Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2014, Blaðsíða 17
Vikublað 23.–25. september 2014 Fréttir Erlent 17 Annmarkar Sjálf- stæðissinnar telja að atkvæði hafa verið vitlaust talin. Lærðu að lesa upplýsingarnar og láttu ekki glansmyndina blekkja þig T æplega 88 þúsund manns hafa skrifað undir og krafist þess að þjóðaratkvæða­ greiðsla Skota verði endur­ tekin. Sem kunnugt er höfnuðu Skotar því að Skotland yrði sjálf­ stætt ríki og segði sig úr ríkjasam­ bandi Bretlands, 55 prósent kjós­ enda kusu gegn sjálfstæði, 45 prósent kröfðust sjálfstæðis. Eftir kosningarnar hafa verið mikil læti í Skotlandi þar sem sjálf­ stæðissinnar telja sig hafa verið hlunnfarna og að annmarkar hafi verið á kosningunni sjálfri sem og talningu atkvæða. Telja þeir að mörgum spurningum sé ósvarað varðandi framkvæmd kosninganna og telja að kosningalög hafi ítrekað verið brotin. Saka þeir sambands­ sinna um að hafa beitt klækjum við talningu atkvæða og telja sig hafa sönnun fyrir því að atkvæði sem féllu með sjálfstæðissinnum hafi verið talin með atkvæðum sam­ bandssinna. Enn sem komið er hafa þessar kröfur verið virtar að vettugi en spurning er hvað gerist næstu daga. Alex Salmond, leiðtogi sjálf­ stæðissinna og fyrsti ráðherra Skotlands, eins konar forsætisráð­ herra, hefur ákveðið að segja af sér vegna kosninganna. Hann fór mikinn í fjölmiðlum um helgina og sakaði þá Ed Milliband, for­ mann Verkamannaflokksins, Dav­ id Cameron forsætisráðherra Bretlands, og Nick Clegg aðstoðar­ forsætisráðherra um blekkingar og svik. Þeir lofuðu allir Skotum auknum völdum í Westminster eftir kosningarnar héldi samstarf­ ið. Salmond segir forystumennina ganga á bak orða sinna og segir að þessi auknu völd verði torsótt. Talsmenn Davids Cameron segja þó að það dragi til tíðinda í janúar og unnið sé að því af fullum krafti. n astasigrun@dv.is 88 þúsund Skotar vilja fá að kjósa aftur n Vaskleg framganga Emmu Watson vekur athygli n Biðlar til karla að taka þátt í baráttunni J afnréttismál eru ykkur við­ komandi.“ Þetta segir leikkon­ an og aðgerðasinninn Emma Watson. Ræða hennar við opnunarathöfn ráðstefnunnar „He for She“ þar sem kynnt var að­ gerðaráætlun UN Women, stofnun­ ar Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti á heimsvísu. Aðgerða­ áætlunin stefnir að því að draga úr kynjamisrétti og fá karla til að að láta til sín taka á vettvangi jafnrétt­ is. Markmiðið er að milljarður karla skrái sig á vefsíðuna www.heforshe. org og heiti því að láta jafnrétti kynj­ anna sig varða. Verkefnið hefur vakið mikla athygli, þá sérstaklega fyrir vaska framgöngu Emmu Watson, sem þótti ná til fjöldans með ræðu sinni um femínisma, kynjajafnrétti og karlmennsku. „Hvernig getum við haft áhrif í heiminum þegar aðeins helmingi fólks er boðið að taka þátt í samræðunni?“ spurði hún. Bakslag „Ég er að viðra þessa hugmynd við ykkur vegna þess að ég þarf á aðstoð ykkar að halda. Við viljum binda endi á kynjamisrétti og til þess að það takist þurfum við öll að leggjast á eitt,“ sagði Watson í ræðunni. Hún var útnefndur velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna fyrir hálfu ári. Watson segist hafa einbeitt sér að því að ræða opinberlega um femínisma og jafnréttismál af krafti en segist finna fyrir miklu bakslagi í jafnréttisbaráttunni. Það væri mikið áhyggjuefni. „Ég hef