Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 26
Vikublað 23.–25. september 201426 Lífsstíll F oreldrahlutverkið er krefj- andi. Við ætlum okkur öll að gera svo vel að stundum gleymum við einfaldlega að hafa gaman af því. Skoðaðu hvaða atriði af þessum lista koma í veg fyrir að þú nálgist foreldrahlut- verkið út frá gleði. Leyfðu þér að vera hamingjusamt foreldri – fyrir sjálfan þig og barnið þitt. 1 Gamall farangur Þar sem við mörkumst af fyrri reynslu eru hugmyndir okkar um uppeldi og barnæsku gjarnan úr okkar eigin uppvexti. En ef þú heldur fast í það hvernig hlutirnir „eiga“ að vera gleymir þú kannski að njóta þess hvernig þeir eru í raun og veru. Horfðu gagnrýnum augum á uppeldisaðferðir þínar og spurðu þig reglulega af hverju. 2 Ekki halda stigatöflu Heldur þú stigatöflu yfir frammistöðu þína? Hvaða foreldri tekur mestan þátt í félagsstarfinu? Hvaða foreldri heldur fastast í reglur? Hvaða foreldri er duglegast með krökkunum? Að fylgjast með ímynduðum stigum eyðir bara orku. Gerðu það sem þig langar og getur gert. Ekki taka að þér verkefni til að ganga í augun á öðrum foreldrum og ekki krefjast þess að aðrir foreldrar séu jafn virkir og þú. 3 Kveddu alræðis- herrann Sem foreldri verður þú að setja mörk. Ekki nota afl til að fá þínu framgengt. Ef barnið reynir sífellt að komast yfir ákveðin mörk skaltu spyrja þig og barnið: „Af hverju?“ Líttu á þig sem traustan og gagnlegan leiðbein- anda barnsins í stað alræðisherra. Ef barnið upplifir þig þannig er það líklegra til að hlusta, sem þýðir minni átök og vonleysi fyrir ykkur bæði. 4 Hættu að garga Ef þú ert vanur/vön að öskra þegar þú kemst í uppnám spurðu þá sjálfa/n þig þessarar spurningar: Hefur öskur bætt samband þitt við barnið? Það er líklegast að þú öskrir þegar þú ert reið/ur og slíkt getur hrætt börnin. Öskur skemmir bæði traust og öryggistilfinningu barnsins. Vertu meðvitaður/meðvituð um það hvenær og af hverju þú gargar á barnið þitt og taktu ákvörðun um að breyta þeim aðstæðum í framtíð- inni. 5 Ekki ætlast til að þú sért fullkomin/n Hið fullkomna foreldri er ekki til. Fagnaðu ófullkomleika þínum. Ekki taka þig of alvarlega. Bestu foreldrarnir eru þeir sem eru tilbúnir að læra, breytast og bætast. 6 Gleymdu áhyggjunum Allar áhyggjur í heiminum gera barnið þitt ekkert öruggara – og ekki þig hamingjusamari. Þær gætu kennt barninu þínu að lifa í ótta. Slepptu takinu á óttanum. 7 Eitt hentar ekki öllum Öll börn eru einstök. Það sem hentar einu, hentar ekki endilega öðru. Sumar reglur ganga yfir alla (eins og almenn kurteisi). Taktu með í reikninginn að þótt þú viljir vera sanngjarnt foreldri duga ekki allar sömu reglurnar í sömu röð á öll börn. 8 Endaðu matarstríðið Ef þú krefst ákveðins fjölda munnbita af barninu ertu komin/n í endalaust stríð við matarborðið – sem gæti orðið til þess að barnið þróar með sér vandamál tengd mat síðar á ævinni. Leiðbeindu og búðu til hollan mat. Leyfðu barninu að hafa eitthvað um matinn að segja. 9 Ekki vera skemmtana-stjórinn Ef þú ert gjörsam- lega úrvinda gætir þú verið að taka að þér of mikla ábyrgð á því hvernig barnið eyðir tíma sínum. Skipulegðu atburði sem ýta undir þroska barnsins en ekki skipuleggja hverja mínútu fyrir þau. Börn hafa gott af því að hafa ekkert að gera. Þannig læra þau að bera ábyrgð á eigin tíma. 10 Ekki gleyma þér Sem foreldri gefur þú ást, tíma og athygli. Passaðu bara að gefa ekki meira en þú getur. Ef þú hunsar eigin grunnþarfir kennir þú barninu þínu að það þurfi ekki að hugsa um sig þegar það vex úr grasi. 