Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 38
Vikublað 23.–25. september 201438 Fólk „Ég verð tekinn af lífi“ Athafnamaðurinn Jón Gunnar Geirdal, framkvæmdastjóri Ys- lands og einn af eigendum veitingastaðarins Lemon, fagn- ar fertugsafmæli sínu á föstudag í næstu viku. Frá þessu er greint í Nútímanum. Meðal tónlistar- manna sem koma fram í veisl- unni eru Páll Óskar, Jón Jónsson, Friðrik Dór, Blaz Roca, Skíta- mórall, Kaleo og Sverrir Berg- mann. Þa munu grínistar á borð við Auðun Blöndal, Sveppa, Steinda Jr., Björn Braga og Loga Bergmann stíga á svið og eru þeir til alls líklegir, að sögn Jóns. „Ég verð tekinn af lífi. Það er 100 pró- sent,“ segir Jón Gunnar meðal annars í samtali við Nútímann. Býður virkum í athugasemd- um í kaffi Söng- og leikkonan Unnur Egg- ertsdóttir býður nokkrum útvöld- um í athugasemdakerfi DV í kaffi ef þeir verða einhvern tímann í New York, þar sem Unnur er einmitt búsett um þessar mundir. Tilefnið er frétt úr helgarblaði DV þar sem fjallað er um skemmti- legar uppákomur leikkonunn- ar fyrstu daga hennar í borginni. Nokkrir lesendur sáu ástæðu til að skrifa athugasemd við fréttina á DV.is og furðuðu sig meðal annars á tilveru fréttarinnar. Unnur birti í kjölfarið nokk- ur neikvæð ummæli á bloggsíðu sinni þar sem hún sendir við- komandi aðilum meðal annars knús og býður þeim í kaffi. Broddi er enn í uppáhaldi Hin hliðin var um árabil fastur dagskrárliður í DV. Árið 1990 var ungur íþróttafréttamaður að nafni Samúel Örn Erlingsson spurður spjör- unum úr. Samúel Örn svarar hér sömu spurningum nú, 24 árum síðar. Fullt nafn: Samúel Örn Erlingsson. Fæðingardagur og ár: 12. nóv- ember 1959. Maki: Ásta Breiðfjörð Gunn- laugsdóttir. Börn: „Tvær dætur sem eru orðnar örlítið eldri núna.“ Bifreið: Izuzu D Max árgerð 2007. „Þetta er lítill pikköpp sem getur dregið kerru.“ Starf: „Nú er ég grunnskóla- kennari. Og fæst við þáttagerð og fararstjórn í frístundum.“ Laun: „Samkvæm töxtum KÍ.“ Áhugamál: „Áhugamálin eru mörg en hestamennskan er komin í fyrsta sætið. Ég býst við að veiðimennskan hafi verið ofarlega síðast. Nú hefur hesta- mennskan tekið yfir þótt mað- ur grípi stöngina einu sinni á ári. Og söngur er líka í upp- áhaldi, það verður að viður- kennast.“ Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í Lottóinu? „Ég held að ég hafi alveg náð heil- um þremur.“ Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? „Að fara í hestaferðir með söngfólki. Það er ekkert skemmtilegra.“ Hvað finnst þér leiðinleg- ast að gera? „Ætli það sé ekki bókhaldið. Það er alveg hund- leiðinlegt.“ Uppáhaldsmatur: „Saltfiskur frá Drangsnesi, með rauðum kartöflum og hamsatólg.“ Uppáhaldsdrykkur: „Íslenskt vatn.“ Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? „Guðjón Valur.“ Uppáhaldstímarit? „Mín upp- áhaldstímarit eru þau tímarit sem enn koma út um íslenska hesta. Þau eru ekki mörg.“ Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? „J. Lo.“ Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjórninni? „Ég styð allar ríkistjórnir til góðra verka.“ Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? „Ætli það væri ekki skemmtilegast að hitta Obama um stund.“ Uppáhaldsleikari: „Jói Sig og Hilmar Snær. Hesta- og söng- menn.“ Uppáhaldsleikkona: „Meryl Streep – eftir að hún fór í Abba.“ Uppáhaldssöngvari: „Kristinn Sigmundsson.“ Uppáhaldsstjórnmálamaður: „Steingrímur Hermannson var minn uppáhaldsstjórnmála- maður og verður alltaf.