Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Síða 12
Helgarblað 15.–18. ágúst 201412 Fréttir Sagt að útvega peningana sjálf n Fékk bara helming af skólagjaldaláni hjá LÍN n Í vandræðum í miðri prófatörn E f ég ætti 1,5 milljónir króna þá væri ég ekki að sækja um námslán,“ segir ung kona sem lenti í miklum vandræð­ um þegar hún fékk ekki fyrir­ framgreitt skólagjaldalán frá Lána­ sjóði íslenskra námsmanna (LÍN), líkt og hún gerði ráð fyrir. Konan, sem vill ekki koma fram undir nafni, er mjög ósátt við að hafa fengið mis­ vísandi og rangar upplýsingar frá starfsmanni sjóðsins , sem og að vera að lokum sagt að hún þyrfti að redda peningunum sjálf. Konan fékk inni mastersnám í breskum skóla og fékk samþykki fyr­ ir skólagjaldaláni hjá LÍN að upp­ hæð 12.400 punda, eða um 2,5 millj­ óna íslenskra króna. Um var að ræða tvo gjalddaga á skólagjöldunum. Sá fyrri var um haustið, áður en námið hófst, og sá síðari í lok janúar, 6.200 pund í hvort skipti, rúmlega 1,2 milljónir króna. Hún fékk fyrirframgreitt frá LÍN fyrir fyrri greiðslunni, en þegar kom að því að ganga frá seinni greiðsl­ unni kom babb í bátinn. Vandræðin hófust í miðjum próflestri „Vandræðin hófust í raun í byrjun janúar. Ég var að læra fyrir próf þegar ég áttaði mig á því að ég var ekki búin að fá greitt frá LÍN, inn á reikninginn minn,“ segir konan sem hringdi þá strax LÍN til að kanna hverju sætti og hvenær hún ætti von á seinni greiðslunni. „Fyrst fékk ég þær upplýsingar að ég fengi ekki fyr­ irframgreitt fyrir seinni greiðslunni. Að ég fengi ekki greitt fyrr en ég skil­ aði inn námsárangri. Mér fannst það mjög skrýtið enda voru prófin í lok janúar og einkunnum ekki skilað fyrr en um miðjan febrúar,“ útskýrir hún. Átti að skila inn staðfestingu á skólavist Konan skýrði starfsmanni LÍN frá stöðunni og virtist hann hafa skiln­ ing á aðstæðum „Hún sagði að ég gæti fengið undanþágu ef ég skilaði inn staðfestingu á skólavist.“ Það var lítið mál fyrir konuna að fá slíka stað­ festingu frá skólanum. Gekk hún frá því strax daginn eftir og sendi afrit af gögnunum með tölvupósti. „Ég óskaði eftir því við starfsmanninn að ég fengi staðfestingu á því að þau hefði fengið gögnin, en ég heyrði ekkert frá þeim í þrjá, fjóra daga.“ Konan reyndi að einbeita sér að próflestrinum í stað þess að hafa áhyggjur af skólagjöldunum, en óvissan truflaði hana. Eins og gefur að skilja var þetta afleitur tími fyrir hana að standa í slíku basli. „Ég var orðin mjög stressuð og reyndi að hringja aftur en náði aldrei sambandi. Ég sendi því starfsmann­ inum sem ég hafði átt samskipti við annan tölvupóst, til að kanna hvort hún hefði ekki örugglega feng­ ið staðfestinguna frá mér, og sendi hana aftur. En fékk engin svör.“ Misvísandi upplýsingar Í framhaldinu fékk konan móður sína til að hringja fyrir sig, enda óhentugt fyrir hana að hringja fjölda símtala frá Bretlandi í miðri prófa­ törn. Þegar móðir hennar loksins náði sambandi við starfsmanninn vildi sá hinn sami ekkert kannast við að hafa gefið konunni þær upp­ lýsingar að hún gæti fengið undan­ þágu ef hún skilaði inn staðfestingu á skólavist. „Hún sagði við mömmu að samkvæmt úthlutunarreglum þá væri þetta ekki hægt og vildi í raun ekkert fyrir mig gera. Í kjölfarið svar­ aði hún svo tölvupóstinum mínum, sagði að þetta væri ekki nóg og vís­ aði í úthlutunarreglur. Sagði að ég yrði að tala við minn banka, eða redda peningunum sjálf.“ Bróðirinn lánaði sparifé sitt Á þessum tímapunkti voru þrír dagar í gjalddagann og ferlið búið að taka ellefu daga. Konan var að von­ um orðin mjög þreytt á samskipt­ unum við LÍN og reyndi aftur að ná í starfsmanninn í síma, sem tókst að lokum. Hún spurði hvers hann hefði gefið henni rangar upplýsingar í upphafi, en viðbrögðin voru þau sömu og í tölvupóstinum. Vísun í út­ hlutunarreglur og að hún yrði að út­ vega peningana sjálf. Hún var alveg að falla á tíma, á leiðinni í mikilvæg próf og átti ekki pening til að greiða skólagjöldin. Því voru góð ráð dýr, en málalyktir urðu þær að bróðir hennar, sem er búsettur í Bretlandi, lánaði henni spariféð sitt svo hún gæti