Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Qupperneq 21
Fréttir 21Helgarblað 15.–18. ágúst 2014 Átakanlegar sögur Á bak við marga hlaupara n Fjölmörg góðgerðafélög njóta góðs af hlaupinu n Þátttakendur segja sögu sína Hleypur í Superman- bol fyrir bróður sinn Ingunn hleypur fyrir krabbameinssjúk börn „Bróðir minn greindist með bráðahvítblæði í febrúar síðast- liðnum og Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna hefur hjálpað okkur mjög mikið,“ segir Ingunn Embla Kjartansdóttir sem hleyp- ur til styrktar félaginu og fyrir bróður sinni, Ólaf Inga Kjartans- son. Fjölskyldan býr á Akureyri og þegar Ólafur Ingi þurfti að fara til Reykjavíkur í krabbameinsmeð- ferð útvegaði félagið þeim meðal annars íbúð í borginni. Ingunn er þeim mjög þakklát fyrir það. Fjölskyldan hefur því haft afdrep saman í nágrenni við spítalann. Ingunn segir meðferð litla bróður síns hafa gengið upp og ofan, en batahorfurnar eru sem betur fer góðar. „Hann er svo rosalega duglegur.“ „Team Ólafur Ingi“ Árlega greinast að meðaltali tíu til tólf börn og unglingar með krabbamein á Íslandi. Tilgangur styrktarfélagsins er að berjast fyrir réttindum og hagsmunum þeirra og fjölskyldna þeirra auk þess að styðja við bakið á þeim, bæði fjárhagslega og félagslega. Þá styður félagið fagfólk til að sækja sér þekkingu á ráðstefn- um og námskeiðum sem skilar sér beint í umönnun og þjónustu skjólstæðinganna. Ingunn vill gefa styrktarfé- laginu eitthvað til baka og þannig sýna þakklæti sitt í verki. „Pabbi kom til mín og systur minnar, sem ætlar líka að hlaupa, og spurði hvort við vildum ekki hlaupa fyrir félagið. Því þau hafa hjálpað okk- ur svo mikið. Og við vorum auð- vitað til í það.“ Ingunn segir fjöl- marga aðra vini og vandamenn ætla að hlaupa fyrir Ólaf, enda vilji allir leggja sitt af mörkum. „Við ætlum öll að hlaupa í Superman-bolum því Ólafur Ingi elskar Superman. Það stendur „Team Ólafur Ingi“ aftan á þeim.“ Ingunn segir bróður sinn vera mjög spenntan fyrir Reykjavíkur- maraþoninu og hann sé mjög stoltur af systrum sínum að ætla að hlaupa fyrir hann. „Ótrúlega dugleg“ Valdís hleypur fyrir Þórdísi, systur sína Þórdís Elísabet Arnarsdóttir er á sjötta ári, en fyrir rúmu ári var hún greind með sjaldgæfan og alvarlegan taugahrörnunarsjúk- dóm sem nefnist CMT4A. Um er að ræða undirtegund af sjúkdómi Charcot-Marie-Tooth (CMT) sem orsakast af göllum í úttaugakerf- inu. Sjúkdómurinn veldur með tímanum stigvaxandi lömun í útlimum, en einnig getur hann valdið þindarlömun og lömun á raddböndum. Flestir einstak- lingar með CMT4A eru bundnir við hjólastól við 10 til 20 ára aldur. Þórdís er sú eina sem vitað er um á Íslandi sem er með þessa ákveðnu undirtegund af sjúkdómum. Kemst áfram á þrjóskunni „Hún hefur mjög lítinn mátt í höndunum og fótunum og kálfarn- ir á henni eru mjög rýrir, en hún er ótrúlega dugleg. Hún bara ætlar sér og kemst áfram á þrjóskunni, fer í spelkurnar og reynir að vera eins eins og allir hinir,“ segir Valdís Birta Arnarsdóttir, systir Þórdísar, um það hvernig sjúkdómurinn háir henni í daglegu lífi. Valdís ætlar að hlaupa 10 kílómetra fyrir Styrktarsjóð Þórdísar. Tilgangur fé- lagsins er að afla fjár til að styrkja rannsóknir á CMT4A-sjúkdómn- um í þeim tilgangi að finna lækn- ingu, og jafnframt til að styrkja Þórdísi vegna ýmissa fjárútláta sem fylgja sjúkdómnum. Þórdís gengur með spelkur á fótum og sefur með handarspelk- ur, þá notast hún einnig við hjóla- stóla. Hún er í sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun og undir eftirliti margra sérfræðilækna. Sjúkdómurinn ágerist „Sjúkdómurinn mun ágerast, en við vitum ekki alveg hve hratt. Það er svolítið persónubundið hvern- ig sjúkdómurinn þróast. En hún byrjaði mjög ung að fá einkennin. Yfirleitt er fólk eldra þegar sjúk- dómsins verður fyrst vart,“ segir Valdís. Þórdís byrjaði að ganga eðli- lega 11 mánaða gömul, en skömmu síðar fóru foreldrar hennar að taka eftir því að hægri fótur hennar var snúinn og hún missti oft jafnvægið. Í fyrstu var hún greind með klumbufætur og fékk meðferð við því. Henni hélt þó áfram að hraka og var send í ýmsar rannsóknir Sá grunur vakn- aði að hún væri með CMT, en eft- ir 9 DNA-rannsóknir var þó ekki