Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Qupperneq 28
Helgarblað 15.–18. ágúst 201428 Fólk Viðtal Á sólbjörtum sumardegi mælum við Jakob Frímann okkur mót á litlu kaffihúsi í anddyri hostels á Vestur­ götu. Þetta er einn af fáum og vel metnum sólardögum í borginni og kátínan sem fylgir sól­ inni er nánast áþreifanleg í mið­ bænum. Fámennt er á kaffihúsinu enda hafði Jakob, sem þekkir alla króka og kima miðbæjarins, valið það af kostgæfni með það í huga. Það fer hins vegar ekki framhjá þeim fáu sem inni eru þegar Stuðmað­ urinn og miðborgarstjórinn sjálf­ ur kemur inn þráðbeinn í baki með ljósa þykka hárið sitt og heils­ ar með virktum. Eftir að hafa rakið ættir blaðamanns langt aftur og fundið tengingu milli forfeðra okkar kemur Jakob sér fyrir. „Ég hef mikinn áhuga á uppruna mínum og annarra, reyndar hef ég bara mjög mikinn áhuga á fólki,“ segir hann og brosir út í annað þegar blaðamað­ ur spyr vandræðalega hvort viðtalið eigi ekki að snúast um hann. Ríkidæmið töluvert Jakob Frímann þekkja flest­ ir Íslendingar enda hefur hann verið áberandi í menningar­ lífi landans undanfarna áratugi. Tónlistarmaður fram í fingurgóma sem er hvergi nærri hættur þrátt fyrir að vera orðinn 61 árs. Reynd­ ar segist hann eiginlega hálfpart­ inn skammast sín fyrir það hvað hann er glaður með lífið. Hann er enda kannski í öðru hlutverki en flestir jafnaldrar hans, verandi fað­ ir tveggja lítilla stúlkna; Jarúnar 7 ára og Katrínar Borgar 2 ára. Auk þess á hann fyrir tvær dætur með fyrri eiginkonu sinni; fósturdóttur­ ina Ernu og svo Bryndísi. Síðan er hann orðinn fjórfaldur afi og því ríkidæmið talsvert. „Um þetta snýst lífið,“ segir hann og fær sér kaffisopa. „Þegar allt kemur til alls þá eru það manns nánustu og að heilsan sé í lagi sem skiptir máli. Í mínum nánustu er mitt ríkidæmi falið því ég er ekki svona efnamað­ ur í hinum hefðbundna skilningi,“ segir hann. „Ég hef aldrei haft það sem leiðarljós eða útgangspunkt, bara rétt að eiga nóg. Ríkidæmi felst ekki í verald legum eignum eða peningum heldur felst það í lífinu sem þú lifir. Í þeim skilningi þá er mér mjög vel borgið.“ Sjarmi gengur í ættir Reyndar hefur Jakob alltaf haft mik­ inn áhuga á heilsu og heilsutengd­ um málefnum og stóð til hjá honum að fara í læknisfræði þegar hann kláraði menntaskólann. Tónlistin varð þó ofan á en hann dreymdi þó lengi vel um að láta verða að því að fara í læknisfræði. „Bryndís dóttir mín hefur þennan áhuga líka og var að hugsa um að fara í læknisfræði. Það stóð reyndar til að ef hún færi þá færi ég með henni. Svo ákvað hún að láta ekki verða af því.“ Hann hefur líka mikinn áhuga á ættfræði og eftir að hafa rakið ættir blaða­ manns langt aftur og komist að tengslum frændfólks okkar liggur Mótlætið dulbúin gæfa Hann er svo glaður og sáttur við lífið að hann eiginlega skammast sín fyrir það. Miðborgarstjórinn, Stuðmaðurinn, faðirinn, afinn og eiginmaðurinn Jakob Frímann Magnússon hefur gleðina að leiðarljósi í öllu því sem hann gerir. Þegar hann skildi fyrir 14 árum bjóst hann ekki við að finna hamingjuna á ný en það kom honum skemmtilega á óvart hversu margar vildu elska 47 ára gamlan mann. Hann er ástfanginn upp fyrir haus og segist ekki finna fyrir aldrinum en passar að hugsa vel um sig til þess að geta verið til staðar sem lengst fyrir dætur sínar, sú yngsta er tveggja ára. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is „Við höfum aldrei rifist

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.