áttað mig á því að barátt­ unni fyrir kvenréttindum hefur ver­ ið líkt við karlahatur. Ef það er eitt­ hvað sem ég veit fyrir víst, þá er það að notkun á sú samlíking verður að hætta. Til að hafa það á hreinu, þá er femínismi samkvæmt skilgrein­ ingu: Sú trú að karlar og konur eigi að hafa jöfn réttindi og tækifæri. Það er kenning sem kveður á um stjórnmálalegt, efnahagslegt og fé­ lagslegt jafnrétti kynjanna,“ sagði Emma og sagði þetta vera ástæð­ una fyrir því að hvetja þyrfti karla til að taka virkan þátt í baráttunni. „Við viljum virkja til athafna karla, eins marga karla og drengi og hægt er, til að verða talsmenn jafnréttis.“ „Frekjan“ sem vildi leikstýra Watson deildi einnig sinni reynslu af kynjamisrétti og hennar upplifun. „Ég byrjaði að velta fyr­ ir mér kynjahlutverkum þegar ég var átta ára og var hissa þegar ég var kölluð frekja vegna þess að ég vildi vera leikstjórinn þegar við sett­ um á svið leiksýningar fyrir foreldra okkar, en strákarnir voru ekki kall­ aðir frekir. Þegar ég var fjórtán ára og fjölmiðlar byrjuðu að ýja að því að ég væri kynþokkafull,“ segir hún. „Eða þegar ég var átján ára og karl­ kyns vinir mínir gátu ekki tjáð til­ finningar sínar.“ Hún segist hafa tekið ákvörðun um að vera femínisti vegna þessara hugmynda í nærumhverfi sínu. „En nánari skoðun mín að undanförnu hefur kennt mér að femínismi er ekki vinsælt orð,“ segir hún og velti því fyrir sér hvers vegna hugtakið væri svona óþægilegt. „Svo virðist sem ég tilheyri hópi kvenna sem tjá sig og þykja þar með of sterkar, of óheflaðar, einangrandi, karl hatandi og óaðlaðandi.“ Verið velkomnir Watson telur að breytingar á sam­ félaginu, gagnvart viðhorfum í garð bæði karla og kvenna, geti orðið til aukins jafnréttis og virðingar. „Karl­ ar, mig langar að nota þetta tæki­ færi til þess að bjóða ykkur form­ lega að taka þátt. Jafnrétti kynjanna er ykkar mál líka. Enn í dag sé ég að hlutverk föður míns sem foreldris er ekki jafn verðmætt í samfélaginu þrátt fyrir að ég þurfi jafn mikið á honum að halda og móður minni. Ég hef séð unga karlmenn þjást af geðsjúkdómum en þora ekki að leita sér hjálpar vegna þess að það myndi gefa til kynna skort á karl­ mennsku,“ sagði hún og benti á að sjálfsvígstíðni ungra karla í Bret­ landi væri mikið vandamál, raunar á heimsvísu. Karlar séu einnig fórnarlömb misréttis og það þurfi að lagfæra stefnuna. „Við tölum ekki oft um það hvernig karlar eru fórnarlömb kynja­ hlutverka, en ég sé að þeir eru það,“ sagði hún og bætti við: „Þegar þeir verða frjálsir byrja hlutirnir að breyt­ ast fyrir konur. Ef karlmenn þurfa ekki að vera herskáir, þá þurfa kon­ ur ekki að vera undirgefnar. Ef karl­ menn þurfa ekki að stjórna, þá þurfa þeir ekki að stýra konum. Bæði kyn­ in ættu að geta verið viðkvæm. Bæði kynin ættu að geta verið sterk. Það er kominn tími til að við hættum að horfa á kynhlutverk sem andstæður heldur sem heilan skala.“ n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Svo virðist sem ég tilheyri hópi kvenna sem tjá sig og þykja þar með of sterkar, of óheflaðar, einangrandi, karl hatandi og óaðlaðandi. Vösk framganga Emma Watson og Ban Ki-moon, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna. Ræða Emmu hefur vakið mikla athygli. „Jafnréttismál eru ykkur viðkomandi“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.