Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 30
Helgarblað 15.–18. ágúst 201430 Fólk Viðtal
þurfum að líkindum að læra betur
að standast slíkar freistingar og
sneiða hjá því sem klárlega er okkur
óhollt,“ segir hann.
Algjörlega streitulaus
Það er nóg að gera hjá Jakobi. Hann
sinnir tónlistargyðjunni og starfar í
fullu starfi sem framkvæmdastjóri
Miðborgarinnar okkar. „Ég hef auð-
vitað mjög margt á minni könnu fyr-
ir utan það að vera pabbi og maki,
en mér finnst ég höndla það betur
og án streitu – sem betur fer,“ segir
hann og upplýsir leyndarmál sitt að
baki streitulausu lífi.
„Það spyrja mig margir að þessu.
En ég er svo slakur innan í mér þótt
ég sé með marga bolta á lofti. Og ég
þakka það – og hef sagt það áður –
því að hafa verið skikkaður til píanó-
náms. Að vaxa upp við það að læra
að senda skipanir samtímis til 10
fingra og jafnvel tveggja fóta; vera
með eyru og augu og öll skilningarvit
vakin samtímis, það er svona stærsti
og besti undirbúningur undir það
sem á ensku heitir „multi-tasking“.
Þetta þakka ég foreldrum mínum.“
Og hann segist miðla þeim lærdómi
áfram til sinna dætra.
Miðlar áfram
„Fyrsta sem ég legg áherslu á er að
dætur mínar læri á píanó því ég
held að það sé farsæl leið til þroska.
Að þroska heilann og efla skyn og
greind. Ég er svo innilega þakk-
látur foreldrum mínum fyrir það
veganesti sem þau veittu mér. Síð-
an það að búa að þessu sem full-
orðinn einstaklingur, geta sest við
hljóðfærið að loknum degi eða á
miðjum degi þess vegna og spilað
af fingrum fram eða samið nýtt lag.
Ef það væri einhver vottur af streitu
þá myndi hann sannarlega líða úr
manni við það,“ segir hann sann-
færandi.
Mikilvægt að fyrirgefa
Reyndar segist hann láta fátt
koma sér úr jafnvægi. „Ég reynd-
ar læt eiginlega ekkert stressa mig.
Það eina sem hefur valdið mér
nokkru hugarangri upp á síðkastið
er þetta viðvarandi getuleysi þar
til bærra alþjóðastofnana eins og
Sameinuðu þjóðanna og öryggis-
ráðsins og annarra við að stemma
stigu við fjöldamorðum sem eiga
ekki að umbera árið 2014. Það er
villimennska í anda miðalda – ekki
21. aldar. Ég hef látið það ræna
mig gleðinni nokkrum sinnum að
undanförnu ef ég leiði að því hug-
ann. Til að jafna upp geð mitt þá
gleðst ég yfir svo mörgu öðru. Ég
gleðst yfir mínum nánustu sem lífs
eru,“ segir hann og telur það afar
mikilvægt að láta ekki neikvæðnina
taka völdin.
„Gremja og ergelsi er númer eitt
að halda sér frá. Það á að hrista af
sér leiðindin jafn harðan ef þau
leita á þig. Fyrirgefa. Og vera ekki
að hanga í einhverri fortíð sem var.
Vera sterkur í núi. Ég ber ekki kala
til nokkurs manns og er alveg full-
komlega sáttur við það sem að mér
snýr. Ef eitthvað pirrar mig þá er ég
fljótur að finna gleðina sem vegur
upp á móti því,“ segir Jakob.
Gömul og sterk vináttubönd
Og af því að við erum á gleðinót-
unum þá er ekki úr vegi að minn-
ast á það sem veitir honum svo
mikla gleði þessa dagana. Það eru
æfingar með gömlu félögunum úr
Stuðmönnum. Æskuvinir sem flestir
hafa þekkst í og yfir hálfa öld og hafa
vinaböndin haldist í gegnum árin.
