Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Side 12
12 Fréttir 23.–25. ágúst 2013 Helgarblað
„Það er búið að fella
dóm yfir okkur“
n Foreldrar barna á 101 leikskóla í lausu lofti
É
g er bara í sjokki,“ sagði móð-
ir barns á 101 leikskóla þegar
DV ræddi við hana á miðviku-
dag. Sama segja aðrir foreldr-
ar barna sem annaðhvort eru í
leikskólanum eða hafa verið þar.
Á þriðjudagskvöld var sagt frá
því á RÚV að barnaverndarnefnd
hefði til rannsóknar meint harðræði
starfsmanna á ungbarnaleikskól-
anum 101 leikskóli gagnvart börn-
unum. Það hefðu verið aðrir starfs-
menn sem hefðu tilkynnt málið til
nefndarinnar og hefðu myndband
máli sínu til stuðnings. Í kjölfarið var
hringt í foreldra barna á leikskólan-
um og þeim sagt frá rannsókninni og
mælt með að þeir myndu ekki mæta
með börnin í leikskólann daginn
eftir. Á miðvikudeginum tók eigandi
leikskólans þá ákvörðun að loka
leikskólanum meðan á rannsókn
stæði yfir og tveimur starfsmönnum
var vísað tímabundið frá störfum.
Jörðuð á einni nóttu
Hulda Linda Stefánsdóttir, eigandi
leikskólans, ber að hún hafi ekki enn
fengið að sjá umrædd myndbönd
og viti ekkert hvað þau sýni. „Ég hef
aldrei séð þetta myndband og frétti
af þessu á sama tíma og fjölmiðlar.
Ég fæ ekki að sjá þetta myndband.
Þessi starfsmaður sem tilkynnti
þetta er sá eini sem er með mynd-
bandið. Ég held við verðum bara að-
eins að bíða og leyfa fagaðilum að
rannsaka þetta mál. Ég vissi ekki af
þessu og enginn hérna inni,“ segir
hún og gagnrýnir fréttaflutning af
málinu. „Ég var jörðuð á einni nóttu
– ég og mitt fyrirtæki. Fréttaflutn-
ingurinn er búinn að vera rangur frá
byrjun. Það er búið að fella dóm yfir
okkur hérna,“ segir Hulda. „Ég hef
ekki fengið að vita neitt meira. Þetta
er það hræðilegasta sem ég hef lent
í,“ segir Hulda en hún hefur átt leik-
skólann í níu ár. „Ég hef byggt hann
upp og hann er mitt líf og yndi.“
Þakklát fyrir stuðninginn
Hún segir einkennilegt að starfs-
mennirnir sem létu barna-
verndarnefnd hafa myndbandið
hafi ekki upplýst sig um það að þeir
teldu börnin vera beitt harðræði
þarna. „Ef ég hefði haft vitneskju um
að harðræði eða ofbeldi væri beitt
hér gagnvart börnunum þá hefði sá
starfsmaður aldrei fengið að vera
hér inni,“ segir hún og tekur fram
að henni finnist afar ólíklegt að það
hefði farið framhjá sér eða öðrum
starfsmönnum þó að hún vilji ekki
fullyrða neitt.
Hulda segir rangt hafa verið tek-
ið á málinu en vonast til þess að
niðurstöður komi úr rannsókn þess
sem fyrst. Hún segist hafa fundið
fyrir miklum stuðningi meðal for-
eldra barna á leikskólanum. „Ég finn
mjög mikinn stuðning frá foreldrum
og ég er svo ofboðslega þakklát fyr-
ir það.“ Hún segist bíða niðurstaðna.
„Við fáum engin svör. Það eru allir
í óvissu og við fáum engin svör um
hvað þetta tekur langan tíma.“
Aldrei orðið orðið vör við neitt
óeðlilegt
Foreldrar barna á leikskólanum sem
DV ræddi við sögðu stöðuna sem
upp væri komin mjög óþægilega
fyrir alla aðila. Móðir eins barns sem
var á leikskólanum segist aldrei hafa
haft grun um að neitt slíkt ætti sér
stað á leikskólanum. „Ég hef aldrei
orðið vör við neitt óeðlilegt og ég hef
komið á mjög óreglulegum tímum
að sækja barnið. Þvert á móti hefur
mér alltaf fundist börnin vera glöð
og mikið og gott starf vera unnið
þarna. Mikið gert með börnunum
þó að þau séu svona lítil. Til dæmis
er skipulagt hópastarf, söngstundir
og fleira.“
Hún segist hafa rætt við marga
foreldra barna sem annaðhvort eru
á leikskólanum eða hafa verið og
segir þessar ásakanir hafa komið
þeim algjörlega í opna skjöldu. „Ég
trúi þessu ekki en vil auðvitað að
þetta sé rannsakað en ég hef aldrei
orðið vör við neitt óeðlilegt þarna
og alltaf verið svo ánægð með leik-
skólann.“ Móðir annars barns seg-
ist þakklát starfsmönnunum sem
stigu fram með myndbandið þó hún
viti ekki hvað það sýni. „Ég er ótrú-
lega ánægð og þakklát þessum stelp-
um að hafa komið fram með þessar
upplýsingar. Það er bara hræðilegt
að hugsa til þess hefðu þær ekki gert
neitt í þessu. Það hefði bara ver-
ið svona áfram, ég meina hver veit
hversu lengi þetta hefur verið í gangi
ef þetta er raunin?“ segir hún.
