Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2014, Blaðsíða 41
Lífsstíll 41Helgarblað 15.–18. ágúst 2014 Stelpur spila sig heimskar Stelpur upplifa að þær þurfi að spila sig heimskar svo þær ógni ekki strákum. Þetta kemur fram í rannsókn dr. Mariu do Mar Per- eira við háskólann í Warwick. Í rannsókninni kom einnig fram að 14 ára drengir telja að stúlkur á þeirra aldri ættu ekki að vera jafn gáfaðar og þeir. „Staðalímyndir kynjanna eru afar sterkar. Ungt fólk mótar sína hegðun svo það passi í þau hólf sem samfélagið úthlutar þeim,“ segir Pereira sem segir erfitt fyrir karla að vera í sambandi með konu sem sé gáfaðri en þeir. Slíkt grafi undan karlmennsku þeirra. Misvísandi ráðleggingar Ráðleggingar tannlækna og tann- kremsfyrirtækja um það hvernig best sé að bursta tennur eru óviðunandi misvísandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rann- sóknar vísindamanna við UCL- háskólann. „Almenningur þarf skýrar upplýsingar um bestu aðferðina þegar kemur að tannburstun,“ segja forsvarsmenn rannsóknar- innar sem segja núverandi ráð- leggingar afar mismunandi eftir tannlæknum og fyrirtækjum. Rannsóknin, sem byggði á ráðleggingum tannlækna og tannkremsfyrirtækja í tíu lönd- um, birtist í tímaritinu British Dental Journal. Leiktu þér með skammta- stærðina Að leika sér með skammtastærð- ir af hollum og síður hollum mat virkar betur en að ætla að útrýma óhollustu úr mataræðinu. Þetta kemur fram hjá Kelly L. Haws, prófessor við Vanderbilt's Owen Graduate-skólanum. Haws mælir með því að þeir sem vilji tileinka sér hollari matar venjur minnki skammta af óhollum mat en stækki skammta af hollum mat í stað þess að sniðganga uppáhalds óholla matinn sinn. Í nokkrum rannsóknum fundu Haws og félagar hennar það sem þau kalla „taste-health balance point“, sem eru þau hlutföll af hollum og óhollum mat sem veita okkur seddutilfinningu. Algeng- ast sé að óholli maturinn þurfi að vera fjórðungur til helmings af heildarskammtinum. „Hentar öllum sem hafa áhuga á mat“ n Alþjóðlegi veitingahúsadagurinn á sunnudag n Opnaðu veitingahús í einn dag Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is Þ etta er algjör gleðidag- ur sem er til þess að auka fjölbreytni í matarmenn- ingu og gefa fólki vettvang fyrir tilraunastarfsemi,“ segir Edda Kristín Sigurjónsdótt- ir, einn aðstandenda Restaurant Day á Íslandi sem fram fer á sunnu- daginn. Um er að ræða alþjóðlegan veitingahúsadag þar sem hver sem er getur opnað veitingastað í einn dag. Blaðamaður ræddi við Eddu Kristínu og kollega hennar, Sari Peltonen, um þessa skemmtilegu hugmynd sem nýtur meiri vinsælda með hverju árinu. Góð viðbót í matarmenninguna „Vinir mínir í Finnlandi byrjuðu með þetta árið 2011 og á þremur árum hefur þetta vaxið og dafnað og er nú komið til fjölmargra landa,“ segir Sari, sem sjálf er frá Finnlandi. „Það er alltaf einn Restaurant Day á hverri árstíð svo það eru fjórir svona dagar á ári. Hugmyndin er sú að í einn dag geti hver sem er stofn- að veitingastað.“ Sari segir Restaurant Day afar stóran viðburð í Helsinki; göturnar séu hreinlega fullar af litlum tjöld- um og veitingastöðum þar sem alls konar fólk selji alls konar mat. Hún og Edda vonast til að með tímanum nái dagurinn jafn miklum vinsæld- um hér á landi og í Finnlandi. „Þetta er hugmynd sem við eig- um okkur draum um að finni sér fótfestu,“ segir Edda. „Þetta er svo góð viðbót í matar- menninguna á Íslandi enda vett- vangur fyrir margt ólíkt því það rúmast svo margt innan þessar- ar hugmyndar. Það er mjög ein- föld umgjörð og svo gerir maður úr henni það sem maður sjálfur brennur fyrir.