Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Page 33
Helgarblað 15.–18. ágúst 2014 Fólk Viðtal 33 starfsfólk Borgarleikhússins hafi þótt leitt að missa hann og að það hafi verið stórkostlegt að vinna með hon- um. „Starfsfólk RÚV er mjög hepp- ið að fá hann til liðs við sig,“ segir hún og tekur fram að þessi ákvörðun hans hafi ekki komið henni á óvart. „Mér finnst skiljanlegt að fólk vilji taka nýjum áskorunum og held að þetta hafi verið mjög eðlilegt næsta skref fyrir hann.“ Í ljósi tímasetningarinnar velti Kristín því vel fyrir sér hvort hún myndi sækjast eftir starfi leikhús- stjóra. Eins og fyrr segir var hún ný- komin úr fæðingarorlofi og var að leikstýra verki í húsinu. „Ég tók síð- an ákvörðun um að fara inn í um- sóknarferlið, lagði allt mitt í það og þetta var niðurstaðan. Stjórn Leikfé- lags Reykjavíkur hefur sýnt mér mik- ið traust og er ég þakklát fyrir það. Þetta er mjög mikil áskorun og mér er mjög í mun að vanda mig.“ Lærði í Danmörku og Englandi En hvað varð til þess að Kristín ákvað að taka þessa beygju af tón- listarbrautinni og yfir í leikhúsið á sínum tíma? „Leiklistaráhuginn kviknaði á menntaskólaárunum en þá skráði ég mig í leikfélag Kvenna- skólans, Fúríu, og lék þar í nokkrum sýningum. Þarna opnaðist alveg nýr heimur fyrir mér. Þetta er á þessum árum þegar maður er rosalega leit- andi og forvitinn og er að gera allt í fyrsta sinn. Um tíma hafði ég hug á því að verða leikkona en fór síðan að skoða fræðilegu hliðina á leikhúsinu og sé ekki eftir því.“ Kristín lærði leikhúsfræði í Dan- mörku og fór í kjölfarið í starfsnám í Þjóðleikhúsinu. „Ég var eins og svampur á þessum tíma,“ rifjar hún upp. „Ég fylgdist með öðrum leik- stjórum og lærði af þeim. Þetta var mjög dýrmætur tími en ég var þarna í þrjú ár að vinna með ýmsum leik- hópum og leikstýrði einnig tveimur verkum sjálf. Ég þróaði minn stíl og sá betur hvert ég vildi stefna.“ Í kjölfarið sótti Kristín um leik- stjórnarnám í London og fór í eins árs meistaranám í leikstjórn árið 2006. „Þetta var alveg ótrúlega lær- dómsríkur tími. Þegar maður er bú- inn að prófa að vinna eftir BA-nám þá veit maður betur hvað maður vill gera. Það er gott að vera kominn með smá þroska þegar maður fer í skóla því viðhorf manns gagnvart skóla á yngri árum er oft á þá leið að þetta sé eitthvað sem maður þurfi að gera. Við vorum aðeins sextán saman í bekk og mynduðum mjög sterk tengsl. Maður fékk að reka sig á og prófa hugmynd- ir sínar. Ég mótaðist því mjög mikið sem leikstjóri á þessu ári.“ Grímuverðlaun 2008 Þegar heim var komið fékk Kristín strax leikstjórnarverkefni í Þjóðleik- húsinu. Sú sýning, Sá ljóti, naut mik- illar velgengni og var Kristín valin leikstjóri ársins á Grímuverðlauna- hátíðinni árið 2008. „Eftir það fóru hjólin að snúast,“ rifjar Kristín upp en sama ár fékk hún fastráðningu í Borgarleikhúsinu. Þar setti hún að meðaltali upp tvær leiksýningar á ári en meðal vinsælla verka eru meðal annars Fólkið í kjallaranum og Svar við bréfi Helgu. Kristín hefur lagt áherslu á ný íslensk leikverk og afger- andi samtímaverk á borð við Rústað eftir Söru Kane sem sýnt var í Borgar- leikhúsinu árið 2009. Kristín á Þjóðleikhúsinu mikið að þakka þó svo að hjartað sé sannar- lega dökkfjólublátt í dag. Hún seg- ist ekki finna fyrir því að það sé ríg- ur milli stóru leikhúsanna á Íslandi heldur geti þau þvert á móti unnið vel saman. „Fyrst og fremst finnst mér mikilvægt að það sé gerð góð leiklist á Íslandi. Ef fólk fer að sjá góða leik- sýningu í Þjóðleikhúsinu eru meiri líkur á að það fari aftur í leikhús.