Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 34
34 Menning Sjónvarp Vikublað 23.–25 september 2014 Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Fer með aðalhlutverkið í annarri þáttaröðinni Colin Farrell í True Detective Miðvikudagur 24. september 16.30 Martin læknir e (5:6) (Doc Martin) Breskur gamanmyndaflokkur um lækninn Martin Ellingham sem býr og starfar í smábæ á Cornwallskaga og þykir með afbrigðum óháttvís og hranalegur. 17.15 Disneystundin (34:52) 17.16 Finnbogi og Felix (7:13) 17.38 Sígildar teiknimyndir 17.46 Nýi skólinn keisarans 18.10 Táknmálsfréttir (24:365) 18.25 Eldað með Niklas Ekstedt (5:12) (Niklas Mat) Meist- arakokkurinn Niklas Ekstedt flakkar á einni viku á milli nokkurra bestu veitingahúsa heims og reynir að heilla eigendurna uppúr skónum með matseld sinni. 18.54 Víkingalottó (4:52) 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Kastljós 20.00 Mánudagsmorgnar (9:10) (Monday Mornings) Bandarísk þáttaröð um líf og störf skurðlækna sem berjast fyrir lífi sjúklinga sinna. Aðalhlutverk: Ving Rhames, Jamie Bamber og Jennifer Finnigan. 20.45 Frú Brown 7,5 (Mrs. Brown Boys) Margverðlaunaðir gamanþættir um kjaftforu húsmóðurina Agnesi Brown í Dublin. Höfundur og aðalleikari er Brendan O'Carroll, en þættirnir hafa m.a. hlotið hin vinsælu BAFTA-verðlaun. 21.15 Kiljan 22.00 Tíufréttir 22.15 Veðurfréttir 22.20 Stríð í nánd (2:3) (37 Days) Glæný sjónvarpsþáttaröð í þremur hlutum um síðustu vikurnar í aðdraganda heimsstyrjaldarinnar fyrri. Aðalhlutverk: Ian McDi- armid, Nicholas Farrell, Tim Pigott-Smith. 23.15 Mótorsport 2014 (1:2) Fyrri þáttur af tveimur um Norðurlandamótið í torfæru sem fram fór á Akureyri í sumar þar sem bestu torfærukappar heims ótrúleg tilþrif. 23.45 Njósnadeildin 8,3 (5:6) (Spooks) Breskur sakamálaflokkur um úrvalssveit innan bresku leyniþjónustunnar MI5 sem glímir meðal annars við skipulagða glæpastarfsemi og hryðjuverkamenn. Með- al leikenda eru Peter Firth, Nicola Walker, Shazad Latif, Max Brown, Lara Pulver, Tom Weston-Jones og Alice Krige. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 00.40 Kastljós e 01.05 Fréttir e 01.15 Dagskrárlok Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 11:25 Premier League 13:05 Premier League (Newcastle - Hull) 14:45 Premier League World 15:15 Premier League (Burnley - Sunderland) 16:55 Enska 1. deildin (Wigan - Ipswich) 18:35 League Cup (Tottenham - Nottingham Forest) 20:40 Messan 21:55 Premier League (Man. City - Chelsea) 23:35 Ensku mörkin (5:40) 00:30 Premier League 17:45 Strákarnir 18:10 Frasier (4:24) 18:35 Friends (8:24) 18:55 Seinfeld (6:13) 19:20 Modern Family 19:45 Two and a Half Men (3:24) 20:10 Örlagadagurinn (21:30) 20:40 Heimsókn 21:00 Homeland (5:12) 21:45 Chuck (13:22) 22:30 Cold Case (22:23) 23:15 Shameless (5:12) 00:10 E.R. (8:22) 00:55 Boss (5:10) 01:50 Örlagadagurinn (21:30) 02:25 Heimsókn 02:45 Homeland (5:12) 03:30 Chuck (13:22) 04:15 Cold Case (22:23) 05:00 Shameless (5:12) 10:50 Last Night 12:20 Silver Linings Playbook 14:20 My Cousin Vinny 16:20 Last Night 17:55 Silver Linings Playbook 20:00 My Cousin Vinny 22:00 The Firm 23:30 Me, Myself and Irene 01:25 One