Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 11
Vikublað 23.–25. september 2014 Fréttir 11 Abramovich vildi kaupa Bláa lónið E inn af fimmtíu ríkustu mönn­ um heims, rússneski auð­ jöfurinn og eigandi enska knattspyrnuklúbbsins Chelsea Roman Abramovich, hefur í að minnsta kosti tvígang reynt að kaupa hlutabréf í Bláa lóninu, ein­ um vinsælasta ferðamannastað Ís­ lands. Abramovich hefur komið hingað til lands þó nokkrum sinnum og er mjög hrifinn af landi og þjóð. Talið er að Abramovich hafi komið hing­ að fyrst árið 2006 og þá í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Í för með honum var sérlegur fulltrúi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í austurhéruðum Rússlands en þá var Abramovich ríkisstjóri í Chukotka í austanverðri Síberíu. Í þeirri ferð heimsóttu þeir meðal annars höfuð­ stöðvar Orkuveitu Reykjavíkur og Bláa lónið. Síðan þá hefur hann komið nokkrum sinnum en látið lítið fara fyrir sér. Sendi lögfræðinga til Íslands Allt frá fyrstu ferð sinni hingað hefur rússneski auðjöfurinn ávallt heim­ Atli Már Gylfason atli@dv.is Mjög öflugir erlendir aðilar hafa áhuga á þessum vinsælasta ferðamannastað Íslands Elskar lónið! Roman Abramovich er mjög hrifinn af Bláa lóninu og kemur alltaf þar við í ferðum sínum til Íslands. B láa lónið hagnaðist um tæpar 860 milljónir árið 2012, 5,5 milljónir evra en samkvæmt ársreikninga­ skýrslu félagsins þá hefur hagnað­ ur þess aukist jafnt og þétt undan­ farin ár. Ekki er hægt að miða við nýjustu tölur úr ársreikningum Bláa lónsins þar sem ársreikningi hefur ekki verið skilað. Þetta stað­ festi ríkisskattstjóri. Hagnaður Bláa lónsins jókst um rúmar tvær milljónir evra á milli áranna 2011 og 2012 en sam­ kvæmt efnahagsreikningi voru eignir félagsins metnar á tæpar 40 milljónir evra eða rúma sex millj­ arða íslenskra króna. Félagið hyggur á byggingu lúxus hótels við lónið en stefnt er að því að bjóða upp á 74 her­ bergi ásamt nýjum veitingastað, umlukið bláu lóni. Með þessu ætlar Bláa lónið í auknum mæli að sækjast eftir fjársterkari ferða­ mönnum. Hönnunarferlinu er nánast sem lokið en stefnt er að því að opna lúxushótelið vorið 2017. Nú þegar er boðið upp á svæði fyrir fjársterkari ferðamenn en það er svokölluð „Betri stofa Bláa lónsins.“ Betri stofa Bláa lónsins er, samkvæmt vefsíðu félagsins, fyrir þá sem kjósa næði, rósemd og dekur á heimsmælikvarða. Á svæðinu eru sex einkabúnings­ klefar sem rúma hámark tvo gesti hver, svo að aðgengi er afar tak­ markað. Lúxusinn kostar 46.500 krónur fyrir þrjár klukku­ stundir og hver viðbótar­ klukkustund 12.400 krón­ ur. Þetta hafa til að mynda nær allar þær Hollywood­ stjörnur sem hingað koma nýtt sér. Það má því ætla að lúxus­ hótelið slái í gegn en hvergi á Íslandi er hægt að bóka sig inn á fimm stjörnu hótel. Þó er gert ráð fyrir byggingu lúxushótels við hlið Hörpu í Reykja­ vík en hvort Bláa lónið verði fyrra til verð­ ur tíminn að leiða í ljós. Hagnaður eykst jafnt og þétt n Byggja fimm stjörnu hótel við lónið n Eignir um allt land sótt Bláa lónið í ferðum sínum til Ís­ lands en lónið virðist vera í miklu uppáhaldi hjá honum. Samkvæmt heimildum DV hefur Abramovich lýst yfir þessum áhuga sínum í kjölfar ferða í lónið og jafnvel gengið svo langt að senda hingað til lands hálfgerða sendinefnd sem var saman sett af lögfræðingum og við­ skiptamönnum sem hittu forsvars­ menn Bláa lónsins. Ekkert kom þó út úr þeim fundum samkvæmt heimildum DV og eru hluthafar Bláa lónsins enn sem komið er allir íslensk­ ir. Forstjóri Bláa lónsins og einn af eigendum þess, Grímur Sæmund­ sen, segist í samtali við DV hvorki geta stað­ fest að slíkur áhugi hafi