Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 18
Vikublað 23.–25. september 201418 Fréttir Erlent N orður-Kóreumenn búa við hvað mest mannrétti af öll- um þjóðum heims sam- kvæmt rúmlega fimmtíu þúsund orða skýrslu um mannréttindi í landinu. Sá hængur er þó á skýrslunni að hún er rituð af einræðisstjórninni sjálfri. Skýrslan, sem er afhjúpandi þrátt fyrir ýkjur, lygar og fals, er liður í áróðursstríði ríkisstjórnarinnar gegn skýrslu Sam- einuðu þjóðanna sem hefur allt aðra sögu að segja. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna vakti, um leið og hún kom út í febrúar, mikla reiði meðal ráða- manna í Norður-Kóreu, en niður- staða hennar var að mannréttinda- brot af þeirri stærðargráðu sem tíðkuðust í landinu væru óþekkt um heim allan. Dauðabúðir og pyntingar Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna er farið yfir hin fjölmörgu mann- réttindabrot sem framin eru í Norður-Kóreu. Má þar helst nefna umfangsmikið eftirlit með rík- isborgurum, ferðabann, mis- munun vegna hugmyndafræði og pyntinga og fangabúðir sem minna helst á dauðabúðir nasista eða gúlag Sovét ríkjanna. Áætlað er að hundruð þúsunda manns hafi verið myrt í gúlaginu frá valdatöku Kim Il-sung á sjötta áratug síðustu aldar. Ein helsta niðurstaða skýrsl- unnar var að Alþjóðagerðardómur- inn í Haag myndi rétta yfir valda- mönnum í Norður-Kóreu. Andsósíalískt samsæri samkynhneigðra Fyrstu viðbrögð frá Norður-Kóreu voru lýsa því yfir að skýrslan væri eingöngu liður í samsæri til að grafa undan sósíalísku kerfi um heim allan. Einn talsmaður stjórnarinnar hafði orð á því að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra stunduðu „mannréttinda- brask“. Sömuleiðis var gagnrýnt að samkynhneigður maður, Michael Kirby, fyrrverandi hæstaréttar- dómari Ástralíu, færi fyrir rann- sókn á mannréttindum. „Hann er viðbjóðslegur gamall saurlífis- seggur með rúmlega fjörutíu ára langan feril í samkynhneigð. […] Slíkt myndi aldrei gerast í alþýðu- lýðveldinu Kóreu þar sem gott sið- ferði ríkir. […] Það er fáránlegt að samkynhneigður maður skuli fjalla um mannréttindi,“ var sagt í frétt ríkismiðils Norður-Kóreu stuttu eftir útgáfu skýrslunnar. Næsta skref stjórnarinnar var að rannsaka stöðu mannréttinda í Bandaríkj- unum. Niðurstaðan var að Banda- ríkin væru helvíti á jörðu. Framfaraskeið undir stjórn Kim-fjölskyldunnar Nýjast útspil einræðisríkisins í þessu áróðursstríði er skýrslan fyrrnefnda sem birtist á ríkis- miðlum á dögunum. Farið er um víðan völl en byrjað er á segja sögu Kóreu, þar sem erkióvinur- inn Japan kemur oft við sögu. Því er haldið fram að fullveldi þjóða sé grundvallarmannréttindi sem þjóðin hafi lært í sjálfstæðisbar- áttu sinni gegn Japan. Undir stjórn Japans var líf Kóreumanna „verra en líf hunds fjölskyldu sem held- ur jarðarför“ samkvæmt norður- kóresku skýrslunni. Því næst er farið yfir hinar miklu framfarir frá því Kim-fjölskyldan komst til valda í Kóreu. Samkvæmt skýrslunni má þar meðal annars nefna ellefu ára skólaskyldu, jafnrétti kynja og miklar framfarir í vinnulöggjöf svo sem átta tíma vinnudag. Niður- staða skýrslunnar er að sjálfsögðu sú að Norður-Kóreumenn séu „stoltir af heimsins fremsta mann- réttindakerfi“. Póstmódernískt einræðisríki Eitt það áhugaverðasta í skýrslunni er hvernig ásökunum um mann- réttindabrot er svarað. Til að mynda er vitnisburði flóttamanna um vinnu- og dauðabúðir vísað á bug sem marklausum orðum „illþýðis“, „strokumanna“ og „hryðjuverka- manna“. Ekki er minnst á önnur mannréttindabrot svo sem eftirlit með borgurum og mismunun á grundvelli hugmyndafræði. Skýr- sluhöfundar virðast gera sér grein fyrir því að staðhæfingum um ágæti Norður-Kóreu verði vísað á bug af flestum. Því leggja þeir áherslu á afstæði sannleikans. „Þessi skýrsla sýnir aðeins brot af raunveruleik- anum. Hvernig fólk tekur þeim sannleik fer eftir skoðunum les- anda. Það sem er ljóst er að sann- leikurinn er eins og hann er og mun ekki tapa eðli sínu þótt sumir neiti honum,“ segir í skýrslunni. n Fremstir í mannréttindum samkvæmt eigin skýrslu n Áróðursstríð Norður-Kóreu heldur áfram n Fagurgali um meintar framfarir Mannréttinda- frömuður? Samkvæmt skýrslu norðurkóreskra yfirvalda búa fáar þjóðir við eins góð mannréttindi og Norður-Kóreumenn. Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Það er fáránlegt að samkynhneigð- ur maður skuli fjalla um mannréttindi. Fengu einn kjúklinganagg í hádegismat Fjögurra ára börn voru svöng í skólanum þrátt fyrir fríar skólamáltíðir M iklar áhyggjur foreldra og reiði hefur komið fram eftir að fjögurra ára börn í skóla í Birmingham fengu aðeins einn lítinn kjúklinganagg að borða sem hádegisverð í skólanum sínum. Börnin áttu að fá fríar skólamáltíðir og hafði skólinn ráðið verktaka til að sinna matreiðslunni. Borgarfulltrú- inn Valarie Seabright segir málið mik- ið hneyksli en svo virðist sem verktak- inn hafi stórlega vanmetið matar- og orkuþörf barnanna. Börn í yngsta bekknum fengu sem dæmi aðeins þennan eina kjúklinga- nagg auk meðlætis, og því eldri sem þau urðu bættust við einn til tveir naggar. Þau voru því afar svöng í skól- anum sem átti að sjá til þess að jafn- ræðis væri gætt milli barna sem kæmu frá efnaminni fjölskyldum. „Þetta er mjög alvarlegt. Það er gætir greinilega mikils misskilnings milli verktakans og skólans, auk þess sem þeir virðast ekki kunna til verka,“ segir Seabright. Ókeypis skólamáltíðir fyrir börn undir sjö ára aldri var hugarfóstur Nicks Clegg, varaforsætisráðherra Bretlands. Verkefnið fór af stað í byrj- un skólaársins nú í september og hef- ur gengið misvel þó að flestir séu sam- mála um ágæti þess að börnin fái mat í skólanum foreldrum sínum að kostnaðarlausu. Regluverkið í kring- um máltíðirnar virðist þó vera ótraust og eru gæðin afar misjöfn eftir skólum á landsvísu. Auk skammtastærða hafa næringarfræðingar látið í sér heyra og bent á að ef til vill ætti börnunum að bjóðast ferskari gæðamatur og hafa þeir áhyggjur af því að maturinn sé bæði óhollur og mikið unninn. n Bara einn Krakkarnir voru svangir í skólanum. Bitinn af hákarli Sextán ára drengur komst í hann krappann á dögunum þegar hann var bitinn af hákarli við strandbæinn Salou á norðaustur- strönd Spánar fyrir skemmstu. Salou er vinsæll ferðamanna- staður og hafa eflaust ófáir Ís- lendingar baðað sig í sjónum við strandbæinn á undanförnum árum. Betur fór en á horfðist því drengurinn var bitinn í hand- legginn og slapp án lífshættu- legra meiðsla. Hann var að leik á vindsæng skammt frá ströndinni þegar hákarlinn, bláháfur, lét til skarar skríða. Sauma þurfti 30 spor í handlegg drengsins. Engu nær um orsök slyssins Ekki liggur enn fyrir hvað grand- aði flugvél Air Algerie-flugfélags- ins í júlí síðastliðnum. 116 voru um borð og létust allir en vélin var á flugi yfir Afríkuríkinu Malí þegar hún brotlenti. Vélin lagði af stað frá Burkina Faso þann 24. júlí og var ferðinni heitið til Al- geirsborgar í Alsír. Þegar vélin var á ferð yfir Malí báðu flug- menn vélarinnar um leyfi til að snúa við vegna slæmra veður- skilyrða. Skömmu síðar rofnaði allt samband við vélina. Á blaða- mannafundi sem haldinn var um helgina vegna rannsóknar málsins kom fram að ekkert væri útilokað í rannsókninni, ekki einu sinni hryðjuverk. Sem fyrr segir létust 116 manns í slysinu, þar af var um helmingur farþega franskir ríkisborgarar. Tyrkir loka landamærum Yfirvöld í Tyrklandi hafa ákveðið að loka hluta landamæra sinna að Sýrlandi eftir að 130 þúsund Kúrdar flúðu yfir til Tyrklands um helgina. Áður hafði um milljón sýrlenskra flóttamanna streymt til landsins. Að sögn breska ríkis útvarpsins, BBC, eru flestir flóttamannanna sem komu um helgina frá borginni Kobane, en liðsmenn Íslamska ríkisins hafa að mestu lagt undir sig borgina undanfarna daga. Ástæða þess að Tyrkir hafa ákveðið að loka hluta landamæra sinna er ein- faldlega sú að þeir eiga í stökustu vandræðum með að taka á móti fólkinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.