Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Qupperneq 48
Helgarblað 1.–5. ágúst 201448 Lífsstíll Eftirminnilegar útihátíðir n Atlavík, Viðey, Uxi og Eldborg Nú þegar verslunarmannahelgin er runnin upp þeysast margir á útihátíðir um allt land. Ekki er úr vegi að rifja upp nokkrar eftirminnilegar útihátíðir sem haldnar hafa verið hérlendis í tilefni þess - misvel lukkaðar þó. viktoria@dv.is Saltvík 1971 Um hvítasunnuhelgina 1971 þustu ungmenni í Saltvík. Þar var gerð tilraun til þess að leysa upp svokallað „hvítasunnuvandamál“ þar sem ungt fólk fór í drykkjuferðir um hvítasunnuhelgina sem oft enduðu illa. Hátíðina sóttu um tíu þúsund manns. Var þar stærsti hópurinn ungmenni á aldrinum 15–20 ára. Í fréttum frá helginni segir að mikil ölvun hafi verið á svæðinu bæði föstudag og laugardag. Þó meiri á laugar- deginum þar sem þá hafi komið fólk eldra en tvítugt og áfengisneysla þeirra og ölvun verið mun meiri en yngra fólksins. Af þessu sköpuðust nokkur vandræði. Eftir að skemmtistöðum var lokað í Reykjavík klukkan hálf tólf um kvöldið kom líka straumur fólks með leigubílum úr borginni á hátíðina. Vegna þessa var öllum hliðum lokað klukkan eitt um nóttina. „Var það mat þeirra, sem áttu mestan þátt í undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar, að þessi tilraun hafi fyllilega átt rétt á sér, en hins vegar hafi ýmislegt farið verr en vonast hafi verið til,“ sagði Morgunblaðið. Hljómsveitirnar sem léku voru Trúbrot og Mánar, Arkímedes, Dýpt, Tiktúra, Ævintýri, Tilvera, Jeremías, Akropolis, Júmbó, Torrek, Trix, Náttúra, Ríó Tríó, Þrjú á palli, Kristín og Helgi, Lítið eitt, Tilvera, Roof Tops, Haukur, Plantan, Bill og Gerry auk Árna Johnsen og Ingva Steins. Atlavík 1984 Stuðmenn léku á útihátíð Atlavík árið 1982 sem var fest á filmu í myndinni Með allt á hreinu. Tveim árum síðar bættu þeir um betur og drógu sjálfan Ringo Starr með sér, sem spilaði á trommur með þeim á sviðinu. Með honum í för var eiginkonan Barbara Bach sem leikið hafði í Bond-myndinni The Spy Who Loved Me. Margar sögur hafa spunnist um komu Ringos, svo sem að hann hafi fúlsað við humar og frekar kosið hamborgara, en fátítt var að stórmenni sæktu landið heim í þá daga. Tónlistarkeppni var haldin og lentu Greifarnir í fjórða sæti en Gaukar með Egil Helgason innanborðs í því þriðja. Uxi 1995 Það eru fáir sem hafa ekki heyrt talað um Uxa-hátíðina sem haldin var árið 1995 á Kleifum við Kirkjubæjar- klaustur. Um fimm þúsund manns sóttu hátíðina, flestir á sunnudeg- inum en um fjögur þúsund dvöldu allan tímann. Mikið blíðskapar- veður var á staðnum og þurftu nokkrir að leita sér aðstoðar á heilsugæslu vegna sólbruna. Uxi var ein fyrsta tilraunin til þess að halda hér alvöru tónlistarhátíð að erlendum sið. Björk kom fram á hátíðinni ásamt hljómsveitunum The Prodigy og Atari Teenage Riot. Færri sóttu hátíðina en vonast var eftir og talsvert var um slagsmál og eiturlyfjaneyslu. Eldborg 2001 Ein allra umdeildasta útihátíð sem haldin hefur verið hérlendis er Eldborgarhátíð sem haldin var árið 2001. Hljómsveitin Jet Black Joe kom aftur saman á hátíðinni eftir margra ára hlé. Hátíðin átti sér margar skuggahliðar. Fjórtán stúlkur leituðu til Neyðar- móttöku eftir að hafa verið nauðgað og skipuleggjandinn, Einar Bárðarson, var harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekki eytt nógu miklu í öryggisgæslu. Mikil fjölmiðlaumræða var eftir hátíðina sem þótti hafa farið úr böndunum. Viðey 1984 Sömu helgi og Ringo Starr mætti í Atlavík þá stóð Magnús Kjartansson fyrir útihátíð í Viðey. Sú hátíð þykir því miður ein sú allra misheppnaðasta sem staðið hefur verið fyrir. Aðeins um 200 manns keyptu miða á hátíðina og á sunnudeginum varð að blása allt af. Magnús kenndi slæmri sunnanátt og neikvæðum skrifum í Mogganum um. Þeir sem mættu í Viðey fengu samlokur og sígarettur og svo aðstoðaði Magnús fólkið við að komast aftur í land þegar orðið var ljóst í hvað stefndi. Þeir sem þó mættu fengu að hlusta á Björk og Sykurmolana spila í hljómsveitinni Kukl áður en þau slógu í gegn. Húsafell 1969 Verslunar- mannahelgin 1969 var einkar mikil ferðahelgi. Áætlað er að um einn af hverjum fimm Íslending- um hafi farið á flandur þá helgina. Stærsta útihátíðin það var árið var í Húsafelli þar sem hljómsveitin Trúbrot spilaði. Það var fjölmenni á hátíðinni og var sagt í fjölmiðlum eftir helgina að allt hefði farið vel fram. Þó voru á þriðja hundrað manns fjarlægð sökum ölvunar og sex tjöld brunnu vegna vankunnáttu tjaldbúa á gastæki en þó urðu ekki teljandi slys á fólki. Óskum eftir nýlegum bílum á söluskrá og á staðinn. Mikil eftirspurn og bílar að seljast á góðum verðum! Við erum með gott sýningarsvæði og bjartan innisal! Kíktu í kaffi til okkar að Funahöfða 1 og við tökum myndir og skráum bílinn. Einnig hægt að skrá sjálfur á www.bilo.isw w w. b i l o . i s - F u n a h ö F ð i 1, R E y K j aV í K 567 4840
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.