Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Side 4
4 Fréttir Helgarblað 15.–18. ágúst 2014
Fjölbreyttar vörur
í öllum litum fyrir
bæjarhátíðina!
FAXAFEN 11 • 108 REykjAvík • 534-0534
F
jöldi menntaskólanemenda
hefur þurfta að leita á
sjúkrahús í sameiginlegri út
skriftarferð nokkurra stærstu
menntaskóla höfuðborgar
svæðisins. Nemendurnir eru staddir
á Benidorm á Spáni. Hávær orðróm
ur er meðal nemenda í ferðinni að
mörgum þeirra sem hafa þurfta
leggjast undir læknishendur hafi
verið byrluð ólyfjan.
Bjarni Sigurðsson, fram
kvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar
Costa Blanca, sem er með út
skriftarferðina á sínum snær
um, segir í samtali við DV að ekki
hafi fengist staðfest að um ólyfjan
væri að ræða. Hann segir nem
endur einfaldlega hafa verið ofur
ölvi. „Þetta er alltaf notað svo mik
ið sem afsökun af krökkunum. Að
þetta sé ólyfjan, en það var ekki í
þessu tilviki í gær [þriðjudag, innsk.
blm.],“ segir Bjarni. Nemendur í út
skriftarferðinni koma úr alls fimm
menntaskólum; Menntaskólanum
í Kópavogi, Menntaskólanum við
Sund, Borgarholtsskóla, Fjölbrauta
skóla Garðabæjar og Menntaskólan
um við Hamrahlíð.
Tvær fóru á spítalann
eftir Íslendingaball
Síðastliðið þriðjudagskvöld var
haldið sérstakt Íslendingaball á
Benidorm þar sem nemendur allra
skóla skemmtu sér saman. Það kvöld
þurftu tvær stúlkur að fara á spít
ala. „Þetta skólaball var í gær og það
var þannig að það voru tvær stelp
ur sem voru bara ofurölvi. Það fór
panikk í gang hjá einhverjum vin
konum þeirra og fleiri stelpum. Við
vorum þarna tveir við hurðina og
það fór enginn inn nema krakkarnir
og öllum utanaðkomandi haldið frá,“
segir Bjarni. Að hans sögn dvaldi að
eins önnur stúlknanna nóttina á
spítalanum. „Það fór ein upp á spít
ala og vaknaði í morgun og man ekki
eftir neinu.“ Bjarni segir að læknir
hennar hafi ekki staðfest að henni
hafi verið byrluð ólyfjan.
Reglulegar spítalaferðir
Nemendur sem DV ræddi við og
eru staddir á Benidorm segja að
fleiri hafa þurft að leita til læknis í
ferðinni en stúlkurnar sem fluttar
voru á sjúkrahús eftir Íslendinga
ballið. „Ég hef ekki fengið það stað
fest frá spítala eða lækni að nein
um hafi verið byrluð ólyfjan. Það
eru reglulegar spítalaferðir, fólk er
að misstíga sig, einn handleggs
brotnaði, og svo er það ofurölvun.
Við höfum ekki neina pappíra frá
spítalanum um að það væri ólyfjan.
Fyrsta daginn eða annan daginn þá
var talað um þetta. Þá hafði ég sjálf
ur samband við spítalann og var
bara sagt ofurölvun,“ segir Bjarni.
Hann bendir á að um sé að ræða
fjögur hundruð manna hóp og
miðað við það sé fremur fámenn
ur hópur sem hafi þurft að leita til
læknis. „Við stoppuðum þetta af í
fæðingu í gær þegar krakkarnir fóru
í geðshræringu að tala um ólyfjan.
Maður sér alveg þegar það á sér
stað. Við upplifðum það í fyrra.“
„Ein sem froðufelldi“
Berglind Þóra Bragadóttir, markaðs
og margmiðlunarstjóri nemenda
félags Menntaskólans í Kópavogi,
segir í samtali við DV að mikil um
ræða hafa átt sér stað meðal nem
enda um mögulega byrlun ólyfjan.
„Ég hef heyrt af þessu, ég veit að
það hefur verið eitthvað um þetta á
ákveðnum stöðum. Það var ein sem
froðufelldi,“ segir hún.
Missti tvisvar meðvitund
Kærasti einnar stúlku sem er í út
skrifarferðinni fullyrðir í samtali við
DV að kærustunni hafi verið byrluð
ólyfjan á Benidorm. Hann segir að
hún hafi ekki leitað til læknis held
ur hafi vinir hennar borið hana inn
á hótelherbergi. „Þetta var ekkert út
af því að hún var of full. Hún miss
ir tvisvar skyndilega meðvitund
og slasast án þess að vera búin að
drekka mikið. Algjört minnisleysi
alla nóttina. Hún heyrði af stelpum
sem misstu skyndilega undan sér
fæturna, sem er þekkt einkenni.
Þetta er hennar upplifun, sem er
það eina sem er eftir þar sem hún
fór ekki á spítala,“ segir hann. n
n Kærasti fullyrðir byrlun ólyfjan n Fararstjóri segir nemendur ofurölvi
Fararstjóri Bjarni Sigurðsson segir það
algenga afsökun hjá menntaskólanemend-
um að kenna ólyfjan um ofurölvun.
