Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 21
Umræða 21Vikublað 23.–25. september 2014 Þetta um mútur er lygasaga Lars Lagerbäck var sakaður um mútur í Nígeríu. – DV Ég veit það ekki Ritari kínverska sendiráðsins segist ekkert vita um hvarf sendiherrans. – DV Ég á gull- fallega íbúð Ásta Guðjónsdóttir glímir við myglusvepp í húsnæði sínu. – DV Þ orsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknar- flokksins, skrifar lofgrein um afreksverk ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar í vikublað DV 16.–18.9. (bls.22). Telur hann að ríkisstjórn þessi hafi náð ótrúlegum árangri við að draga úr atvinnuleysi! Það er nú svo að þingmaðurinn virðist ekki átta sig á mjög einfaldri staðreynd: Eftir að atvinnuleitandi hefur verið á atvinnuleysisbótum í 36 mánuði, er viðkomandi atvinnu- leysingi tekinn af skrá og er upp á það sveitarfélag kominn sem hann á lögheimili í. Ríkisstjórnin ætlar sér að skera niður rétt til atvinnu- leysisbóta úr 36 í 30 mánuði! Ískaldar tölur Þingmaðurinn virðist skoða ís- kaldar tölur frá Vinnumálastofnun með mjög mikilli léttúð enda eru þúsundir Íslendinga án atvinnu sem ekki njóta lengur atvinnuleys- isbóta og eru þar með ekki lengur á skrá. Ég get sagt þessum þingmanni að nokkra vetur hef ég sótt um tugi ef ekki hundruð starfa en án minnsta árangurs. Hvaða atvinnu- rekandi vill ráða mann sem er kominn á sjötugs aldur, með nokk- uð mikla reynslu, þegar unnt er að ráða unga starfsmenn með ferska menntun og auk þess ráða þá á lágmarkslaunum? Síðasta umsókn mín á dögun- um var um 50% kontóristastarf hjá Árnastofnun sem gárungarnir nefna „Stofnun holu íslenskra fræða“. Byggingargrunnurinn við Suðurgötu milli Landsbókasafns og Hótel Sögu er æpandi gat skammsýnnar hagræðingar ríkis- stjórnarinnar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, leggur núna fram frumvarp sem gengur út á að fresta lífeyristöku um 3 ár. Hann virð- ist vera við sama heygarðshorn- ið og Þorsteinn, sama þröngsýnin. Væri ekki nær að strika út ótrú- leg lífeyris kjör þingmanna og ráð- herra sem Davíð Oddsson inn- leiddi hérna um árið? Skyldu þeim sem eru komnir á sjötugsaldur gerður einhver greiði með að ræna þá lífeyrisréttindum í heil þrjú ár ef enga hafa þeir at- vinnuna? Fátæktin aukin Ég tel mig teljast til þeirrar kyn- slóðar sem í fyrsta skipti fékk nóg að eta. Nú er komin ríkisstjórn sem vill efla hag og efni þeirra sem betur mega sín í samfélaginu. Á sama tíma hyggst þessi ríkisstjórn með bros á vör þrengja meira að hag þeirra sem minna mega sín. Hún ætlar sér að auka fátækt og umkomuleysi þrátt fyrir öll stór- karlaleg kosningaloforð. Þessir tveir þingmenn, Þor- steinn og Pétur, mættu lesa sér til fróðleiks og uppbyggingar þann raunveruleika sem þjóðin væntir af stjórnmálamönnum sínum. Þessi ríkisstjórn svipti okkur möguleika á nýrri stjórnarskrá með betra lýð- ræði og auknum mannréttindum, aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið, betri náttúruverndarlög- gjöf. Og umfram allt kemur hún í veg fyrir réttlátari tekjuskiptingu með því að leggjast gegn hærri sköttum á þá sem betur mega sín. Það á að gera þá ríku ríkari og þá fátæku enn fátækari! n Að lifa á loftinu Myndin Leikfimi við Tjörnina Þessir ungu menn skokka Tjarnarhringinn í haustrigningunni. Mynd SiGTryGGur Ari „Nú er komin ríkis- stjórn sem vill efla hag og efni þeirra sem betur mega sín í samfé- laginu. Guðjón Jensson Leiðsögumaður og atvinnuleitandi Aðsent Atvinnuleysi „Skyldu þeim sem eru komnir á sjö- tugsaldur gerður einhver greiði með að ræna þá lífeyrisréttindum í heil þrjú ár ef enga hafa þeir at- vinnuna?“ spyr greinarhöf- undur þingmanninn. Mynd dV ehF / SiGTryGGur Ari Mest lesið á DV.is 1 Arna Bára með Playboy á Jamaíku Hin 26 ára gamla Arna Bára Karlsdóttir er þessa dagana stödd á hinni fallegu eyju Jamaíku þar sem hún situr fyrir á ljósmyndum fyrir þetta heimsfræga tímarit. Lesið: 32.099 sinnum. 1 „Hún er búin að fyrir-gefa mér en sjálfur get ég það ekki“ Ritstjórinn Sigurjón M. Egilsson ræddi um samband sitt við dóttur sína, Hjör- dísi, í helgarviðtali DV. Lesið: 28.504 sinnum. 1 Nauðgað af hjúkku Maður sem beið eftir hjartaígræðslu krefst skaðabóta eftir að hafa verið nauðgað af hjúkrunarfræðingi. Lesið: 18.069 sinnum. 1 Lífið markaðist af alkóhólisma Sigurjón ræddi einnig um fortíð sína og baráttu við sjúkdóminn alkóhólisma. Lesið: 20.533 sinnum 1 Móðgaði afgreiðslu-konu á lestarstöð í New York Söng- og leikkonan Unnur Eggerts- dóttir komst aldeilis í hann krappan á dögunum þegar hún bað afgreiðslukonu í neðanjarðarlestarstöð í New York um að aðstoða sig með lestarkortið. Lesið: 20.198 sinnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.