Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 25
Neytendur 25Vikublað 23.–25. september 2014 Sports Direct brotlegt Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að íþrótta­ vöruverslunin Sports Direct hafi brotið gegn útsölureglum og góðum viðskiptaháttum með útsöluauglýsingum og merk­ ingum sínum. Var það keppi­ nauturinn Intersport sem lagði fram kvörtunina. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að Sports Direct hafi gerst brotlegt með því að nota verðmiða þar sem gefið væri til kynna að verð á vörum hefði lækkað. Í skýringum Sports Direct kom fram að ekki væri um sérstakt afsláttarverð að ræða heldur kæmu vörurn­ ar merktar með miðunum frá alþjóðavöruhúsi Sports Direct. Neytendastofa taldi merkimið­ ana gefa neytendum ranglega til kynna að verð á vörunum hefði lækkað eða að þær væru boðn­ ar á afsláttarverði. Hefur Sports Direct því verið bönnuð notkun miðanna. Þ að er bara þannig að Mat­ vælastofnun er undir­ mönnuð og hún hefur ekki vald á öllu þessu við­ fangsefni, það liggur bara fyrir. Ég ræddi við eftirlitsmann fyrir nokkrum dögum og þeir viðurkenna þetta bara. Þar er við Alþingi að sak­ ast sem hefur dregið úr fjárfram­ lögum til MAST og það er alvarleg­ ur hlutur,“ segir Árni Stefán Árnason dýraréttarlögfræðingur. DV leitaði álits hjá Árna Stefáni á grein sem birt­ ist í blaðinu í síðustu viku um niður­ stöður nýrrar skýrslu ESA, eftirlits­ stofnunar EFTA, sem gerði úttekt á eftirliti með aflífun dýra í slátur­ húsum hér á landi í maí síðastliðn­ um. Árni Stefán hefur mikið haft sig frammi í málefnum dýraverndar á undanförnum árum. Rafstraumur undir lágmarkskröfum Meðal þess sem fram kemur í skýrslu ESA er að í báðum alifuglasláturhús­ unum sem heimsótt voru hafi ekki verið nægur rafstraumur á vatnsböð­ um sem notuð eru til að rota og deyfa fuglana fyrir slátrun. Ef straumur á hvern fugl er ekki fullnægjandi geta þeir komist of snemma til meðvit­ undar ýmist fyrir eða eftir að þeir eru skornir á háls og áður en þeim blæð­ ir út. Dæmi um það síðarnefnda fund­ ust í öðru sláturhúsanna samkvæmt skýrslu ESA. Matvælastofnun hefur brugðist fljótt við þessum niðurstöð­ um og gert kröfur um úrbætur hjá við­ komandi sláturleyfishöfum. Enn er unnið að innleiðingu umfangsmikill­ ar reglugerðar um vernd dýra við aflíf­ un, sem tók gildi hér á landi í janúar í fyrra og varðar það að forða dýrum frá óþarfa þjáningum í sláturhúsum. Hnökrar á eftirliti Þó að sláturleyfishafar beri ábyrgð á því að tryggja að öll ákvæði reglu­ gerðarinnar séu uppfyllt og eftirlits­ dýralæknar sinni daglegu eftirliti í þessum sláturhúsum þá segir Árni Stefán lítið hafi breyst til hins betra varðandi hnökra í eftirliti MAST. „Ég hafði fyrst afskipti af þessum málum þegar ég lauk laganámi þá skrifaði ég meistararitgerð um þetta og benti á hnökra í eftirliti hjá Matvælastofn­ un. Niðurstaða mín var sú að eftirliti væri verulega ábótavant. Það virðist eins og það hafi ekkert verið bætt úr því, það er að segja varðandi þennan hluta.