Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Qupperneq 36
Helgarblað 1.–5. ágúst 201436 Fólk Viðtal E ftir að ég fór að vinna í mín- um málum fór ég að átta mig á því hvað þetta hefur haft mikil áhrif á mig og hvern- ig hann braut á mér. Ég var svo ung og hann nýtti sér það,“ segir Rebekka Rósinberg 19 ára, tveggja barna móðir úr Hafnarfirði. Rebekka segir Svein Andra Sveinsson lögmann vera föður eins og hálfs árs gamals sonar hennar, sem hún eignaðist þegar hún var 17 ára en var 16 ára þegar hún varð ólétt. Hún segir Svein hafa borgað meðlag í nokkur skipti en hann hafi tekið það skýrt fram frá upphafi að hann gæti ekki og myndi ekki taka þátt í lífi barnsins. 32 árs aldurs- munur er á þeim Sveini og Rebekku. Hann er fæddur 1964 og hún árið 1995. Í samtali við DV segist Sveinn Andri ekki vera faðir barnsins. „Það er einhver misskilningur,“ segir hann og segist ekki vilja ræða sín „prívatmál“. Brotin sjálfsmynd Að sögn Rebekku kynntust þau Sveinn þegar hún var á fyrsta ári í menntaskóla. Þau hittust nokkrum sinnum eftir það, yfirleitt á heimili Sveins og hún varð barnshafandi eftir einn slíkan fund. Rebekka er núna nítján ára og á tvo syni; eins og hálfs árs og sex mánaða. Hún er uppalin að hluta í Danmörku og Hafnarfirði. Þegar hún var fjögurra ára þá varð hún fyrir kynferðislegri misnotkun sem að hennar sögn mótaði mikið sjálfs- mynd hennar. Síðan þá hefur sjálfs- myndin verið brotin og hún oft átt erfitt uppdráttar. Eftir meint óform- legt samband þeirra Sveins Andra hefur hún verið mjög brotin og þurft sérfræðiaðstoð. Hún hefur verið lögð inn á geðdeild nokkrum sinnum og hefur þurft að berjast við kvíða, þunglyndi og áfallastreituröskun en það síðastnefnda má rekja til kyn- ferðisbrotsins sem hún varð fyrir í æsku. Vinabeiðni í gríni Rebekka rifjar upp fyrstu kynni þeirra Sveins Andra sem áttu sér stað í gegnum samskiptasíðuna Facebook. „Ég „addaði“ honum á Facebook því ég var að fylgjast með þessu DNA-dóti hjá honum og Kristrúnu Ösp. Okkur vinkonunum fannst þetta fyndið,“ segir Rebekka og vísar þar í umfjöllun fjölmiðla þegar önnur barnsmóðir Sveins Andra varð ólétt. Mikið var fjall- að um það að tveir kæmu til greina sem faðir barnsins. Rebekka segir að þeim vinkonunum hafi fundist skemmtilegt að fylgjast með og því hafi hún bætt honum á vinalista sinn á Facebook. „Svona eins og unglingar gera, „adda“ einhverjum frægum hjá sér,“ segir hún og bjóst engan við því sem í vændum var. „Hæ sæta“ „Síðan kemur hann stuttu seinna upp á „chattinu“ hjá mér og seg- ir „Hæ sæta.“ Vinkona mín var hjá mér og okkur fannst svo fyndið að hann væri að segja þetta að við fór- um að tala við hann. Síðan þróað- ist þetta eitthvað og hann fær núm- erið hjá mér,“ segir hún. Samskiptin urðu meiri og þau töluðu saman í síma. „Okkur fannst þetta mjög fyndið fyrst að svona gamall karl væri að tala við mig. Ég sagði hon- um strax hvað ég væri gömul en þarna var ég nýorðin 16 ára. Hann vissi allan tímann hvað ég væri gömul,“ fullyrðir hún. „Hann hringdi í mig og vildi „phone sex-a“ mig. Hann sagði það ekki beint út heldur byrjaði að tala dónalega og ég kunni það ekkert þannig mér leið gífurlega óþægi- lega og hugsaði bara hvað er hann að gera,“ segir hún. Þau héldu þó áfram að spjalla eftir þetta, bæði á Facebook og í gegnum síma. Sótti í sund og bauð upp á vín Eftir spjall í dágóðan tíma ákvað Rebekka að hitta Svein. „Hann var alltaf að biðja mig um að hitta sig. Í eitt skiptið sagði ég við hann að ég væri að fara í sund og hann gæti náð í mig eftir sundið. Hann gerði það, kom og sótti mig í Laugardals- laugina og við fórum í Vídeóhöllina sem núna er hætt. Síðan fórum við heim til hans,“ segir hún. Þegar heim til Sveins var komið segir hún að hann hafi boðið sér