verið til staðar af hálfu Abramovich eða geta rætt einstök tilvik þar sem erlendir að­ ilar hafa sýnt áhuga á að fjárfesta í fyrir­ tækinu. „Svona almennt séð, já, þá hefur það nokkrum sinnum komið fyrir að mjög öflugir erlendir aðilar hafi sýnt áhuga á því að skoða fjárfestingu í Bláa lóninu,“ segir Grímur og bætir við að ekkert hafi þó orðið af því. „En það hafa verið nokkur slík tilvik,“ segir hann. Höfðu samband við forstjórann En hvernig hafa þessir menn borið sig að þegar þeir hafa lýst yfir áhuga á að fjárfesta í Bláa lóninu? „Þetta hefur nú verið þannig þegar þetta hefur gerst þá hafa við­ komandi aðilar haft samband við mig sem forsvarsmann fyrirtækis­ ins og gert það með kurteisislegum og jákvæðum hætti og þetta hefur í öllum tilvikum verið mjög jákvæð upplifun,“ segir Grímur sem getur að einhverju leyti útskýrt þennan mikla áhuga erlendra auðjöfra. „Þetta skapar sterka upplifun og má kannski segja að þetta sé enn einn anginn af því hvað Bláa lónið er sterk upplifun fyrir þá gesti sem hingað koma.“ Stærstu hluthafarnir í Bláa lóninu eru Hvatning hf. með 42% en eigend­ ur þess eru forstjórinn sjálfur, Grímur Sæmundsen, sem á meirihluta í fé­ laginu, og Eðvard Júlíusson. Þá á HS Orka ehf. 33,82% en eigendur HS Orku eru Magma Energy Sweden og Jarðvarmi slhf., félag 14 líf­ eyrissjóða á Íslandi. Þá á félag­ ið Saffron Holding ehf. 3,42% og fjöldinn allur af smærri aðilum á samtals 20,76%. n Hvað á Bláa lónið? n Eldvörp ehf. – 100% eignarhluti en félagið sér um atvinnuhúsnæði á vegum Bláa lónsins. n Íslenskar heilsulindir ehf. – 100 % eignarhluti en félagið á 22,3% í Baðfélagi Mývatnssveitar hf. sem á og rekur jarðböðin við Mývatn. Þá á félagið einnig 21,4% í Gufu ehf. en það félag á og rekur heilsulindina Fontana á Laugarvatni. n Blue Lagoon Clinic ehf. – 100% en félagið er tiltölulega nýstofnað og á engar eignir. n Blue Lagoon Travel ehf. – 100% en félag- ið er tiltölulega nýstofnað og á engar eignir. n Hreyfing ehf. - 27,6% en félagið á og rekur líkamsræktarstöð í Álfheimum í Reykjavík - Aðrir stærri eigendur eru HS Orka með 23,9% og Kólfur ehf., félag í meirihlutaeigu forstjór- ans, Gríms Sæmundsen, sem á 22,6%. n Hótel Bláa lónið ehf. – 26,6% en félagið sér um undirbúning og uppbyggingu heilsu- lindarhótels á athafnasvæði Bláa lónsins í Grindavík – Aðrir stærri eigendur eru HS Orka með 24,4% og Kólfur ehf., félag í meirihlutaeigu forstjórans, Gríms Sæmund- sen, sem á 23%. n Blue Lagoon International ehf. – 26,6% en félagið sér um framleiðslu, markaðs- setningu og sölu á Blue Lagoon-húðvörum og spa-meðferðum á erlendum mörkuðum. Aðrir stærri eigendur eru HS Orka með 24,4% og Kólfur ehf., félag í meirihlutaeigu forstjórans, Gríms Sæmundsen, sem á 23%. n Reykjanes Jarðvangur ses. – 2,8% en fé- lagið vinnur að stofnun og þróun jarðvangs sem myndi ná yfir allt land sveitarfélag- anna á Suðurnesjum. Hver á Bláa lónið? n Hvatning hf. – 42% en félagið er í eigu Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins, sem á 68,5% á móti 31,5% sem er í eigu Eðvards Júlíussonar. Það eru sömu eigendur og að félaginu Kólfi ehf. n HS Orka hf. – 33,82% en félagið er í meirihlutaeigu Magma Energy sem kennt er við fjárfestinn Heiðar Má Guðjónsson. n Saffron Holding ehf. – 3,42% en félagið er alfarið í eigu Sigurðar Arngrímssonar. n Aðrir eigendur – 20,76% en þetta eru fjöldinn allur af smærri eigendum. Forstjóri Bláa lónsins Stærsti hluthafi Bláa lónsins er félagið Hvatning en þar á Grímur meirihluta eða 68,5%. Fontana Bláa lónið á 21,4% í Gufu ehf. sem á og rekur Fontana á Laugarvatni. Mynd FontAnA.iS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.