Nú koma gömlu félagarnir saman
enn á ný og halda stórtónleika í
Hörpu þann 6. september næst-
komandi. Þá verður platan Tívolí,
sem mörgum þótti marka tímamót í
íslenskri tónlistarsögu, spiluð í heild
sinni og öllu tjaldað til. Það er vel við
hæfi að halda tónleikana núna því
í ár eru 40 ár frá fyrstu útgáfu sveit-
arinnar. „Það er eitt af því sem gleð-
ur mig hvað mest þessa dagana, það
er þetta er samneyti við gömlu vin-
ina. Þessi vinátta er mjög dýrmæt og
góð. Hljómsveitin hefur tekið sér hlé
svona inn á milli. En það er af ýms-
um ástæðum sem að menn kannski
kjósa að draga sig í hlé en það er því
mun skemmtilegra þegar við kom-
um saman aftur,“ segir hann.
Hljómsveitin kom aftur saman í
tilefni sextugsafmælis Valgeirs Guð-
jónssonar fyrir tveimur árum en þá
hafði hún verið í nokkurra ára hléi.
„Síðan vorum við með tónleika í
tilefni 30 ára afmælis Með allt á
hreinu-plötunnar, þá kaus Þórður
Árnason að vera ekki með, honum
fannst nóg hafa verið gert í kring-
um afmæli Valgeirs og ákvað að taka
ekki þátt í þessu. Hann kom okkur
öllum verulega á óvart með viðmóti
sínu. Við vorum hissa og höfum ver-
ið síðan. Guðmundur Pétursson
gekk til liðs við okkur þá. Nú lítum
við á Guðmund sem okkar nýja liðs-
mann og það til frambúðar, Þórður
hefur bara ákveðið að sitja hjá. Farn-
ist honum vel, hann er frábær mús-
íkant og textaskáld og í raun stór-
merkilegur náungi,“ segir hann.
Mikið fagnaðarefni að fá
Sigurð Bjólu til baka
Jakob segir gaman hjá félögunum
þegar þau koma saman. Það séu
allir í miklu stuði og allir á þeim
stað að vilja spila sem mest saman.
Ragnhildur er þó í Bretlandi um
þessar mundir þar sem hún er
búsett en kemur heim á næstu dög-
um til að taka þátt í að æfa fyrir tón-
leikana. „Þetta er bara tóm ham-
ingja, gleði og það eru allir komnir
á þann stað að vera bara njóta þess
ef við erum að gera eitthvað svona.
Svo var eitt mesta fagnaðarefni síð-
ari tíma Stuðmannasögunnar þegar
Sigurður Bjóla fór að hafa samband
að fyrra bragði. Jafn dýrmætur liðs-
maður og mikilvægur og hann var
þá helgaði hann sig annars kon-
ar nálgun, hljóðmennsku, upp-
tökutjórn og að semja fyrir leikhús.
Hann er að upplagi mjög frumlegt
skáld. Þegar hann fór að hafa sam-
band að fyrra bragði aftur þá var því
mjög fagnað,“ segir Jakob.
Alltaf verið góðir vinir
Samstarf Stuðmanna hefur í gegn-
um árin gengið í gegnum ýmis-
legt. Valgeir Guðjónsson hætti í
bandinu til þess að sinna sólóferli
sínum en kom aftur til liðs við sína
gömlu félaga, eins og áður sagði,
fyrir nokkrum árum. Ragnhildur
hóf masternám í tónsmíðum 2005
og hætti þá að starfa með sveitinni.
