Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 19
Skrýtið 19Vikublað 23.–25. september 2014 Flugdólgar Fá á baukinn n Birta myndir af óþolandi farþegum n Sóðaskapur og einstakt tillitsleysi F lestir þeirra sem þurfa að treysta á flugsamgöngur hafa eflaust lent í ferlega leiðin- legum farþegum sem virð- ist nokk sama um velferð annarra í kringum sig. Það er til að mynda talin almenn kurteisi að setja ekki fæturna upp á sætisbak hjá öðr- um farþegum, vera ber að ofan í vél- inni og að klippa ekki á sér neglurnar meðan á flugi stendur. Þeir sem þola ekki slíka hegðun geta huggað sig við að nú er kom- inn vefsíða á netinu þar sem mynd- ir af þessum flugdólgum eru birtar. Vefsíðan heitir Passenger Shaming og var sett á laggirnar í janúar í fyrra. Þar gefur að líta nokkra ósiði sem sumir hafa tekið upp á í flugi. Mynd- irnar eru settar á samfélagsmiðla af farþegum og áhöfn og er nokkuð slá- andi að skoða þær. Sjást til að mynda nokkrir far- þegar hvíla fætur sínar á höfðum farþega og á sætisborðum. Þá sjást einnig foreldrar skipta á börnum fyrir framan aðra farþega og skilja notaðar bleiur eftir í sætisvösum eða hreinlega á gólfinu. Shawn Kathleen kom þessari síðu á laggirnar en hún hefur starf- að sem flugliði frá árinu 2010. Hún segir það versta í fari margra far- þega vera þegar þeir sturta ekki nið- ur eftir að hafa notað klósettið. Þá fer það í hennar fínustu að sjá suma farþega fara berfætta inn á salern- ið. Þá hafa einnig birst ljósmyndir af eftirlitsbörnum í flugvélum þar sem þau fara hreinlega hamförum í óvitaskap. Síðuna er hægt að finna á samfélagsmiðlinum og er með rúmlega sautján þúsund fylgjend- ur. n  Kósí Það er ákveðið frelsi í því að vera ber að ofan en um leið gætir þú verið að svipta aðra sjálfsögðum réttindum, eins og að þurfa ekki að sitja við hliðina á manneskju sem er ber að ofan í flugvél.  Bleiur á víð og dreif Börn gera þarfir sínar hvar og hvenær sem er, en það er ekkert sem segir að foreldrar eigi að skipta á þeim hvar og hvenær sem er og skilja bleiurnar eftir til sýnis.  Hverjum er ekki sama? Þessum farþega stendur á sama um aðra í kringum sig. Til hvers að spá í eitthvert fólk sem maður á aldrei eftir að hitta aftur? Hér er ástæðan, „passenger shaming“.  Í alvöru? Þessi ákvað að kasta þvagi í vaskinn. Orð eru óþörf.  Sælir nú! Þessi sofnaði og var gripinn af farþegum við að handleika boltana innan vítateigs.  Áttu eitthvað minna? Það getur oft verið heitt í flug- vélum og getur verið góður leikur að mæta léttklæddur. Öllu má þó ofgera.  Frjáls ferða sinna Þessi hafði það náðugt.  Engar áhyggjur Það komast allir framhjá þessum.  Huggulegt Hvað er betra en að rífa sig úr skónum, klæða sig úr sokkunum og troða svo tánum að næsta farþega?  Á síðasta séns Þessi hefði eflaust getað klippt á sér neglurnar áður en hann lagði af stað.  Góðan daginn! Þessi líka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.