Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Síða 18
Helgarblað 15.–18. ágúst 201418 Fréttir
„Eins og þruma úr hEiðskíru lofti“
n Orri, sonur Guðrúnar Jónu, svipti sig lífi n Bar engin merki þess að honum liði illa n Guðrún stofnaði minningarsjóð og vill hjálpa öðrum n Kallar eftir umræðu
Orri Ómarsson, sonur Guðrúnar Jónu Guðlaugsdóttur, svipti sig lífi í janúar
2010 þegar hann var aðeins 16 ára. Það var hún sem kom að honum látnum. Orri
hafði áður gert tilraun til sjálfsvígs tveimur mánuðum áður með því að gleypa
töflur, en fékk bakþanka og var fluttur á sjúkrahús. Það var í fyrsta skipti sem
foreldrar hans fengu veður af því að honum liði illa. Guðrún Jóna telur mikilvægt
að opna umræðu um sjálfsvíg, en það verði þó að gera varlega. Hún reynir að
nýta erfiða reynslu sína til að aðstoða aðra í svipuðum sporum.
Þ
að er stundum sagt að ef það
er talað um sjálfsvíg, þá verði
fleiri sjálfsvíg. En ef það er
talað um sjálfsvíg á réttan
hátt þá er ég þess fullviss
að það er ekki málið,“ segir Guðrún
Jóna Guðlaugsdóttir, en sonur henn-
ar, Orri Ómarsson, féll fyrir eigin eig-
in hendi þegar hann var aðeins 16
ára.
Guðrún Jóna hefur alltaf talað
opinskátt um hvernig andlát hans
bar að og hefur reynt að nýta erfiða
reynslu sína til aðstoða aðra í svip-
uðum sporum. Einn liður í því verk-
efni var að stofna minningarsjóð um
Orra, og ætlar Guðrún Jóna einmitt
að hlaupa 10 kílómetra í Reykja-
víkurmaraþoninu fyrir sjóðinn.
Vildi ekki fulla stofu af blómum
„Fyrst var þetta sú hugsun, að ef
við gætum komið í veg fyrir að ein-
hverjum liði eins og okkur, þótt það
væri ekki nema að bjarga einhverj-
um einum, þá væri tilganginum náð.
Ég vildi alls ekki hafa fulla stofu af
blómum. Vildi frekar stofna þenn-
an sjóð, ef einhver hefði áhuga á að
leggja þessu lið,“ segir Guðrún Jóna
um aðdraganda þess að sjóðurinn
var stofnaður, en markmið hans er
að vinna að forvörnum gegn sjálfs-
vígum og styðja aðstandendur og
eftirlifendur sjálfsvíga.
Sjóðurinn vinnur meðal annars
í samstarfi við Nýja dögun – samtök
um sorg og sorgarviðbrögð og sam-
tökin Lifa - landssamtök aðstand-
enda eftir sjálfsvíg. En fyrir fáum
árum var stofnuð sérstök deild innan
samtakanna fyrir þá sem hafa misst
barn, maka eða systkini vegna sjálfs-
víga.
Þá var peningum veitt úr sjóðn-
um í stofnun vefsíðunnar sjalfsvig.is
og stuðlaði hann jafnframt að þýð-
ingu og útgáfu bókarinnar Þrá eftir
frelsi (Dying to be free) eftir Beverly
Cobain og Jean Larch, sem er leiðar-
vísir fyrir eftirlifendur sjálfsvíga og
leiðbeinandi fyrir þá sem glíma við
sjálfsvígshugsanir og aðstandendur
þeirra.
Árlega falla um 40 Íslendingar
fyrir eigin hendi , eða um 3 til 4 í
hverjum mánuði. Í kringum þessa
einstaklinga eru oft stórir hópar
syrgjandi ástvina. Fólk sem situr eftir
með spurningar sem það fær aldrei
svör við og jafnvel samviskubit yfir
því að hafa ekki séð í hvað stefndi.
Eitthvað sem kemur fyrir aðra
Þunglyndi getur verið mjög lúmskur
sjúkdómur sem auðvelt er að fela, og
þannig var það í tilfelli Orra.
Guðrún Jóna segir sjúkdóminn
ekki gera upp á milli fólks, það geti
allir fengið hann. Þrátt fyrir það sé
umræðan um hann hálfgert tabú.
„Eins og sonur minn, svona klár
strákur sem gat allt og hafði allt í
höndum sér, hann vildi alls ekki að
neinn frétti að honum liði eins og
honum leið.
