvað sé að gerast í ánum sjálfum þá vitum við því miður lítið þegar út í hafið er komið. Það eru dýrar, flóknar og vandasamar rannsóknir.“ Guðni telur litlar líkur á að end- anleg niðurstaða fáist nokkru sinni í það hvað hafi úrslitaáhrif sem þessi í hafinu. „En það sem við vit- um er að smálaxar eru fáliðaðir í ár. Þeir eru óvenju smáir og þegar það gerist eru endurheimtur jafn- an slakar. Seiðaárgangarnir í fyrra voru stórir þannig að framleiðslan í ánum sjálfum er ekki takmarkandi þáttur.“ Guðni segir mögulegt að um svokallað „match mismatch“ sé að ræða en það er kenning þar sem tegund, í þessu tilfelli laxinn, hitt- ir ekki á kjöraðstæður. Sé of seint eða snemma á ferðinni eða einhver lykilþáttur í afkomu hans bresti. n Óþekktar sveiflur í laxveiði n Nokkur aukning síðustu vikuna n Veiðimenn halda í vonina Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is Árni Friðleifsson formaður SVFR Man ekki eftir viðlíka tölum úr Langá en er þrátt fyrir það vongóður. „Sumarið 2012 var lélegt og síðan var strax mjög góð veiði sumarið 2013. Það voru ánægjuleg tíðindi en það setti að manni smá ugg. Guðni Guðbergsson Fiskifræðingur og sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun. Reynsluakstur Polo er einstaklega skemmtilegur í akstri og þar spilar margt inn í. Sjö þrepa sjálfskiptingin er ljómandi góð og er gaman að geta verið á góðri ferð á smábíl án þess að vélin snúist hraðar en þvottavél sem er að vinda. ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2014 BÍLAR Á fullri ferð ... Öflugir radarvarar frá ESCORT ... að safna punktum? Síðumúla 19 • Sími 581 1118 • nesradio.is Þ að er einstaklega ánægjulegt að geta val- ið um það hvort bíllinn sem maður ekur sé drynjandi kappaksturskerra eða hljóðlaus og algjörlega vistvænn. Og hvort heldur sem valið verður er hann eftir sem áður 416 hest- öfl sem njóta má með bensínvél eða án. Þetta hefur hönnuðum og hugsuðum hjá bílaframleið- andanum Porsche tekist og fékk blaðamaður að reyna útkomuna í Porsche Panamera Hybrid Plug- in. Bíllinn kom til landsins fyrir skemmstu og þar sem hann er vistvænn eru tollarnir lágir. Bíll- inn kostar 16.900.000 kr. búinn öllum þeim helsta búnaði sem völ er á í bíl á þessu kalíberi. Í huga undirritaðrar er dásam- legt að geta farið úr 0-100 kíló- metra hraða á fáeinum sek- úndum. Fjórum, fimm eða sex og ég er sátt. Fylgi því undurfag- urt vélarhljóð er það virkilega gott. Fylgi það ekki, heldur þögn- in sjálf og eina hljóðið er í hjól- börðunum sem nema við mal- bikið, þá er það líka virkilega gott. Hvort tveggja er stórkost- legt. Í þessum bíl stendur hvort tveggja til boða og það er sér- lega ánægjulegt fyrir þá sem eru með bíla á heilanum. Engar hömlur á rafmagni Á þeim hybrid-bílum sem flest- ir þekkja er ekki hægt að aka mjög hratt á rafmagninu einu saman. Yfirleitt grípur ökutækið til sinna ráða þegar útlit er fyrir að ökumaðurinn sé í raun og veru úti að aka og bílvélin fer í gang vi 60 til 80 kílómetra hraða. Framleiðendur Porsche virð st vera með það á hreinu a kaupendur þeirra séu með alvar- lega bíladellu og taka því ekki fram fyrir hendurnar á ökumann- inum, til dæmis ef hann nýtir rafmag ið og er komin á blúss- andi fart. Á þessum bíl má ná góðri ferð á rafmagninu og bens- ínvélin tekur ekkert við fyrr en rafmagnið þrýtur. Það er fínt! Panamera er óhugnanlega spræk hvernig sem henni er ekið. CO2 útblástur í tvinnakstri er 71g/km og eyðslan í slíkum akstri er eitthvað í námunda við 3.1 lítra á hverja hundrað kíló- metra. Vélin í Porsche Panamera Hybrid Plugin er þriggja lítra V6 bensín og með 8 þrepa skipt- ingu. Hann er um fimm sek- úndur úr kyrrstöðu í hundrað kílómetra hraða. Rafmagnsvélin sér bílnum fyrir 95 hestöflum. Hægt er fullhlaða rafhlöðuna á tveimur og hálfum tíma. Í upp- lýsingum frá framleiðanda kemur fram að hægt sé að komast allt að 30 kílómetr á rafmagninu einu saman við bestu mögulegu aðstæður. Óhætt er að reikna með færri kílómetrum í roki og kulda en sem fyrr kemur fram eru nánast engar hömlur á því hversu hratt má komast á raf- mag inu. Framleiðandi gefur upp 140 kílómetra hámarkshraða á raf agninu. Græn f amtíð? Tæknilega er þessi bíll eins vel búinn og hvaða geimflaug sem er, alla vega virðist svo vera í fyrstu þegar maður sest í öku- mannssætið. Það er nauðsynlegt að anda í gegnum nefið til að átta sig á að flestir takkanna lúta að einhverju þægindatengdu, þannig að þeir ættu ekki að vera manni raunverulegur þyr ir í augum. Margir af þessum ótal tökkum snúast u það hvernig og hvert loftið úr mi stöðinni á að blása og hvernig hljóðið á að óma en svo eru mjög mikilvægir takkar sem lúta að því hvernig fjö unin r, skipti gin og hvern- ig rafmagnið og bensínvélin vinna. Það er raunar mjög einfalt í notkun og ætti öllu að vera fært að finna út úr. Porsche býður upp á snjall- símatengingu við bílinn á þann hátt að stilla má allt frá því að bíllinn hiti sig fyrir ökuferð til þess að hann kæli sig niður að ökuferð lokinni. Allt með einni skipun í gegnum tæki sem er smærra en sjónvarpsfjarstýring. Það er ánægjulegt að fylgjast með þróuninni á rafmagnsbílum og virðast stóru framleiðend- urnir setja allt sitt í að koma með alvöru leiktæki í þessum flokki. Hver veit nema sérstakur rafbílaflokkur keppi á kvartmílu- brautinni innan tíðar? Í það minn ta væri gam n að sjá Panamera S E-Hybrid plug-in og Tesla Model S eigast við á braut- inni! malin@mbl.is Panamera S E-Hybrid plug-in kominn til landsins Öskrandi villidýr eða hljóðlaus grænn bíl? Þitt er valið Það er magnað að geta náð að 140 km hraða á rafmagninu einu saman. Porsche Panamera S E-Hybrid plug-in er fagurlega hannaður. Í bílnum eru mælar og upplýsingar um flest sem viðkemur vinnslunni. Innréttingin í Panamera er hönnuð utan um hvern farþega, líka aftur í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.