Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 30
Vikublað 23.–25. september 201430 Sport
leggur meira á sig
Lars Lagerbäck
n Hefur færri starfsmenn en hann er vanur n Munurinn á samböndunum liggur í peningum
Í
slenska karlalandsliðið í
knattspyrnu hefur aldrei verið
ofar á styrkleikalista FIFA en liðið
situr nú í 34. sæti eftir magnaðan
sigur á Tyrklandi í fyrstu umferð
undankeppni EM 2016. Blaðamaður
sló á þráðinn til að ræða við þjálfar-
ann Lars Lagerbäck á persónulegum
nótum og birtist það viðtal í síðasta
helgarblaði DV. Hér birtist hins vegar
sá hluti viðtalsins sem tengist meira
starfi hans hér á landi, samanburði
á KSÍ og öðrum knattspyrnusam-
böndum og uppbyggingu íslenska
fótboltans. Hann segir að fótboltinn
sem spilaður er hér á landi standi
ekki mjög aftarlega í samanburði við
þann sænska.
Síðustu ár hafa verið góð
„Jafnvel þó að margir góðir leik-
menn hafi farið utan til að spila þá
eru mikil gæði í Pepsi-deildinni.
Þessi ár sem ég hef unnið með lands-
liðið hefur knattspyrnu á Íslandi far-
ið stöðugt fram. Fyrir mig, þá er auð-
velt að bera sænsku deildina saman
við þá íslensku. Félagsliðin eru svip-
að góð og þau sænsku og ekki mikið
sem ber á milli þegar kemur að gæð-
um fótboltans. Sérstaklega hef ég
verið hrifinn af þessum íslensku lið-
um því þau hafa ekki sömu peninga
og leikmenn eru ekki atvinnumenn.
Síðustu 5–8 ár hafa verið mjög góð
fyrir íslenskan fótbolta, bæði félags-
lið og landslið,“ segir Lars.
„Þrátt fyrir að flestir leik-
mannanna sem nú eru í lands-
liðinu hafi farið snemma í atvinnu-
mennsku erlendis þá held ég að
það skipti miklu máli hvað félags-
liðin gera. Einnig hefur gott gengi
landsliðsins áhrif á leikmenn hjá
félagsliðunum á Íslandi, þeir sjá að
það skiptir ekki máli hvaðan mað-
ur kemur svo lengi sem maður er
nægjanlega góður og leggur hart að
sér, að þá á maður séns með lands-
liðinu. Ég held því að landsliðið njóti
þess hve félagsliðunum gengur vel
og öfugt líka. Yngri landsliðin hafa
líka heillað mig mikið, bæði U-21 og
U-19 liðin hafa staðið sig mjög vel að
undanförnu. Sé horft til framtíðar þá
er hún bara björt, sérstaklega ef fé-
lagsliðin ná að halda sínum bestu
leikmönnum aðeins lengur en verið
hefur,“ segir Lars.
Munurinn er í peningunum
Lars hefur reynslu af því að starfa
með öðrum knattspyrnusambönd-
um sem eru mun stærri en KSÍ.
Hann vann lengi hjá því sænska og
þá var hann landsliðsþjálfari Ní-
geríu um tíma. Vildi Lars koma inn
með ákveðnar áherslur hjá KSÍ,
gera starfið þar faglegra og líkara
því sem þekkist erlendis? „Ég á erfitt
með að segja til um það, því ég veit
ekki hvernig starfið var áður en ég
kom. Auðvitað ræddum við um það
hvernig ég vildi hafa hlutina, en ef
ég ætti að nefna hver munurinn er
á þessum samböndum þá endur-
speglast hann í fjárráðum KSÍ.
Við höfum ekki úr jafn miklu að
moða en ég hef nýtt alla þá reynslu
og þekkingu sem ég hef vegna
vinnu minnar við fótbolta á al-
þjóðasviðinu. Við Heimir töluðum
frá byrjun um það hvernig við vild-
um hafa vinnuna í kringum lands-
liðið, hvernig við vildum spila, æfa
og haga landsliðslífinu almennt.
