Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 31
Vikublað 23.–25. september 2014 Sport 31 Fá ekki að spila körFu á Íslandi K örfuboltamaðurinn banda- ríski Titus Rubles, sem skila átti miðherjahlutverkinu hjá Keflavík í Domino‘s- deildinni í ár, mun ekki vera á leiðinni til landsins. Samkvæmt heimildum DV greindi Rubles ekki forráðamönnum Keflavíkur frá því að hann hefði ver- ið tekinn með kannabis í heimalandi sínu en af þeim sökum yrði honum synjað um dvalar- og atvinnuleyfi hjá Útlendingastofnun. Þar sem brot Rubles er frá því í fyrra þá telst það ekki fyrnt en hin almenna regla er að brot fyrnist á fjórum til fimm árum. „Það var búið að gera samning við hann og þegar við fengum gögnin í hendurnar þá sé ég það að hann er á sakaskrá,“ segir Sævar Sævarsson, varaformaður körfuknattleiksdeild- ar Keflavíkur, sem nú leitar logandi ljósi að nýjum að nýjum Banda- ríkjamanni en Domino‘s-deildin fer af stað þann 9. október með fjórum leikjum. Vilja vottun frá FBI „Það fór allt á fullt um leið og þetta komst upp og Tómas Tómasson, sem er okkar maður í þessum málum, er búinn að útvega okkur nöfn á öðrum leikmönnum og við erum að vinna í að klára það í vikunni,“ segir Sævar. Keflvíkingar eru ekki þeir einu sem lentu í þessum vandræðum því körfuknattleiksdeildir ÍA og Þórs á Þorlákshöfn voru einnig búnar að semja við Bandaríkjamenn sem síð- ar kom í ljós að voru á sakaskrá í heimalandinu. „Hann lét okkur ekki vita,“ seg- ir Benedikt Rúnar Guðmunds- son, þjálfari Þórs í Þorlákshöfn, en Bandaríkjamaðurinn sem þeir höfðu gert samning við fær ekki heldur að koma til Íslands. „Þetta kom í ljós fyrir rúmri viku þegar umboðsmaður hans fékk pappírana í hendurnar en það er leikmannanna að verða sér úti um sakavottorð,“ segir Benedikt Rún- ar en Útlendingastofnun fer fram á vottun frá FBI. Erfið mál fyrir félögin Sá hafði ekki verið tekinn með kannabis líkt og Bandaríkjamaður- inn sem Keflvíkingar gerðu samning við heldur var hann farþegi í bíl sem var stöðvaður af lögreglu. Við leit í bílnum fannst skammbyssa og er málið í farvegi hjá þarlendum lög- regluyfirvöldum. „Hann var þess fullviss að málið gegn honum yrði látið niður falla en þegar ég heyrði í Útlendingastofnun þá sögðu þeir að leyfið hans gæti far- ið í gegn en að það gæti tekið langan tíma, tíma sem við bara eigum ekki,“ segir Benedikt Rúnar sem fór, líkt og Keflvíkingar, á fullt í það að verða sér úti um annan leikmann. „Við sömdum við annan leik- mann núna á föstudagskvöldið en við spurðum alveg sérstaklega að því hvort viðkomandi væri með eitt- hvað á sakaskrá. Nú erum við að bíða eftir pappírunum frá umboðs- manni hans en þeir eru misfljótir að græja þá.“ Mál af þessum toga eru erfið fyr- ir íslensku liðin þar sem bæði er búið að leggja mikla vinnu í samn- ingagerð og leit að leikmönnum og einnig þar sem málin koma upp þegar svo stutt er í að tímabilið hefst. „Þú þarft bara að fara á byrjunar- reit þegar þetta kemur upp. Þetta er mjög leiðinlegt.“ n n Í vandræðum með erlenda leikmenn n Menn á sakaskrá fá ekki leyfi Atli Már Gylfason atli@dv.is „Það var búið að gera samning við hann og þegar við feng- um gögnin í hendurnar þá sé ég það að hann er á sakaskrá. Sævar Sævarsson Varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur leitar nú að nýjum Bandaríkjamanni í stað Rubles sem fær ekki að koma til landsins. Sama sagan Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs í Þorlákshöfn þurfti einnig að finna nýjan leikmann en sá sem liðið hafði samið við var á sakaskrá og lét engan vita. Tekinn með gras Titus Rubles fær ekki að leika með Keflvíkingum í Domino's-deildinni. Vilja vottun frá FBI Útlendingastofnun vill sakavottorð með stimpli frá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Klúður að kaupa ekki varnarmann Jamie Carragher um varnarleik Manchester United Þó að Manchester United hafi farið mikinn á leikmannamark- aðnum í sumar gerði félagið stór mistök með því að kaupa ekki leikmann sem getur spilað í miðri vörninni. Þetta segir Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og sparkspekingur hjá Sky Sports. Manchester United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni í vetur og er liðið með fimm stig eftir fyrstu fimm umferðirnar, átta stigum minna en topplið Chelsea. United hefur fengið á sig 8 mörk í fyrstu 5 leikjunum, þar af 5 gegn nýliðum Leicester um helgina í 5–3 tapi. „United var það lið sem eyddi langmestum peningum í nýja leikmenn í sumar en þrátt fyr- ir það keyptu þeir ekki einn hafsent,“ segir Carragher. United fékk til sín nokkra öfluga miðju- og sóknarmenn og þá voru tveir rándýrir vinstri bakverðir keyptir, Luke Shaw og Marcos Rojo. Rojo getur vissulega spilað í miðri vörninni en hann er vinstri bak- vörður að upplagi. „Að eyða svona miklum pen- ingum en kaupa ekki hágæða hafsent er klúður,“ sagði Carrag- her um lið United. Hann segir að United-liðið minni um margt á Liverpool-liðið í fyrra, liðið geti skorað mörk en varnarleikurinn sé í molum. United missti reynsl- umikla varnarmenn í sumar; Rio Ferdinand fór á frjálsri sölu til QPR eins og Nemanja Vidic sem fór til Inter. Þá var Patrice Evra seldur til Juventus. Ljóst er að forsvarsmenn United munu leita logandi ljósi að öflugum hafsent þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. United tekur á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. HM ekki í Katar? Þjóðverjinn Theo Zwanziger sem á sæti í framkvæmdastjórn Al- þjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segist telja að HM 2022 fari ekki fram í Katar. Segir hann að aðstæður til knattspyrnuiðkunar séu ómögu- legar í landinu vegna hita sem fer oftar en ekki vel yfir 40 gráður yfir sumarmánuðina. Skipuleggj- endur mótsins hafa fullyrt að sér- stökum kælibúnaði verði komið fyrir á þeim leikvöllum sem leikið verður á en sá búnaður mun enn vera í þróun. „En mótið sjálft fer ekki bara fram á þeim völlum sem spilað er á,“ sagði hann í viðtali við Bild á dögunum. Forsvarsmenn Alþjóða- knattspyrnusambandsins svör- uðu þessum orðum Zwanziger á þá leið að um væri að ræða hans persónulegu skoðun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.