„Hún missir tvisvar
skyndilega með-
vitund og slasast án þess
að vera búin að drekka
mikið. Algjört minnisleysi
alla nóttina.
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
Útskriftarnemendur á
spítala eftir Íslendingaball
„Þetta er alltaf
notað svo
mikið sem afsökun
af krökkunum
Benidorm Allt að fjögur hundruð
menntskælingar eru nú í út-
skriftarferð á Benidorm. Nemend-
ur fullyrða að fjölmörg tilvik hafi
átt sér stað þar sem nemendum
hafi verið byrluð ólyfjan.
Rafmagns-
laust á
Króknum
Rafmagnslaust var á Sauðár
króki og nágrenni á fimmtu
dag, en rafmagnið fór af um tíu
leytið fyrir hádegi. Ástæðan var
bilun í aðalspenni RARIK. „Eftir
smá tíma kom í ljós að það var
hitamælirinn sem slíkur sem
bilaði,“ segir Steingrímur Jóns
son hjá RARIK á Norðurlandi,
en spennirinn sló út vegna of
hitnunar. Alls var rafmagnslaust
í fjóra tíma. Það olli talsverðum
vandræðum hjá fyrirtækjum og
stofnunum í bænum en einhver
þeirra voru með varaaflsstöðv
ar sem komu að góðum notum.
Áfram verður fylgst með spenn
inum og mælum um helgina.
Hættir vegna sveitarstjóra
Umdeild ráðning sveitarstjóra Svalbarðsstrandarhrepps dregur dilk á eftir sér
M
ikið ósætti ríkir innan stjórn
sýslunnar hjá Svalbarðs
strandarhreppi vegna um
deildrar ráðningar Eiríks
Hauks Eiríkssonar sem sveitarstjóra.
Ráðningin hefur dregið dilk á eft
ir sér, en DV greindi frá því í síðustu
viku að Grétar Þór Eyþórsson, pró
fessor í stjórnmálafræði við Háskól
ann á Akur eyri, hefði kallað eftir því
í viðtali á forsíðu Akureyrar Viku
blaðs að sveitarstjórn Svalbarðs
strandarhrepps endurskoðaði ráðn
ingu Eiríks.
Síðan þá hefur málið undið enn
meira upp á sig, en norðlenski hér
aðsmiðillinn Vikudagur greindi frá
því síðasta miðvikudag að Magnús
Gunnarsson, skrifstofustjóri Sval
barðsstrandarhrepps, hafi ekki mætt
til vinnu eftir sumarfrí, en samkvæmt
heimildum Vikudags var ástæðan sú
að hann treysti sér ekki til að vinna
með Eiríki. Staðan hefur nú verið
auglýst á vefsíðu sveitarfélagsins, en
Magnús hyggst ekki ætla að vinna
út uppsagnarfrest sinn, samkvæmt
Vikudegi.
Þá hefur undirskriftum einnig ver
ið safnað vegna málsins og höfðu
rúmlega 80 manns skrifað undir list
ann, þar sem ráðningu Eiríks er mót
mælt og skorað er á sveitarstjórn að
taka ráðningu hans til endurskoðunar.
Það var svo í gær sem að yfir
lýsing frá sex íbúum Svalbarðs
strandarhrepps var birt í Akureyri
Vikublaði, þar sem sveitarstjórinn er
borinn þungum sökum. Þeir sem yf
irlýsinguna rita halda því fram að
þeir hafi verið beittir „ólýðræðisleg
um vinnubrögðum“ og orðið fyrir að
dróttunum og þöggunartilraunum frá
yfir valdinu. Tildrög þess má rekja til
undirskriftalistans fyrrnefnda, sem
sendur var til sveitarstjórnarinnar í
júlí ásamt erindi, en bréfahöfundar
segja að Eiríkur hafi reynt að „hafa
bein áhrif á vægi erindisins með því
að reyna að fá einhverja til að taka
undirskrift sína til baka.“ n
jonsteinar@dv.is
Frá Svalbarðsströnd Myndin er fengin
af vef Svalbarðsstrandarhrepps.
Mynd aF vEF SvalBaRðSSTRandaRHREppS
Bónus með
lægsta verðið
Verslunin Bónus Korputorgi var
oftast með lægsta verðið þegar
verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð
í lágvöruverðsverslunum, stór
mörkuðum og klukkubúðum víðs
vegar um landið þriðjudaginn 12.
ágúst. Hæsta verðið var oftast að
finna í verslun 10/11 Laugalæk
eða í næstum helmingi tilvika og
hjá SamkaupumStrax í Hófgerði
í þriðjungi tilvika. Bónus var með
lægsta verðið í um 70% tilvika
og Krónan Lindum og Fjarðar
kaup í 10% tilvika. Oftast var
verðmunurinn á hæsta og lægsta
verði vöru frá 25% upp í 75% en í
um 20% tilvika var meira en 75%
verðmunur. Mesti verðmunur í
könnuninni var hins vegar 147%.
Athygli vekur að í um 10% tilvika
var umbeðin vara ekki verðmerkt
hjá Hagkaupum Kringlunni.