“ Hann segir að þó að ábyrgðin á að ákvæðum reglugerðarinnar sé fylgt liggi hjá sláturleyfishöfum þá sé það MAST sem gefi út leyfi til að framkvæma þetta. „Og þeir geta það ekki nema að uppfylltum skilyrðum.“ Óáreiðanleg aflífun Hann segist hafa heyrt frá mönnum sem starfað hafi í sláturhúsum sem hafi bent á nákvæmlega það sem fram kom í frétt DV. „Þeir þora ekki að koma fram undir nafni og þetta er eitthvað sem ég hef ekki getað fjallað um vegna þess að ég hef ekki sann­ anir, en ég hef miklar grunsemdir.“ Hann segir að aflífun alifugla, eins og hún eigi sér stað í dag, sé óáreiðan­ leg. „Það er alveg pottþétt mál. Þessi óáreiðanleiki er ekki í samræmi við lög um velferð dýra sem að kveður á um að dýr skuli aflífuð á skjótan og sársaukalausan hátt. Þetta er bara nokkuð sem ég hef grun um að sé reynt að þagga niður. Þetta er mjög viðkvæmt, sérstaklega í alifuglarækt­ inni því ég veit að aflífunartæknin er mjög ófullkomin og þetta hefur sagt mér fyrrverandi eftirlitsdýralæknir.“ Þröngt sniðinn stakkur Eins og fram kom í máli Þóru Jó­ hönnu Jónasdóttur, dýralæknis dýra­ velferðar hjá Matvælastofnun, í frétt DV í síðustu viku þá hefur MAST brugðist við niðurstöðunum með því að krefja viðkomandi sláturleyfis­ hafa um úrbætur. En hún viður­ kennir að nýju reglugerðirnar séu umfangsmiklar, breytingarnar mikl­ ar og að MAST hafi ekki yfir mörg­ um starfsmönnum að ráða. „En það er unnið eins hratt og vel og hægt er,“ sagði Þóra. Sem fyrr segir telur Árni að MAST sé gert erfitt um vik að sinna sínum málum þar sem dreg­ ið hafi verulega úr fjárframlögum til stofnunarinnar á undanförnum árum eins og fjallað var um nýlega í þætti Sölva Tryggvasonar, Málinu á Skjá Einum. „Þar sem þetta er staðfest og nú er bara í raun framkvæmdavaldsins þ.e.a.s. landbúnaðarráðherra, sem æðsta manns dýravelferðarmála á Ís­ landi, að taka á þessu sem hann mun ekki gera, ég veit það því þetta er ekki álitið forgangsverkefni.“ n Segir Matvælastofnun undirmannaða og að henni sé gert erfitt um vik að sinna skyldum sínum Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Framlag til að innleiða nýja löggjöf fellur niður Örlítil raunhækkun á framlagi til Matvælastofnunar í fjárlögum Í fjárlögum fyrir árið 2015 sem kynnt voru í síðustu viku er gert ráð fyrir 1.146 milljóna króna fjárveitingu til stofnunarinnar sem er raunhækkun upp á 1,9 milljónir króna frá gildandi fjárlögum. Athygli vekur að gert er ráð fyrir að niður falli 30 milljóna króna tímabundið framlag sem veitt var í fjárlögum 2014 til að innleiða nýja löggjöf um velferð dýra sem líkt og fram hefur komið í DV er ekki enn lokið sem skyldi. Þó að heildarfjárveitingar til eftirlits- stofnana lækki um 21,9 milljón frá síðustu fjárlögum þá verður 29,4 milljónum króna veitt vegna dýraeftirlits. Þar af er hins vegar 10 milljóna króna einsskiptiskostnaður vegna gagnagrunns í tengslum við einstak- lingsmerkingar á gæludýrum. Segir um málaflokkinn í fjárlögunum nú: „Matvælastofnun hóf nýskipan eftirlits með dýravelferð og tók yfir búfjáreftirlit frá sveitarfélögum í byrjun árs 2014. Vegna þessa var í