“ Umdeildar uppsagnir Stuttu eftir að Kristín tók við starfi leikhússtjóra tilkynnti hún breytingar á leikhópnum á nýju leikári. Breytingarnar urðu mjög umdeildar og vöktu hörð viðbrögð. Þremur leikurum var sagt upp samningum; Hönnu Maríu Karlsdóttur, Theodóri Júlíussyni og Hallgrími Ólafssyni. Viðbrögðin voru ekki síst harkaleg vegna hás starfsaldurs Hönnu Maríu og Theodórs en þau hafa bæði starfað fyrir Leikfélag Reykjavíkur um árabil og ekki langt í að þau komist á eftir- launaaldur. Uppsagnirnar voru í kjöl- farið endurskoðaðar og að endingu náðist samkomulag um að þau muni bæði starfa áfram hjá Leikfélagi Reykjavíkur. „Það er mjög eðlilegt að leikhússtjóri fari yfir leikarahópinn og geri þær mannabreytingar sem hann telur vera þörf á út frá verkefna- vali og listrænum áherslum. Ég tók þessar ákvarðanir algjörlega á þeim grundvelli. Hins vegar var starfsaldur þessara tveggja leikara vanmetinn og ákvörðunin því endurskoðuð,“ segir Kristín þegar blaðamaður innir hana eftir útskýringum á þessari ákvörðun. „Málinu er algjörlega lokið með full- um sáttum. Ferlið var mjög lærdóms- ríkt fyrir mig og ég er afar þakklát fyrir hvernig tókst að leysa það. Ég vil vera þannig stjórnandi að ég geti viðurkennt þegar mér verður á og það er mjög mikilvægt í samfélaginu í dag að við þorum að stíga fram og ræða hlutina. Það á ekki að ríkja sátt um listina. Fólk á að hafa skoðanir á henni og það á að vera stöðug um- ræða í gangi.“ Ótrúlega flott Lína Komandi leikár er fyrsta heila leikár Kristínar sem leikhússtjóri. „Ég er full tilhlökkunar,“ segir hún aðspurð hvaða tilfinningar hún fari með inn í leikárið. „Ég hlakka til að kynna leik- árið fyrir áhorfendum sem er að þessu sinni bæði fjörugt og framsækið.“ Meðal sýninga sem Borgarleik- húsið setur upp í haust er saga Astrid Lindgren af Línu langsokk. Það er leikkonan Ágústa Eva Erlendsdótt- ir sem mun bregða sér í hlutverk Línu. „Hún er ótrúlega flott Lína og ég hlakka til að kynna hana og þetta verk fyrir áhorfendum. Lína er stór- kostleg fyrirmynd og þetta er barna- leikrit með flottum boðskap. Það er fátt mikilvægara en að setja upp barnasýningar með alvöru inni- haldi,“ segir Kristín. „Þá erum við með fjölmörg ný ís- lensk verk á leikárinu og svo munum við einnig, sem mér finnst mjög mik- ilvægt, kynna nýja strauma og stefn- ur fyrir áhorfendum. Við munum setja upp nokkur ný samtímaverk og þá má einnig sjá klassík í nýjum bún- ingi. Það sem ég hef verið að bæta inn í leikárið núna eru vinnustofur listamanna sem verða hérna í hús- inu og þá verðum við með sýningu í haust eftir Kviss Búmm Bang. Það er þátttökuleikhús þar sem áhorfendur munu ferðast um allt Borgarleikhús- ið. Mjög óhefðbundin og skemmtileg sýning,“ segir Kristín. Stóra sýning Borgarleikhússins á næsta ári verður síðan sagan af Billy Elliot. Billy verður engum líkur Breska kvikmyndin Billy Elliot vakti töluverða athygli þegar hún kom út árið 2000 og vann til fjölmargra verð- launa. Sagan segir af ungum dreng, Billy Elliot, sem elst upp í kolanámu- bæ en uppgötvar fyrir slysni að hann er fæddur til þess að dansa. Bergur Þór Ingólfsson, sem leikstýrði með- al annars Mary Poppins í Borgarleik- húsinu, mun leikstýra verkinu og þá kemur Baltasar Kormákur að fram- leiðslu sýningarinnar. „Þetta er ör- ugglega stærsta verkefni sem leik- húsið hefur ráðist í,“ segir Kristín. „Það hefur verið langþráður draum- ur hjá leikhúsinu að setja upp þessa sýningu en okkur reyndist erfitt að fá réttinn að verkinu. Lykilatriðið er að drengurinn sem leikur Billy sé stór- kostlegur og fái áhorfendur til þess að missa kjálkann í gólfið. Við leggj- um alveg rosalega mikinn metnað í valið á Billy.“ Sex drengir voru valdir úr hópi hundruð drengja sem fóru í áheyrnarprufur. Þeir hafa verið á stíf- um æfingum og markvissri þjálfun í allt sumar í von um að hreppa hlut- verkið. „Strákarnir þurftu að leggja allt annað til hliðar,“ segir Kristín, „fótbolta, samkvæmisdansa og allt sem þeir voru að gera áður. Þeir hafa varla fengið neitt sumarfrí og eru búnir að vera hér fimm daga vik- unnar í allt sumar undir handleiðslu danskennara frá Bretlandi, ásamt fimleikaþjálfara og leiklistar- og söngkennara. Ég fór inn á æfingu hjá þeim um daginn og þeir eru ótrúleg- ir,“ segir Kristín en undir lok mánað- ar verða síðan valdir þeir tveir sem munu skipta með sér hlutverkinu. „Þetta verður flugeldasýning Borgarleikhússins ár,“ segir Kristín Eysteinsdóttir að lokum og lofar mik- illi veislu fyrir áhorfendur. „Íslenski Billy Elliot verður engum líkur.“ n „Svo þegar ég var svona sautján, átján ára varð ég bara skotin í konu. „Við lítum á það sem ótrúlega gjöf að hafa eignast barn“ Full tilhlökkunar Kristín lofar flugeldasýningu í Borgarleikhúsinu í vetur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.