Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 23
Umræða Stjórnmál 23Vikublað 23.–25. september 2014 Pólitískt svigrúm til að veita fé til starfsmanna n Flutningur Fiskistofu sætir gagnrýni n Ekki ólögmætur flutningur eða styrkveiting T rausti Fannar Valsson, lekt- or í lögfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í stjórnsýslurétti, segir að Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hafi svigrúm til að veita starfsmönnum Fiski- stofu fé ef þeir flytjast búferlum með stofnuninni til Akureyrar. Hann segist þó ekki hafa skoðað tilboð Sigurðar Inga sérstaklega, eða lesið bréfið frá ráðherranum til starfsmanna Fiskistofu, held- ur ræðir hann um málið út frá al- mennum forsendum. „Ráðherra hefur svigrúm til að bæta mönnum tjón og annað sem hlýst af slíkum flutningum. Ég myndi ekki telja neitt ólögmætt við það. Vissulega þarf að gæta að jafnræðisreglu og að til séu pen- ingar fyrir þessu. Svo framarlega sem ekki er verið að þvinga starfs- menn til að afsala sér réttindum þá hafa opinberir aðilar nokkuð svig- rúm.“ Trausti Fannar segir að sam- kvæmt dómafordæmum Hæsta- réttar Íslands þá sé yfirmönnum opinberra stofnana veitt talsvert svigrúm í slíkum málum. Líkt og fram kom fyrir helgi hef- ur Sigurður Ingi sagt að ríkisvaldið muni greiða þeim starfsmönn- um Fiskistofu sem ákveða að flytja norður til Akureyrar með stofn- uninni þriggja milljóna króna styrk. Sá styrkur mun verða um- fram flutningskostnað sem fylgir hverjum starfsmanni en ríkið mun greiða hann. Síðan bréf Sigurðar Inga til starfsmanna Fiskistofu var gert opinbert hefur farið fram um- talsverð umræða um ráðagerðina. Spurningunni um lögmæti styrks- ins hefur hins vegar ekki verið svarað þó að komið hafi fram að enginn starfsmaður Fiskistofu ætli að nýta sér tilboðið. Gagnrýni úr eigin flokki Vigdís Hauksdóttir, flokkssystir Sigurðar Inga og formaður fjár- laganefndar, var einn þeirra þing- manna sem gagnrýndu tilboðið á þeim forsendum að það væri brot á jafnræðisreglu. „Af hverju eiga starfsmenn einnar stofnunar að fá einhverja ívilnun og eingreiðslu fyrir það að flytja á milli lands- hluta? Þetta er líka fordæmisgef- andi, við verðum að passa upp á það að við séum ekki að skapa ein- hver alveg galin fordæmi,“ sagði Vigdís um helgina en þessi gagn- rýni á tilboðið er kannski sú sem kemur hvað fyrst upp í hugann. Reynir ekki á jafnræðisreglu Trausti Fannar segir hins vegar að ekki muni reyna á réttmæti styrk- veitingarinnar út frá jafnræðis- reglunni fyrr en við næsta flutning á opinberri stofnun á milli lands- hluta. Þá mun hugsanlega koma upp umræða um hvort starfsmenn þeirrar stofnunar, hver svo sem hún kann að vera, eigi ekki líka að fá þrjár milljónir króna ofan á flutningskostnað fyrir að flytj- ast með stofnuninni á milli lands- hluta. „Þetta er í rauninni bara framtíðarmúsík. Það myndi reyna á hana við næsta flutning. Jafn- ræðisreglan myndi heldur ekki tikka inn nema ef tilfellin tvö væru sambærileg. Flutningurinn þyrfti að vera jafn íþyngjandi fyrir starfs- mennina til dæmis,“ segir Trausti Fannar og bendir á að hæpið sé því að reyni á jafnræðisreglu stjórn- sýsluréttar í þessu tilfelli. Fordæmið fyrir slíkum styrk- veitingum væri hins vegar komið og lægi fyrir. Pólitísk spurning Miðað við mat Trausta Fannars á tilboði Sigurðar Inga þá er ekkert í lögum eða stjórnarskránni sem kemur í veg fyrir að ráðherrann bjóði starfsmönnum Fiskistofu þennan styrk. Tilboðið virðist fyrst og fremst vera pólitískt, rétt eins og sú ákvörðun að flytja Fiskistofu til Akureyrar er pólitískt ákvörðun. Ráðherrann virðist geta ákveðið slíkar styrkveitingar einhliða ef fjárheimildir fyrir þeim liggja fyrir. Trausti Fannar segir að hugsan- legt sé að styrkveitingarnar rúmist innan þeirra fjárheimilda sem Fiskistofa hefur. „Punkturinn er sá að þeir sem fara með stjórnina yfir rekstri hins opinbera fara líka með stjórnina yfir starfsmanna- málunum og þeir hafa tiltölulega mikið svigrúm svo framarlega sem það rúmast innan fjárheimilda og svo framarlega sem ekki er brotið á rétti neins, til dæmis með því að neyða fólk til að flytja með stofn- uninni.“ Miðað við þetta þá eru það ekki lög eða lagagreinar sem stöðva munu Sigurð Inga í styrk- veitingunum. Hugsanlegt er hins vegar að pólitískar spurningar og gagnrýni muni setja strik í reikn- inginn, til dæmis gagnrýni frá samflokksmönnum hans. