Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Qupperneq 24
Helgarblað 15.–18. ágúst 2014
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi
Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri
og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéttASkot
512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AðAlnÚmeR
RitStjóRn
áSkRiFtARSími
AUglýSingAR
Sandkorn
24 Umræða
Náhirðin í tapliðinu
Í Sjálfstæðisflokknum segja
menn að náhirðin og Davíð
Oddsson séu í gegndarlausu tapi
alls staðar þessa mánuðina. Í vor
hafi hún bæði tapað í barátt
unni gegn Halldóri Halldórssyni
um efsta sætið á lista Sjálfstæðis
flokksins í Reykjavík og mistekist
að fækka borgarfulltrúum flokks
ins niður í fjóra þrátt fyrir harðan
og opinn stuðning við frambjóð
endur Framsóknar í borginni.
Innan skamms komi svo fram að
staðan sé þannig innan flokksins
að náhirðinni muni ekki heldur
takast að halda Hönnu Birnu Krist-
jánsdóttur í embætti innanríkis
ráðherra. Sumir eru farnir að spá
því innan flokksins að líkast til
muni náhirðin líka tapa ritstjóra
stólnum á Mogganum áður en
árið er liðið.
Dauður náttúrupassi
Ragnheiður Elín Árnadóttir
iðnaðar og viðskiptaráðherra
er í snúnum málum. Álverið í
Helguvík sem hún
ætlaði að kippa
í liðinn á fyrstu
vikunni í ráðu
neytinu er lík
lega steindautt. Í
ferðaþjónustunni
ríkir algjört kaos
með gjaldtöku á ferðamanna
stöðum. Henni tókst ekki að klára
mikilvægt frumvarp um ívilnanir
sem dagaði uppi í þinginu og
ferðaþjónustan var ekki upp
rifin yfir aðkomu hennar að nátt
úrupassanum sem átti að leysa
gjaldtökumálið. Í hennar eigin
flokki eru mjög skiptar skoðanir
um nálgun ráðherrans í því máli.
Mestu skiptir, segja ýmsir sem til
þekkja, að Icelandair muni leggj
ast gegn þeim hugmyndum sem
Ragnheiður Elín er að vinna með.
Það dugi til að náttúrupassinn
nái aldrei fram að ganga.
Kokteilráðuneytið
Í stjórnsýslunni eru margir hissa
á skyndilegum áhuga stjórnvalda
á að bæta samskiptin við Íran því
klerkaveldið hefur
ekki verið ofarlega
á forgangslistum
annarra ríkis
stjórna á Vestur
löndum. Reyndir
diplómatar eru þó
ekki að tapa sér af
hrifningu. Í grein sem sendiboði
Gunnars Braga Sveinssonar utan
ríkisráðherra skrifaði á heima
síðu ráðuneytisins eftir heim
sókn þangað er vakin athygli á
nokkrum hrollvekjandi stað
reyndum. Þar kemur fram að þó
frægasta demantasafn í heimi
sé að finna í Teheran sé borgin
„drykklaus í þeim skilningi að
refsivert er að neyta áfengis“. Ekki
nóg með það, heldur sé þar engar
knæpur að finna og „þaðan af
síður næturklúbba.“ Teheran er
því ekki sérlega eftirsóknarverður
staður fyrir alvörudiplómata.
E
f hermaður sem stýrir flug
skeytavörpu í borgarastríði
skýtur óvart niður þotu B í stað
inn fyrir þotu A er það þá „slys“
þegar vélin springur og tæplega 300
manns láta lífið? Er hægt að segja að
fólkið hafi látist af „slysförum“ af því
hermaðurinn skaut ekki niður þá
þotu sem hann ætlaði að skjóta niður
heldur aðra sem svo vildi til að í voru
tæplega 300 manns en ekki flugmenn
og vistir? Er þetta slysaskot?
Ef við förum lengra með orða
notkunina „slys“ í slíkum tilfellum er
þá hægt að segja að óbreyttur borgari
á Gaza, sem deyr í loftárás Ísraelshers
sem sögð er beint að hernaðarlegu
skotmarki, hafi látist af „slysförum“?
Ef svo er þá er auðvelt fyrir heri að
réttlæta morð á óbreyttum borg
urum; þeir óbreyttu borgarar sem
láta lífið þegar reynt er að granda
hernaðarlegum skotmörkum, eða
vega aðra hermenn, með árásum eru
vegnir með slysaskotum, þeir deyja
af slysförum.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, virðist telja að slík orða
notkun um flugskeytaárás rússneskra
aðskilnaðarsinna á malasísku far
þegaþotuna yfir í austurhluta Úkra
ínu í síðasta mánuði sé rétt ef marka
má lýsingar á vef embættisins þar
sem fjallað er um fund sem hann átti
með sendiherra Rússlands á Íslandi í
júlí. Í lýsingunni á fundinum er fyrst
fjallað um viðræður Ólafs Ragnars
við sendiherrann um norðurslóðir og
svo er minnst á „flugslysið“. „Forseti á
fund með Anton Vasiliev sendiherra
Rússa á Íslandi um undirbúning
að Hringborði Norðurslóða, Arctic
Circle sem haldið verður á Íslandi í
haust. Einnig var fjallað um viðbrögð
við hinu hræðilega flugslysi í Úkraínu,
nauðsyn alþjóðlegrar rannsóknar og
náins samstarfs með hagsmuni fjöl
skyldna og ættingja þeirra sem létu
lífið að leiðarljósi.“
Fyrsta ástæðan sem kemur upp í
huga lesandans þegar hann sér þessa
orðanotkun forsetaembættisins er að
Ólafur Ragnar vilji ekki styggja rúss
nesk yfirvöld með því að taka eins
sterkt til orða í umræðum um flug
skeytaárásina og til dæmis Barack
Obama Bandaríkjaforseti hefur gert.
