Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Page 6
6 Fréttir Helgarblað 15.–18. ágúst 2014 Mikill makríll á miðunum Enn er mikill makríll á Íslands- miðum, samkvæmt tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Rann- sóknarskipið Árni Friðriksson lauk fyrr í vikunni könnunar- leiðangri sem staðið hafði yfir í rúman mánuð en hann var þáttur í sameiginlegum rannsóknum Íslendinga, Grænlendinga, Fær- eyinga og Norðmanna á dreifingu og magni helstu uppsjávar- tegunda í Norðaustur-Atlantshafi. Síldarvinnslan sendi frá sér til- kynningu á fimmtudag þess efn- is að makrílvertíðin gangi vel en á næstu dögum fara 10.000 tonn af makríl á erlenda markaði frá þeim og von er á meiri afla í land. „Þetta er eins og það á að vera,“ segir Heimir Ásgeirsson, yfirverk- stjóri hjá Síldarvinnslunni. Gróft ofbeldi í Vogum við Vatnsleysuströnd n Skeljagrandabróðir í varðhaldi n Fórnarlambið átján ára F jórir menn sitja nú varðhaldi vegna frelsissviptingar og grófs ofbeldis í heimahúsi í Vogum við Vatnsleysuströnd á Suðurnesjum. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við DV. „Þetta snýst um frelsissviptingu og líkamsmeiðingar,“ segir Friðrik Smári. Að hans sögn átti árásin sér stað þann 6. ágúst en mennirnir fjórir voru handteknir síðastliðinn þriðju- dag. Samkvæmt heimildum DV er einn þeirra sem nú sitja í varðhaldi Kristján Markús Sívarsson, annar Skeljagrandabræðra. Að sögn heim- ildarmanns DV er málið að mörgu leyti keimlíkt Stokkseyrarmálinu en bróðir Kristjáns Markúsar, Stefán Logi Sívarsson, var síðastliðinn febrúar dæmdur í sex ára fangelsi fyrir aðild sína að því máli. Í Stokkseyrarmálinu var tveimur mönnum misþyrmt hrottalega og þeir sviptir frelsi. Að sögn Friðriks Smára var ofbeldið sem fórnarlamb- inu í Vogum var beitt gróft en þó ekki svo að fórnarlambið þyrfti að fara á sjúkrahús. „Þetta er litið mjög alvar- legum augum, þetta er frelsissvipting og líkamlegt ofbeldi. Þetta var gróft ofbeldi en ekki þó þannig að maður- inn þurfti að fara á sjúkrahús,“ segir hann. Fórnarlambið 18 ára Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir tveggja vikna gæslu- varðhaldi yfir fjórmenningunum og hefur héraðsdómur á Suðurnesjum staðfest það. Samkvæmt heimildum DV hefur sá úrskurður verið kærður til Hæstaréttar sem mun taka kæruna fyrir á næstu dögum. Að sögn Frið- riks Smára er málið nú í rannsókn. Hann segir að árásin hafi átt sér stað á heimili eins árásarmanna. Friðrik Smári segist ekki enn geta svarað hve lengi frelsissviptingin stóð yfir. „Það er eitt þess sem rannsókn beinist að. Ég get ekkert sagt um hvers eðlis ofbeldið var. Rannsókn er í gangi og menn í gæsluvarðhaldi þannig það er lítið hægt að tjá sig,“ segir Friðrik. Að hans sögn er sá sem varð fyrir barðinu á fjórmenningunum ungur karlmað- ur, átján ára. „Það voru einhver lítil tengsl, en samt einhver,“ svarar Frið- rik Smári spurður um hvort fórnar- lambið hafi þekkt árásarmennina. Langur afbrotaferill Líkt og fyrir segir herma heimildir DV að Kristján Markús Sívarsson sé einn þeirra sem grunaðir eru um að- ild að málinu. Kristján Markús á að baki langan afbrotaferil en bræðurn- ir fengu „Skeljagranda“-viðurnefnið í kjölfar þess að þeir voru dæmdir fyrir stórfellda líkamsárás á Skelja- granda árið 2003. Nýjasti dómur Kristjáns Markús- ar