Kannski er það mesti munurinn, við
höfum gert þetta faglegra en þetta
var. Allt verður að vera eins fag-
legt og hægt er, matur, ferðalög og
gisting. Ég held samt að mesta vinn-
an sé sú sem tengist fótboltanum
beint og hún hefur verið mjög góð,“
segir Lars.
Meiri vinna
Undirbúningur fyrir leiki er mikill og
Lars segir að hann hafi aldrei áður
þurft að sinna þeirri vinnu jafnmikið
og hann gerir núna. Ástæðan er tak-
mörkuð fjárráð KSÍ, sem hefur ekki
efni á öllum þeim mannskap sem
Lars er vanur að hafa í kringum sig.
„Við höfum færra starfsfólk. Heimir
og ég erum að sjá um alla leikgrein-
ingu og kynningu fyrir leikmenn.
Bæði í Svíþjóð og Nígeríu hafði ég
mann sem sinnti þessu starfi al-
gjörlega, þó að ég sæi kannski um
að greina andstæðinginn þá var öll
tölvuvinna í höndum þessa starfs-
manns.
Munurinn sést líka í ferðalögun-
um. Í Svíþjóð og Nígeríu fórum við
alltaf með leiguflugi á milli staða,
en reyndar verð ég að hrósa KSÍ fyr-
ir þeirra vinnu við að laga þetta. Þeir
hafa lagt mikið á sig fyrir leikinn
gegn Lettlandi, því við spilum þar
á föstudegi og svo er annar leikur í
Reykjavík á mánudegi. Nú getum við
æft á laugardagsmorgni í Lettlandi
áður en við tökum leiguflug beint
heim. Það er mun betra en að þurfa
að bíða á flugvelli eftir flugi heim
og eitthvað slíkt. Þannig getum við
hvílt okkur betur og safnað orku fyr-
ir seinni leikinn. Svona hlutir skipta
máli og við höfum ekki mikla pen-
inga til að gera þetta oft. Ég vissi af
þessu og ber virðingu fyrir því. Allir
reyna að gera sitt besta og við Heim-
ir vinnum náið með stjórninni í að
því að hámarka árangurinn,“ segir
Lars.
Jákvæðir hlutir á Íslandi
Vegna uppgangs íslenska lands-
liðsins og íslenskra félagsliða í
Evrópukeppni hafa margir séð
ástæðu til að hrósa þeirri upp-
byggingu sem orðið hefur í barna-
og unglingastarfi hér á landi. Í því
samhengi hefur verið litið til norska
landsliðsins, sem oft hefur verið
betra, og til uppeldisstarfsemi í Nor-
egi. Þjálfarar hér á landi eru almennt
betur menntaður í knattspyrnufræð-
um og æfingarnar skipulagðari.
Hvað segir Lars um þetta?
„Ég á erfitt með að meta það, þó
að ég hafi verið mikið í Noregi. Þar
eru aðstæður frábærar en ég held
að ástæðan fyrir þessu sé sú að of
mikið fjármagn var sett í sjálf félög-
in. Í kjölfarið þurftu þeir að hægja
á sér og skera niður í umfangi. Nú
er landsliðsþjálfarinn að byggja
upp nýtt lið með mjög ungum leik-
mönnum. Fyrir smærri lönd þá er
það algengt, sérstaklega eftir að
þeim hefur vegnað vel í einhvern
tíma, að þau taki smá dýfu niður á
við. Þess vegna er svo mikilvægt að
vinna með unga leikmenn þannig
að það séu alltaf að koma nýir leik-
menn,“ segir Lars.
„Munurinn á þessum löndum er
kannski sá að margar knattspyrnu-
hallir hafa verið byggðar hér á landi
á síðustu árum. Líklega er það frekar
svo að Ísland hefur tekið stórt skref
fram á við frekar en að Noregi hafi
farið svona aftur, bæði hjá landslið-
um og félagsliðum. Á Íslandi hafa
mun jákvæðari hlutir verið að gerast
en í Noregi,“ segir Lars.
