Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 36
36 Fólk Vikublað 23.–25. september 2014 Cher ákærð fyrir kynþátta- fordóma Danshöfundur Cher hefur kært hana fyrir kynþáttafordóma eftir að hún bannaði honum að ráða hörundsdökka dansara í tón- leikaferð sem stendur yfir. Með- an á áheyrnarprufum stóð vildi Kevin Wilson ráða dökkan kven- kyns dansara en Cher á að hafa sagt að það væri „of mikið af lit- uðu fólki“ nú þegar og er sögð hafa beðið um hvítan, ljóshærð- an dansara. Cher segir ákæruna ekki vera sannleikanum sam- kvæmt, en hún er einnig ákærð fyrir að reka þrjá starfsmenn, Kevin Wilson þar á meðal, fyrir að vilja tilkynna um kynferðisbrot eins dansarans í hópnum. Viðurkennir spilasvindl Fyrr á þessu ári fjölluðu mörg bandarísk slúðurtímarit um að leikarinn Ben Affleck hefði verið settur í bann hjá ákveðnu spilavíti fyrir að telja spil í fjárhættuleikn- um 21 eða Blackjack. Nú hefur komið í ljós að fréttirnar voru sannar. „Það tók mig smá tíma að læra spilið og verða bærilegur Blackjack-spilari,“ sagði Affleck í samtali við tímaritið Details. „Sú staðreynd að það er bannað að vera góður í spilinu samkvæmt reglum spilavítanna ætti hins vegar að segja okkur eitthvað um spilavítin,“ segir hann. Miley Cyrus kröfuhörð Söngkonan Miley Cyrus er ansi kröfuhörð þegar kemur að karl- mönnum samkvæmt heimildum tímaritsins Heat. Í frétt tímaritsins segir að Cyrus sé með langan lista af reglum sem karlmenn þurfi að framfylgja á stefnumótum. Í fyrsta lagi velur aðstoðarmaðurinn hennar föt fyrir karlmennina áður en stefnumótið hefst og ákveður einnig umræðuefni kvöldsins. Þá þarf karlinn að halda sig í hæfi- legri fjarlægð frá stjörnunni á fyrsta stefnumóti og má hvorki hafa með sér síma né myndavél. Að lokum setur Cyrus einnig afar strangar útlitskröfur. Óheppileg ummæli stjarnanna n Ónærgætnir brandarar n Margir líkja ljósmyndurum við nauðgara  Jason Biggs Jason Biggs lenti í skotlínunni 17. júlí síðastliðinn þegar hann setti inn brandara um malasísku farþegaflugvélina, sem skotin var niður í Úkraínu um miðjan júlí, en eins og flestir vita týndist önnur farþegaflugvél frá sama flugfélagi nokkrum mánuðum áður. „Vill einhver kaupa Malaysian Airlines flugpunktana mína?“ spurði leikarinn á Twitter-síðu sinni aðeins nokkrum klukkustundum eftir að fréttirnar af harmleiknum birtust. Biggs baðst síðar afsökunar á ummælunum. En þetta var ekki í fyrsta skipti sem American Pie-leikarinn komst í hann krappan eftir óheppileg ummæli á samskiptasíð- unni. Fyrr á þessu ári sagði hann ónærgætinn brandara um Eric Hill, keppanda í raunveruleikaþættinum The Bachelorette sem varð bráðkvaddur stuttu eftir að tökum lauk. „Biluð reglubreyting – í stað þess að kjósa burtu keppendur fær piparjónkan að drepa þá í þessari þáttaröð,“ skrifaði hann.  Kanye West Tónlistarmaður- inn Kanye West hefur ósjaldan látið óheppileg ummæli falla sem síðar rata í heimspressuna. Frægt er orðið þegar hann líkti sjálfum sér við Hitler á tónleikum í Bretlandi árið 2011. „Ég geng í gegnum hótel og ég geng niður götur og fólk horfir á mig eins og ég sé geðveikur, eins og ég sé Hitler,“ sagði hann. Fyrr á þessu ári líkti Kanye síðan ágengni fjölmiðla við nauðgun. „Það þurfa allir að taka sér frí. Það hafa allir rétt á að segja; „Hei, veistu hvað, ég þarf mínútu til þess að anda.“ Mig langar til þess að fara með fjöl- skylduna mína í bíó án þess að þrjátíu drullu- halar elti mig,“ sagði hann á tónleika hátíð í London. „Allir hér kunna að meta kynlíf, ekki satt? Kynlíf er frábært á meðan þú og maki þinn hugsið; „Hei, þetta er eitthvað sem við bæði viljum gera.“ En ef annar að- ili vill þetta ekki lengur, hvað er það kallað? Það kallast nauðgun. Það kallast mis- notkun,“ sagði hann.  Kristen Stewart Líkt og Kanye West valdi leikkonan Kristen Stewart óheppilegt orðalag til þess að lýsa ágengni ljósmyndara, sem hún líkti við kynferðis- afbrotamenn. „Þú sérð ekki myndavélarnar sem troðið er í andlitið á mér eða furðulega ágengu spurningarnar, eða fólkið sem lætur öllum illum látum, öskrandi og ögrandi, til þess að fá viðbrögð frá mér,“ sagði hún í viðtali við Elle á hátindi ferils síns árið 2010. „Mynd- irnar eru svo … Mér finnst ég vera að horfa á nauðgun,“ bætti hún við. Hún baðst síðar afsökunar á orðavali sínu og sagðist ekki hafa ætla að gera lítið úr sársauka fórnarlamba nauðgunar. „Ég gerði risastór mistök – greinilega og aug- ljóslega,“ sagði hún. „Ég sé virkilega eftir orðavali mínu. Misnotkun (e. violated) hefði klárlega verið betra orð til að útskýra hugsanir mínar.“  Charlize Theron Svo virðist sem margar stjörnur upplifi ljósmyndara sem nauðgara. Óskarsverð- launaleikkonan Charlize Theron lét hafa eftir sér svipuð ummæli og Kanye West og Kristen Stewart í viðtali við Sky News. Þar var hún spurð hvort hún fletti sjálfri sér stundum upp á Google. „Ég geri það ekki, það er það sem bjargar mér,“ sagði hún. „Þegar þú býrð í þessum heimi, og gerir þetta, þá fer þér að finnast þér nauðgað.“  Madonna Í janúar á þessu ári baðst stórstjarnan Madonna afsökunar á því að hafa notað N-orðið við Instagram-mynd sem hún tók af þrettán ára syni sínum, Rocco. „Ég biðst afsökunar ef ég hef móðgað einhvern með notkun minni á N-orðinu á Instagram,“ sagði hún í tilkynningu sem hún sendi frá sér. „Þetta var ekki meint sem rasísk ófræging … Ég er ekki ras- isti.“ Óheppileg orðanotkun Madonna notaði óheppilegt orð við mynd af syni sínum á Instagram. Mynd ReuteRs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.