Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 34
Helgarblað 15.–18. ágúst 201434 Neytendur Tíndu þína eigin ofurfæðu n Farðu í berjamó og sparaðu þúsundir króna N ú fer berjatíminn að hefjast víða um land og margir berjaunnendur hafa þegar tekið forskot á sæluna og haldið í berjamó með ágæt- um árangri. Bláber, þá helst aðalblá- ber, eru vinsæl meðal landsmanna enda kjörið að næla sér í vetrar- forða af þessum náttúrulega holl- ustugjafa sem vex í villtri náttúru Ís- lands. En fyrir þá sem eru mikið fyrir bláber þá er ekki síður sniðugt sparnaðarráð að tína vel af bláberj- um til að eiga í frystinum í haust og vetur. Kílóið af ferskum, innfluttum bláberjum kostar um og yfir fjögur þúsund krónur úti í matvöruverslun, svo það getur verið afar hagkvæmt og skemmtilegt að gera sér dagsferð með fjölskyldunni í berjamó og sækja sér nokkur kíló. Þetta þarftu að vita áður en þú leggur í hann. Ekki dýrt að byrja Ef þú ert byrjandi í berjatínslu þá þarftu ekki að örvænta. Það er ekki svo dýrt að byrja. Gott er að eiga berjat- ínur þótt margir kjósi að handtína öll sín ber. Hægt er að kaupa berjat- ínur, meðal annars í Húsasmiðjunni, og kosta þær á bilinu 1.900 og 3.000 krónur eftir tegundum. Hafa ber þó í huga að berin geta kramist þegar notaðar eru berjatínur auk þess sem aukahlutir geta slæðst með. Ef út- lit berjanna skiptir höfuðmáli fyrir þig þá er mælt með að þú handtínir. Síðan þarftu góð ílát, fötur eða tunn- ur undir afraksturinn, eftir því hversu stórtækur þú ætlar þér að vera. Ef þú ert að rýna í hagkvæmni og sparnað sem hlýst af því að tína ber- in sjálfur þá er sjálfsagt að taka með í reikninginn að þú munt að öllum lík- indum þurfa að keyra út fyrir bæ eða borg til að komast í gott berjalyng, með einhverjum eldsneytiskostnaði. En það er auka atriði. Dýrt úti í búð Íslendingar flytja inn tugi tonna af bláberjum á ári hverju enda hafa þau verið markaðssett sem ofurfæða og hafa notið mikilla vinsælda í boozt- drykki til viðbótar við hefðbundnar sultur, saft og eftirrétti. Nú finnur þú í frystihólfum flestra matvöruverslana einnig úrval af frosnum berjum, þar á meðal blá- berjum, og eru venjulega hagstæðari kaup í þeim en þessum fersku. Fersku bláberin geta nefnilega verið dýr. Í Hagkaupum kostar 125 gramma askja af perúskum bláberjum 499 krónur. Til að setja það magn og verð í sam- hengi þá þarf 300 grömm af bláberj- um í eina bláberjaostakökuuppskrift. Þú yrðir því að kaupa þrjár öskjur á tæpar 1.500 krónur í eina slíka. Það telur. Gott ráð fyrir frystingu Til samanburðar þá getur meðal- berjatínslumaður gert ráð fyrir því að tína nokkra lítra af berjum á klukku- tíma, eftir aðferð og aðstæðum. Þessu mikla magni af berjum sem þú hyggst ekki nota strax má síðan henda í frystikistuna eða hólfið, því ber geymast vel í frysti. Passaðu bara að vera búinn að snyrta og þrífa ber- in fyrir frystingu. Hér er svo gott ráð, sem tekur þig smá tíma en mun pott- þétt verða þess virði. Gott er að setja einfalt lag af berjum á bökunarpapp- ír og frysta í smástund til að koma í veg fyrir að þau festist saman. Síðan eru þau sett í plastpoka í hæfilegum skammtastærðum. Berin nú fyrir norðan og austan „Þessi áhugi fer bara vaxandi. Bæði meðal almennings, fyrirtækja í mat- vælaiðnaði og veitingabransa sem fær fólk til að tína fyrir sig. Svo er farið að pakka berjum í sölu,“ seg- ir Þorvaldur Pálmason, einn helsti berjaáhugamaður Íslands og einn forsvarsmanna vefsíðunnar Berja- vinir.com sem er einnig afar virk á Facebook. Þorvaldur segir að í ár sé aðalbláberin einkum að finna á Norð- urlandi og á Austfjörðum. „Til að bláber þroskist þurfa þau hlýindi en líka sól og það hefur verið mjög lítið af henni hér sunnan- og vestanlands. Það er því ekki mikið af bláberjum þar enn sem komið er en maður heldur í vonina að þau komi.“ Svo brýnir Þorvaldur fyrir fólki að vanmeta ekki þá miklu auðlind sem krækiberin eru. Ekki vanmeta krækiberin „Krækiber koma næst aðalbláberjum í hollustu og er að finna víða enda al- gengasta lyngið í landinu. Það er auð- velt að tína þau, auðvelt að hreinsa þau og hægt að gera allt mögulegt úr þeim. Mér finnst þetta vanmetin auð- lind því þau eru svo algeng og eru alls staðar núna,“ segir Þorvaldur sem segir að sér finnist krækiberjasaft- in afar góð. „Þannig að ekki van- meta krækiberin!