Í lausu lofti
Þeir foreldrar sem DV ræddi við á
fimmtudag höfðu ekki heyrt neitt
meira frá því á þriðjudag þegar þeir
fengu símtal frá barnaverndarnefnd
þar sem sagt var frá rannsókninni
og mælt með því að foreldrar kæmu
ekki með börnin í leikskólann. „Það
er auðvitað mjög óþægilegt að vita
ekki neitt, ég veit ekki hvað ég geri
í sambandi við vinnuna hjá mér í
næstu viku ef það verður ekki komið
neitt út úr þessu,“ segir móðir barns
á leikskólanum. „Það veit enginn
hvað er á þessum myndböndum eða
hvort barnið manns sé á þeim eða
ekki. Við vitum ekki neitt,“ segir hún
áhyggjufull. „Það hlýtur eitthvað að
hafa verið að gerast þarna, búið að
setja tvo starfsmenn í leyfi og búið
að festa eitthvað á filmu, það hljóta
enn fleiri að hafa vitað af þessu. Ég
myndi aldrei vilja hafa barnið mitt á
svona stað. Það er það versta í heimi
að þetta hafi viðgengist,“ segir ein
móðirin. „Við erum bara í lausu lofti
og höfum verið að bíða eftir að vera
kölluð á fund. Það veit enginn hvað
verður gert.“
Erfitt að fá pláss
Fyrir utan áfallið sem felst í því að fá
svona fréttir kemur það sér einnig
vægast sagt illa fyrir útivinnandi fólk
að missa dagvistun fyrir börnin. For-
eldrarnir sem DV hefur rætt við segj-
ast ekkert vita hvað verður. Hvort
þau muni fá pláss annars staðar ef
ásakanirnar reynast réttar. Erfitt er
að fá pláss hjá dagforeldrum eða
ungbarnaleikskólum á þessu svæði.
Leikskólinn var einkarekinn og ekki
er hægt að taka ung börn inn á leik-
skóla borgarinnar fyrr en þau eru
komin á annað ár. „Það er örugglega
erfitt að komast inn einhvers stað-
ar. Ég veit í rauninni ekkert hvað við
ætlum að gera. Við vorum búin að
bíða mjög lengi eftir þessu plássi,“
segir ein móðirin sem þurfti að
lengja fæðingarorlof sitt um nokkra
mánuði vegna þess að hún fékk ekki
dagvistunarpláss fyrr en þá.
Leita lausna
Samkvæmt upplýsingum frá Bjarna
Brynjólfssyni, upplýsingastjóra
Reykjavíkurborgar, þá er nú þegar
byrjað að leita leiða til þess að koma
þessum börnum að í dagvistun þó að
rannsókn sé ekki lokið. „Þetta er ekki
lögbundin þjónusta en mér skilst að
það séu einhver laus pláss hjá dag-
foreldrum og Reykjavíkurborg mun
auðvitað gera allt sem í hennar valdi
stendur til þess að milda þetta högg
og leita lausna við því,“ segir hann.
Erfitt er þó að fá dagvistun fyrir börn
á þessu svæði. „Ég á ekki von á því að
það sé mikið af dagforeldrum með
laus pláss á þessu svæði. Þannig er
staðan og hún er býsna þröng. En
mér skilst að það verði leitað leiða
hjá Skóla- og frístundasviði til þess
að leysa þetta.“ n
„Ég var
jörðuð
á einni nóttu
– ég og mitt
fyrirtæki
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
„Þetta er
það hræði-
legasta sem ég
hef lent í
Lokað Eigandi leikskól-
ans tók þá ákvörðun að
loka honum meðan rann-
sókn á meintu harðræði
starfsmanna gagnvart
börnunum stendur yfir.
Mynd Kristinn MAgnússon