fjárlögum 2014 veitt 44 m.kr. fjárheimild, sem innheimt er með eftirlitsgjöld- um, auk 30 m.kr. tímabundinnar fjárveitingar í eitt ár vegna dýraeftirlits stofnunarinnar. Að mati ráðuneytisins er áætlað að um 19,4 m.kr. af tímabundnu framlagi 2014 þurfi að vera varanlegt svo stofnunin geti sinnt þessum verkefnum með fullnægjandi hætti. Varanlegur kostnaður við eftirlit Matvælastofnunar er þannig áætlaður um 63,4 m.kr. en gert er ráð fyrir að kostnaðurinn skiptist þannig að 57,8 m.kr. er vegna starfa sex dýraeftirlits- manna, 4,8 m.kr. fyrir hálft stöðugildis lögfræðings og 0,8 m.kr. vegna ársskýrslu. Í þriðja lagi er gert ráð fyrir 17,7 m.kr. lækkun vegna aðgerða til lækkunar ríkisútgjalda í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar um útgjaldaaðhald.“ Annmarkar á aflífun Fram kom í skýrslu ESA að í hvorugu alifuglasláturhúsinu sem heimsótt var hafi verið fullnægjandi straumur á vatnsböðum sem ætlað er að rota fuglana áður en þeir eru skornir á háls. Afleiðingin var að margir sýndu þeir merki um meðvitund meðan þeim blæddi út. Ekki í samræmi við lög Árni Stefán Árnason dýraréttarlög- fræðingur segir að aflífun alifugla sé óáreiðanleg og að sá óáreiðan- leiki sé ekki í samræmi við lög um velferð dýra sem að kveði á um að dýr skuli aflífuð á skjótan og sársaukalausan hátt. Óáreiðanleg aflífun ekki í samræmi við lög „Niðurstaða mín var sú að eftirliti væri verulega ábótavant. Auglýsing bönnuð Neytendastofa hefur bannað Úranusi ehf., sem rekur Stóru bílasöluna, að auglýsa fimm ára ábyrgð á seldum bílum og að birta samanburðarauglýsingar þar sem ekki er stuðst við nýtt og uppfært verð sem er í gildi þegar auglýsing birtist. Toyota á Íslandi hafði kvartað undan aug­ lýsingum Úranusar og bent á að fyrirtækið hafi fyrst íslenskra bif­ reiðafyrirtækja boðið fimm ára ábyrgð. Vildi Toyota meina að ábyrgð Úranusar væri ekki samb­ ærileg og að félagið væri að nýta sér auglýsingar fyrirtækisins. Ábyrgðartími hefjist við skrán­ ingu en ekki sölu og því væri ábyrgðin í raun og veru ekki full fimm ár fyrir kaupendur. Forráðamenn Úranusar höfn­ uðu þessu og vísuðu til þess að þar væri veitt fimm ára ábyrgð og að öll ábyrgð umfram hefðbundna verksmiðjuábyrgð til þriggja ára sé á herðum félagsins. Hvergi í auglýsingunum hafi verið vísað til ábyrgðar Toyota og bent á að fé­ lagið geti ekki átt einkarétt á fimm ára ábyrgð. Toyota gerði einnig athugasemd við að borið væri saman verð þar sem uppgef­ ið verð Toyota var rangt. Úran­ us sagði að verðið komi beint úr verðlista Toyota frá því í febrúar. Neytendastofa taldi auglýsingar Úranusar um fimm ára ábyrgð villandi. Hugsanlegir kaupendur hefðu þann skilning að ábyrgðar­ tími byrji að líða frá kaupum en ekki skráningardegi bifreiðar. „Að auglýsa fimm ára ábyrgð án þess að geta þess sérstaklega að ábyrgðartími væri byrjaður að líða við kaup væri því brot á ákvæðum laga.“ Þá hafi nýr verðlisti Toyota verið kominn út í maí þegar aug­ lýsingar Úranusar birtust, þar sem mörg verð höfðu lækkað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.