Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 2
Helgarblað 15.–18. ágúst 20142 Fréttir
1 matsk. safieða 1 hylki.
F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i .
Jafnvægi og vellíðan
lifestream™
nature’s richest superfoods
Útgáfa
uppgjörs-
bókar
Björgólfs
tefst
n Gekk frá skuldauppgjöri í síðustu viku n Bókin ekki fullkláruð
B
ók sem fjárfestirinn Björg
ólfur Thor Björgólfsson
hugðist gefa út í Bretlandi í
lok júní um hluta feril síns
verður ekki gefin út fyrr
en í lok nóvember. Þetta staðfestir
Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona
fjárfestingarfélags hans, Novator.
Þegar greint var frá því í mars að
von væri á bókinni, sem heitir
Billions to bust and back: How I
made, lost and rebuilt a fortune og
er skrifuð af Björgólfi ásamt með
höfundi, kom fram að von væri á
bókinni þann 26. júní. Útgáfan
Profile Books gefur bókina út.
Björgólfur Thor hefur verið tals
vert til umræðu í fjölmiðlum síð
ustu vikuna út af skuldauppgjöri
sínu við lánardrottna sem lauk fyrr
en hann hafði ætlað. Greint var frá
því árið 2010 að uppgjörið stæði
til og hefur það staðið yfir síðast
liðin fjögur ár. Samkvæmt tilkynn
ingu sem Björgólfur Thor sendi frá
sér í síðustu viku felst það meðal
annars í uppgjörinu að hann
greiði lánardrottnum sínum sam
tals um 1.200 milljarða króna til
baka af útistandandi skuldum, þar
af 100 milljarða á Íslandi.
Segir bókina ekki fullbúna
Ragnhildur segir að ástæðan fyrir
því að útgáfa bókarinnar tefst sé
ekki skuldauppgjörið heldur hafi
bókin einfaldlega ekki verið full
kláruð. „Hún var bara ekki full
búin í tíma. Það er heldur ekki
eins og þetta hafi verið eitthvað
tímabundið. Það er ekkert „dead
line“ á þessu.“ Ragnhildur segir
jafnframt aðspurð að fjallað verði
um skuldauppgjörið í bókinni.
„Auðvitað kemur það við sögu eins
og allir aðrir stórir póstar á þessari
vegferð.“
Upprisunni lokið
Björgólfur er því í þeirri stöðu
núna að geta sagt frá skuldaupp
gjöri sínu í bók sem gefin verður
út í Bretlandi og er ætluð fyrir al
þjóðlegan lesendahóp. Miðað við
stöðu Björgólfs í dag er hann aft
ur orðinn ríkasti Íslendingurinn,
út frá verðmætum eignarhlut
ar hans í samheitalyfjafyrirtæk
inu Actavis sem hann átti eitt sinn
einn. Þá hefur verðmæti pólska
símafyrirtækisins Play einnig farið
hækkandi og er komið með um 10
milljónir áskrifenda að sögn Ragn
hildar. Björgólfur getur því sagt
alla sögu sína, frá uppgangsárun
um í Rússlandi og fram að skulda
uppgjörinu eftir hrunið 2008 sem
gerir hann aftur að ríkasta manni
Íslands. Hugsanlegt er að virði
eigna Björgólfs sé í kringum 100
milljarða króna eða jafnvel meira
því ekkert lát virðist vera á gengi og
hækkun hlutabréfa í Actavis.
Stærra samhengi
Aðspurð hvort bókin sé sannkallað
sprengiefni og hvort finna megi
í henni nýjar upplýsingar segir
Ragnhildur að í bókinni verði stóra
samhengið í ferli Björgólfs Thors
en ekki einblínt á upplýsingar
um viðskipti hans á Íslandi, eins
og til dæmis um einkavæðingu
bankanna. Hún segir að í bókinni
verði umtalsvert fjallað um við
skipti Björgólfs Thors erlendis en
fyrir hrunið, og eins eftir það, hef
ur stór hluti umsvifa hans verið
annars staðar en á Íslandi. Íslensk
ir áhugamenn um hrunið 2008,
aðdraganda þess og eftirmála,
munu því væntanlega ekki fá mik
ið af nýjum upplýsingum um það í
bók Björgólfs. n
„Auðvitað kemur
það við sögu eins
og allir aðrir stórir póstar
á þessari vegferð.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Tefst fram í nóvember Útgáfa
bókarinnar um Björgólf Thor tefst
þar til lok í nóvember á þessu ári.
Hann hefur nú lokið skuldaupp-
gjöri sínu við lánardrottna.