Þau spila hins vegar öll
saman í dag, fyrir utan
Þórð, og segir Jakob
það vera lítið mál að
vera í hljómsveit með
fyrrverandi eiginkonu
sinni. „Við höfum ver-
ið góðir vinir frá fyrstu
tíð. Það tók mig langan
tíma að jafna mig og
átta mig á þessu öllu
saman. En við höfðum
vinsemd, virðingu og
samvinnu að leiðar-
ljósi frá því við ákváð-
um þetta. Þegar mað-
ur lendir í svona þá
skaltu, ef það eru börn
í spilinu, setja börnin
þín í fyrsta sæti, mak-
ann í annað sæti og
sjálfan þig í þriðja. Ég
veit um félaga mína
sem hafa tekið þetta
heimatilbúna hollráð
til eftirbreytni og það
hefur reynst farsælast af öllu. Ef
þér þykir vænt um barnið þitt þá
skaltu láta þér þykja vænt um móð-
ur þess og sjá til þess að hún hafi
ekki hugarangur af því sem verða
vill,“ segir hann.
Kannski ný mynd
Nú æfa þau á fullu fyrir tónleikana
og hlakka til að koma saman enda
var Tívolí líklega sú plata Stuð-
manna sem notið hefur hvað mestra
vinsælda. „Þetta er sú plata sem fékk
kannski hvað bestar viðtökur gagn-
rýnenda og tónlistar unnenda þegar
hún kom út. Hún byggði á grunn-
stefi sem var hægt að samsama
sig við. Tívolígarðurinn var spegil-
mynd samfélagsins sem allir voru
að velta fyrir sér. Þegar víglínurn-
ar voru afstaðan til Ameríku annars
vegar og Sovétríkjanna hins vegar.
Lögin hafa öll einhverja samsvör-
un, þau hafa öll einhvern karakter
eða viðfangsefni sem snertir okkur.
Lögin hafa lifað á lagalistum okkar
ansi mörg í gegnum tíðina. Þetta er
svona yrkisefni sem gefur tilefni til
mjög litríkrar og fjölbreyttrar upp-
færslu,“ segir hann. Upprunalega
átti myndin Með allt á hreinu að
vera myndin Tívolí. Það breyttist þó
en hann segir allt eins líklegt að ein-
hvern tímann verði Tívolí að mynd.
„Það er alveg möguleiki á því að
hún verði gerð,“ segir hann nokkuð
leyndardómsfullur.
„Við erum að kalla til marga góða
liðsmenn til að gera þetta skemmti-
legt með okkur,“ segir hann um tón-
leikana. „Við hlökkum virkilega mik-
ið til að leika í Hörpu 6. september,“
segir Jakob og síminn hringir. Birna
Rún er á línunni að athuga hvort
hann sæki ekki örugglega stelpurn-
ar. Þegar það er búið fer hann á æf-
ingu með Stuðmönnum sem æfa
nú nánast alla eftirmiðdaga þar til
kemur að stóru tónleikunum. Æf-
ingar fara fram í miðbænum og má
heyra þekkta Stuðmannatóna óma
um Vesturgötuna seinni part dags.
Alsáttur og kátur
Að lokum segist Jakob bara vera
sáttur við sitt, hlakka til spennandi
verkefna og að fá að lifa hvern dag.
Hann er kominn langt á veg með
plötu með eigin efni sem líklega
kemur út í byrjun næsta árs. „Það
að mega vakna með fjölskyldunni,
það að mega ganga til starfa og síð-
an setjast við slaghörpuna að kvöldi
dags og láta sér ef til vill detta eitt-
hvað skemmtilegt í hug – ég bið
ekki um neitt meira en það. Nema
það að gömlu vinirnir vilji blása
til tónleika svona öðru hvoru með
mér. Þá er ég bara harla kátur og
sáttur við mitt hlutskipti.“ n
„Ég er
síkátur.
Þau eru það líka
börnin og það
smitast á milli.
Stuðmenn Þau eru vinir í blíðu og stríðu enda þekkst í
og yfir hálfa öld mörg hver í hljómsveitinni Stuðmönnum.
Gleðin við völd Jakob hefur gleðina að
vopni í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur.
Hann segist vera svo glaður að stundum
skammist hann sín fyrir það.
Mynd ÞorMAr ViGnir GunnArSSon