In the Chamber 02:55 The Firm 17:30 Last Man Standing (7:18) 17:55 Guys With Kids (11:17) 18:15 Hart of Dixie (8:22) 19:00 Jamie's 30 Minute Meals (30:40) 19:25 Baby Daddy (3:21) 19:50 Who Do You Think You Are? 20:50 Gang Related (10:13) 21:35 Damages (7:10) 22:30 Wilfred (12:13) 22:50 Originals (6:22) 23:30 Hart of Dixie (8:22) 00:15 Jamie's 30 Minute Meals (30:40) 00:40 Baby Daddy (3:21) 01:00 Who Do You Think You Are? 01:50 Gang Related (10:13) 02:35 Damages (7:10) 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:00 Wonder Years (2:6) 08:25 Wipeout 09:10 Bold and the Beautiful 09:30 Doctors (58:175) 10:10 Spurningabomban (7:10) 11:00 Grand Designs (7:12) 11:50 Grey's Anatomy (8:24) 12:35 Nágrannar 13:00 Dallas (1:10) 13:45 Gossip Girl (1:10) 14:30 Smash (10:17) 15:20 Xiaolin Showdown 15:45 Grallararnir 16:10 Arrested Development (11:15) 16:45 New Girl (6:24) 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson-fjölskyldan 18:23 Veður Ítarlegt veðurfréttayfirlit. 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 Bad Teacher 5,2 (3:13) Bandarískur gaman- þáttur sem byggður er á samnefndri kvikmynd um kennslukonu sem er ekki starfi sínu vaxin en notar kynþokkann sér til framdráttar. 19:40 The Middle (19:24) 20:05 How I Met Your Mother (23:24) 20:30 Heimsókn (1:28) 20:50 Léttir sprettir (7:0) 21:10 Restless (2:2) Seinni hluti breskrar framhaldsmyndar frá 2012 með Hayley Atwell, Rufus Sewell, Michael Gambon og Charlotte Rampling í aðalhlutverkum. 22:40 Covert Affairs (11:16) 23:25 Enlightened (3:8) Önnur þáttaröðin frá HBO sem fjallar um konu sem er á barmi taugaáfalls og er komin á endastöð. Þá fær hún skyndilega andlega uppvakningu. Með aðal- hlutverk fara Laura Dern, Diane Ladd og Luke Wilson. 23:55 NCIS (6:24) 00:40 Major Crimes (10:10) Hörkuspennandi þættir sem fjalla um lögreglukon- una Sharon Raydor sem er ráðin til að leiða sérstaka morðrannsóknadeild innan hinnar harðsvíruðu lögreglu í Los Angeles. Sharon tekur við af hinni sérvitru Brendu Leigh Johnson en þættirnir eru sjálfstætt framhald af hinum vinsælu þáttum Closer. 01:25 The Pool Boys 02:50 Nine Miles Down 04:15 Grand Designs (7:12) 05:05 How I Met Your Mother (23:24) 05:30 Fréttir og Ísland í dag 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond (10:25) 08:20 Dr. Phil 09:00 The Talk 09:40 Pepsi MAX tónlist 15:30 The Royal Family (2:10) 15:55 Welcome to Sweden (2:10) 16:20 Parenthood (1:22) 17:05 Extant (3:13) 17:50 Dr. Phil 18:30 The Tonight Show 19:10 The Talk 19:50 30 Rock 8,3 (1:13) Liz Lemon og félagar í 30 Rockefeller snúa loks aftur með frábæra þáttaröð sem hlotið hefur fjölda verðlauna. Liz kemst að því sér til mik- illar skelfingar að yfirmaður sinni virðist vera að skemma fyrir NBC í þeim tilgangi að láta hið hræðilega fyrirtæki Kabletown selja það. 20:10 America's Next Top Model (15:16) Bandarísk raunveruleikaþáttaröð þar sem Tyra Banks leitar að næstu ofurfyrirsætu. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en 14 þátttakendur fá að spreyta sig í keppninni enda taka piltar líka þátt í þetta sinn. 20:55 Remedy - NÝTT (1:10) Remedy er kanadísk lækna- drama og fjallar um Griffin Gonnor (Dillon Casey) sem hættir í læknaskólanum og snýr aftur heim. Hann fær vinnu sem aðstoðarmaður á sjúkrahúsinu sem faðir hans stýrir og tvær metnaðarfull- ar systur starfa. Griffin líður hálfpartinn eins og svarta sauðnum í fjölskyldunni, eftir að hann hætti í miðju lækna- námi, en lærir þó heilmargt á því að vinna sem aðstoðar- maður á spítalanum. 21:45 Unforgettable - NÝTT (1:13) Bandarískir sakamála- þættir um lögreglukonuna Carrie Wells sem glímir við afar sjaldgæft heilkenni sem gerir henni kleift að muna allt sem hún hefur séð eða heyrt á ævinni. Hvort sem það eru sam- ræður, andlit eða atburðir, er líf hennar; ógleymanlegt. 22:30 The Tonight Show 23:10 Revelations 6,5 (6:6) Undarlegt mál um stúlku sem liggur í dái á spítala en muldrar vers úr Biblíunni kemur Dr. Richard Massey, stjarneðlisfræðingi frá Harvard, í kynni við nunnuna Josepha Montafiore. Hún telur að stúlkan og ofskynj- anir hennar séu verk Guðs og vill rannsaka þetta mál nánar með hjálp Richards. 23:55 Under the Dome (1:13) 00:35 Remedy (1:10) 01:20 Unforgettable (1:13) 02:05 The Tonight Show 02:45 Pepsi MAX tónlist Stöð 2 Sport 2 07:00 Spænski boltinn 14/15 08:40 League Cup 2014/2015 13:00 UEFA Champions League (Chelsea - Schalke) 14:45 Spænsku mörkin 14/15 15:15 Spænski boltinn 14/15 (Real Madrid - Elche) 16:55 League Cup 2014/2015 (Swansea - Everton) 18:35 League Cup 2014/2015 (Tottenham - Nottingham Forest) 20:40 League Cup 2014/2015 (Liverpool - Middlesbrough) 22:20 Spænski boltinn 14/15 (Malaga - Barcelona) 00:00 Spænski boltinn 14/15 (Sevilla - Real Sociedad) C olin Farrell hefur staðfest að hann muni leika annað aðal- hlutverkið í annarri þáttaröð af True Detective og að hann væri yfir sig ánægður. Hann sagð- ist hins vegar vita lítið um sögu- þráð þáttaraðarinnar, en hann vissi að hún myndi innihalda átta þætti og að tökur stæðu yfir í um fimm mánuði. Eins sagði hann að þættirnir yrðu teknir upp í kring- um Los Angeles sem hentar hon- um vel því þá getur hann far- ið heim til sín í lok dags og eytt tíma með börnunum sínum. Enn er ekki komið á hreint hver muni leika á móti honum en Matthew McConoughey og Woody Harrel- son léku aðalhlutverkin í fyrri þáttaröðinni. Sögusagnir segja að annaðhvort Rachel McAdams eða Elisabeth Moss úr Mad Men verði mótleikarar Farrells. Hvorki sjón- varpsstöðin HBO, sem framleiðir þættina, né umboðsmaður Farrells hafa staðfest þessar fréttir. n helgadis@dv.is Lærbrotinn í óbyggðum Þ að er nánast daglega sem inn á ritstjórn DV berast til- kynningar frá Landssam- bandi björgunarsveita, Landsbjörg, þar sem greint er frá aðgerðum sjálfboðaliða sem koma til bjargar fólki í vanda. Ég les all- ar tilkynningarnar full lotningar, velti því fyrir mér hvernig fólk velst í þessi verkefni en þakka fyrir það öllum stundum að það nenni að standa í þessu. Það er nefnilega ekki sjálfsagt. Sumar tilkynningarn- ar sitja eftir og maður veltir því fyrir sér hvað gerist, reynir að fylgja því eftir og segja frá. Heyra sögurnar, því oftar en ekki eru þær magnað- ar. Í mars í fyrra barst á ritstjórnina tilkynning um slasaðan mann sem hafði fótbrotnað illa við Botnssúlur. Aðstæður voru slæmar og þyrla