Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 27
Lífsstíll 27Vikublað 23.–25. september 2014 „Hann var sann- kallaður eldhugi“ Tuttugu ár liðin frá því að baráttumaðurinn Jóhann Pétur Sveinsson varð bráðkvaddur H ann var ofsalega stór karakter,“ segir Harpa Cilia Ingólfsdóttir, ekkja Jó- hanns Péturs Sveinssonar lögfræðings sem lést langt fyrir aldur fram fyrir rúmum tuttugu árum. Jóhann Pétur var ákafur bar- áttumaður fyrir málefnum fatlaðra en sjálfur þurfti hann að nota hjóla- stól frá barnsaldri. Jóhann Pétur var formaður Sjálfsbjargar, sat í stjórn Öryrkjabandalags Íslands og stjórn Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum (NHF – Nordisk Handikappför- bundet) svo og í formannsráði Al- þjóðasambands fatlaðra. Þá var hann einnig heitur framsóknarmað- ur og sat bæði í miðstjórn flokksins og landstjórn. „Hann var óþreytandi í að vinna að málefnum fatlaðra og vann að þeim öllum stundum. Hann vann að þessum málstað á mörgum vígstöðv- um, hvort sem það var í pólitíkinni, félagsmálunum eða í starfi. Jóhann Pétur var alltaf í góðu skapi og gat alltaf séð jákvæðu hliðarnar á öllum málum. Hann gafst aldrei upp. Hann var sannkallaður eldhugi,“ segir Harpa. Leiðbeiningarit varðandi aðgengi Í ár eru tuttugu ár frá því Jóhann Pétur lést og jafnframt tuttugu ár frá því að aðstandendur Jóhanns Péturs stofnuðu minningarsjóð í samstarfi við Sjálfsbjörg í hans nafni. Sjóðnum er ætlað að vinna að því að styrkja fatlaða einstaklinga til náms, til þess að hjálpa einstaklingum að bæta að- gengi á heimilum sínum og til hjálp- artækjakaupa. „Hlutverk sjóðsins er mjög opið. Við höfum einnig styrkt málefni þó að honum sé fyrst og fremst ætlað að styrkja einstaklinga,“ segir Harpa. Í ár mun sjóðurinn gefa út leiðbeiningarit til aðstoðar við að bæta aðgengi á einfaldan hátt. „Leiðbeiningablöðin sem Mann- virkjastofnun gefur út varðandi frá- gang bygginga, með tilliti til algildrar hönnunar, ná einungis til lágmarks- krafna málaflokksins í byggingar- reglugerðinni. Okkur finnst vanta aðeins upp á sértækari leiðbein- ingar og þá erum við aðallega að líta til þeirra atriða sem ekki er tek- ið tillit til í leiðbeiningablöðunum, til dæmis varðandi breytingar á eldra húsnæði, frágang á sundstöðum, íþróttamiðstöðvum og kennslueld- húsum í skólum, svo fátt eitt sé talið,“ segir Harpa en hún er stjórnarmaður sjóðsins. Hún tekur fram að megin- markmið sjóðsins sé enn að styrkja einstaklinga en í ár hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að breyta út frá vananum og gera hann aðeins sýnilegri en áður. Fólk með fötlun sýnilegra Harpa segir margt hafa áunnist í málefnum fatlaðra á þeim tuttugu árum sem liðin eru frá því Jóhann Pétur lést. „Mér finnst samfélagið vera opnara gagnvart fólki með fötl- un og það er mun sýnilegra en áður. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur litið dags- ins ljós. Þó svo að hann sé ekki lög- giltur hér á landi þá er hann undir- ritaður og við megum því ekki vinna gegn honum. Þá höfum við einnig fengið ný mannvirkjalög sem byggja að hluta til á þessum sáttmála,“ segir Harpa og tekur fram að næsta skref í baráttumálum fatlaðra hér á landi sé að fá sáttmálann löggiltan. „Einnig er mjög brýnt að við fylgjum þeim lögum og reglum sem hafa verið sett. Við erum komin með ágætis reglu- gerðir og leiðbeiningar en þeim er ekki alltaf framfylgt. Það er það sem vantar. Enn eru dæmi um að byggð séu óaðgengileg hús fyrir almenning og að gömlum byggingum sé breytt, til dæmis þegar iðnaðarhúsnæði er breytt í hótel, án þess að þær uppfylli gildandi reglur. Einnig er oft hangið í lágmarksákvæðum þegar gera má mikið betur. Það sem ég á við, með að margt hafi áunnist, er að við höf- um við uppfært regluverkið okkar – en reglunum er hins vegar ekki alltaf framfylgt nógu vel,“ segir Harpa. Baráttunni ekki lokið Harpa hefur sjálf unnið mikið í að- gengismálum fatlaðra og þakkar það Jóhanni Pétri. Að loknu námi í byggingafræði stofnaði hún fyrirtæk- ið