Obama kenndi rússneskum stjórn
völdum að hluta til um árásina á far
þegaþotuna þar sem þau hefðu séð
aðskilnaðarsinnum í landinu fyrir
hergögnum til að berjast við úkra
ínska stjórnarherinn. Orðalag forset
ans er heldur ekki eins sterkt og orða
lag Gunnars Braga Sveinssonar sem
sendi frá sér yfirlýsingu um verknað
inn í síðasta mánuði þar sem með
al annars sagði: „Utanríkisráðherra
segir skelfilegt að farþegaflugvél hafi
verið grandað með flugskeyti og for
dæmir verknaðinn harðlega.“
Enn og aftur leikur forseti Ís
lands einleik í utanríkismálum og
virðist litlu máli skipta hvaða flokkar
mynda ríkisstjórn. Það er gjá á milli
forsetans og utanríkisráðherrans rétt
eins og fyrri daginn. Ólafur Ragnar
er mikill áhugamaður um umræður
um „norðurslóðir“ og virðist setja
þátttöku sína í þeim umræðum á al
þjóðavettvangi á oddinn. Forsetinn
virðist ekki vilja taka eins skýra af
stöðu varðandi árásina á farþega
þotuna og bæði Obama og Gunnar
Bragi hafa gert og talar þess vegna
ranglega um „flugslys“.
Ólafur Ragnar hefur í mörg ár
haft mikinn áhuga á umræðum um
málefni norðurslóða og reynt að fá
Vladi mír Pútín til að ræða málið við
sig. Hann hefur sjálfur sagt að fyrir
tíu árum hafi Pútín ekki viljað ræða
við sig um málefni norðurslóða
en að nú sé það breytt. Viðleitni
Ólafs Ragnars til að strjúka Rúss
um meðhárs við norðurslóðaborðið
birtust meðal annars í viðtali við
rússneskt dagblað fyrr á árinu þar
sem hann kallaði Pétursborg „höf
uðborg Norðurslóða“ – slíkir fras
ar eru jafn rangir og orðalagið um
flugslysið. Þetta Rússadaður forseta
Íslands er orðið meira en lítið pín
legt.
Orðanotkun Ólafs Ragnars kem
ur í kjölfarið á gagnrýnni umræðu
fyrr á árinu sem snerist um viljaleysi
forsetans til að taka afstöðu varð
andi innrás Rússlands á Krímskaga.
Gunnar Bragi hafði þá einnig tekið
mjög skýra afstöðu fyrir Íslands hönd
gegn Rússum í Krímskagamálinu.
Eftir innrásina kom líka fram í frétt
um að Ólafur Ragnar hefði gagnrýnt
staðgengil utan ríkisráðherra Noregs,
á fundi um málefni norðurslóða þar
í landi, fyrir að gagnrýna Rússa fyr
ir innrásina á Krímskaga. Af því til
efni sagði Ólafur Ragnar: „Það þarf
ekki að taka meira en klukkustund
að eyðileggja samstarf á norðurslóð
um.“ Kannski hangir það einmitt enn
á spýtunni hjá Ólafi nú þegar hann
„slysast“ sannarlega ekki til að rang
nefna flugskeytaárás í pólitískum til
gangi.
Á meðan margir aðrir stjórn
málamenn á Vesturlöndum tala
skýrt um ódæðið í Úkraínu tiplar
hann á tánum í kringum stjórnvöld í
Mosku og notar röng hugtök. Forset
inn virðist ekki hafa manndóm í sér –
ekki skortir hann greind og þekkingu
– til að nefna verknaðinn réttum
nöfnum og tala eins og skilji tengslin
á milli rússneskra aðskilnaðarsinna í
austurhluta Úkraínu og stjórnvalda
í Kreml. Ólafur Ragnar skilur full
komlega hver staðan er í Úkraínu og
veit sem er að aðskilnaðarsinnarn
ir eru studdir af rússneskum stjórn
völdum og fá meðal annars frá þeim
vopn. Forsetinn veit líka sem er að for
dæming hans á ódæðinu í Úkraínu,
frekar en tal um flugslys, gæti spillt
fyrir tengslum hans og möguleikum
í Rússlandi. Þegar kemur að málefn
um norðurslóða vill forsetinn gæta
hagsmuna sinna og hann veit sem er
að það þarf ekki nema eitt orð til að
eyðileggja möguleika hans á því að
vera þátt takandi í þeim umræðum á
alþjóðavettvangi á næstu árum.