upp á vín. „Hann spyr hvort ég vilji eitthvað að drekka. Ég fattaði ekki að hann ætti við áfengi fyrr en hann spyr hvor ég vilji rautt eða hvítt. Hann á síðan bara rautt og ég drekk það,“ segir hún. Á þessum tíma var hún lítillega farin að fikta við að drekka ásamt vinkonum sínum. Fannst eins og hún yrði að sofa hjá honum Þetta sama kvöld gisti hún hjá honum, og að hennar sögn sváfu þau þá saman í fyrsta skipti en það átti eftir að gerast oftar. „Mér fannst alltaf eins og ég yrði að sofa hjá honum fyrir að fá að vera þarna,“ segir hún og þegar hún er nánar spurð út í hvern- ig hún útskýri það, segir hún: „Eins og ég skuldaði honum fyrir að fá að vera þarna. Eins og það væri skil- yrðið, þótt hann segði það ekki. Það er kannski erfitt að útskýra það. Ég var alltaf blindfull þegar ég hitti hann og drakk eins mikið og ég gat af því víni sem hann var alltaf að gefa mér, því ég átti erfitt með að horfa framan í hann þegar við sváfum saman. Innst inni vildi ég þetta ekki. Mér fannst samt eins og það væri búist við þessu af mér og þess vegna gerði ég það,“ segir hún. Varð ólétt Í kjölfar þessa fyrsta fundar þeirra eftir sundið hitti hún Svein Andra í nokkur skipti. Í þau skipti náði hann yfirleitt í hana og þau fóru heim til hans og stunduðu kynlíf. Rebekka segist ekki almennilega gera sér grein fyrir því af hverju hún hafi farið aftur að hitta hann en henni hafi fundist eitthvað spennandi við hann. Sveinn Andri var þekktur, á fínum bíl og átti flott einbýlishús. Á þessum tíma voru líka samskipti hennar við foreldra sína erfið, líkt og er oft með unglinga og því telur hún sig hafa sótt í hann vegna þess hún vildi vera annars staðar en heima hjá sér. „Í eitt skiptið þegar ég kom til hans þá sagði ég honum að ég væri hætt á pillunni. Ég var á einhverjum lyfjum sem fóru illa með pillunni og þess vegna hætti ég á henni. Og ég sagði honum að hann þyrfti að passa sig. Hann gerði það ekki og eftir það varð ég ólétt,“ segir hún. Lagði hart að henni að eyða fóstrinu Þegar hún komst að óléttunni sagði hún Sveini Andra frá henni. „Hann trúði mér ekki. Ég reyndar sagði honum þetta 1. apríl og hann hélt að þetta væri aprílgabb. Þegar hann áttaði sig á því að þetta var satt þá sagði hann við mig að ég yrði að fara í fóstureyðingu,“ segir hún. Rebekka segist hafa upplifað mikið vonleysi og kannski ekki síst ráðaleysi á þess- um tíma. Hún var komin í aðstæður sem hún réð illa við, enda aðeins 16 ára gömul á þeim tíma. Hún segir hann hafa lagt afar hart að sér að láta eyða fóstrinu. „Hann sagðist ætla kaupa handa mér ferð til Danmerkur. Ég ólst þar upp og var búin að segja honum að ég elskaði þann stað meira en allt og langaði að fara aftur. Hann bauðst til þess að borga fyrir mig út ef ég myndi fara og láta eyða fóstrinu. Hann vissi ná- kvæmlega hvaða takka hann ætti að ýta á,“ segir hún. Vildi ekki eyða fóstrinu fyrir hann Hún segist fyrst um sinn hafa íhugað að láta eyða fóstrinu þar sem hann hafði beitt hana miklum þrýstingi. „Áður en ég kynntist honum hafði ég verið í sambandi með strák og orðið óvart ólétt. Ég fór í fóstureyðingu og fannst það ótrúlega erfitt og ætlaði aldrei að gera það aftur,“ segir hún. Þrátt fyrir það íhugaði hún það vel og lengi hvort hún væri tilbúin til „Ég var svo ung“ Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Brotin Rebekka er brotin eftir samskipti sín við Svein Andra en hún var aðeins 16 ára, óþroskuð og ómótuð, þegar þau kynntust. Mynd Sigtryggur Ari „Hans nánustu voru mjög blindir og sáu ekkert rangt við það að hann hefði barnað mig heldur var það versta að ég vildi ekki eyða fóstrinu. n Rebekka segir Svein Andra vera föður sonar síns n Varð ólétt 16 ára n Kynntust á Facebook
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.