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Deilt á hugmyndina Vigdís Hauksdóttir gagnrýndi styrkveitingu Sigurðar Inga Jó- hannssonar fyrir helgi á þeim forsendum að hún væri brot á jafnræðisreglu. MynD SIGtRyGGuR ARI telur styrkveitinguna ekki ólögmæta Trausti Fannar Valsson segist telja að styrkveiting Sigurðar Inga Jóhannssonar til starfsmanna Fiskistofu standist lög. MynD SIGtRyGGuR ARI „Það er í raun- inni bara fram- tíðarmúsík – trausti Fannar Valsson Taldi sérstakan fara að lögum Ríkissaksóknari boðaður á fund allsherjarnefndar út af símhlerunum S igríður Friðjónsdóttir ríkis- saksóknara mun sitja fyrir svörum á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Al- þingis sem fram fer í dag, þriðju- dag. Ríkissaksóknari mun ræða við nefndina um framkvæmd hlerana hjá embætti sérstaks saksóknara en nokkur umræða hefur verið um hvort embættið hafi staðið að þeim með lögmætum hætti. Fyrr- verandi lögreglumaður hjá emb- ættinu, Jón Óttar Ólafsson, hefur sagt opinberlega að framkvæmd hlerana hjá sérstökum saksóknara hafi verið ábótavant. Um miðjan mánuðinn sendi ríkissaksóknari frá sér tilkynn- ingu sem sett var inn á vef stofn- unarinnar þar sem hún sagði að hún teldi ekki að brotið hefði verið gegn lögum við framkvæmda hler- ana. Orðrétt sagði: „Núverandi rík- issaksóknari, sem skipaður var í starfið 4. apríl 2011, hefur leitast við að koma á eftirliti með hlust- unum lögreglustjóra og embætt- is sérstaks saksóknara og meðal annars krafið embættin um gögn og upplýsingar því tengdu. Þau svör sem borist hafa frá embætti sérstaks saksóknara hafa ekki gef- ið tilefni til að ætla að þar sé ekki farið eftir ákvæðum laga um með- ferð sakamála.“ Ríkissaksóknari undirstrikaði hins vegar mikilvægi þess að farið væri eftir lögum við framkvæmd hlerana. Hvort, og þá hvað, eitt- hvað hafi breyst í mati Sigríðar á hlerunum sérstaks saksóknara frá því um miðjan mánuðinn liggur ekki fyrir. DV hafði samband við embætti ríkissaksóknara símleið- is á mánudaginn til að spyrja Sig- ríði um málið en var sagt að allar fyrirspurnir ættu að koma í tölvu- pósti.n ingi@dv.is Boðuð á fund Ríkissaksóknari, Sigríður Friðjónsdóttir, hefur verið boðaður á fund allsherjarnefndar út af símhlerunum. Fyrr í mánuðinum kom fram á vef Sigríðar að hún teldi embætti sérstaks saksóknara fara að lögum við hleranir. Ekki til sóma Stjórnarþingmaðurinn Elín Hirst telur eitt það alvarlegasta við það að börn hafi verið beitt ofbeldi á leikskólanum 101 sé að yfirvöld ætli ekkert að aðhafast. „Þetta mál er svo alvarlegt, og alvarleg- ast etv. að yfirvöld ætla ekkert að aðhafast,“ skrifar Elín en hún er stödd í Finnlandi þar sem hún verður viðstödd fund Norður- landaráðs. „Réttindamál barna verða ofarlega á baugi á morgun og þar mun ég leggja orð í belg,“ skrifar Elín. Hún segir enn fremur að mál leikskólans sé Íslending- um ekki til sóma. Flutningur vel undirbúinn Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráð- herra, sagði á Alþingi á mánu- dag að vel hefði verið staðið að undirbúningi Fiskistofu til Ak- ureyrar. Þetta sagði ráðherrann í svari við spurningu Brynhildar Pétursdóttur, þingmanns Bjartr- ar framtíðar. Sagði Bryndís að flutningurinn og framkvæmd hans væri vanhugsuð og spurði jafnframt hvers vegna ekki væri gert ráð fyrir flutningi í fjárlögum. Sagði Sigurður Ingi að ástæða þess væri sú að ekki væri vitað hve margir starfsmenn færu með norður. Sagði hann jafnframt að þriggja milljóna króna flutnings- styrkur væri ódýrari en ráðn- ingarferli í hverja og eina stöðu, og að upphæðin væri fundin út frá launum starfsmanna. Efla byggðar- annsóknir Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra byggðamála ávarpaði Byggðar- áðstefnu Íslands 2014 sem haldin var á Patreksfirði um helgina. Á ráðstefnunni kynnti Sigurður Ingi sérstakan byggðarannsókna- sjóð sem verður settur á laggirnar. Sjóðurinn mun hafa til ráðstöf- unar allt að 10 milljónum króna á ári, næstu þrjú árin að minnsta kosti. „Það er ljóst að það vantar gögn og fræðilegan grunn til að byggja á og erfiðlega hefur gengið að fjármagna byggðarannsóknir í gegnum samkeppnissjóðina sem til staðar eru. Vonast er til þess að öflugir rannsóknaraðilar sæki í sjóðinn og að komandi rann- sóknir verði mikilsverður grunnur við mótun byggðastefnu,“ segir í tilkynningu atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytisins. Að ráð- stefnunni stóðu Byggðastofnun, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Háskólasetur Vestfjarða og Vest- urbyggð. Í ferðinni tók ráðherra jafnframt þátt í vígsluathöfn ofan- flóðavarnargarðanna Varðar og Vaka í Bolungarvík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.