A
ð sögn heimildarmanns DV á
Ólafsfirði er innbrotahrinunni
sem staðið hafði yfir um
nokkurt skeið nú lokið. Að
hans sögn er stúlkan sem sögð var
standa að baki innbrotunum flutt úr
bænum. Hann segir að góðkunningi
lögreglunnar sem búsetur er á Akur
eyri hafi verið í heimsókn á Ólafs
firði síðastliðna helgi og var því nokk
ur kurr í bæjarbúum. „Hann kom að
heimsækja hana og var eina helgi.
Fólk var svolítið órólegt með þetta
marga vitleysinga í bænum. Hún fór
eftir helgina og það hefur ekki heyrst
í henni síðan,“ segir Ólafsfirðingur
inn. Hann segir bæjarbúa nú anda
léttar vitandi að innanstokksmun
ir þeirra séu örlítið öruggari og allt sé
með kyrrum kjörum. „Fólk er hætt að
læsa. Það er allt farið að róast aftur. Ég
held þó að flestir séu nú ekki búnir að
fá dótið sitt aftur.“
DV ræddi við fjölda Ólafsfirðinga
fyrir rúmlega tveimur vikum og var þá
greinilega mikill hiti í flestum. Stúlk
an var sögð fá að ganga óáreitt hús frá
húsi þar sem hún átti að hafa stolið
öllu steini léttara. Þeir töldu að að
gerðaleysi lögreglunnar vegna inn
brotanna væri hneisa og sögðu sumir
að mögulega kæmi til þess að bæjar
búar tækju lögin í eigin hendur. „Ég
vildi óska þess að hún kæmi heim til
mín, ég myndi eflaust rota hana og
það er ekki grín,“ skrifaði einn Ólafs
firðingur í bréfi til DV. Að sögn Dan
íels Guðjónssonar, yfirlögregluþjóns
á Akur eyri, var þó fjöldi mála gegn
stúlk unni í meðferð hjá lögreglu.
Viku eftir að DV fjallaði fyrst um
málið var birt frétt á vefsíðu Fjalla
byggðar þar sem kom fram bæjaryfir
völd sæju fulla ástæðu til að grípa til
aðgerða. Bæjarstjórn lagði áherslu á
að gera átak gegn fíkniefnaneyslu og
sölu. „Það mál er algjörlega búið í
okkar huga. Það er komið í ákveðinn
farveg,“ segir Sigurður Valur Ás
bjarnarson, bæjarstjóri Fjallabyggðar,
í samtali við DV. n hjalmar@dv.is
Ólafsfirðingar anda léttar
n Flestir hættir að læsa útidyrunum n Stúlkan flutt
Rólegt á ný Stúlkan sem sögð var hafa
stolið öllu steini léttara í Ólafsfirði er nú
sögð flutt. Ólafsfirðingur sem DV ræddi við
sagði það ákveðinn létti fyrir bæinn.
Strætóbílstjórar
unnu silfur
Vagnstjórar Strætó bs. unnu til
silfurverðlauna í hinu árlega
Norðurlandamóti vagnstjóra í
akstursleikni á strætisvögnum,
sem fram fór í Helsinki um síð
ustu helgi.
Höfuðborgir Norðurlandanna
skiptast á að halda mótið. Keppt
er í liðakeppni, þar sem saman
lagður aksturstími, auk villna í
braut reiknast til heildarúrslita.
Þá reiknast frammistaða hvers
vagnstjóra einnig til einstaklings
úrslita.
Finnar unnu mótið á heima
velli í ár, Svíar hlutu brons og
Norðmenn hlutu júmbóverð
launin, sem er strætisvagn, hag
lega smíðaður af Guðgeiri Ás
geirssyni, fyrrverandi vagnstjóra,
þar sem vagnstjórinn situr öfugur
við stýrið.
Bestum árangri Íslendinga
náði Andrés Bergur Bergsson, en
hann varð í 3. sæti einstaklinga.
Hland í
gosflösku
„Ég benti óheppnum starfs
manni á þetta sem neyddist
til að handleika þetta,“ segir
viðskiptavinur Nettó Salavegi
í Kópavogi. Þar reyndist vera
flaska af Egils Appelsíni sem átt
hafði verið við. Hún virtist inni
halda hland. „Ég get ekki verið
100% viss um að þetta hafi verið
piss en þetta leit þannig út fyrir
mér og starfsmanninum,“ segir
viðskiptavinurinn í samtali við
DV. Hann birti meðfylgjandi
mynd af flöskunni á Facebook
og benti á að málið gæti reynst
mjög vandræðalegt fyrir sóðann
því öryggismyndavél vísar beint
að kælinum. DV spurðist fyrir
um málið hjá forsvarsmönnum
Nettó en þar á bæ komu menn
af fjöllum.