Forseta Íslands er sannarlega
margt til lista lagt og klókur er hann.
Ólafur Ragnar verður hins vegar
seint sagður vera risi á siðferðis
sviðinu eða prinsippmaður þegar
hann vegur og metur persónulega
stöðu sína og hagsmuni í samhengi
við miklu stærri og mikilvægari mál
eins og borgarastríðið í Úkraínu. Þar
stýrist hann fyrst og síðast af eigin
hagsmunum. Persónulega finnst
mér miður að forseti Íslands tali með
þessum hætti sem eitt af andlitum
þjóðarinnar út á við. n
Slysaskot Ólafs Ragnars
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Leiðari „Enn og aftur leik-
ur forseti Íslands
einleik í utanríkismálum.
Það er bannað eð eiga fíl …
Í
eina tíð voru sett lög í landinu,
sem bönnuðu fílaeign. En kona
ein sem fræg var fyrir fláræði og
þekkt fyrir að vera í slagtogi við
stórþjófa, smyglaði til landsins
fílsfóstri í krukku. Og vegna þess hve
óeðlilega slóttug hún var, þá tókst
henni að ala fóstrið. En jafnvel þótt
mönnum sé enn hulin sú ráðgáta,
hvernig konan fór að, þá er stað
reyndin engu að síður sú, að fíllinn
fæddist í Reykjavík og fór huldu höfði
um langa hríð.
Já, eftir að fíllinn kom í heiminn,
las konan sú arna, smáa letrið í lög
unum um bann við fílaeign. Og hún
komst að því, að best myndi vera
að fela fílinn. Og þótt það hljómi
kannski sem argasta kaldhæðni, þá
var konunni morgunljóst, að góð ráð
væru dýr. Hún gat ekki reist sérstakt
hús fyrir fílinn, því þá myndu allir
átta sig á því að hún hefði hús, og í því
húsi hlaut eitthvað að vera. Í fyrstu
geymdi hún fílinn í fínu einbýlishúsi,
þar sem hún bjó ásamt eiginmanni
og börnum. Henni tókst með ein
hverjum undarlegum hætti að fela
fílinn. Og þegar hann mölvaði allan
kristalinn og stútaði nokkrum rúðum
þá kenndi hún börnunum um.
Eftir erfiðan feluleik og eftir að
hún hafði sakað börnin um að hafa
gert þau stykki sem á stofugólfinu
mátti finna annað slagið, sá kon
an að hún yrði að finna farsælli leið.
En þar eð fíll er stórvaxið spendýr
og af tegund sem er mikið fyrir úti
vist, kom hús ekki til greina. Konan
brá því á það ráð að gera hringlaga
hljóðmön í garði sínum. Hún fékk
sér skóflu, gróf skurð og fyrr en varði
hafði henni tekist að hrúga upp svo
mikilli mold, að þessi fyrirmyndar
hljóðmön hafði risið í garðinum. Og
til að fela fílinn, sem þarna var eigin
lega einungis á stærð við stóran hund
eða lágvaxinn kálf, brá konan á það
ráð að setja blóm í brekkur manar
innar. Hún gróf sem sagt skurð í garði
sínum og bætti alltaf ofan á mönina,
því blessaður fíllinn stækkaði óðum.
Vikur og mánuðir liðu. Alltaf
stækkaði fíllinn. Mönin í garðinum
var orðin á hæð við húsið og skurð
urinn orðinn afar djúpur. Ef hús
bóndinn spurði um hljóðin sem
komu frá möninni, svaraði konan og
sagði að þetta væri ískur í bíl. Ef ná
grannarnir vildu vita hvað það væri
sem lyktaði svona illa innan manar
innar, svaraði konan og sagði að
börnin væru með slæman niður
gang.
Alltaf stækkaði fíllinn, alltaf hækk
aði mönin, alltaf dýpkaði skurðurinn
og alltaf magnaðist lygin. Og svo var
það eina nóttina þegar konan var að
setja saman enn eina lygina til að
fela fílinn, að hún féll niður í djúpan
skurðinn, hálsbrotnaði og dó.
Margur þráir þras og töf
þegar slær í brýnu,
en lyginn maður grefur gröf
með gáfnafari sínu.
Kristján Hreinsson
Skáldið
skrifar
„Og þegar hann
mölvaði allan krist-
alinn og stútaði nokkrum
rúðum þá kenndi hún
börnunum um.
Hann öskraði á mig
Rafeindavirki lýsir samtali við Hilmar Leifsson. – DV
Ég er mjög pöddufælin Ég elska hana
Hannes Arnar Sverrisson ætlar að hlaupa fyrir móður sína í Reykjavíkurmaraþoninu. – DVErna Guðmundsdóttir og fjölskylda lifðu eins og víkingar í tíu daga. – DV