“ segir hann léttur í bragði. „Þar sem þú finnur kræki- berjalyng þar áttu von á krækiberj- um. Þetta er svakaleg auðlind sem við eigum.“ Fylltu frystikistuna Þorvaldur segir ekkert leyndarmál að geysimikil hagkvæmni sé falin í því að tína ber. „Hér áður fyrr voru menn að búa til saft, sultur grauta og fleira og settu þá saft í flöskur og mikinn sykur í. Þetta held ég að tilheyri for- tíðinni, þegar menn höfðu ekki önn- ur geymsluúrræði. Nú er hægt að búa til saft og geyma hana og nota hana jafnóðum með því bara að frysta hana, annaðhvort í plastflöskum eða klakapokum sem mér finnst voða spennandi – að láta saftina renna eins og hún kemur af berjunum í klaka- poka og svo er hægt að taka klaka og setja í boozt-ið jafnóðum.“ Og hann lætur fylgja með eitt heilræði á léttu nótunum að lokum: „Menn ættu að kaupa sér stærstu frystikistu sem þeir geta fundið, koma henni fyrir í bílskúrnum og fylla af klakapokum með saft!“ Hægt er að fylgjast með berjavinum og taka þátt í að færa berjaáhugamönnum fréttir af berjalöndum og uppskeru á Facebook-síðunni, Berjavinir. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Sveinn Rúnar Hauksson, Þorvaldur Pálmason og Konráð Pálmason Bræðurnir Þorvaldur og Konráð halda utan um vefsíðuna Berjavinir.com og þeim til halds og trausts er læknirinn og berjamaðurinn mikli Sveinn Rúnar. Hér finnur þú aðalbláber Veður far ræður miklu um hvar bestu berja- löndin eru á Íslandi hverju sinni. Vestfirðir og Norðurland hafa notið mikilla vinsælda sem og Austfirðir en á þessu korti frá Nátt- úrufræðistofnun Íslands má sjá útbreiðslu aðalbláberjalyngs á landinu. MynD náttúRuFRæðiStoFnun ÍSlanDSAðalbláber Aðalbláber finnast helst hér á landi á Vestfjörðum, Norðurlandi og Aust- fjörðum en þau vaxa víða, til dæmis á Vesturlandi þar sem Borgarfjörður, Dalasýsla og Snæfellsnes hafa reynst gjöful svæði. En hvernig þekkir þú hin eftirsóttu aðalbláber? Þau eru frábrugðin venju- legum bláberjum að því leytinu til að þau eru dekkri og geta bæði verið blá og svört. Á Norðurlandi, til dæmis í Svarfaðardal, eru svörtu berin nánast ríkjandi og Svarfdælingar kalla þau aðalber. Lyng aðalbláberja er ljósgrænt með tenntum blöðum. HEiMilD: BERJaviniR.coM Berjauppskriftir Aðalbláberjasaft n Hrat af 3 kg af bláberjum n 2 lítrar vatn n 750 gr sykur n Safi úr einni sítrónu n 1 msk. vínsýra í hvern lítra aðferð: Setjið hratið af berjunum í pott með 2 lítrum af vatni og látið sjóða í 15 mínútur. Strengið grisju yfir ílát og hellið berjunum í hana. Mælið saftina og hellið henni í pott. Bætið við sykri og sítrónusafa. Látið sjóða í 5 mínútur. Takið pottinn af hellunni og blandið vínsýru út í. Hellið heitri saftinni í heitar og hreinar flöskur og lokið strax. Bláberja­ ostakaka Botn n 4 dl möndlur n 3 dl döðlur n 1/2 tsk. Himalaya-salt aðferð: Allt sett í mat- vinnsluvél og hrært þar til allt loðir vel saman. Sett í silíkonform og pressað vel niður og þannig búin til „skál“ upp á kantana. Fylling n 3 dl kasjúhnetur n 2 dl kókosolía n 1 dl vatn n 1 dl sæta (t.d. hunang, kókossíróp, agave) n 1 tsk. vanilluduft n 1/2 tsk. Himalaya-salt n 300 gr bláber aðferð: Allt nema berin sett í matvinnsluvél og blandað þar til fyllingin verður silkimjúk. Bláberjunum svo blandað varlega saman við og öllu hellt í botninn. Sett í frysti í að minnsta kosti átta tíma og tekið út um það bil tveimur tímum áður en borið er fram. Krækiberjasaft n 3 kg krækiber n 2 lítrar vatn n 40 gr vínsýra n 250– 500 gr sykur í hvern lítra af safa aðferð: Hreinsið og skolið berin ef þess gerist þörf. Hakkið þau eða merjið í berjapressu. Leysið vínsýruna upp í vatninu og blandið upp- lausninni í berjamaukið. Látið standa í 24 tíma. Hellið á síu og látið saftina síga vel frá hratinu. Mælið saftina og blandið sykrinum saman við hana. Hrærið í þar til sykurinn er runninn. Hellið saftinni á hreinar og soðnar flöskur og lokið þeim strax. Geymið saftina á köldum og helst dimmum stað. *uPPSKRiFt: lEiDBEininGaStoD.iS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.