11 Gefðu sektar- kennd upp á bátinn Sektarkennd getur verið gagnleg til gera sér grein fyrir hvar þú þarft að gera breytingar. En sjúkleg, lamandi sektarkennd sem fær þig til að líða ömurlega gerir ekkert fyrir þig. Þú ert nóg, alveg eins og þú ert. 12 Taktu upp lýðræði Sem foreldri hefur þú oftast síðasta orðið í ákvarðanatöku. En bæði þú og barnið verðið hamingju- samari ef það er ekki eina orðið. Þegar barnið er nógu gamalt leyfðu því að taka þátt í ákvarðanatöku í þeim málum sem því viðkoma. Með því að leyfa barninu að fylgjast með ákvarðanatökunni kennir þú þeim að taka góðar ákvarðanir í framtíðinni. 13 Engin neikvæð skilaboð Sum börn heyra of mikið af neikvæðum skilaboðum: þú ert of hávær, þú ert of mikil mús, þú spyrð of margra spurninga, þú ert svo þreytandi, þú ert svo frek, þú talar of mikið, þú verður að eignast fleiri vini, hættu þessu stanslausa iði, talaðu hærra, slappaðu af, brostu meira. Reyndu að komu sömu skilaboðum á framfæri á jákvæðari nótum. Skiptu til dæmis „þú talar of mikið“ út fyrir „þú eignast vini auðveldlega“. 14 Slepptu takinu á þinni sorgarsögu Hvað upplifðir þú í æsku sem þú vilt alls ekki að börnin þín upplifi? Stríðni í skóla? Fátækt? Minnimáttarkennd? Ótti þinn gæti skapað mynstrið sem þú vilt ekki endurskapa. Ekki láta fortíð þína klófesta barnið þitt. Búðu til framtíðina sem þú vilt. Ekki sem þú vilt ekki. 15 Ekki gefast upp Það er aldrei of seint að verða betra foreldri. Hvort sem barnið þitt er fjögurra ára eða fertugt. n Vertu betra foreldri n 15 ráð til að verða betri í foreldrahlutverkinu n Hættu að garga Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Ekki gleyma þér Gefðu börnunum þínum tíma. Uppeldi Það er ekki alltaf dans á rósum að ala upp börn. Framapotarar eiga samvisku- sama maka Samkvæmt nýrri rannsókn hefur persónuleiki maka áhrif á frama- pot okkar. Í rannsókn, sem birtist í Physio logy Science og unn- in var í Washington-háskólan- um í Bandaríkjunum, kom fram að þeir sem komist höfðu hæst í metorðastiganum voru líklegri til að eiga samviskusaman maka. „Það sem er sérstakt við þessa rannsókn er að persónuleiki maka hefur áhrif á jafn mikil- vægt atriði í lífinu,“ sagði Joshua Jackson, prófessor og talsmaður rannsóknarinnar. Menntun skiptir máli Börn menntaðra foreldra borða meira grænmeti og minni sykur en önnur börn. Þetta kemur fram í rannsókn sem framkvæmd var af British Columbia-háskólanum í Kanada með vísindamanninn Naseam Ahmadi í fararbroddi. Í ljós kom að börn há- skólagenginna foreldra voru 85% líklegri til að borða græn- meti í skólanum en börn minna menntaðra foreldra. Þau mæld- ust einnig 67% ólíklegri til að neyta gosdrykkja. Niðurstöðurnar gáfu þó til kynna að kanadísk börn úr öllum stéttum borði of lítið af hollum mat og of mikið af óhollum. Taktu fleiri pásur Til að hámarka afköst þín í vinnu ættir þú líklega að vinna minna. Þetta kemur fram í rannsókn sem fjallað er um á vefsíðu ráðningar- fyrirtækisins Muse. Þar á bæ not- uðu menn smáforritið DeskTime til að mæla tíma og afköst starfs- manna. Í ljós kom að best er að taka 17 mínútna pásu eftir hverj- ar 52 mínútur. „Hugmyndin er að líta á þess- ar 52 mínútna vinnutarnir sem spretthlaup,“ segir Julia Gifford, ráðgjafi hjá Muse, sem mælir með því að starfsfólk standi upp úr stólnum, spjalli við samstarfs- menn og fari jafnvel í göngutúr. „Ef yfirmanninum líst illa á 17 mínútna pásu myndu fimm eða tíu mínútur einnig hjálpa.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.