Ég er á því að þetta sé bara efna-
fræði, enda líður fólki oft betur þegar
það fær geðlyf. Það styður það að
þetta sé einhver efnaskortur. Ef við
litum á þunglyndi sem efnaskipta-
sjúkdóm, þá fengi hann allt öðru-
vísi umfjöllun held ég,“ segir Guðrún
Jóna um þunglyndið, sem er alvar-
legt samfélagsmein.
„Það er miklu þægilegra fyrir okk-
ur „venjulega“ fólkið, að halda að
það séu bara aðrir sem lendi í þessu.
Allt öðruvísi fólk en það sem er í
kringum okkur,“ segir Guðrún Jóna,
en þannig hugsaði hún sjálf áður en
áfallið dundi yfir. „Maður vill vera í
sínum þægindaramma og hugsar að
þetta komi ekki fyrir sig og sín börn.“
Gerði sjálfsvígstilraun
Orri hóf nám við Menntaskólann í
Reykjavík haustið áður en hann lést
og virtist framtíðin brosa björt við
honum. Hann spilaði einnig fótbolta
með 2. flokki FH og þótti efnilegur.
Orri var hreystin uppmáluð, átti stór-
an vinahóp og samrýnda fjölskyldu.
Hann lifði í ástríku og öruggu um-
hverfi og það var ekkert sem benti til
þess að honum liði illa. Það var ekki
fyrr en hann tók inn helling að töfl-
um úr lyfjaskáp heimilisins í nóvem-
ber árið 2009, að foreldrar hans átt-
uðu sig á því að sonur þeirra glímdi
við mikla vanlíðan. „Það var í fyrsta
skipti sem okkur grunaði að honum
liði ekki vel,“ segir Guðrún. En í það
skipti fékk Orri bakþanka og hringdi
strax í mömmu sína. Hún svaraði
hins vegar ekki símanum þannig
að hann hringdi í vinkonu sína
sem sagði honum að hringja strax
á sjúkrabíl, sem hann gerði. „Þetta
gerðist í nóvember og svo var hann
dáinn í janúar. Þannig að það var
ekki eins og við hefðum haft mikinn
tíma til að gera eitthvað.“
Hafði ekki tíma fyrir sálfræðing
Eftir að hafa verið útskrifaður af
Barnaspítala Hringsins dvaldi Orri
eina nótt á barna- og unglingageð-
deild Landspítalans (BUGL). Hann
fór þangað inn á föstudegi, en það
var engin meðferðarvinna í gangi
yfir helgina. „Kannski hefði það
breytt einhverju ef hann hefði farið
inn á mánudegi og farið strax í ein-
hverja meðferðarvinnu. Kannski
hefði það haft áhrif ef hann hefði
fengið að hitta einhvern sem hefði
verið í sömu sporum, en náð að jafna
sig.“ Spurningarnar eru margar, en
fátt um svör. Guðrún Jóna vill þó
alls ekki gagnrýna kerfið harkalega,
en hún telur þó að gera megi betur
á mörgum stöðum. Til dæmis með
því að veita meira fjármagni í þenn-
an ákveðna málaflokk.
Eftir þetta atvik var Orri aðeins
frá skóla í viku, en mætti eftir það
á hverjum degi og tók prófin í des-
ember. „Honum fannst hann ekk-
ert mega vera að því að fara til sál-
fræðings, því hann var að læra undir
próf. Hann tók rosaflott próf í desem-
ber en svo bara sá hann ekki fram úr
vanlíðaninni í janúar og þá gerðist
þetta.“
Vildi ekki ræða sjálfsvígs
tilraunina
Þrátt fyrir að Orri hafi verið aðeins 16
ára, og því bara barn, segist Guðrún
Jóna ekki hafa getað neytt hann í við-
tal hjá sálfræðingum. „Það er alveg
saman hvort um er að ræða barn eða
fullorðinn, ef þú ferð til sálfræðing
gegn þínum vilja, þá færðu ekkert út
úr því. Þú verður að trúa því að þetta
sé eitthvað sem muni hjálpa.“
Guðrún Jóna segir Orra hafa ver-
ið týpískan unglingsstrák, sem hafi
ekki verið neitt sérstaklega mikið
fyrir það að flíka tilfinningum sínum.
Hann vildi til að mynda aldrei ræða
sjálfsvígstilraunina við foreldra sína,
eða hvernig honum leið. „Eftir þetta í
nóvember þá spurði ég hvernig hon-
um liði, og hann sagði „mamma,
plís, viltu ekki spyrja svona. Þetta er
fáránlegt“. Honum fannst þessi um-
ræða ekki eiga við og var alls ekki til í
að fara þangað.“
Í jólafríinu fundu foreldrar Orra
hins vegar að hann var orðinn þung-
ur á morgnana, án þess að á því væri
nokkur áþreifanleg skýring. Þá gripu
þau strax í taumana.