“ Mikil fjölbreytni Hugmyndin rataði til Íslands í febrúar 2012. Þá opnuðu alls fjórtán veitingastaðir víðs vegar um landið, svo sem í Reykjavík, á Akra- nesi, Seyðisfirði og Ísafirði, og hafa undirtektirnar verið góðar síðan. „Það eru margir á Íslandi sem hafa nýtt þetta til að kynna mat frá heimalöndum sínum. Hér hafa verið opnaðir japanskir og baskneskir staðir svo eitthvað sé nefnt, í heimahúsum, á vinnustöð- um og á götuhornum,“ segir Edda. „Og eitt af því frábæra við þetta er að maður fær mat sem maður getur venjulega ekki fengið,“ bætir Sari við. „Það sem er svo fallegt og gott við þessa hugmynd er hvað hún er einföld og aðgengileg,“ segir Edda. „Það er hægt að finna allflestum matarhugmyndum farveg á þess- um vettvangi. Maður getur allt eins verið tíu ára krakki sem finnst gam- an að baka kókoskúlur og sett upp kókoskúlubúð úti á götuhorni en svo getur maður líka verið áhuga- manneskja um matarleikhús, húsmóðir eða -faðir í sultugerð, matglaður vinahópur í fjáröflun eða söfnun fyrir góðgerðarstarfsemi, einhver sem vantar að finna garðin- um sínum hlutverk, bóndi með matarástríðu, vinir í kokteiltilraun- um, eða atvinnumanneskja í mat- argerð og nýtt daginn til að prófa nýjungar sem ekki endilega myndu ganga í daglega rekstrinum. Þannig að þetta er eitthvað sem hentar öll- um sem hafa áhuga á mat sem efni- við til að næra samfélagið.“ Fékk aldargamlan súr Bæði Sari og Edda hafa tekið þátt með sína eigin veitingastaði á undanförnum árum en eru þó óvissar hvort þær verði með í ár. „Ég veit að ég ætla allavega að borða á japanska veitingastaðnum Poco-Ben og svo er ég að hugsa um að opna veitingahús fyrir ketti,“ segir Sari og hlær. „Mig langar að elda eitthvað sem kettir elska en ég veit ekki hvað ég geri, ég hef ekki ákveðið mig endanlega.“ Edda er einnig óviss hvort hún verði með í ár en er þó komin með skemmtilega hugmynd. „Fyrir ári áskotnaðist mér svo góður súr til að baka súrdeigsbrauð. Ég var að heimsækja Skálanes fyrir austan og þar var baskneskur drengur sem kemur úr mikilli bakara fjölskyldu; þau eru með líf- ræna ræktun og mikinn súrdeigs- bakstur. Hann kom hingað með þennan súr með sér sem er rúm- lega hundrað ára gamall og kem- ur upphaflega frá Ítalíu. Ég var sem sagt leyst út með afleggjara af aldar- gömlum súr og mig langaði bara að deila honum með fleirum svo mér datt í hug að bjóða fólki upp á það með tilheyrandi ráðleggingum.“ Skráning opin lengi Skráning er nú í fullum gangi og skýrist því betur þegar líð- ur á vikuna hvaða staðir verða opnaðir á sunnudaginn. En þurfa þeir sem hyggjast opna veitinga- stað að sækja um tilskilin leyfi hjá yfirvöldum? „Við höfum fylgt því sem gert er í Finnlandi en þar er miðað við regl- ur Evrópusambandsins. Í rauninni þarf ekki að biðja um sérstakt leyfi þar sem ekki er um að ræða lang- tíma atvinnurekstur fyrirtækis í gróðaskyni en að sjálfsögðu þarf að fylgja öllum reglum um hreinlæti og annað,“ segir Sari. Öllum er velkomið að taka þátt og opna sinn eigin stað en skráning fer fram á vefsíðu Restaurant Day, restaurantday.org. Þar má einnig nálgast frekari upplýsingar um við- burðinn sem og kort sem sýnir þá veitingastaði sem opnaðir verða hér á landi næsta sunnudag. n Girnilegt Sari og Edda segja Restaurant Day fullkomið tækifæri fyrir matgæðinga til að láta ljós sitt skína. Svangar Gestir á Restaurant Day gæða sér á súpu og brauði. Allir velkomnir Hver sem er getur opnað veitingastað á sunnudaginn. Fallegt Á Restaurant Day kennir ýmissa grasa enda mikil fjölbreytni í veitinga- staðaflórunni. Sari Peltonen Sari er mikill mat- gæðingur og er í hópi þeirra sem færðu Restaurant Day til landsins. Edda Kristín Sigurjónsdóttir Edda segir Restaurant Day góða viðbót í íslenska matarmenningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.