Markmiðinu náð
Árið 2011 var Lars Lagerbäck ráð-
inn til KSÍ og hann segir að þegar
hann hafi horft á leikmannahópinn
hafi hann séð hve spennandi verk-
efnið var. Markmið Lars er að koma
landsliðinu á stórmót og stór áfangi
náðist á fimmtudag þegar nýr styrk-
leikalisti FIFA var gefinn út. Lands-
liðið situr nú í 34.–35. sæti og hef-
ur aldrei verið ofar á listanum. Á
Beinni línu hjá DV árið 2012 sagði
Lars að markmiðið væri að koma
liðinu í topp 55 á listann innan
tveggja ára. Það hefur tekist, svo um
munar. n
Rögnvaldur Már Helgason
rognvaldur@dv.is
Upprisa Íslands í fótboltaheiminum
Október 2011 – 108. sæti
n Lars Lagerbäck ráðinn landsliðsþjálfari
með Heimi Hallgrímsson sér til aðstoðar.
Júní 2012 – 131. sæti
n Ísland hefur aldrei verið jafn
neðarlega á FIFA styrkleikalistan-
um en þetta. Lars og Heimir fengu
ekki óskabyrjun, því þeir töpuðu
fyrstu fjórum leikjunum sínum.
Allir voru þeir æfingarleikir, gegn
Japan, Svartfjallalandi, Frakklandi
og Svíþjóð.
September 2012 – 118 . sæti
n Upprisan hefst. Ísland sigrar Færeyjar í vin-
áttuleik á Laugardalsvelli og stekkur fyrir vikið
upp um tólf sæti frá lista fyrri mánaðar, en hafði
færst örlítið ofar vegna lélegs árangurs liða á
borð við Sýrland, Sao Tomé og Suriname.
Nóvember 2012 – 96. sæti
n Frábær byrjun landsliðsins í undankeppni
HM skilar liðinu enn ofar. Liðið sigraði Noreg
og Albaníu, en tapaði fyrir Albaníu og Sviss.
Júní 2013 – 61. sæti
n Aftur tekur Ísland stökk upp
á við um tólf sæti frá lista fyrri
mánaðar, eftir að liðið hafði
fikrað sig upp listann mánuðina
þar á undan. Ástæðan var frábær
útisigur á Slóveníu en liðið spilaði
einnig við Rússland og tapaði.
Október 2013 – 46. sæti
n Landsliðið tapaði fyrir Slóveníu á
heimavelli í júní 2013, en náði ótrúlegu
4–4 jafntefli við Sviss í september sem
lengi verður í minnum haft vegna marka
Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Í síðari
leiknum í þessari landsleikjaviku sigraði
liðið Albaníu 2–1, frammi fyrir troðfullum
Laugardalsvelli í einu besta andrúmslofti
sem þar hefur skapast. Einnig sigraði liðið
færeyska frændur sína á Laugardalsvelli
1–0 í ágúst.
September 2014 – 34. sæti
n Næstu mánuði eftir að Ísland tapaði fyrir
Króatíu í umspili rokkaði liðið upp og niður,
yfirleitt um 3–4 sæti. Á árinu 2014 hefur liðið
leikið fjóra vináttuleiki, tapað fyrir Wales og
Svíþjóð, gert jafntefli við Austurríki og unnið
Eistland. Það var hins vegar magnaður sigur
á tyrkneska landsliðinu, sem talið var mun
sigurstranglegra, sem fleytti því upp í 34.
sæti en það er nýtt met Íslands á þessum
lista. Sem áður, þá var þetta stökk upp á við
um tólf sæti.
„Á Íslandi hafa
mun jákvæðari
hlutir verið að gerast
en í Noregi
Gerir meira sjálfur Vegnar smæðar KSÍ samanborið við knattspyrnusambönd Nígeríu og Svíþjóðar, þá verður Lars að sinna meiri vinnu
sjálfur í undirbúningi fyrir leiki. Hann segist hafa verið meðvitaður um þetta þegar hann kom hingað fyrst og virðir að ekki sé hægt að ráða
fleiri. MyNd ReuteRS