Landhelgisgæslunnar komst ekki að manninum. Um 60 manns fóru af stað til að sækja hann. Veður var ekkert sérstakt og aðstæður á svæð- inu voru erfiðar. Það þarf um 40 manns til að bera slasaðan mann niður fjalllendi, í bratta og hálku. En fyrst þarf hann að bíða einn, slasað- ur og veikur eftir aðstoð. Ég vissi það ekki þá en maðurinn er Daníel Magnússon, ungur björg- unarsveitarmaður á Akranesi. Hann hafði lagt á Botnssúlur til að kanna aðstæður fyrir nýliða sem áttu að ganga þar og æfa sig. Hann vissi að aðstæður kunnu að vera slæmar, en vildi vera viss um öryggi nýliðanna áður en hann legði það á hópinn að fara af stað. Daníel er þrautþjálfaður björg- unarsveitarmaður og vélvirki. Hann er starfandi félagi í Björg- unarfélagi Akraness og hefur brennandi áhuga á útivist og hreyf- ingu. Áður en hann lagði af stað lét hann vita hvert hann væri að fara og hvers vegna. Hann var vel klæddur og útbúinn og fór af stað. En slysin gera ekki boð á undan sér og Daníel hrasaði og stórslasaði sig. Hann beið einn í nokkurn tíma eft- ir aðstoð með alvarlegt lærbrot og honum var að blæða út. Ég hafði lesið frásögn Dan- íels í janúar og skrifað um það fyr- ir vefinn okkar, DV.is. Á sunnudags- kvöldið hlustaði ég á hann segja sögu sína í þættinum Neyðarlínan. Ég var með gæsahúð allan tímann. Hann sagði frá af öryggi, en líka ein- lægni sem hreyfði við öllum sem fylgdust með. Hann lýsti hræðsl- unni sem hann fann fyrir einn, stórslasaður í óbyggðum, óörygginu þegar þyrlan gat ekki lent hjá hon- um en líka gleðinni þegar honum var loksins bjargað. Þetta var alvöru saga og alvöru sjónvarp. n Colin Farrell Colin Farrell mun leika annað aðalhlutverkið í True Detective. Í rski leikarinn Liam Neeson og samlandi hans, söngvarinn og góðgerðapopparinn Bono úr hljómsveitinni U2, hafa undan- farin sex ár unnið að kvik- myndahandriti í sameiningu. Neeson missti upplýsingarnar út úr sér í viðtali við breska dagblað- ið The Independent á dögunum, þegar hann ræddi um fræga vini sína. „Við spjöllum, eða ég hlusta reyndar aðallega á hann. Hann er stórkostlegur maður. Hann er með hugmynd að handriti sem við höfum verið að vinna undanfar- in sex ár.“ Það eina sem leikarinn vildi gefa upp um handritið var að það fjallaði að einhverju leyti um menningu sem skapaðist í kring- um svokölluð show-bönd, sem voru vinsæl á Írlandi á áttunda ára- tugnum. Slíkar sveitir ferðuðust um landið og spiluðu eigin útgáfur af vinsælustu popplögum hvers tíma. Neeson hefur hingað til fyrst og fremst tekið sér stöðu fyrir fram- an myndavélina í kvikmyndum á borð við Star Wars, Taken og nú síðast A Walk Among the Tomb- stones. Bono hefur áður komið ná- lægt handritagerð, en kvikmyndin The Million Dollar Hotel, sem Wim Wenders leikstýrði árið 2000, var byggð á sögu söngvarans með sól- gleraugun. n kristjan@dv.is Bono og Neeson vinna að bíómynd Um írskar ábreiðuhljómsveitir á 8. áratugnum Skrifar kvikmynda- handrit Bono vinnur með Liam Neeson að kvikmynd um írskar ábreiðuhljóm- sveitir á 8. áratugnum. Liam Neeson Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Pressa Neyðarlínan sýnd á Stöð 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.