Aðgengi ehf. árið 2005 og í fram- haldi af því Access Iceland – Aðgeng- ismerkjakerfið ehf. „Eftir að hann dó þurfti ég algjörlega að endur- skoða mína framtíð. Þetta voru auð- vitað miklar breytingar sem áttu sér stað þarna – bæði að eignast barn og missa manninn sinn,“ segir Harpa en hún var barnshafandi, komin sjö mánuði á leið, þegar Jóhann Pétur varð bráðkvaddur. „Þannig þeir náðu aldrei að hittast. En við eignuðumst yndislegan strák sem er mjög líkur pabba sínum. Hann er rólegur, með mikið jafnaðargeð og íhugar hlutina áður en hann framkvæmir. Samt alltaf kátur og glaður,“ segir Harpa um son sinn, Jóhann Pétur Jóhanns- son. Hún segir aldrei neitt annað hafa komið til greina en að mennta sig til þess að geta haldið áfram starfi Jóhanns Péturs og unnið áfram að aðgengismálunum á faglegan hátt. Harpa hefur unnið að þessum mál- um allar götur síðan og segir barátt- unni fyrir réttindum fatlaðra engan veginn lokið. „Hans er sárt saknað ennþá, bæði af aðstandendum hans og í baráttumálunum,“ segir Harpa um Jóhann Pétur að lokum. n Jóhann Pétur var aðalgestur Hermanns Gunnarssonar í sjónvarpsþættinum Á tali með Hemma Gunn, árið 1993 – ári áður en hann lést. Viðtalið er aðgengi- legt á myndbandasíðunni YouTube. Hemmi spurði Jóhann Pétur spurninga eins og honum einum var lagið – einlægar og helst til nærgöngular. Spurði hann meðal annars út í kynlíf fatlaðra. „Það er ekki skrítið að menn velti því fyrir sér í sjálfu sér. Hins vegar ef ég væri til dæmis Jón Baldvin þá hefðir þú náttúrlega ekki spurt hann um kynlífið hans. Þó svo að það sé náttúrlega út af fyrir sig örugglega mjög áhuga- vert.“ „Ég hefði frekar spurt Bryndísi um það,“ skaut Hemmi inn í. „En hins vegar, að öllu gamni slepptu með það, þá er auð- vitað kynlíf eins og að borða, sofa og hvíla sig. Þetta er einn af grundvallarþáttum í lífi manna og ekkert síður fatlaðra en annarra.“ Aðspurður hvernig hann hafi krækt í konuna sína, Hörpu, þurfti Jóhann Pétur ekki að hugsa sig um. „Það er nú engin spurning, það er sjarmurinn,“ sagði hann og hló. „Svo held ég líka að það hafi verið brjóstkassinn.“ Skagfirðingur Hemmi Gunn spurði Jóhann Pétur meðal annars að því hvernig honum tækist að gera góðlátlegt grín að öllu í sínu lífi. „Þú virðist ekki skilja þetta. Ég er Skagfirðing- ur – það er aðalatriðið,“ svaraði hann. Eins og er auðséð í viðtali Hemma Gunn við Jóhann Pétur var sá síðarnefndi afar stoltur af uppruna sínum. „Hver er lykill- inn að því að sigrast á erfiðleikum líkt og þú hefur gert?“ spurði Hemmi meðal annars. „Ég held að lykillinn að því sé að vera Skagfirðingur,“ svaraði Jóhann Pétur. „Það eru engir erfiðleikar sem bíta á okkur Skagfirðinga. Þar fyrir utan er lykillinn að því auðvitað að vera lífsglaður, eins og Skag- firðingar. Láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Og af því ég er nú farinn að tala um Skagfirðinga, sem er nú mitt aðal áhugaefni, þá verð ég að samhryggjast þeim sem ekki eru Skag- firðingar. Því það geta náttúrlega ekki allir verið Skagfirðingar. Það eru ekki allir jafn heppnir og ég að vera bæði borinn og barnfæddur Skagfirðingur í ættliði langt aftur í tímann. Hins vegar er það nú einu sinni svoleiðis að við Skagfirðingar eru gjarnir á að reyna að laða til okkar gott fólk og ef menn eru nógu hressir og kátir, þá erum við eiginlega viss um að þeir séu Skagfirðingar,“ sagði Jóhann Pétur Sveinsson meðal annars í þessu stórskemmtilega spjalli við Hermann Gunnarsson. Þeim sem vilja styrkja Minningarsjóð Jóhanns Péturs Sveinssonar er bent á eftirfarandi reikningsnúmer: 0700-26- 780088 kt. 550114-0380. Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is Hans er sárt saknað“ Harpa Cilia Ingólfsdóttir og Jóhann Pétur Jóhannsson. „Ég er Skagfirðingur – það er aðalatriðið“ Jóhann Pétur í viðtali hjá Hemma Gunn Jóhann Pétur Sveinsson „Hann var ofsalega stór karakter.“ „Eftir að hann dó þurfti ég algjör- lega að endurskoða mína framtíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.