hægt að staðfesta að svo væri. Á þessum tíma var Þórdís einnig far- in að missa mátt í fingrunum. Það var hins vegar ekki fyrr en hún var rúmlega fjögurra ára að það fékkst staðfest að hún væri með CMT4A. Fær stuðning í skólanum Þórdís byrjar í skóla í haust og mun koma til með að fá sérstakan stuðning til að geta stundað nám- ið eins og jafnaldrar hennar. „Hún mun líklega þurfa að að styðjast við einhverja tölvutækni og svo hefur hún rafmagnsstól,“ útskýr- ir Valdís. Þórdís á marga dygga stuðn- ingsmenn sem ætla að hlaupa til styrktar sjóðnum. „Það er þannig að allir sem þekkja Þórdísi, þeir dást að henni. Hvað hún er hug- rökk og dugleg lítil stelpa,“ segir Valdís stolt af systir sinni. „Við erum eiginlega fastar saman“ Eygló hleypur fyrir vinkonu sem lamaðist nýlega Hin 18 ára gamla Jóna Kristín Er- lendsdóttir lamaðist fyrir neðan brjóst fyrir tæpu ári, þegar hún var skiptinemi í Perú. Hún hafði verið með verk í bakinu í smá tíma og fór svo að missa mátt í fótunum. Þegar hún fór til læknis var henni tjáð að hún væri með blöðrur og góð- kynja æxli við mænuna. Það orsak- aði máttleysið í fótunum. Hún var því drifin strax í aðgerð í Perú til að reyna að koma í veg fyrir að löm- unin yrði varanleg. Nú hefur hins vegar komið í ljós að lömunin geng- ur væntanlega ekki til baka og Jóna Kristín er því bundin við hjólastól. Hún hefur þó tekist á við erfiðleik- ana af miklu æðruleysi og með já- kvæðu hugarfari. Hún hefur haldið úti bloggsíðu þar sem hún skrifar opinskátt um lífið og tilveruna og segir Pollýönnu sína fyrirmynd. „Hún er búin að vera rosalega dugleg“ Vinir og vandamenn Jónu Krist- ínar hafa stofnað Styrktarfélag í hennar nafni sem vinnur að því að safna fyrir hjálpartækjum sem sem Tryggingastofnun greiðir ekki fyr- ir. Það sem er efst á óskalista Jónu Kristínar er svokallað hjólastólahjól, aukahjól sem hægt er að festa á hjólastólinn hennar, og mun gera henni lífið auðveldra. Það mun auka ferðafrelsi hennar til muna, auka þol og styrk handa hennar. Það er stór hópurinn sem hleyp- ur fyrir Styrktarsjóð Jónu Kristínar í Reykjavíkurmaraþoninu og fremst í flokki í áheitasöfnuninni er æsku- vinkona hennar, Eygló Hildur Haf- liðadóttir. Þær kynntust í grunnskóla og eru nú saman í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þá búa þær stöllur nán- ast við hliðina á hvor annarri. „Við erum eiginlega alveg fastar saman. Við erum mjög mikið saman,“ segir Eygló um vinskapinn. „Hún er búin að vera rosalega dugleg. Fyrst gat hún ekki sest sjálf upp í rúminu, en núna er hún farin að keyra og gera nánast allt sjálf. En hana langar í þetta hjól svo hún geti hreyft sig almennilega.“ Mikið áfall Eygló var búin að ákveða að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþon- inu þegar hugmyndin um styrktar- sjóðinn kom upp og það kom ekkert annað til greina en safna áheitum fyrir æskuvinkonuna. Eygló segir það hafa verið mik- ið áfall þegar hún komst að því að besta vinkona hennar hefði lamast. Þær töluðu mikið saman á Face- book á þeim tíma sem Jóna Kristín var að veikjast, en hvorug þeirra gerði sér grein fyrir því hve alvarleg veikindin væru í raun og veru. „Hún talaði um að henni væri illt í bakinu og að hún hefði dottið þegar hún reyndi að setjast í sófa því hún væri svo aum í fótunum,“ segir Eygló sem hélt að vinkona hennar væri bara eitthvað lasin. En Jóna Kristín lýsti því einmitt á blogginu sínu hvernig hún hefði reynt að standa upp úr sófa til að sækja sér teppi en dottið vegna máttleysis í fótunum. Í kjöl- farið var hún drifin á sjúkrahús. „Ég hló eiginlega að henni þegar hún sagði mér frá þessu, ég áttaði mig ekki á því hvað var í gangi. Svo gerð- ist allt bara svo hratt og við vissum ekkert hvað var að gerast.“ Góðar vinkonur Eygló Hildur ætlar að hlaupa 21 kílómetra fyrir styrktarsjóð Jónu Kristínar vinkonu sinnar sem lamaðist í fyrra. Systkini á góðri stundu Ingunn Embla hleypur til styrktar Styrktarsjóði krabbameinssjúkra barna, en bróðir henn- ar, Ólafur Ingi, glímir við bráðahvítblæði. Samrýndar systur Þórdís er með sjaldgæfan og alvarlegan taugahrörnunarsjúkdóm og Valdís, systir hennar, ætlar að hlaupa fyrir styrktarsjóðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.