gengið frá greiðslunni og einbeitt sér að próf­ unum. „Ég skil ekki af hverju þeir eru ekki sveigjanlegri með þetta,“ segir konan sem er þó þakklát fyrir að allt hafi farið vel á endanum. Blaðamaður DV talaði við tvo starfsmenn LÍN , en hvorugur þeirra gat gefið skýr svör varðandi það hvort svona væri þessu almennt háttað hjá sjóðnum, eða hvort mis­ tök hefðu átt sér stað í þessu til­ felli. Vísað var á framkvæmdastjóra sjóðsins, Hrafnhildi Ástu Þorvalds­ dóttur. „Það á að fara eftir reglunum“ Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir segir í samtali við DV að svona séu reglurnar. Mastersnemar fái skóla­ gjöldin fyrirframgreidd fyrstu önn­ ina, en fái ekki greitt fyrir næstu önn fyrr en þeir hafa sýnt fram á lágmarks námsárangur. Ekki sé sveigjan­ leiki hvað þetta varðar. „Þetta eru reglurnar sem við fylgjum og það á ekki að gera undanþágur frá þeim. Það á að fara eftir reglunum og sama gildir fyrir alla. Þetta er að ganga upp hjá nánast öllum.“ n Um skólagjalda- lán á vef Lín n „Námsmenn sem hafa lokið a.m.k. einni önn í lánshæfu námi geta sótt um að fá skólagjaldalánin greidd fyrirfram fyrir hverja önn. n Námsmenn sem fá lánað fyrir skólagjöldum í heilt skólaár (haust- og vorönn) verða að ljúka að lágmarki 22 ECTS-einingum á önn eða sambærilegu. Þó eru aldrei greidd út skólagjaldalán fyrirfram nema fyrir eina önn í einu. n Ef námsmaður nær ekki að ljúka 44 ECTS-einingum samtals á haust- og vorönn fær hann aðeins skólagjaldalán fyrir þá önn sem hann nær að lágmarki 22 einingum. Ljúki hann færri en 22 einingum á hann ekki rétt á skólagjaldaláni.“ Ekki kemur fram hvort einhverjar undan- þágur séu veittar frá þessum reglum. „Ef ég ætti 1,5 milljónir króna þá væri ég ekki að sækja um námslán Fékk rangar upplýs- ingar frá starfsmanni Konan þurfti að standa í basli við LÍN í miðri prófatörn. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Maðurinn fundinn Maðurinn sem Elín Hirst þing­ kona lýsti eftir á Facebook­síðu sinni á miðvikudagskvöld er kominn fram. Hann fannst að sögn Elínar í Hafnarfirði klukk­ an fjögur aðfaranótt fimmtu­ dags. Nanthacha Janyalert er 23 ára og ættaður frá Taílandi, en hann hefur búið á Íslandi í átta ár. Er hann haldinn geðröskun og því óttuðust ættingjar hans hið versta þegar hann fór af heimil­ inu á mánudag. „Takk allir þeir sem lögðu hönd á plóg í gær­ kvöldi en það voru mörg hund­ ruð manns í gegnum Facebook,“ skrifar Elín á síðu sinni. Dreifðu skít við heimili Hilmars Yfir 30 manna hópur á tíu bílum dreifði hrossaskít fyrir framan heimili Hilmars Þórs Leifssonar á miðvikudagskvöld. Samkvæmt heimildum DV var um að ræða framhald af átökum sem snúast meðal annars um innheimtu­ aðgerðir Hilmars. Heimildar­ maður DV segir hópinn hafa vilj­ að senda Hilmari þau skilaboð að hann sé „skítugur“ og að menn þurfi ekki að vera hræddir við hann. Sá heimildarmaður segist telja að Hilmar eigi sér varla við­ reisnar von. Hilmar Leifsson var ekki heima og varð því ekki vitni að aðgerðum hópsins. Í samtali við DV sagðist Hilmar telja illa að sér vegið í umfjöllun í vikublaði DV um óhefðbundnar innheimtu­ aðgerðir hans. Vísaði hann þar í mál iðnaðarmanns sem hefur kært Hilmar en samkvæmt lög­ reglu er málið á borði ákæru­ deildar. Hilmar sagði um menn­ ina sem dreifðu hrossaskítnum að þeir hafi hótað að drepa hann og hundana hans. Hann vildi ekki ræða málið að öðru leyti. Dópaður með barn í bílnum Um kvöldmatar leytið á mið­ vikudag stöðvaði lögreglan för ökumanns á Höfðabakka vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Einn farþegi bílsins var grunaður um vörslu fíkniefna og þá var einnig sex ára barn farþegi í bifreiðinni. Fleira dreif á daga lögreglu þetta kvöld, samkvæmt dagbók hennar. Ökumaður var stöðv­ aður í Hafnarfirði sama kvöld en ökumaður hennar var próf­ laus og að auki grunaður um vörslu fíkniefna. Nokkru síðar hafði lögreglan afskipti af pari á heimili í austurborg Reykjavík­ ur vegna vörslu fíkniefna. Loks var maður í Mosfellsbæ hand­ tekinn, grunaður um húsbrot, að sögn lögreglunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.