“ Uppáhaldsteiknimynda- persóna: „Pass.“ Uppáhaldssjónvarpsefni: „Góðir glæpaþættir. Ætli Wallander hafi ekki vinn- inginn.“ Ertu hlynntur eða andvíg- ur veru varnarliðsins hér á landi? „Ætli það sé ekki orðið of seint að fást um það.“ Hver útvarpsrásanna finnst þér best? „Rás 1.“ Uppáhaldsútvarpsmað- ur: „Broddi vinur minn Broddason.“ Hvort horfir þú meira á Ríkissjónvarpið eða Stöð 2? „Ríkissjónvarpið.“ Uppáhaldssjónvarps- maður: „Bogi Ágústsson.“ Uppáhaldsskemmti- staður: „Ég held að það sé félagsheimili Karlakórs Reykjavíkur.“ Uppáhaldsfélag í íþrótt- um? „Körfuboltahópur- inn Vinir Samúels.“ Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? „Að verða betri hesta- maður.“ Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? „Ég ætla að fara á heimsmeistara- mót í hestaíþróttum og slatta af hestaferðum. Annað hefur ekki verið ákveðið.“ n Samúel Örn Samúel Erni fannst leikkona Jessica Lange fallegustu fyrir utan maka. Í dag nefnir hann söng- og leikkonuna J. Lo. mynd Sigtryggur ari Kossaflens á Þingvöllum amy tan var yfir sig hrifin af landi og þjóð H inn heimsþekkti rithöfundur Amy Tan sem heimsótti Ísland á dögunum var yfir sig hrifinn af landi og þjóð. Tan hélt fyr- irlestur í Hörpu á föstudagskvöld og mættu margir helstu menningarvit- ar þjóðarinnar til að hlýða á þessa kínversk-bandarísku skáldkonu. Hún nýtti tímann einnig til að ferð- ast um landið en nú hefur Tan birt myndir af sér á Facebook-síðu sinni að kyssa eiginmann sinn, skattalög- fræðinginn Louis DeMattei, á Þing- völlum á flekaskilunum milli Ame- ríku- og Evrasíuflekans. Hún virðist hafa mikinn áhuga á jarðfræðileg- um staðreyndum tengdum Íslandi. „Þetta er ófyrirsjáanlegt og því mjög spennandi land að vera í, jafnt í dag sem eftir milljón ár,“ skrifar Tan, en hún á tæplega 65 þúsund aðdáendur á Facebook. Tan hefur þó ekki einungis áhuga á jarðfræði landsins því hún segist hafa reynt að læra nokkra íslenska frasa með litlum árangri. „Ég held að Rosetta Stone bjóði ekki upp á inn- gangsnámskeið í íslensku. Og það gerir það enn erfiðara að það eru 32 stafir í tungumálinu en 26 í ensku. Sem þýðir að ef maður ætlaði að spila andaglas á íslensku yrði borðið að vera sérstaklega stórt,“ skrifar rit- höfundurinn heimsþekkti. „Þökk sé Game of Thrones, The Secret Life of Walter Mitty og fleiri bíómyndum sem voru kvikmyndaðar hér þá er fólk utan Íslands farið að sjá hversu landið er nokkuð stórkostlegt heim að sækja,“ skrifar hún að lokum. „Ég vil þakka íslenskum vinum mínum fyrir stórkostlega heimsókn og Art in Translation-bókmenntahátíðinni.“ n kristjan@dv.is Ástfangin Amy Tan og eiginmaður hennar hrifust af Íslandi og íslenskri tungu. Fimmta barnið rétt ókomið Magnús Geir Þórðarson útvarps- stjóri og sambýliskona hans, Ingi- björg Ösp Stefánsdóttir, fram- kvæmdastýra Menningarhússins Hofs, eiga von á barni á næstu dögum en það verður fimmta barnið á heimilinu. Ingibjörg á þrjú börn úr fyrra sambandi og saman eiga þau átján mánaða son. Í viðtali í Fréttatímanum um helgina segist Magnús Geir mik- ill fjölskyldumaður. „Ég reyni að sinna því eins vel og ég mögulega get og reyni að passa upp á það. Ef mikið gengur á í vinnunni þarf maður að venja sig á að slökkva á þeim hugsunum og vera alveg til staðar heima,“ segir Magnús Geir meðal annars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.