var árið 2008 en þá fékk hann sex mánaða skilorðsbundinn fangelsis- dóm fyrir líkamsárás gegn átta ára dreng. Síðastliðinn febrúar var karl- maður á fertugsaldri sviptur frelsi sínu á heimili sínu og hann pynt- aður. Tveir menn voru úrskurðað- ir í gæsluvarðhald í kjölfar þess og var annar þeirra Kristján Markús. Að sögn lögreglu þótti sú árás sérlega fólskuleg og stóð hún yfir í fjölda klukkutíma. Kristján Markús sagði sjálfur í samtali við DV, eftir að honum var sleppt úr gæsluvarðhaldi, að fórn- arlambið hafi verið dæmdur barn- aníðingur og hann hafi aðeins „gef- ið honum tvo á kjaftinn“. Ekki hefur verið ákært í því máli. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Þetta er litið mjög alvarlegum augum, þetta er frelsissvipting og líkamlegt ofbeldi. Yfirlögregluþjónn Friðrik Smári Björgvinsson segist lítið geta tjáð sig um málið utan þess að það sé í rannsókn og fjórir karlmenn séu í gæsluvarðhaldi næstu tvær vikur. Vogar Árásin og frelsissviptingin átti sér stað að heimili eins árásarmanns í Vogum við Vatnsleysuströnd. M Y n d R ó b eR t R eY n is s o n Hafa samið um tugmilljarða eftirgjöf Alls hafa 12 þúsund mál komið inn á borð embættis umboðs- manns skuldara frá því að það tók til starfa í ágúst árið 2010. Flest mál bárust árið 2011 eða um þriðjungur allra málanna. Kostn- aður við hvert mál er 295 þús- und krónur að meðaltali, að því er kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Af þessum 12 þús- und málum er um 5.000 greiðslu- aðlögunarmál og um 3.500 ráð- gjafarmál. Í samningum um greiðsluaðlögunarmál hefur verið samið um 20 milljarða króna eft- irgjöf af samningskröfum en að meðaltali er samið um 87% eftir- gjöf af samningskröfum. Hvorki svör né skýringar Ráðuneyti fylgja ekki upplýsingalögum D V fær engin svör við upplýs- ingabeiðnum sem sendar hafa verið forsætisráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðu- neytinu og innanríkisráðuneytinu. Spurt var um hvíldardaga Sigmund- ar Davíðs, lögfræðiráðgjöf til Hönnu Birnu og meinta athugun rekstrar- félags stjórnarráðsins. Í 11. grein upplýsingalaga segir: „Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta“. Liðnir eru 11 dagar síðan DV óskaði eftir öllum tiltækum gögnum innanríkisráðu- neytisins um þá lögfræðiráðgjöf sem Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra segist hafa fengið vegna samskipta sinna við Stefán Eiríksson í tengslum við lögreglurannsóknina á innanríkisráðuneytinu. DV óskaði eftir gögnunum þann 5. ágúst en hef- ur hvorki fengið svör né skýringar á töfunum líkt og lög kveða á um. Sama dag sendi DV fjármála- og efnahagsráðuneytinu upplýsinga- beiðni vegna þeirrar athugunar sem Hanna Birna segir að rekstrarfélag stjórnarráðsins, sem heyrir undir fjár- málaráðuneytið, hafi annast vegna lekamálsins. Blaðið fékk skýringar á töfunum þar og hefur verið lofað svör- um í næstu viku. Enn lengra er síðan DV sendi forsætisráðuneytinu upp- lýsingabeiðni. Þann 30. júlí var ósk- að eftir upplýsingum um fjölda þeirra daga sem Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra hefur tekið sér leyfi frá vinnu. Hvorki hafa borist svör né skýringar á töfunum. n johannp@dv.is engin svör DV hefur ekki fengið svör við upplýs- ingabeiðnum né skýringar á töfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.