„Ég setti honum afarkosti. Sagði
að annaðhvort færum við aftur inn á
BUGL, eða hann gerði eitthvað af því
sem honum var ráðlagt. Að taka lyf
eða fara í samtalsmeðferð, en æski-
legast er að gera bæði.“ Orri valdi að
taka lyfin og í kjölfarið virtist honum
líða betur.
Mætti á fótboltaæfingu um
morguninn
Aðdragandi þess að Orri svipti sig
lífi í janúar var enginn, að sögn Guð-
rúnar Jónu. Fjölskyldan hafði verið
öll saman í skíðaferð helgina áður
þar sem þau skemmtu sér vel og áttu
góðar stundir. „Ég hélt að þetta væri
algjörlega búið.“
Það hvarflaði ekki að neinum að
þetta væri yfirvofandi. Orri hafði til
að mynda rætt við námsráðgjafann
sinn í MR föstudaginn áður en hann
svipti sig lífi, og hún sá engin merki
þessi að honum liði illa. „Hann
mætti á fótboltaæfingu á laugar-
dagsmorgni, daginn sem hann gerði
þetta. Og hann vissi að hann var að
fara að keppa daginn eftir. Þetta er
ekki þannig að manneskja liggi undir
dökku teppi í langan tíma. Fólk sem
hefur glímt við svona vanlíðan lýs-
ir oft svokallaðri rörhugsun. Það sér
ekkert til hliðanna. Það sér eitt svart
rör og það er bara ein leið við end-
ann.“ Guðrún Jóna segist fyrst hafa
skilið þessa hugsun eftir að hafa les-
ið bókina Þrá eftir frelsi, sem sjóður-
inn lét þýða.
Skildi ekki eftir bréf
„Fyrir okkur var þetta eins og þruma
úr heiðskíru lofti. Í okkar huga var
þetta drengur sem var ímynd heil-
brigðis. En það er ekki svo gott að
það sé hægt að setja þetta í einhvern
kassa. Að þeir sem fari þessa leið
hafi orðið fyrir einelti, sitji í skulda-
súpu eða hafi lent í einhverjum áföll-
um í lífinu. Þunglyndi er nefnilega
þannig að það er ekki uppsprottið af
einhverju hörmungarástandi. Þetta
er bara vanlíðan sem enginn ræður
við.“
Guðrún Jóna segist rétt geta
ímyndað sér hvað það geti verið
erfitt fyrir sextán ára dreng að reyna
að útskýra slíka vanlíðan fyrir for-
eldrum sínum. Vanlíðan sem hann
skilur ekki sjálfur. „Þetta eru hugsan-
ir sem eiga sér engar rökrænar skýr-
ingar.“
Þegar Orri tók inn töflurnar í nóv-
ember þá skildi hann eftir bréf, eina
setningu þar sem hann bað fjöl-
skylduna um að fyrirgefa sér. „Það sat
þó aldrei í mér,“ segir Guðrún Jóna. „Í
mínum huga var þetta bara stundar-
brjálæði, eins og hann sagði.“ Orri
lét hins vegar ekki eftir sig bréf þegar
hann fór í janúar.
Kom að syninum látnum
Eftir fráfall Orra segist Guðrún Jóna
vissulega hafa hugsað hvort hún
hefði getað gert betur, eða eitt-
hvað öðruvísi, til að koma í veg fyr-
ir að svona færi. En það er hugsun
sem flestir aðstandendur þeirra sem
fyrir fara sér glíma við.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
Orri þótti efnilegur í fótbolta
Orri lék með yngri flokkum FH og mætti á
æfingu daginn örlagaríka.
„Hann mætti á
fótboltaæfingu
á laugardagsmorgni,
daginn sem hann gerði
þetta. Og hann vissi
að hann var að fara að
keppa daginn eftir.
Líður þér illa?
Það er engin skömm að því að
leita sér hjálpar
Á vefsíðunni: sjalfsvig.is má finna ýmsar
upplýsingar og leiðbeiningar um það
hvert eigi að leita og hvað sé hægt að
gera ef þér líður illa, eða þekkir einhvern
sem líður illa.
Hjálparsími Rauða krossins, 1717, er
gjaldfrjáls sími opinn allan sólar-
hringinn. Einnig er hægt að spjalla í
gegnum vefsíðuna: raudikrossin.is