Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 12
Vikublað 23.–25. september 201412 Fréttir Vill fá bætur upp á 155 milljónir S igurþór Arnarsson sem var ranglega dæmdur fyrir morð árið 1998 í Hæstarétti hefur höfðað skaðabótamál á hend- ur íslenska ríkinu og krefur það um rúmlega 155 milljónir króna í skaða- og miskabætur. Hæstiréttur úrskurðaði árið 2012, eftir að Sigur- þór hafði kært málsmeðferð málsins í Hæstarétti til Mannréttindadómstóls Evrópu, að Sigurþór væri saklaus og að ákæruvaldinu hefði mistekist að sýna fram á sekt Sigurþórs með full- nægjandi hætti árið 1998. Dómur- inn var því leiðréttur 12 árum eftir að hann féll og 9 árum eftir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu féll. Sigurþór sat í fangelsi í 18 mánuði en hann fékk dóm upp á tvö ár og þrjá mánuði. Ákveðin fordæming sem fylgir Lögmaður Sigurþórs segir í samtali við DV að krafan sé ekki svo há, sé litið til dóma sem fallið hafa í svip- uðum málum erlendis, og þá segir hann að málið eigi sér ekki hlið- stæðu hér á landi. „Málið snýst um það að hann hafi verið dæmd- ur ranglega og auðvitað líka þann miska sem fylgir því að vera dæmdur fyrir svona lagað. Grundvöllur máls- ins er þessi, hann var fangelsaður og því fylgir ákveðin fordæming að hafa svona dóm á bakinu,“ segir Bjarni Hauksson, lögmaður Sigurþórs. Hann segir upphæðina vera fundna út eftir ákveðnum útreikningum, en eins og gera má ráð fyrir hefur það verið erfitt fyrir Sigurþór að verða sér úti um vinnu eftir hefðbundnum leiðum. Algengt er orðið að vinnu- veitendur óski eftir sakavottorði svo dæmi sé tekið, en þá verður einnig að taka tillit til þess að nafn hans varð þekkt í tengslum við morðið. Dómurinn hefur því einnig haft áhrif á hans persónulega líf, sem endurspeglast í bótakröfunni þó að auðvitað sé ekki alltaf hægt að meta slíkt til fjár. Bótakrafa eðlilegt framhald Forsaga málsins er sú að árið 1997 var framið morð á skemmtistaðnum Vegas. Sigurþór var ákærður fyrir morð ásamt Sverri Þór Gunnarssyni, en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri Sigurþór en sannað taldist að Sverr- ir hefði valdið dauða fórnarlambs- ins. Í dómnum sagði meðal annars að ekki hefði verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að Sigurþór bæri ábyrgð á dauða mannsins. Frá- sagnir þeirra stönguðust á og sagði Sverrir að Sigurþór hefði sparkað í höfuð fórnarlambsins. Vitni sagði Sverri hins vegar hafa sparkað í höf- uð fórnarlambsins og hljómaði sú lýsing allt öðruvísi en frásögn Sverr- is af atvikum málsins. Sem fyrr segir varð niðurstaða héraðsdóms sú að sýkna bæri Sigurþór en Sverrir hlaut dóm. Sá síðarnefndi áfrýjaði til Hæstaréttar og var þá alfarið stuðst við vitnisburð og skýrslur frá árinu áður. Í dómnum vísuðu dómarar til þess að Sigurþór hefði átt upptök- in að átökunum sem enduðu með dauða fórnarlambsins og að hann hefði áður gerst sekur um lögbrot, meðal annars fjársvik, þjófnað og líkamsárásir. Sigurþór vildi þó ekki una þessu og kærði til Mannréttindadómstóls Evrópu og árið 2003 úrskurðaði dómstóllinn á þann veg að Hæsti- réttur hefði virt reglur um réttláta málsmeðferð. Í niðurstöðu dóm- stólsins segir að vegna þess hve flókið málið hafi verið, hafi Hæsta- rétti borið að hlýða milliliðalaust á skýrslur málsaðila og vitna, sem ekki var gert. Á endanum tók Hæsti- réttur málið aftur fyrir og komst þá að þeirri niðurstöðu að Sigurþór skyldi dæmd sýkna. Bótakrafa Sig- urþórs er því eðlilegt framhald en ríkið hefur ákveðið að láta reyna á frávísun. Óvíst er hvenær niður- staða fæst í málinu. n Hæstiréttur dæmdi hann saklausan Sigurþór var ranglega dæmdur fyrir morð. Hann vill nú fá bætur. Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Málið snýst um það að hann hafi verið dæmdur ranglega og auð- vitað líka þann miska sem fylgir því að vera dæmdur fyrir svona lagað. Í héraðsdómi Sigurþór var sýknaður í héraðsdómi en sakfelldur í Hæstarétti. Hann sat inni í 18 mánuði fyrir aðild að morði en Hæstiréttur leiðrétti þann dóm árið 2012 þar sem ekki þótti sannað að Sigurþór hefði orðið fórnarlambinu að bana. Hann fer því fram á bætur upp á 155 milljónir króna frá ríkinu, þar sem hann var ranglega dæmdur. Mynd TÍMinn Svampburstastöð, 54 m löng Snertilaus sjálfvirk bílaþvottastöð Háþrýstiþvottur Bónstöð www.lodur.is / lodur@lodur.is 12 STAÐIR Nú er Löður á 12 stöðum +1 á Akureyri. +1 Stöðvaði 300 ökumenn Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði hátt í þrjú hundruð ökumenn um helgina í sérstöku umferðareftirliti. Langflestir voru allsgáðir undir stýri en í tilkynn- ingu frá lögreglu kemur fram að tveir ökumenn hafi reynst vera ölvaðir og eiga þeir ökuleyfis- sviptingu yfir höfði sér. Þá var tveimur til viðbótar gert að hætta akstri. Höfðu þeir neytt áfengis í einhverjum mæli en voru þó undir refsimörkum. Auk þessa voru níu aðrir ökumenn teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu um helgina. Tíu óku of hratt Tíu ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lög- reglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku í nágrenni Ísafjarðar og við Hólmavík. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Vestfjörð- um. Þá var eitt umferðaróhapp tilkynnt og var um að ræða bíl- veltu á þjóðvegi 60 við Bæ í Reyk- hólasveit. Ökumaður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilsugæslu- stöðina í Búðardal til skoðunar og reyndist sem betur fer lítið slasaður. Bifreiðin var óökuhæf og var hún flutt af vettvangi með krana. Þrír ökumenn voru kærð- ir fyrir meinta ölvun við akstur. Þessu til viðbótar voru tvær lík- amsárásir tilkynntar til lögreglu og eru þau mál í rannsókn. MS sektuð um 370 milljónir „Algjörlega ljóst að við munum krefja Mjólkursamsöluna um endurgreiðslu“ Þ að er algjörlega ljóst að við munum krefja Mjólkursam- söluna um endurgreiðslu á of- teknum greiðslum og það er skaðabótamál sem hleypur á hund- ruðum milljóna,“ segir Ólafur M. Magnússon, eigandi Mjólkurbúsins Kú, sem mun höfða skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni í ljósi úrskurðar Samkeppniseftirlitsins sem hefur lagt 370 milljóna króna sekt á Mjólkursamsöluna vegna brota á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Mjólkursam- salan beitti smærri keppinauta samkeppnishamlandi mismunun með því að selja þeim hrámjólk á 17% hærra verði en fyrirtæki sem eru tengd MS greiddu. Er það mat Samkeppniseftirlitsins að verð- munurinn hafi verið til þess fallinn að veikja Mjólkurbúið Kú og stuðla að sölu á fyrirtækinu Mjólku til Kaup- félags Skagfirðinga á árinu 2009. „Við höfum þegar tekið saman okkar meginkröfu. Beint fjárhagstjón lætur nærri að vera 200 milljónir. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli og þýddi að við töpuðum eignarhaldi á Mjólku eftir mikið uppbyggingarferli og er ljóst að þeir hafa valdið minni fjölskyldu og mér persónulega gríðarlegum skaða,“ segir Ólafur í samtali við DV.is. Hann segir þetta mikla viðurkenningu á tíu ára bar- áttu þeirra við við Mjólkursam- söluna – en um leið dapurlega niður- stöðu fyrir íslenskan mjólkuriðnað og Mjólkursamsöluna. n birgir@dv.is Ólafur M. Magnússon Ætlar í mál. Mynd SkjÁSkoT af vef RÍkiSúTvaRpSinS. n Var ranglega dæmdur í fangelsi n Lögmaður segir upphæðina ekki svo háa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.